Tíminn - 25.05.1991, Qupperneq 6

Tíminn - 25.05.1991, Qupperneq 6
-6 Tíminn LáOgárdagur 25. m'aí 199T Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gíslason Skrifstofur:Lyngháls 9,110 Reykjavík. Síml: 686300. Auglýslngasfml: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð í lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Indland og lýðræðið Indland er kallað fjölmennasta lýðræðisríki heims og þá sýnt fram á að samkvæmt stjómarskrá sé lýðræðis- skipulag þar ráðandi. Indland er að vísu ekki „land“ í venjulegri merkingu þess orðs á íslensku. Indland er bandaríki samsett af 17 ríkjum sem hvert um sig er milljónaríki, enda munu íbúar Indlands nálgast það að vera einn milljarður að tölu. Svo stórt sem landið er er það ekki síður sundurleitt að þjóðafjölda, menningu og tungumálum og ótelj- andi mállýskum. Það er því síst við því að búast að í slíku landi sé stjómmálaeining og friðsamleg sambúð eða einhver auðveld leið til að halda miðríkinu saman gegnum alríkisstjórnina í Nýju Delhi, höfuðborg þess. Þótt ekki sé horft lengra aftur en til áranna eftir síð- ari heimsstyrjöld, þegar Bretar ákváðu að leggja niður breska keisaradóminn yfir Indlandi og veita Indverj- um sjálfstæði, hefur friðsamleg þróun innanlands- mála ætíð átt í vök að verjast á þessu tímabili. Hver þjóðarleiðtoginn á fætur öðrum hefur verið myrtur af pólitískum ástæðum af pólitískum tilræðismönnum. Kunnast þessara morða er víg gamla Mahatma Gand- his snemma árs 1948, sem hafði eytt ævinni í að sam- eina Indverja gegn Bretum, en var skotinn til bana af manni af hans eigin þjóðerni nokkrum mánuðum áð- ur en ávöxtur baráttu hans skyldi koma í ljós, þ.e. sjálf- stæði Indlands í júní sama ár. Annað hinna kunnu leiðtogamorða á Indlandi var það þegar Indira Gandhi féll fyrir skotum tveggja manna úr hennar eigin lífvarðarsveit haustið 1984. Morðingjar hennar voru Síkhar frá Punjab-ríki og heyrðu til einni þjóðinni sem telur sér misboðið af alríkisstjórninni í Nýju Delhi. Og nú er nýafstaðið þriðja sögufræga morðið á indverskum stjórnmála- foringja, þegar Rajiv Gandhi forsætisráðherra (raun- ar sonur Indiru Gandhi) féll í sprengjutilræði í borg á Suður-Indlandi, þar sem Tamílaþjóðin er fjölmenn og mikilsráðandi. En Tamílar hafa talið sig eiga sök- ótt við Rajiv Gandhi sem staðið hefur gegn sjálf- stæðiskröfum þeirra og beitt þá hörðu í því sam- bandi. Þrátt fyrir það hefur Rajiv Gandhi verið talinn hófsamur stjórnmálamaður með mannúðleg við- horf, sem öllum ber saman um að sé mikill mann- skaði að. Ástæða er til að óttast að ekki verði auðvelt að finna forystumann í hans stað. Morðið á Rajiv Gandhi er enginn venjulegur sorg- aratburður heldur felast í því ýmis tákn þeirra tíma sem heimurinn býr nú við. Það gefur m.a. tækifæri til þess að leiða hugann að heimshluta sem er okkur Vesturlandamönnum enn stórlega framandi og við vitum naumast hvort tekst að stjórna með lýðræðis- legum aðferðum, hvað þá að séð verði að félagsleg viðhorf lýðræðisins eða mannréttindahugsjónir þess hafi fest rætur í ríkjum sem telja sig þó lýðræðis- lönd. Sambúðarerfiðleikar þjóða sem verið er að troða undir einn stjórnarhatt speglast í ástandinu á Ind- landi, auk þess sem margs konar vandi þriðja heims- ins segir til sín og öfgar menningarandstæðna og trúarsiða eru deginum ljósari. VIKUNNI voru birtar fréttir af því hvernig sérstofnun nokkur á vegum Sameinuðu þjóðanna flokkar 160 aðild- arríki samtakanna eftir velferð og mannréttindum. Þar kemur m.a. í ljós að ísland er í hópi mestu vel- ferðar- og mannréttindalanda heims auk þess sem það er í flokki þeirra ríkja þar sem meðaltekjur á mann eru hvað hæstar, atvinnu- leysi einna minnst, langlífi með því mesta sem gerist og heilbrigð- is- og menntakerfi í miklu betra lagi en víðast hvar í heiminum. r Gullöld Islands Þegar öllu er á