Tíminn - 11.06.1991, Blaðsíða 15

Tíminn - 11.06.1991, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 11. júní 1991 Tíminn 15 Knattspyrna — Samskipadeild: FJÖRUGAR LOKAMÍNÚTUR Það var heldur leiðinlegur leikur og grófur, sem leikinn var á Víkingsvelli við Stjömugróf á sunnudagskvöld, er Víkingar fengu KR-inga í heimsókn. Fjögur mörk á síðustu 20 mín. Ieiksins voru þó sárabót fyrir þá áhorfendur sem lögðu leið sína á leikinn. KR-ing- ar mega vel við una, en 1-4 sigur þeirra — eftir tvo sigra í Los Angeles um helgina r,11991 hlNBA PIAYDFFS- Chicago Bulls er nú aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sigur í bandarísku NBA- körfuknattieiks- deildinni, eftir að hafa lagt Los Angeles Lakers tvrvegis að velli í Los Angeles um helgina. Chicago hefur 3-1 yíir í viðureigninni og liðið fær nú þrjár tilraunir til þess að tryggja sér titilinn. Lið, sem hefur verið 1-3 undir í úrslitum deildarinnar, hefur aldrei náð að sigra. Á föstudagskvöld vann Chicago 8 stiga sigur á Lakers 96-104 í fram- lengdum leik. Leikurinn var gríðar- lega spennandi. Staðan eftir fyrsta leikhluta var jöfn 25-25, en í leikhléi var Chicago 1 stigi yfir 47-48. Lakers náði mjög góðum kafla í þriðja leik- hluta, komst í 67-54 og var 72-66 yf- ir þegar fjórði leikhluti hófst. Chic- ago jafnaði 74- 74 og eftir það var leikurinn í járnum. Besti maður La- Michael Jordan er af mörgum talinn fremsti íþróttamaður heims í dag. Það, sem hann hefur hingað til vantað uppá enn frekari frama, er sigur í NBA-deildinni. Nú er sá sigur í sjónmáli. kers í leiknum, Vlade Divac, kom La- kers 2 stigum yfir 92-90, þegar 11 sek. voru eftir. Michael Jordan átti síðasta orðið fyrir Chicago og jafnaði leikinn 92-92 þegar 3 sek. voru eftir. í framlengingunni hafði Chicago yf- irburði, hittni Lakers var engin og Jordan fór á kostum og tryggði liði sínu 96-104 sigur. Jordan var stiga- hæstur í liði Chicago með 29 stig, Horace Grant gerði 22 og Scottie Pippen 19 stig. Sam Perkins gerði 25 stig, Divac gerði 24 stig og Magic Johnson 22 fyrir Lakers. Annað tap Lakers í Forum Á sunnudag gerðu flestir ráð fyrir að Lakers næði að hefna fyrir tapið og jafna metin í viðureigninni, en svo fór þó ekki. Enn var það Vlade Divac sem hélt Lakers á floti með stórleik. Hann gerði 11 stig í fyrsta leikhluta og Lakers leiddi 28-27. Chicago náði fljótlega yfirhöndinni og var 44-52 yf- ir í leikhléi. í þriðja leikhluta hafði Chicago yfirburði, hittni Lakers var engin og þegar fjórði leikhluti hófst hafði Chicago 58-74 yfir. Lokatölur voru 82-97. Vlade Divac gerði 27 stig, Magic Johnson 22 og James Worthy 12. Fyrir Chicago skoraði Michael Jord- an 28 stig, John Paxson 15, Horace Grant og Scottie Pippen 14 hvor og Bill Cartwright 12. James Worthy varð að yfirgefa völl- inn vegna ökklameiðsla í þriðja leik- hluta og sömu leið fór Byron Scott í fjórða leikhluta. Scott skoraði í þriðja leikhluta sína fyrstu körfu í 115 mín. í leikjunum gegn Chicago. Ekki er víst að þeir félagar Worthy og Scott geti leikið með á miðvikudagskvöld (aðfaranótt fimmtudags að ísl. tíma), vegna meiðslanna. Það var góður varnarleikur Chicago sem gerði gæfumuninn sem fyrr. Liðið hélt Lakers í 36,6% skotnýt- ingu í leiknum. „Nú höfum við góða möguleika á að klára dæmið, við höfum þrjú tæki- færi til að vinna einn leik,“ sagði Jordan eftir leikinn, en hann lék meiddur á tá, en lét það ekki hafa mikil áhrif á sig. „Það átti enginn von á því að við myndum ná slíkum yfir- burðum gegn jafn frægu og virtu liði eins og Lakers. Jafnvel við sjálfir átt- um ekki von á því að komast 3-1 yfir,“ sagði Jordan. En Magic Johnson, sem fjórum sinnum hefur orðið meistari með La- kers, er bjartsýnn þrátt