Tíminn - 07.06.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.06.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn Rúlluplast kr. 4.000- rúllan! Bændur, viö bjóöum núna silotite rúlluplastfilmuna á sérstaklega hag- stæöu verði. Hafiö samband viö sölumenn okkar sem fyrst og tryggið ykkur silotite rúlluplast á pessu hagstæöa veröi meöan birgöir endast. * J Tllgreint verö er magnkaupaverö án viröisaukaskatts og miöast viö staögreiöslu. Hver rúlla er I800m - hvft eöa svört. ARMÚLA 11 - 13B REYKJAVlK - SfMI S1-BB150a - FAX S1-BS03A5 AUGLÝSINGASÍMAR TÍMANS: 680001 & 686300 Rafstöðvar OG dælur FRÁ BENSÍN EÐA DIESEL Mjög gott verð Rafst.: 600-5000 w Dælur: 130-1800 l/mín Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 Sími 91-674000 Fylgirit Tímans Alltafá föstudögum BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNID ÓDÝRU HELGARPAKKANA 0KKAR REYKJAVjK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar Sumar- hjólbarðar Hágæða hjólbarðar HANKOOK frá KÓREU Á lágu verði. Mjög mjúkir og sterkir. Hraðar hjólbarða- skiptíngar. BARÐINN hff. Skútuvogi 2, Reykjavík Símar: 91-30501 og 84844 Föstudagur Trjúní 1991 UTLOND Leiðtogafundur sjö helstu iðnríkja heims í London: Gorbatsjov fær áheyrn leiðtoga iðnríkjanna Nú er talið öruggt að leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims, sem halda ár- legan fund sinn um efnahagsmál í London í næsta mánuði, muni bjóða Mikhail Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna, til borgarinnar til að kynna umbótaáætlanir sínar vegna hugsanlegrar efnahagsaðstoðar ríkjanna við Sovétríkin. Aðeins á eftir að ákveða hvort honum verður boðið á sjálfan fundinn eða hvort haldinn verði sérstakur fundur með hönum eftir að fundi leiðtoga iðnríkjanna sjö lýkur. Það vom heist Bandaríkjamenn sem vom mótfallnir því að Gorbatsjov fengi að kynna umbótaáætlanir sínar í Lond- on en bandarískir embættismenn ótt- ast að það hafi í för með sér væntingar um meiri efríahagsaðstoð við Sovétrík- in en þeir séu tilbúnir að samþykkja. George Bush Bandaríkjaforseti tii- kynni John Major, forsætisráðherra Bretlands, það hins vegar á þriðjudag að hann myndi ekki vera mótfallinn komu Gorbatsjovs til London og í gær lýstu þýskir og breskir embættismenn því yfir að Gorbatsjov fengi að taia íyrir eymm leiðtoganna sjö. í þakkarræðu sem Gorbatsjov hélt í Ósló á miðvikudaginn í tilefríi fríðar- verðlauna Nóbels sem hann hlaut í fyrra skoraði hann á Vesturlönd að styðja umbótaáætianir sínar og lagði ríka áherslu á efríahagsaðstoð. Hann sagði að það væri eina leiðin til að tryggja frið í heiminum. Sovétríkin yrðu að finna eigin leið til lýðræðis. Ekki em taldar miklar líkur á því að Gorbatsjov fai alla þá aðstoð sem hann sækist eftir. Helmut Kohi, kanslari Þýskalands og einn nánasti bandamað- ur Gorbatsjovs á Vesturlöndum, sagði í gær að það væm takmörk fyrir því hve mikla ijárhagsaðstoð væri hægt að Efríahagsástandið í Sovétríkjun- um er nú mjög bágboríð. veita Sovétríkjunum. „Sovétríkin þurfa aðstoð við að aðstoða sig sjálf," sagði Kohl. Búist er við að aðstoðin við Sov- étríkin felist í viðskiptaívilnunum og að þau fái aðild að Alþjóðagjaldeyrissjóðn- um og -bankanum. Margir vestrænir leiðtogar vilja setja það sem skilyrði fyrir efríahagsaðstoð við Sovétríkin að komið verði á vest- rænu markaðshagkerfi. Gorbatsjov sagði hins vegar í Ósló að hann gæti ekki fallist á skilyrði fyrir vestrænni að- stoð. Hann sagði einnig að ekki væri raunhæft að ætlast til þess að Sovétrík- in yrðu eins og Vesturlönd. Allt aðrar forsendur ríkja í Sovétríkjunum en á Vesturlöndum. Reuter-SÞJ Baker og Bessmertnykh: Vióræður hefjast ídag íGenf Viðræður hefjast í dag í Genf milli James Bakers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Alexanders Bessmertnykhs, utanrfkisráðherra Sovétríkjanna. Að sögn stjórnar- erindreka mun megintilgangur viðræðnanna vera að greiða göt- una fyrir leiðtogafund Bush og Gorbatsjovs sem til stóð að halda í Moskvu um miðjan febrúar en var frestað af ýmsum ástæðum. Það sem kom einkum í veg fyrir fundinn í febrúar var Persaflóa- stríðið, sem þá stóð sem hæst, og valdbeiting sovéska hersins í Eystrasaltslýðveldunum í janúar. En einnig hefur ágreiningur