Tíminn - 07.06.1991, Qupperneq 12

Tíminn - 07.06.1991, Qupperneq 12
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Holnarhusinu v Tryggvagotu. S 28822 POSTFAX 91-68-76-91 Ókeypis auglýsingar fyrir einstaklinga HOGG- jy - DEYFAR faemönnum varahluti Hamarsböfða I - s. 67-6744 Ií miim FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ1991 Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins harður gegn verðbólgustefnu ríkisstjórnarinnar. Hrafnkell A. Jónsson: Kemur illa við efnahag umbjóðenda minna - Ég gæti hagsmuna minna umbjóðenda eins og mér ber skylda til sem formannni verkalýðsfélags og forystumanni í verkalýðshreyf- ingunni. Aðgerðir stjórnarinnar rekast á við hagsmuni launþega og þess vegna leggst ég gegn þeim, sagði Hrafnkell A. Jónsson, for- maður verkalýðsfélagsins Arvakurs á Eskifírði efnislega við Tím- ann í gær. Stjórn og trúnaðarmannaráð verkalýðsfélagsins sendu í gær frá sér ályktun vegna vaxtahækkan- anna að undanfömu og aðgerða stjómvalda í húsnæðislánamálum. Þar segir m.a. að leggja beri áherslu á að verðlagi og vöxtum verði haldið í skefjum. Þess er kraf- ist að nú þegar geri ríkisstjómin ráðstafanir til þess að vextir lækki. Þá sé það skylda lífeyrissjóða að hækka ekki vexti. Jafnframt skuli sjóðirnir hefja kaup á húsbréfum með það að markmiði að afföll bréfanna lækki. Fundurinn telur boðaðar hækk- anir á opinberri þjónustu ganga þvert á markmið þjóðarsáttar. Þá krefst fundurinn að gengið verði frá nýjum sérkjarasamningum áð- ur en gengið verður til almennra kjarasamninga. Fundurinn leggur áherslu á að kaupmáttur launa verði hækkaður vemlega með lækkun eða niður- fellingu virðisaukaskatts af brýn- ustu nauðsynjum. Haldið verði áfram að jafna og lækka húshitun- arkostnað og skattleysismörk verði hækkuð. Fundurinn leggur til að mæta þessum útgjöldum með m.a. að skattleggja fjármagnstekjur og afnema skattaívilnanir vegna hús- bréfakaupa. Hrafnkell A. Jónsson sagði við Tímann að aðgerðir ríkisstjómar- innar stefndu markmiðum þjóðar- sáttar í hættu. Verkalýðshreyfingin heföi tekið á sig byrðar í tengslum við febrúarsamningana til þess að takast mætti að koma á efnahags- legum stöðugleika og forðast at- vinnuleysi. Þess hefði verið vænst að launþegar myndu síðan njóta góðs af batnandi efnahagsástandi. Efnahagsaðgerðir síðustu daga hlytu að draga úr líkum á því að markmið þjóðarsáttarinnar næð- ust og að erfiðara yrði að semja næst á svipuðum nótum og tókst síðast. Rfkisstjómin yrði að skilja það að hún verður að fara gætilega ef takast á að gera kjarasamninga sem tryggt geta henni starfsfrið. Hrafnkell sagði það sína skoðun að vaxtabreytingarnar orkuðu mjög tvímælis, en því væri haldið fram að þær væm skárri kostur en taka erlend lán. Hann teldi hins vegar að fyrst ríkisvaldið ákveður ekki vexti einhliða, hlyti að þurfa að opna íslenskan fjármagnsmark- að í þeim tilgangi að rjúfa einokun íslenskra banka og fjármálastofn- ana. Bankarnir teldu sig þurfa nú aukinn vaxtamun til að draga úr staðhæfðu tapi þeirra, en það gengi hins vegar ekki til lengdar að þeir ákvæðu sjálfir vextina — bankarnir hefðu ekki tekið virkan þátt í þjóðarsáttinni og hefðu ekki dregið úr umsvifum sínum eins og t.d. launþegar hefðu orðið að gera. Hrafnkell A. Jónsson. Hrafnkell gagnrýndi einnig