Tíminn - 05.06.1991, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 5. júní 1991
Tíminn 3
Skýrsla um ástand og úrbætur í fiskeldismálum til umræðu á ríkisstjórnarfundum:
Fær fjórðungur fisk-
eldisstöðva að lifa?
Á ríkisstjóraarfundi í gærmorgun kynnti Halldór Blöndal landbún-
aðarráðherra skýrslu um ástand fiskeldis og mögulegar úrbætur í
þeim málum. Fundinum var frestað um hádegisbilið og annar fund-
ur hófst klukkan níu í gærkvöldi þar sem umræðum um skýrsluna
var framhaldið, og var fundinum ekki Iokið þegar Tíminn fór í
prentun í gærkvöldi.
Samkvæmt heimildum Tímans er
hugmyndin samkvæmt skýrslunni
að sigta út þann fjórðung af stærri
fyrirtækjunum sem talið er vænleg-
ast að aðstoða áfram og láta það síð-
an ráðast hvernig hinum reiðir af.
Fiskeldismenn eru margir hverjir
uggandi yfir því hvernig staðið verð-
ur að valinu á þeim fyrirtækjum sem
á að aðstoða. Mörgum finnst ekki
nóg að líta á eiginfjárstöðu, það séu
aðrir þættir sem spili stóra rullu í
framtíðarmöguleikum hverrar
stöðvar. Búast má við að aðgerðirnar
felist í því að einhverju leyti að fella
niður skuldir einhverra fyrirtækja
upp að ákveðnu marki og fella niður
vexti, í þeim tilgangi að losa fyrir-
tækin út úr þeirra alvarlegu skuld-
setningu sem þau eru í og skapa
þeim nýjan rekstrargrundvöll.
Hjá landbúnaðarráðuneytinu feng-
ust engar upplýsingar um innihald
skýrslunnar.
Landbúnaðarráðherra ætlaði í gær-
dag að funda með fiskeldismönnum
en þar sem málið var ekki útrætt á
ríkisstjórnarfundi þá var fundinum
frestað. Friðrik Sigurðsson, stjórn-
armaður í Landsambandi fiskeldis-
og hafbeitarstöðva, sagði að þeir
hefðu engar upplýsingar um inni-
hald þessarar skýrslu og hefðu ekki
heyrt annað en það sem komið hefði
fram í fjölmiðlum. Um það gætu
þeir með engu móti tjáð sig. —SE
Karlmaður handtekinn fyrir
líkamsárás:
Baröi konuna
með hamri
Maður um sextugt réóst að eigin-
konu sinni með hamri aðfaranótt
mánudagsins þar sem hún lá í
rúmi sínu. Konan meiddist illa,
enda barði maðurinn hana itiA í
höfuðið og misþvrmdi á annan
hátt Konan er ekki í Iffshættu. At-
burðurinn átti sér stað í húsi t
Garðabæ. Maðurinn var ckki undir
áhrifum áfengis eða lyfjja að því er
tallð er þegar hann framdi verkn-
aðinn.
Það var konan sem tilkynnti um
atburöinn tii lögreglunnar. Var þá
týst eftir manninum og leit að hon-
um hafin. Um hádegisbilið
á mánudag var maðurinn handtek-
inn í Borgarfirði. Var hann þá und-
ir áhrifum áfengís. í gær fúru fram
yfirheyrshtr yfir manninum og
stóðu þær yfir í tvo og hálfan tíma.
Farið hefúr verið fram á gæslu-
varðhald til 3. júti ásamt geðrann-
sókn. Er búist við dómsúrskurði í
dag. GS.
Sama verð og í fyrra
Ný sending af ZETOR drátfarvélum á leið til landsins.
Við hvetjum bændur til að staðfesta pantanir strax og tryggja sér
nýjan ZETOR fyrir sumarið á betra verði en nokkru sinni fyrr.
ZETOR 7745 Turbo m/Hydrostatik vökvastýri
ZETOR 5211 47 hö. .
ZETOR 6211 59 hö. .
ZETOR 7211 65 hö. .
