Tíminn - 07.06.1991, Síða 3

Tíminn - 07.06.1991, Síða 3
Föstudagur 7. júní 1991 Tírrilnn 3 Síberíumenn vilja rækta upp íslenskan prstofn. íslenskur land- búnaður fyrirmynd að einkavæðingu landbúnaðar í Madagan: Mikill áhugi Síberinga á íslenskum landbúnaði Hér á landi eru nú staddir tveir fuutrúar frá Rannsóknarstofnun landbúnaðarins í Magadan í Sovétríkjunum. Það eru þau Nicolay Mihailov, forstjóri stofnunarinnar, og Natalie Zagorodneva, sér- fræðingur frá stofnuninni. Þau eru hér í boði Rannsóknarstofnun- ar landbúnaðarins og eru að kynna sér íslenskan Iandbúnað. Fyrirhugað er að einkavæða land- búnað í Magadan að fyrirmynd land- búnaðar á Islandi, en flest sveitabýli þar eru samyrkjubú. Þorsteinn Tómasson, forstjóri RALA, sagði á blaðamannafundi, sem hald- inn var í gær, að aðdragandann að þessari heimsókn mætti rekja allt aft- ur til ársins 1988 á ráðstefnu sem haldin var í Leningrad. Þar hefði ver- ið rætt um samskipti á sviði vísinda og tækni milli landa á norðurhjara. Þar hefði verið gerður samningur um samskipti á milli ýmissa stofnana á ís- Iandi og í Magadan. Gróðurfar og náttúra hér á landi er mjög s\’ipuð og í Magadan, þó svo að framleiðslukerfið þar sé ólíkt. Því fannst fulltrúunum upplagt að koma til íslands og kynnast landbúnaðin- um hér og skoða íslenska félagskerfið í landbúnaðinum með íjölskyldubýli sem megingrundvöll, þar sem áætlað er að breyta samyrkjubúunum í fjöl- skyldubýli. Þau Nicolay og Natalie hafa þegar kynnt sér hvemig rann- sóknar-, félags- og leiðbeiningarstarf- semi er skipulögð í landbúnaðinum hér á Iandi og hvemig henni er stjómað. Nicolay Mihailov sagði að í Magadan væri meðal annarra greina stunduð svínarækt, loðdýrarækt og nautgripa- rækL Einnig væm um 60.000 hrein- dýr á svæðinu og mikið unnið úr þeim. Hann sagði að engin kvikfjár- rækt væri í Magadan, en áætlað væri að flytja inn lömb frá íslandi og gera Fulltrúar Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins á fslandi og sérfræðingunum ftá Magadan ásamt íslenskum túlki á blaðamannafundi í gær. Frá vinstri Eyvindur Eriendsson túlkur, Þorsteinn Tómasson forstjóri RALA, Nathalie Zagorodneva, Nicolai Mihailov, Jónas Jónsson og Gunnlaugur Júlíusson. Timamynd: Ámi Bjama með þeim tilraun til kvikfjárræktar. Nicolay og Natalie hafa dvalist á 15 íslenskum sveitabýlum og kynnst daglegum sveitastörfum. Þeim líst mjög vel á aðstæður hér á landi og vonast til að bændur í Magadan geti komið til íslands og Iært af bændun- um hér, þar sem í framtíðinni þurfa bændumir í Magadan að gera allt sjálfir, ólíkt því sem nú tíðkast á sa- myrkjubúunum. Þar eru sérfræðing- ar á hverju sviði og því þarf að auka Ieiðbeiningarþjónustu við bændur, samfara breytingum á rekstri í land- búnaði. Mihailov vonast til aðstoðar frá ís- lendingum og íslenskum bændum við þetta starf, þegar til breytinganna kemur, en hann segir að þær gangi mjög hægt fyrir sig. -UÝJ Færri varpfuglar við Myvatn Árlegri talningu á varpfuglum í Mývatnssveit er nýlokið. Talning- ar á vatnafuglum hafa verið gerð- ar tvisvar til þrisvar á ári í 17 ár. Helstu niðurstöður talningarinn- ar nú voru þessar: Stofnar skúf- anda, rauðhöfða og húsanda standa í stað miðað við fyrravor. Duggönd