botninn hvolft þurfa þessi samanburðarfræði Þró- unarstofnunar Sameinuðu þjóð- anna ekki að koma á óvart. Það eru engar nýjar fréttir að efnahagur ís- lendinga sé góður, jafnvel þótt miðað sé við fremstu iðnaðarlönd heimsins. íslensk velferðarþjón- usta, ekki síst almenn menntun og heilbrigðisþjónusta, hefur þróast með árunum og gert meira en að halda til jafns við það sem vel ger- ist í öðrum löndum og stendur raunar jafnfætis því besta sem þekkist. Tuttugasta öldin hefur verið nær óslitinn framfaratími hér á landi. Framfarirnar hafa fylgt auknu sjálfstæði þjóðarinnar. Lýð- veldistíminn síðan 1944 hefur ver- ið gullöld íslandssögunnar. Hitt er svo annað mál að íslend- ingar þurfa ekki að ofmetnast af þessu, hvorki á kostnað þeirra þjóða sem neðarlega eru á virð- ingaskrá Sameinuðu þjóðanna né horfinna kynslóða í eigin landi. Þjóðinni stendur nær að gera sér grein fyrir stöðu sinni, láta ekki eins og hún lifi við armæðu og ein- angrun og skort á tækifærum, heldur skilja að ísland er kostaríkt land, íslenska þjóðin á sér ómetan- lega staðfestu í landsgæðum og menningu sem henni ber að sýna sóma, því að í því er afkoma henn- ar og hamingja fólgin. Stjómarfar og styijaldir í þessum velsældarsamanburði Sameinuðu þjóðanna koma við sögu þau 160 ríki heims sem aðild eiga að samtökum Sameinuðu þjóðanna. Þótt Sameinuðu þjóð- irnar grundvalli starf sitt á háleit- um hugsjónum um mannúð, mannhelgi, mannréttindi, lýð- ræði, jafnræði og sjálfsákvörðun- arrétt, vantar meira en lítið á að þessar hugsjónir séu virtar í aðild- arríkjunum. Aðeins minnihluti að- ildarríkja S.Þ. eru lýðræðisþjóðfé- lög. Mörg aðildarríkjanna eru ekki einasta einræðislönd heldur og fá- tæktarlönd. I allmörgum þessara ríkja er hungursneyð algeng í stór- um landshlutum og snertir millj- ónir manna. Oftast fer saman hungurástand og borgarastyrjöld, uppflosnun og landflótti. Þetta ástand er víða svo langvinnt og ægilegt, að það hlýtur að verða fyr- irferðarmikið í heimsfréttunum. Þrátt fyrir það bendir margt til þess að baksvið þessara frétta sé flestum framandi nema hvað ein- stakir atburðir, einkum náttúru- hamfarir, sem valda manntjóni og eignamissi, festast í huga fólks og vekja samúð og örlæti ef til þess er leitað um neyðarhjálp. Þó mun það vera svo að þessir einstöku neyðaratburðir eins og þeir sem átt hafa sér stað í Bangla- desh að undanfömu, svo ægilegir sem þeir eru í mannsköðum, svo líkja má við mannfall í styrjöldum, eru smáræði hjá þeim voða sem sí- felldur innanlandsófriður veldur árum saman og hefur m.a. í för með sér viðvarandi matar- og vatnsskort og hungurdauða í kjöl- farið. í því sambandi má benda á Súdan og Eþíópíu í Austur-Afríku. Af fréttum mætti halda að það séu eilífir þurrkar sem hungursneyð- inni valda. í raun og vem eru það stjórnvöld og ófriður sem em und- irrótin. Fólk hefur engan frið til að búa að sínu eða fá það út úr efna- hagsaðstoð sem í boði er sem því væri í lófa lagið ef það byggi í eðli- legu umhverfi. Þróunarstarf og neyðarhjálp Hér skal í framhaldi af þessu vik- ið að svokallaðri þróunaraðstoð sem er nafn á þeirri starfsemi auð- ugra þjóða að veita fé og ráðgjöf til fátæktarþjóða heimsins í því skyni að auka hagsæld og félagslegar framfarir. Þróunaraðstoð merkir því allt annað en neyðarhjálp og á sér aðrar forsendur. Neyðarhjálp er eins konar hjálp í viðlögum í stóm sniði, mannúðarverk sem unnin eru af náungakærleika. Oftast verður neyðarhjálpin best af hendi leyst á vegum lfknarsamtaka eins og Rauða krossins og Hjálparstofn- unar kirkjunnar og skylds félags- skapar. Þróunaraðstoð í eiginlegri merk- ingu er pólitískt mál. Hún byggist á löggjöf og fjárveitingum eða fjár- útvegunum sem stjómvöld hafa forgöngu um með einum eða öðr- um hætti. Mikið af því fé sem ríki veita til þróunaraðstoðar fer til ýmissa stofnana Sameinuðu