Tíminn - 05.06.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.06.1991, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 5. júní 1991 Tíminn 5 Sala á lyfjum á hagkvæmu verði eykst: UM 300 MILLJÓNIR SPORUÐUSTIFYRRA „Með ódýrari lyfjakaupum má gera ráð fyrir að náðst hafí að spara u.þ.b. 300 milljónir á síðasta árí. Það þyrfti hins vegar að láta sjúklinga greiða ákveðna pró- sentu af verði hvers lyfs í stað þess að greiða fast verð eins og nú er ef verulegur spamaður ætti að nást,“ segir Einar Magnússon, deildarstjóri lyfjamálanefnd- ar heilbrigðisráðuneytisins. Nýlega birti Læknablaöið at- kaupalistum“ sem eru listar hugun sem heilbrigðisráðuneyt- sem ná yfir ódýrustu lyfin. Þar ið gerði í sambandi við sölu á kemur fram að upphæðir, sem Iyfjum á svokölluðum „bestu- vadð hefur verið til kaupa á lyfi- um á þessuni listum, hafa hækkað um 29,9% meðan sala á öllum lyfjum hefur aukist um 18,9%. Þetta þykir sýna að notkun og sala þessara lyfja hafa aukist. Að sÖgn Einars segir þetta þó ekki alla söguna þar sem ýmsa þætti verði að skoða áður en heildarmat sé lagt á sparnað. Þar nefnir hann þætti eins og lyfjapakkningar sem eru misstórar og mishagkvæmar. Það þýði ekki endllega að ódýr pakkning, sem inniheldur færri skammta en dýr, sé hagkvæmari í innkaupum. í könnun ráðuneytisins kemur enn fremur fram að þar sem hægt er að velja milli margra lyfja með svlpaöa verkun náist helst að kaupa lyf eftir bestu- kaupalistanum. Þá kemur og fram að árangur hefur orðið hvað bestur í sölu á tauga- og geðlyfjum svo og hjarta- og æðalyfjum. Ráðuneytið gaf nýlega út nýjan bestukaupalista sem inniheldur eingöngu ódýrustu lyfin hverju sinnl en ekki öil þau lyf sem ein- hvem tímann hafa náð inn á listann eins og áður var. Þetta var gert eftir ábendingu Stefáns Þórarinssonar, héraðslæknis á Austfjorðum. Hann hefur einnig kannað viðhorf lækna þar til listans og em þeir almennt hlynntir honum. - HÞ Kennarar í Kl á fulltrúaþingi: Neyðumst til aðgerða hækki launin ekki „Þolinmæði kennnara er á þrotum. Undanfarin ár hafa þeir lagt mikla áherslu á faglegt starf í skólunum en sífellt sígur á ógæfuhliðina hvað varðar laun og launakjör. Hækki laun ekki er fyrirsjáanlegt að kenn- arar neyðast til að fara út í einhvers konar aðgerðir," sagði Svanhildur Kaaber, formaður Kennarasam- bands íslands, á fulltrúaþingi í gær. Þessa dagana heldur KÍ árlegt full- trúaþing sitt. Þar hafa kennarar rætt um kjaramál, skólamál, og ým- islegt fleira. Svanhildur sagði þing- ið vera gagnlegt og mikill hugur væri í mönnum. „Það gengur ekki að Iöggjafinn geri sífellt auknar kröfur til kennarastéttarinnar, eins og gert er í nýjum grunnskólalög- um, en laun kennara séu óbreytt," segir Svanhildur. Á þinginu hefur komið fram vilji til að eiga samstarf við aðra launþega um hækkun taxtakaups, verðtryggingu launa og um samfélagsleg málefni sem hafa bein áhrif á kjör launafólks. „Við viljum líta á skólamál sem samfélagslegt málefni en ekki sem einangraðan málaflokk úr tengslum við aðra þætti samfélagsins," sagði Svanhildur að lokum. stuðningi frá Eimskip. -sbs. HLJOMDISKUR MEÐ VERKUM JÓNS LEIFS Út er