hefur fækkað um fjórð- ung. Toppönd hefur fækkað um 28% og hrafnsönd um 29%. Há- vellur voru 6% fleiri nú en í fyrra og straumendur um 9% fleiri. Alls sáust um 8500 andarsteggir af 17 tegundum. Á vorin ræðst fuglafjöldinn að mestu leyti af fæðuskilyrðum í Mývatni og Laxá. Þegar talningar hófust, árið 1975, voru andastofnar flestir í lágmarki eftir átubresti árin 1970 og 1974. Allt til 1983 fjölgaði í stofnunum, en 1983 brást áta á ný. Eftir það hafa andastofnarnir á Mývatni ekki náð sér vel á strik. Fuglatalningar eru gerðar á veg- um Náttúrurannsóknastöðvarinn- ar við Mývatn og annast dr. Ámi Einarsson þær. -SIS Fulltrúar Brunabótafélags íslands ásamt heiðursverðlaunahöfunum. Fremri röð f.v.: Bjami Bogason, Lúðvík Eiðsson, Jóna Kristinsdóttir sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd Gunnar Guðbjömssonar, Margrét Guð- mundsdóttir, Guðfriður Lilja Grétarsdóttir og Þórður Skúlason. Aftari röð f.v: Hilmar Pálsson, Andrés Valdi- marsson, Guðmundur Oddsson, Ingi R. Helgason, Jónas Hallgrímsson og Friðjón Þórðarson. Tímamynd: Aml Bjama Sex einstaklingar hlutu heiðurslaun Brunabótafélags íslands: Heiðurslaunin miðuð við laun komektors Heiðurslaun Brunabótafélags íslands voru veitt í gær og hlutu alls 6 einstaklingar heiðurslaunin. Heiðursverðlaunin eru laun, sem Brunabótafélagið greiðir þeim einstaklingum sem launin hljóta, í ákveðinn tíma. Launin samsvara launum konrektors í menntaskóla með hvað lengstan starfsaldur. Ingi R. Helgason hjá Brunabótafé- laginu sagði að markmiðið með heiðurslaununum væri að gefa ein- staklingum kost á að sinna sérstökum verkefnum, sem til hags og heilla horfa fyrir íslenskt samfélag, hvort sem það væri á sviði lista, vísinda, menningar, íþrótta eða atvinnulífs. Þau verkefni, sem kostuð eru af einstaklingnum sjálfum, kæmu að- eins til með að hljóta launin. Jafn- framt skuldbindur sig sá, sem heið- urslaunin hlýtur, að greina stjóm BÍ frá starfi sínu á meðan launanna nýtur við. Hann sagði að í ár hefðu borist mjög margar umsóknir um heiðurslaunin og erfitt hefði verið að velja úr öllum umsóknunum. Tveir einstaklingar úr atvinnulíf- inu hlutu verðlaun nú í ár og voru það rannsóknariögreglumennirnir Bjarni Bogason og Lúðvík Eiðsson. Þeir hafa unnið mikið að bruna- rannsóknum og fá þeir heiðurslaun í 3 mánuði. Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari hlaut einnig laun í 3 mánuði, en hann er nú erlendis að undirbúa sig undir verkefni fyrir óperuna í Wiesbaden. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, alþjóðlegur skákmeistari, og Margrét Guð- mundsdóttir, sagnfræðingur sem vinnur að því að gefa út dagbækur Eklu Björnsdóttur, hlutu báðar heiðurslaun í 2 mánuði. Ragna Sig- urlaug Ragnarsdóttir þroskaþjálfi var einnig stödd erlendis, en hún hlaut heiðurslaun til að auðvelda sér nám í sambandi við aðstoðarstörf við þroskahefta sem eiga við tilfinn- ingavandamál að stríða. - UÝJ SKfL TOPP ▼ GÆÐI SLÁTTUORF Garösnyrtitæki frá Skil eru byggð samkvæmt ströngustu öryggis- og neytendakröfum, viðurkennd af Rafmagnseftirliti ríkisins. SPÁÐU í VERÐIÐ! FALKINN SUÐURLANDSBRAUT8, SlMI84670 0r ÞARABAKKI 3, SÍMI670100 Vy

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.