risa- veldanna um tvo afvopnunar- samninga gert sitt til að koma í veg fyrir fundinn. Samkomulag náðist um annan afvopnunar- samninginn, á fundi þeirra Bakers og Bessmertnykhs í Lissabon í Portúgal um síðustu helgi, en hann gerir ráð fyrir takmörkun hefðbundinna vopna í Evrópu (CFE). Deilurnar um CFE hafa komið í veg fýrir framgang START-samningsins svokallaða sem gerir ráð fyrir fækkun kjarn- orkuvopna risaveldanna. Búist er við að START-samningurinn verði aðalumræðuefni utanríkisráð- herranna. Bush Bandarfkjaforseti vill að deilurnar um START-samninginn verði útkljáðar áður en hann hitt- ir Gorbatsjov að máli. Formæl- endur Hvíta hússins segja að bandarískir embættismenn vonist til að af leiðtogafundinum geti orðið í lok júní eða í júlí. Friðarráðstefnu milli ísraels- manna og araba um Palestínumál- ið mun líklega bera hátt í viðræð- unum en svo virðist sem nýtt líf sé að færast í þær umræður en á miðvikudag lýstu forsetar Sýr- lands og Egyptalands yfir að brýn nauðsyn væri á að halda friðarráð- stefnuna og utanríkisráðherra ísraels sagði að af slfkri ráðstefnu gæti orðiö á næstu vikum. Reuter-SÞJ Utanrfkis- þeirrí forsendu að lýðræði í þess- um ríkjum og velsæld væri undir- staða öryggis á Vesturlöndum. Moskva, Sovétríkjunum - Sov- Fréttayfirlit Jerúsalem, ísrael ráðherra fsraels, Davíð Levy, sagðist í gær efins um að af frið- arráðstefríu milli israelsmanna og araba um Palestínumálið gæti orðið á næstu vikum og sagði að það sem heist hindraði væru kröfur Sýriendinga Levy hafðf áður iýst sig bjartsýnan og sagöist næstum viss um að af friðanráðstefríunní gætí orðíð á næstu vikum. Varsjá, Póllandi - Lech Walesa, fbrsetí Póllands, hafríaði í gær nýjum kosningalögum sem þing- fð hafði samþykkt í síðasta mán- uði og sagði að þau væru of flók- in og gætu leitt til þings með of marga flokka. Þessi ákvörðun fbrsetans verður likiega tfl þess að fýrstu fullkomlega lýðræðis- legu þingkosningunum, sem til stendur að halda í október, verði frestað. Stokkhóimur, Svíþjóð - Banka- sQórf sænska seölabankans sagði í gær að likur væru á þvi að Sviþjóð sæktí um aðild aó Evrópubandalaginu í þessum mánuöi eða næsta og yrðu lík- lega orðnir aðilar í júlí 1995 eða 1996. í desember síðastliðnum samþykktí þingið að vetta rikis- stjóminni heimfld tíl að sækja um aöíld að EB og búist er við að hún tilkynni hvenær sótt verði um aðfld þann 14. júní næstkom- antfl. Brussel, Belgtu - Evrópubanda- lagið veHfi í gær 650.000 ECU (765.000 dollurum) í neyðarað- stoðtil Eþíópíu. Kaupmannahöfn, Danmörku - Utanríkisráðherrar Atiantshafs- bandaiagsins (NATO) ákváðu í gær að stefría að nánari sam- vinnu við Sovótrikin og fynum leppríki þeirra í Austur-Evrópu í Stjóm- og hemaðarmálum, á éska leyniþjónustan KGB skýrði frá því í gær að hryðjuverkastarf- semi í Sovétríkjunum færi mjög ört vaxandi, einkum meðal þjóð- emishópa í Georgíu, Armeníu og Azerbajdzhan. Shimabara, Japan - Hermenn, sem héldu upp brunnar hlíðar eldQallsins Unzen í gærmorgun tfl þess að ferta að leifum síðustu fórnariamba eldgossins, urðu frá að hverfa vegna mikils ösku- regns. TaHð er að 38 manns hafl látist vegna eldgossfns sem er það versta i Japan í 65 ár. Eld- flallasérfræðtngar hafa varað við því að gosið sé að færast í auk- ana og að spenging getí oröið í fjallinu. Sarajevo, Júgóslavfu - Viðræð- ur standa nú yfir milfl leiðtoga lýðveldanna sex í Júgóslavíu og míða þær að því að flnna iausn á þeirrí sfiómmálakreppu sem rikir f landinu. Júgóslavneskir stjóm- málamenn spáðu því aö þær myndu mistakast en það mundí auka mjög líkumar á að borgara- styrjöld bijótist út í Júgóslaviu. Peking, Kína - Sfiómvöld i Kina sögðustígærhafarétttilaðend- urskoða löggjöfina fyrir Hong Kong og jafrível nema hana úr gikfi þegar Hong Kong kemst undir þeirra stjóm árið 1997. Berifn, Þýskalandi - Harry Tisch, fyrrum leiðtogi verkalýðs- samtaka Austur-Þýskalands, var f gær dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt og svik. Tisch er 64 ára gamail og er fyrsti fýrrverandi miðstjómarfull- trúinn í austur-þýska kommún- istaflokknum sem dæmdur er tíl fangelsisvístar síðan þýsku ríldn sameinuðust í október. Reuter-SÞJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.