Tíminn - 27.04.1991, Page 13

Tíminn - 27.04.1991, Page 13
r'° LiðUðardaýUr'27.;apfíl 1991 ammlT ML Timinn 25 SJÚKRAHÚS SUÐURLANDS Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunamemar Sjúkraliðar óskast í sumarafleysingar og fastar stöður. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 98-21300. Ert þú grúskari? Safnarþú heimildum um áhugamál þitt? Hópur bókavarða vinnur nú að því að safna upplýsingum um prentaðar íslenskar heimildir í þeirri von að fleiri geti nýtt sér þetta efni í framtíðinni. Ef þú safnar íslenskum heimildum um áhugamál þitt og hefur skráð þessar heimildir hjá þér vill hópurinn gjaman fá upplýsing- ar um það. Nánari upplýsingar gefa: Kristín Björgvinsdóttír, Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, s. 91-75600. Ingibjörg Ámadóttir, Háskólabókasafni, s. 91-694335. Sigrún Magnúsdóttir, Bókasafni Háskólans á Akureyri, s. 96-27855. BENSÍN EÐA DIESEL Mjög gott verð Rafst.: 600-5000 W Dælur: 130-1800 l/mín Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 Slmi 91-674000 Leggjum ekki af stað í ferðalag í lélegum bíl eða Illa útbúnum. Nýsmuröur bíll meðhreinnioliu og yfirfarinn t.d. á smurstöð er lík- legur til þess að komast heill á leiðarenda. ||UMFERÐAR Sumar hjólbarðar Hágæða hjólbarðar HANKOOK frá KÓREU Á lágu verði. Mjög mjúkir og sterkir. Hraðar hjólbarða- skiptingar. BARÐINN hf. Skútuvogi 2, Reykjavík Símar: 91-30501 og 84844. BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNID ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar Auðugur eiginmaður stóð í vegi fýrir þeim og þau ráðgerðu morð — en klúðruðu öllu Ekki alls fyrir löngu komst kvið- dómur í Englandi að þeirri niður- stöðu að gift kona og elskhugi hennar hefðu lagt á ráðin um morð á eiginmanni konunnar. Málið hlaut talsverða athygli og gekk undir skýringunni „sláttuvélar- morðsáætlunin". Áætlunin mis- tókst. Eiginkonan hættulega, Sus- an Whybrow, og flugkennarinn hennar og elskhugi, Dennis Saund- ers, höfðu hugsað upp aldeilis frá- bæra aðferð til að koma manni hennar, lögmanninum Christopher Whybrow, fyrir kattarnef. Þannig ætluðu þau að slá tvær flugur í einu höggi, komast yfir 400.000 sterl- ingspunda eignir hans og fá að njóta auðæfanna í friði. Aðferðin sem þau ætluðu að beita var að setja á svið „slys“ með garösláttuvél lögmannsins á landsetri hans í Suf- folk, sem átti að líta svo út sem hann hefði drukknað. En áætlunin mistókst herfilega. Flugkennarinn réðst að eiginmanninum aftan frá, batt hann og keflaði og ýtti honum í átt að tjörninni í garðinum. En lögmaðurinn gat losnað frá kvalara sínum og skötuhjúin flúðu í hasti til Ítalíu. Það tók kviðdóm yfir tvær klukkustundir að koma sér saman um að elskendurnir hefðu haft í hyggju að drepa lögmanninn og dómur verður ekki felldur yfir þeim fyrr en að undangenginni læknis- rannsókn, líkamlegri og andlegri, á Susan Whybrow. Susan Whybrow fékk flugkenn- arann sinn og elskhuga í lið með sértil að losa sig við eigin- manninn... ... lögmanninn Christopher Whybrow, sem slapp úr klóm tilræðismannsins... ... flugkennarans Dennis Sa- unders Andrew Uoyd Webber heiðraður — umkringdur konunum í lífi sínu! Madonna nautþess heiðurs að afhenda Andrew Uoyd Webber heiðursvið- urkenning- una fýrir framlag hans til söngleik- hússins. En Mad- onnu hefur líka hlotn- ast annar heiður í sambandi viðtón- skáldið. Ekki alls fyrir löngu var breska tónskáldið Andrew Lloyd Webber heiðraður í Los Angeles fyrir framlag sitt til söngleikhússins. Andrew mætti til hátíðahald- anna í fylgd núverandi eiginkonu, Madeleine Gurdon. Meðal ann- arra sem hylltu tónskáldið var fyrrverandi kona hans, Sarah Brightman, sem söng eitt laga hans. Söngkonan Elaine Paige söng líka lag úr nýja söngleikn- um hans, „Sunset Boulevard". En hápunktur kvöldsins var þegar Madonna afhenti honum viður- kenningu fyrir framlag hans til söngleikja. Það þótti heldur kaldhæðnisiegt að Madonna skyldi fengin til að afhenda verðlaunin þar sem hún er nýbúin að tryggja sér hlutverk Evu Peron í Evitu, en bæði Sarah Brightman og Elaine Paige höfðu sóst eftir því.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.