ZETOR 7245 65 hö. .
ZETOR 7711 70 hö. .
ZETOR 7745 70 hö. .
.....kr. 646.000,-
.....kr. 723.000,-
.....kr. 752.000,-
.....kr. 954.000,-
.....kr. 828.000,-
.....kr. 1024.000,-
ZETOR 7711 Turbo 79 hö. .kr. 918.000,-
ZETOR 7745 Turbo 79 hö. .kr. 1160.000,-
Verð án vsk. og skráningar 19/4 ‘91.
Verðið á ZETOR hefur sjaldan verið betra og endursalan er örugg.
Innifalið f verði t.d.
Ferðamönnum fjölgar til
Grímseyjar:
Flogið daglega
eftir 11. júní
Flugfélag Norðurlands flýgur fjór-
um sinnum í viku til Grímseyjar en
eftir 11. júní verða ferðir þangað
daglega. Straumur ferðamanna til
Grímseyjar fer vaxandi með hverju
árinu en það eru aðallega erlendir
ferðamenn sem þangað leggja leið
sína. Hægt er að fá svefnpokapláss í
félagsheimilinu.
íslandsflug verður með ferðir frá
Reykjavík til Grímseyjar frá og með
15. júní á sunnudags- og mánudags-
kvöldum. Ætlunin er að hafa við-
komu þar í tvo klukkutíma og verð-
ur boðið upp á skoðunarferð á eyj-
unni undir leiðsögn heimamanns.
Framkvæmdir við flugvöllinn hafa
staðið yfir í þrjú ár en ekki er búið að
ákveða hvort unnið verði við hann í
sumar. Flugvöllurinn er 870 m en
áætlað er að lengja hann um 400
metra.
Breytingar standa yfir á verslunar-
húsnæðinu í eyjunni, en Kaupfélag
Eyfirðinga er með útibú þar. Versl-
uninni hefur ekki verið breytt í 30 ár
og er ætlunin að færa hana í nú-
tímalegra horf.
Veiðar hafa gengið ágætlega síðan
um páska og er aðallega veiddur
þorskur. Verið er að skipta af netum
yfir í önnur veiðarfæri. -SIS/Hafliði
Styrkir til
frönskunáms
Verslunarráð Boulogne býður fram
sex styrki til þriggja vikna frönsku-
námskeiðs í bænum Boulogne nú í
sumar. Nemendurnir verða að borga
ferðir til og frá Boulogne en fá styrk
fyrir skólagjöldum og gistingu með-
an á námstíma stendur. Námskeiðið
hefst þann 11. júlí og er ætlast er til
þess að umsækjendur séu á aldrin-
um 18 til 25 ára. Umsóknareyðublöð
fást hjá franska sendiráðinu.
-UÝJ
Árnesingakór-
inn syngur
norðaniands
Árnesingakórinn fer í söngferð um
Norðurland á morgun, fimmtudag.
Sungið verður á þremur stöðum í
ferðinni.
Fyrstu tónleikarnir verða annað
kvöld í Miðgarði í Skagafirði, aðrir á
föstudagskvöldið í Dalvíkurkirkju og
þeir þriðju og síðustu verða í Ýdöl-
um á laugardagskvöld. Allir tónleik-
arnir hefjast kl. 21:00. Stjórnandi
Árnesingakórsins er Sigurður
Bragason og undirleikari Bjarni 5ón-
atansson. -sbs.
• Afturhlífar yfir framhjólum
• Tectyl ryðvörn
• Útvarp og segulband
• Leiðbeiningasnælda
• Vinnuljós framan og aftan
• Vélartengd loftdæla
• 100% læsing á framdrifi
• Lyftukrókur og þverbiti
• Sjálfstæð fjöðrun á framhjól-
um á vélum án framdrifs
• Vökvastýri
• Sóllúga
• Yfirstærð á dekkjum
• Sérlega rúmgott og hljóðein-
angrað ökumannshús
w
umboðið:
«í«€Jl
T
íslensk-tékkneska verslunarfélagið hf.
Lágmúla 5, sími 84525, Reykjavík.