Tíminn - 11.06.1991, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.06.1991, Blaðsíða 1
wmm Kúvending í lyfsölumálum: Ríkisstjórnin gefst upp við að spara í lyfsölukerfinu. 400 milljónir verða sóttar í vasa sjúklinga: Sjúklingaskattur í stað hagræðingar Ríkisstjórnin hefur kúvent frá stefnu fyrri stjórnar um sparnað í lyfsölukerf- inu. Gefin hefur verið út reglugerð, sem minnka á útgjöld ríkissjóðs vegna lyfja- kaupa um u.þ.b. 400 milljónir kr. Ekki ein einasta af þessum krónum verður þó eftir í ríkissjóði vegna sparnaðar og hag- ræðingar í lyfsölukerfinu sjálfu. Þessar krónur verða allar sóttar til kaupenda — sjúklinga. 100 milljónir skal spara með því að hætta að greiða lausasölulyf. 30 milljónir á að spara með því að hækka fastagjald sjúklings við hverja lyfjaaf- greiðslu og minnka um leið afgreiðslu- skammtinn. Fjöldi lyfja, sem almanna- tryggingar hafa greitt að fullu hingað til, verða framvegis greidd að hluta eða alls ekki. Með því á að spara allt að 40 millj- ónir. Með því að hætta að greiða sýk- ingalyf er ætlunin að spara 230 milljónir. Samtals er því um að ræða nýja skatt- heimtu til sjúkra og aldraðra upp á allt að 400 milljónir kr. • Blaðsíða 5 SAMKVÆMT nýju lyfsölureglugerðinni kostar nú venjuiegur skammtur af algengu lyfi við eyrnabólgu barna um 3000 kr. í apóteki. Almannatryggingar hjálpa ekki lengur upp á sakirnar. Tímamynd: Ámi Bjama Þórarinn V. Þórarinsson: Annaðhvort úthugsað eða alveg vanhugsað _________• Baksiða

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.