Tíminn - 05.06.1991, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.06.1991, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 5. júní 1991 Smitandi A og B lifrarbólga vaxandi vandamál: Fíkniefnaneytendur aðaláhættuhópurinn Smitandi lifrarbólgur A og B voru greindar á rannsóknardeild Borg- arspítalans 1986-1989 og tengsl smitaðra við fíkniefnaneyslu. Af þeim 52 einstaklingum, sem greindust með lifrarbólgu B, höfðu 12 sprautað sig fíkniefnum í æð, en 11 þeirra greindust sýktir árið 1989. Flestir þeir, sem greindust með lifr- arbólgu A, eða 22 íslendingar, höfðu smitast erlendis. Þetta kemur fram í Læknablaðinu. Lifrarbólguveira B smitast í flest- um tilvikum með blóðblöndun og kynmökum. Fíkniefnaneytendur, sem sprauta sig í æð, eiga því mjög á hættu að smitast af þeirri veiru. Lifrarbólguveira A er nánast alltaf talin berast með saurmengaðri fæðu eða drykk, en smitun er einnig þekkt í tengslum við kynmök homma. Nokkuð hefur verið um það að ís- lenskir fíkniefnaneytendur hafí smitast af lifrarbólgu A. Ekki tókst að sýna fram á með hvaða hætti ís- lensku fíkniefnaneytendurnir smit- uðust af henni. Þó hefur getum ver- ið leitt að því að fíkniefni geti saur- mengast við flutning landa á milli, þegar þau eru falin í innyflum manna, og smitun eigi sér síðan stað við sprautun efnanna í æð eða við neyslu þeirra, t.d. í nef eða munn eða ef bragðað er á þeim til að sann- reyna „gæðin“. Niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að nýgengi lifrarbólgna A og B er svipað á íslandi. Upplýsingar um ferðavenjur íslendinga gætu gefið vísbendingar um hvernig haga beri ónæmisaðgerðum á ferðamönnum gegn lifrarbólguveiru A. Ljóst er af könnun Borgarspítalans að bæði lifrarbólga A og B eru vaxandi vandamál meðal fíkniefnaneytenda hérlendis. Því er talið rétt að bjóða öllum næmum fíkniefnaneytendum bólusetningu gegn lifrarbólguveiru B, með það fyrir augum að draga úr útbreiðslu smitsins. Niðurstöðurn- ar renna einnig stoðum undir áður b.irt tilmæli um að nánum aðstand- endum smitbera með lifrarbólgu B verði boðin bólusetning gegn sjúk- dómnum. í skýrslunni kemur einnig fram að útbreiðsla á smitandi lifrarbólgum bendi til þess að upplýsingaherferð heilbrigðisyfirvalda um smitleiðir alnæmisveiru hafi ekki haft áhrif á hegðun fíkniefnaneytenda. -js Ragnar Jónsson tónskáld við jeppann sem hann ætlar að ferðast á í Afríku. Tímamynd: Árnl Bjarna Til styrktar bágstöddum: Gefið út tónverk Búið er að gefa út hljóðsnældur og geisladiska hér á landi til styrktar bágstöddum í Afríku. Verkið heitir „Universal Theme“ og er eftir Ragnar Jónsson. Einnig er stefnt á að gefa verkið út erlendis í sumar. í tilefni útgáfunnar hyggur Ragnar á ferð til Afríku, en þar ætlar hann að kynna verk sitt og það málefni sem það styrkir. Ólafsfjarðarmúli: Lokafrágangur við jarögöngin í júní Stefnt er að því að leggja síðara slit- lagið á jarðgöngin í Ólafsfjarðar- múla dagana 10.-17. júní n.k. Göng- in verða lokuð á meðan, og umferð hleypt á gamla Múlaveginn. Að sögn Guðmundar Svafarssonar, umdæmisverkfræðings hjá Vega- gerð ríkisins á Akureyri, er lagning Leiðrétting í frétt í Tímanum í gær af nýju merki í höfnum landsins, þar sem umhverfisvernd er brýnd fýrir sjó- farendum, var höfundur merkisins rangfeðraður: Hann heitir Garðar Pétursson. slitlagsins lokafrágangur við jarð- göngin í Ólafsfjarðarmúla. Guð- mundur sagði jafnframt að Múla- vegurinn yrði opinn í sumar, a.m.k. Dalvíkurmegin, svo að sólarlags- unnendur geta áfram ekið uppí Múl- ann og dáðst að náttúrufegurðinni. Guðmundur