þjóð- anna sem annast þá framkvæmd aðstoðarinnar. Rikin em því þátt- takendur í samstarfsverkefnum og greiða til þeirra eftir ákveðnum hlutföllum. Annað form þróunar- aðstoðar er svokölluð þróunar- samvinna, sem byggist á samningi milli auðugs ríkis og fátæktar- lands, þ.e. þróaðs ríkis og þróunar- lands, og þá út frá því gengið að þróunarlandið (hið fátæka land) eigi jafnan hlut að samningnum, hann hafí á sér svip gagnkvæmni en ekki ölmusu þar sem annar er gefandi og hinn eingöngu þiggj- andi. Hitt er svo annað mál að í reynd leggur auðuga ríkið auðvit- að meira fram í beinum fjármun- um, en verkefnin em samvinnu- verkefni eigi að síður. 1% þjóðarframleiðslu Þróunaraðstoð á sér fyrst og fremst stoð meðal auðugu iðnríkj- anna. Þar munar mest um ríki í OECD (ríki Efnahags- og framfara- stofnunarinnar) þ.e. iðnríki Vest- ur-Evrópu, Norðurlönd auk Bandaríkjanna, Japan, Kanada, Ástralíu og Nýja Sjálands. Flest eða öll hafa þessi ríki komið upp víð- tækri starfsemi þróunaraðstoðar. A.m.k. að nafninu til hafa þau að leiðarljósi ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um að ríku londin verji samtals 1% þjóðar- framleiðslu til þróunaraðstoðar, þar af 0,7% af opinbem fé. Sam- kvæmt upplýsingum frá OECD vantar þó á að öll þessi ríki nái að uppfylla þessa kröfu. Noregur ger- ir það að fullu, Svíþjóð, Danmörk og Holland em nærri markinu. Önnur ríki em þar fyrir neðan, t.d. Bretland með 0,3% og Japan með sömu hlutfallstölu. Neðst á blaði um hlutfallsleg framlög em Bandaríkin með 0,15% af þjóðar- framleiðslu, þótt svo vilji til að í beinum tölum em Bandaríkin næ- stefst á listanum með hátt í átta milljarða dollara. Ekki er um að villast að þróunaraðstoð er mjög umfangsmikil milliríkjastarfsemi til viðbótar almennum samskipt- um á heimsmarkaði í verslun, þjónustu og öðmm viðskiptum, þótt ekki sé þetta sambærilegt í sjálfu sér. r Island lægst í framlögum Fróðlegt er að spyrja hvemig ís- land komi inn í þessa mynd. ísland er aðili að OECD. ísland telst í hópi velmegunarlanda. ísland er eitt Norðurlanda. Norræn viðhorf setja svip sinn á íslensk stjórnmál, þar á meðal afstöðu til heimsmála. Oft virðist eins og íslendingar vilji ekki láta sinn hlut eftir liggja í margs konar milliríkjasamskipt- um, halda a.m.k. hlutfallslega til jafns við aðra. Hvað þróunaraðstoð varðar mun ekkert velmegunarland eða ríki innan OECD leggja minna fram til þróunarmála en íslendingar. Þegar Norðmenn leggja meira en 1% af þjóðarframleiðslu til þessara mála, Svíar og Danir álíka og Finnar um 0,6% láta íslendingar sér nægja hlutfallstöluna 0,07. M.ö.o.: fs- lendingar hafa af einhverjum ástæðum hafnað því að halda til jafns við Norðurlandaþjóðir og aðrar OECD-þjóðir í þessu efni. Þótt Alþingi samþykkti með þings- ályktun vorið 1985 að auka fram- lög til þróunaraðstoðar stig af stigi í sex ár og ná viðmiðunarhlutfall- inu (þ.e. minnst 0,7% af þjóðar- framleiðslu á fjárlögum) á þeim tíma, hafa framlögin ekki hækkað hlutfallslega, heldur staðið í stað nema þau hafí fremur lækkað sum árin. Opinber þróunaraðstoð ís- lendinga er um 230 milljónir króna, en ætti að vera um 2,3 milljarðar ef miðað væri við hlut- fallstöluna 0,7 og þeim mun meira ef miðað væri við 1% eins og Norð- menn gera. r Islenskt áhugaleysi Hér verður ekki lagt í það að leita allra skýringa á því hvers vegna ís- lendingar eru svo tregir að leggja fé til þróunaraðstoðar. Slíkar skýr- ingar hljóta þó að vera til. Sýnt má vera að áhuga íslenskra stjóm- málamanna brestur, því hér er um pólitískt mál að ræða sem á að lúta frumkvæði þeirra. Fjárveitinga- valdið er áhugalaust. Stjómmála- menn verða heldur ekki fyrir hvatningu frá kjósendum sínum í þessu efni. Þetta mál brennur ekki á íslenskum almenningi eins og skoðanakannanir hafa leitt í ljós.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.