harð- lega lokun gamla húsnæðiskerfis- ins sem samið hefði verið við verk- lýðsfélögin og lífeyrissjóði þeirra um árið 1986. í þeim samningum hefði falist að lífeyrissjóðimir Ián- uðu Byggingasjóði ríkisins. Þrátt fyrir að nú væri verið að loka þessu umsamda kerfi ætlaðist ríkisvaldið til þess að lífeyrissjóðimir stæðu áfram að fjármögnun, en nú til allt annars kerfis en samið var um. Hrafnkell sagði ennfremur að það væri skoðun sín að þrátt fyrir að lífeyrissjóðunum bæri skylda til að ávaxta fé félagsmanna sinna á sem hagkvæmastan hátt, þá væru á því siðferðileg takmörk. Þótt sjóðimir gætu ávaxtað fé allbærilega með því að kaupa húsbréf með miklum afföllum, þá yrði jafnframt að gæta hagsmuna þeirra sem selja þessi bréf — kaupenda íbúðahúsnæðis sem jafnframt væru félagar laun- þegahreyfingarinnar. Hann kvaðst álíta að nú væm afföll af húsbréf- um slík að varla væri verjandi að lífeyrissjóðimir keyptu þau. —sá Josy Kraft setur upp sýningu Christos á Kjarvalsstöðum. Fyrir aft- an hann má sjá uppkast að því hvernig gulu sólhlífarnar eiga að vera staðsettar. Listamaðurinn Christo sýnir á Kjarvalsstöðum: Pakkar inn byggingum Verið er að setja upp sýningu á Kjarvalsstöðum á verkum nú- tímalistamannsins Christo. Hann er hvað þekktastur fyrir að vefja inn ýmsum hlutum, þar á meðal skýjakljúfum og stærð- arinnar bryggjum. Sagt er að Christo falli ekki inn í hefðbundið hlutverk listamannsins því hann vill ná til hins almenna rýmis og notfæra sér kraft þess í verkum sínum. Hann segir sjálfur að líta beri á verk hans sem tíma- bundin listaverk vegna viðkvæmra efniseiginleika þeirra sem mjög auð- velt sé að spilla. Christo er búlgarskur aö uppruna en er nú orðin bandarískur ríkis- borgari. Hann verður ekki sjálfur viðstaddur sýninguna þar sem hann er að setja upp sýningar í Bandaríkj- unum og í Japan. Þar ætlar hann að setja upp gular og bláar 6 metra há- ar sólhlífar á 18 til 25 km svæði. Þá sýningu á að opna þann 8. október. Kostnaðurinn við hana er um 30 milljónir og stendur hann undir öll- um kostnaði sjálfur því hann telur utanaðkomandi stuðning hefta frelsi sitt við sköpun verkanna. Sýningin á Kjarvalsstöðum verður opnuð laugardaginn 8. júní og er hún sögð vera listsköpun Christos frá árinu 1958 til ársins 1989. Flest verkin eru í eigu sænska milljóna- hann er sagður eiga um 150 verk mæringsins Thorsteins Lilja en eftir Christo. - UÝJ Mikil leynd hvílir yfir niðurstöð- um rannsókna á lífríki Mývatns: ER VATNIÐ AÐ DEYJA9 Sérfræðinganefnd um Mý- vatnsrannsóknir vinnur nú að skýrslu um niðurstöður rann- sókna á áhrifum kísilnáms á lífríki vatnsins. Búist er við að hún verði tilbúin eftir einn mánuð. Sérfræðinganefndin var sett á laggirnar með námuleyfi Kísiliðjunnar sem gefið var út 1986. Það gildir til ársins 2001. í námaleyfinu eru Kísiliðj- unni settar ákveðnar marka- línur og gert að dæla hráefni úr vatninu innan ákveðinna marka í ytri flóa fyrstu fímm árin. Þessi takmörkun rennur út nú í árslok og þá eru Kísiliðj- unni engin takmörk sett hvar dæit er úr Mývatni. Enginn af þeim sérfræðing- um sem í nefndinni eru vildu segja nokkuð um innihald skýrslunnar en forráðamenn fyrirtækisins sögðu að þegar hún kæmi út yrði þetta mái alit endurskoðað. -SIS

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.