sagði að það færi síðan eftir því hvað Múlavegurinn eltist vel hversu lengi hann yrði opinn. Smávægilegum viðgerðum verður sinnt á næstu árum, en stórum fjár- hæðum verður ekki varið í viðhald. í framtíðinni er hins vegar gert ráð fyrir að beggja megin við Múlagöng- in verði gerð „útsýnisplön", þar sem ferðafólk getur notið náttúrufegurð- arinnar. hiá-akureyri. Fjölbrautaskóli Vesturlands: 1000 nemendur við nám í vetur Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi lauk starfsári sínu laug- ardaginn 18. maí. 46 nemendur voru brautskráðir frá skólanum að þessu sinni, en alls stunduðu um 1000 nemendur nám við skólann í vetur. 27 nemendur luku stúdentsprófi nú í vor, 8 námi á tveggja ára starfs- menntunarbrautum, og 11 á iðn- og verknámsbrautum. Skólinn starfaði í vetur á fjórum stöðum: Akranesi, Borgarnesi, Stykkishólmi og Hellissandi, en á síðastnefnda staðinn var daglegur akstur með nemendur frá Ólafsvík. Á stöðunum utan Akraness voru yfir 100 nem- endur við nám. Alls stunduðu rúm- lega 1000 nemendur nám við skól- ann í dag- og kvöldskóla og á þeim námskeiðum sem skólinn stóð fyrir. Við útskriftarathöfnina kynnti Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akra- nesi, þá ákvörðun bæjarstjórnar Akraness að styrkja árlega einn nemanda til framhaldsnáms með 250 þúsund króna fjárstyrk. Er styrkurinn hugsaður sem hvatning til nemenda um að leggja sig fram í námi og leita sér framhaldsmennt- unar. Skólameistari Fjölbrautarskóla Vesturlands er Þórir Ólafsson. -sbs. Bragi Ragnarsson framkvæmdastjóri, Friðrik Ólafsson deildar- stjóri tækjadeildar, Helgi Þórisson skrifstofustjóri og Jón Ólafur Halldórsson deildarstjóri Hirðis. Hirðir tekinn til starfa: Eimskip komið í endurvinnslu Tekin er til starfa Hirðir — um- hverfisþjónusta, sem sér um söfnun hverskyns úrgangsefna frá fyrirtækj- um og stofnunum. Lögð er áhersla á flokkun og söfnun endurvinnanlegra efna, svo og söfnun hættulegra efna. Hirðir — umhverfisþjónusta er ný deild í Hafnarbakka h/f, en aðaleig- andi þess er Eimskipafélag íslands. -SIS Akureyri: Lífgað upp á mið- bæinn með lúðraþyt Sú nýbreytnl verður tekin upp í sumar fyrir tilstuðlan banka og sparisjóða á Akureyri, að bjóða uppá lúðrasveitartónlist á góðviðrisdögum. Hefur Lúðra- sveit Akureyrar tekið að sér að leika í miðbænum a.m.k. sex sinnum á tímabilinu 15. maí til 15. ágúst. Tónleikarnir verða auglýstir samdægurs, en stefnt er að því að þeir verði á fóstu- dögum kl. 16.30, þeir fyrstu föstudaginn 31. maí. í fréttatilkynningu frá Lúðra- sveit Akureyrar segir að með þessu vilji styrktaraðilamir, sem eru Búnaðarbanki ísiands, ísiandsbanki, Landsbanki Is- lands, Sparisjóður Akureyrar og Amameshrepps og Spari- sjóður Glæsibæjarhrepps, leggja sitt af mörkum tii að glæða miðbæinn meira lífi. Lúðrasveit Akureyrar hefur starfað af miklum þrótti undan- farið, m.a. haldiö tónieika í Há- skólabíói í Reykjavík í sam- vinnu við Lúðrasveit Reykjavík- ur, leikið við ýmis tækifæri á Akureyri, og framundan em hefðbundnir tónleikar á sjó- mannadaginn og 17. júní. Á næsta ári er Lúðrasveit Ak- ureyrar 50 ára, og af því tilefni verða haldnir veglegir tónleikar. Einnig er áformuð utanlands- ferð, en sveitin á heimboð til borgarinnar Ziín í Tékkóslóvak- íu. S.l. vetur störfuðu 28 hljóð- færaleikarar með Lúðrasveit Akureyrar, og er reiknað með að þeím fjölgi talsvert á næsta starfsári, þar sem góður liðs- auki hefur borist frá Lúðrasveit Tónlistarskóla Eyjafjarðar. hiá-Akureyri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.