kominn hljómdiskur með tón- list eftir Jón Leifs. Fjögur hljóm- sveitarverk eru á disknum og eru flytjendur Sinfóníuhljómsveit ís- Iands, og Karlakór Reykjavíkur. Jón Leifs var um sína daga afkasta- mikið tónskáld og samdi fjölda tón- verka fyrir sinfóníuhljómsveitir með eða án söngs. Hann starfaði mikið að félagsmálum tónlistarmanna og stofnaði meðal annars STEF, samtök tónskálda og eigenda flutningsrétt- ar. Jón lést árið 1968. Á hljómdisknum sem var að koma út eru fjögur hljómsveitarverk. Það eru Geysir op. 51, Þrjár myndir op. 44{ Landsýn op. 41 og Hekla op. 52. Islensk tónverkamiðstöð gefur diskinn út í samvinnu við Sinfóníu- hljómsveit íslands og RÚV með fjár- TJ Nýstúdentar Menntaskólans á Egilsstöðum ásamt starfandi skólameistara, Helga Ó. Bragasyni, og aðstoðarskólameistara, Emil Björnssyni. Þrjátíu og fimm stúdentar útskrifaðir á Egilsstöðum Menntaskólanum á Egilsstöðum var slitið í tólfta sinn 19. maí síðast- liðinn. Alls voru útskrifaðir 35 stúdentar. Sjö nemendur hlutu við- urkenningar fyrir góðan námsár- angur. Fulltrúi tíu ára stúdenta af- henti skólanum að gjöf málverk af Vilhjálmi Einarssyni skólameistara sem reyndar er í leyfi frá skólanum. Framsóknarfélögin í Kópavogi: Framsóknarferö um Reykjanes 16. júní Framsóknarfélögin í Kópavogi efna til ferðar um Reykjanes sunnudaginn 16. júní nk. Lagt verður upp frá Kópavogi kl. 10 og ekið um Krýsuvík til Grindavíkur og áfram út á Reykjanesvita um Hafnir og Sandgerði og þaðan að Garðskagavita. Síðan liggur leið- in í gegnum Garðinn, Kefiavfk og Njarðvík til baka til Kópavogs. Ekið verður í gegnum Óbrynnis- hólabruna og þar skoðaðar hrauntraðir og gígar í Kapellu- hrauni. Þá verður farið yfir Sveifluháls til Krýsuvíkur og hverasvæðið skoðað. Síðan verður ekið um Ögmundarhraun og gengið að Selatöngum. Þar eru heillegar rústir af gömlum ver- búðum. Um kl. 13 er áætlað að koma til Grindavíkur. Þar má fá hádegis- verð í Sjómannastofunni Vörinni. Hann verður að panta fyrir ferð- ina. Eftir matinn verður haldið út að Reykjanesvita og brimið og fuglalífið skoðað. Því næst verður haldið gegnum Stampahraun til Hafna og staldrað við í fjörunni. Þar er gott að skoða fugla. Síðan verður ekið nýja veginn framhjá Flugstöð Leifs Eiríkssonar til Sandgerðis. Þar er einnig gaman að skoða fugla. Þaðan verður svo haldið á einn frægasta fuglaskoð- unarstað landsins, Garðskagavita. Að þessu loknu liggur leiðin aft- ur til Kópavogs. Ef tími gefst til verður komið við í fjörunni í Leir- unni. Ráðgert er að vera í Kópa- vogi kl. 18. -aá. Hafís út af Vest- fjörðum Hætta er á siglingaleiðir út af Vestfjörðum og Húnaflóa teppist á næstu dögum vegna hafíss. Vestlægar áttir að undanförnu hafa hrakið ísinn frá Græniandi að íslandi og er hann núna út af Vestfjörðum og Húnaflóa. Á næstu dögum er spáð norðanátt og hún gæti rekið ísinn enn nær landi og geta því leiðir lokast. I ískönnunarflugi Landhelgis- gæslunnar í gær kom í ljós að ísinn er aðeins 28 sjómílur frá landi þar sem styðst er. Það er út af Horni. Að jafnaði er ísinn á bilinu 30 til 40 sjómílur frá landi. -sbs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.