Tíminn - 25.05.1991, Qupperneq 13

Tíminn - 25.05.1991, Qupperneq 13
Laugardagur 25. maí 1991 Tíminn 25 Verðlaun fýrir bamabók Bókaútgáfan Björk er 50 ára á þessu ári. í tilefni afmælis- ins hefur stjóm útgáfunnar ákveðið að efna til verðlauna- samkeppni um: MYNDSKREYTTA BARNASÖGU handa yngrí lesendunum. Verðlaun kr. 150.000.- (auk rítlauna). Bókin verði 3-4 arkir, brot ca. 18,5 x 25 cm, innbundin. Myndlistarmaður og sögumaður geta skilað handriti sam- an. Til greina kemur að gefa út fleiri en eitt handrit. Sérstök dómnefnd dæmir handrit. Skilafrestur handrita er til 10. okt. 1991. Nafn höfundar fýlgi með í lokuðu umslagi, en handritin merkt dulnefni. Handritum sé skilað til formanns dómnefndar, Stefáns Júlíussonar rithöfundar, Brekkugötu 22, 220 Hafnarfirði. Bókaútgáfan Björk Húsnæði óskast Ríkissjóður leitar eftir kaupum á íbúðarhúsnæði w á Isafirði Um er að ræða einbýlishús, par- og/eða raðhús, u.þ.b. 150-200 m2 að stærð að meðtalinni bílgeymslu. Tilboð, er greini stærð, byggingarár og -efni, fasteigna- og brunabótamat, verðhugmynd og áætlaðan afhendingar- tíma, óskast send eignadeild fjármálaráðuneytisins, Arnar- hvoli, 150 Reykjavík, fyrir 10. júní 1991. Fjármáiaráðuneytið, 24. maí 1991 Borgames Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Vesturlandi leitar eft- ir kaupum á hentugu húsnæði fyrir sambýli í Borgar- nesi. Um erað ræða einbýlishús, par- og/eða raðhús. Tilboð, er greini staðsetningu, stærð, byggingarár og -efni, herbergjafjölda, brunabóta- og fasteignamat, afhendingartíma og söluverð, sendist eignadeild fjár- málaráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 10. júní 1991. Fjármálaráðuneytið, 24. maí 1991 Útboð Geiradalur 1991 Vegagerð ríkisins óskareftirtilboðum í lagn- ingu 3,25 km kafla á Vestfjarðavegi um Geiradal. Helstu magntölur: Fyllingar og fláafleygar 39.000 m3 og neðra burðariag 11.000 m3. Verki skal lokið 1. nóvember 1991. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð rík- isins á ísafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 27. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 10. júní 1991. Vegamálastjóri. John F. Kennedy yngri rétt slapp við slags- mál við Sean Penn! Sean Penn hefur löngum haft orð á sér fyrir að vera bráður og ofsa- fenginn slagsmálahundur og það lítur ekki út fyrir að hann ætli að venja sig af því. Hann fer ekki einu sinni í manngreinarálit þegar hann velur sér fórnarlömb. Hann virðist reyndar sífellt vera í víga- hug. Það er ekki langt um liðið síðan Sean Penn rakst á John F. Kennedy yngri, með vinkonu sinni Toni Kotite, á matsölustað í New York og þá rak hann minni til að hann hefði heyrt einhvern orðróm um að John hefði verið að stíga í vænginn við Madonnu meðan hún var enn gift Sean. Slíkt upplagt tækifæri til að koma á ærlegum slagsmáium gat hann ekki látið ónotað og ávarpaði eljara sinn þessum kurteisisorðum: „Ég á inni hjá þér afsökunarbeiðni.“ Síðan setti hann sig í bardagastellingar. Forsetasonurinn og núverandi aðstoðarsaksóknari var ekki upp á það kominn að lenda í slagsmálum og bæta þannig einni hneykslis- fjöðrinni enn í fjölskylduhattinn. Hann var fljótur að stinga sér upp í leigubíl, ásamt vinkonunni, en skildi bardagafúsan leikarann og kvikmyndaframleiðandann eftir á gangstéttinni með sárt ennið. En fyrst Sean Penn hefur nú einu sinni fengið þá flugu í höfuðið að hann eigi óuppgerða reikninga við John F. Kennedy er ekki víst að hann gleymi þessari ágætishug- mynd fyrst um sinn. Sean Penn er ekki beint blíður á svipinn þegar John F. Kennedy stingur sér inn í leigubíl með Toni Kotite vinkonu sinni og kemur sér þannig hjá því að slást við leikarann. Edy Williams hverfur áreið- anlega ekki í fjöldann, enda er hún sögð sérvitur. Ekki vitum við hvort það er hitabylgja sem hefur fengið Edy Williams til að ganga um á al- mannafæri svona fáklædd. Við vitum ekki heldur hvert tilefnið er, en hún hefur a.m.k. séð ástæðu til að setja á sig hatt og háa hvíta hanska. Og til að kór- óna allt saman skýlir hún sér að hluta með loðinni og notalegri kanínu! Við vitum ekki heldur í raun- inni hver Edy Williams er, en hún er sögð sérvitur! sig svona til fara? Hvar lætur fólk sjá

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.