fyrir að útlit- ið sé svart. „Við getum ekki gert neitt VALSMENN Á TOPPINN Valsmenn sigruðu Framara 0-1 í slök- um leik á Laugardalsvelli í gærkvöld í 1. deðdinni í knattspymu. Sigurmark Vals- manna gerði Ágúst Gylfason þegar stundarijórðungur var til leiksloka. Fyrri hálfleikur var með því daufara sem sést hefúr lengi. Bæði liðin fengu þó færi til að skora, en sóknir Fram voru hættu- legri. Bjami Sigurðsson bjargaði vel á 38. mín. er hann varði skot Péturs Am- þórssonar. í síðari hálfleik voru það Vals- menn sem voru líklegri til að skora og markið kom á 75. mín. Birkir Kristins- son missti boltann eftir homspymu og Ágúst Gylfason skoraði af stuttu færi. Stuttu síðar sleppti Eyjólfur Ólafsson, dómari leiksins, vítaspymu á Val, er Steinar Guðgeirsson var felldur í víta- teignum. En það voru Valsmenn sem voru nær því að skora og áttu þeir skot í þverslá þegar 10 mín. voru til leiksloka. Síðustu mín. leiksins var mikil pressa á mark Vals, en vöm þeirra var sterk og stigin þrjú vom í höfn. Menn leiksins, Fram: Enginn. Valun Bjami Sigurðsson og Ágúst Gylfason. Eyjólfur Ólafsson átti þokkalegan dag í dómgæslunni. BL Knattspyrna — Unglingalandslið: ÍSLAND MÆTIR WALES í MOSFELLSBÆ í KVÖLD — tveimur leikjum í 1. deild frestað af þeim sökum í kvöld mætir íslenska unglinga- landsliðið í knattspymu liði Wales- búa í Mosfellsbæ, en leikurinn er liður í Evrópukeppni. íslenska liðið, sem þjálfað er af Herði Helgasyni, hefur verið valið og er það skipað eftirtöldum leik- mönnum: Markverðir Friðrik Þorsteinsson Fram Eggert Sigmundsson KA AÖrir leikmenn Óskar Þorvaldsson KR Flóki Halldórsson KR Auðunn Helgason FH Einar Baldvin Árnason KR Sturlaugur Haraldsson ÍA Pálmi Haraldsson ÍA Þórður Guðjónsson ÍA Rúnar Sigmundsson Stjörnunni Arnar Arnarsson Fram Helgi Sigurðsson Víkingi Kári Sturluson Fylki Kristinn Lárusson Stjörnunni Rútur Snorrason ÍBV Hákon Sverrisson UBK Úrslit leikja í riðlinum hafa verið þessi: Ísland-England................2-3 Belgía-Ísland.................1-1 Wales-England.................0-1 England-Wales.................3-0 Wales-Belgía..................1-1 England-Belgía................0-0 Leikurinn í kvöld hefst kl. 20.00. Dómari verður Styrbjörn Óskarsson frá Finnlandi. Vegna leiksins hafa Stjarnan og UBK óskað eftir að leikjum þeirra á morgun í 1. deild, verði frestað. Mótanefnd KSÍ hefur orðið við þeim óskum. Leikur Stjörnunnar gegn Víði verður því á fimmtudagskvöld kl. 20 og leikur UBK gegn FH á föstudagskvöld á sama tíma. BL þeir ekki betur en á sunnudagskvöld. Fýrri hálfleikur var drepleiðinlegur. Ragnar Margeirsson kom KR yfir með skallamarki eftir homspymu á 40. mín. og var það í eina skiptið í hálf- leiknum sem hætta var í vítateigum liðanna. Síðari hálfleikur var öllu skárri og bæði lið fengu marktækifeeri áður en Víkingar jöfnuðu leikinn á 68. mín. Helgi Sigurðsson drengjalandsliðs- maður, sem kom inná sem varamaður fyrir Tomislav Bosnjak, var felldur inn- an vítateigs og Guðmundur Steinsson skoraði af öryggi úr vítinu, 1-1. Þar með var tónninn gefinn og síð- ustu 15 mín. leiksins var mikið fjör á vellinum. Á 74. mín. skaut Gunnar Skúlason rétt yfir úr góðu feeri frá víta- teig. Guðmundur Hreiðarsson, mark- vörður Víkinga, bjargaði vel með út- hlaupi á 76. mín. og upp úr næstu sókn Víkinga varði Ólafur Gottskálks- son vel frá Guðmundi Steinssyni. í næstu sókn KR var Pétur Pétursson felldur í vítateig og úr vítaspymunni skoraði hann sjálfur 1-2. Áfram sóttu KR-ingar. Eftir þunga sókn á 83. mín. átti Gunnar Skúlason laust skot á mark Víkinga og viti menn, inn fór knötturinn 1-3. Á sömu mín. varði Ólafúr mjög vel gott skot Helga Sig. og aftur stuttu síðar frá Guðmundi SL Tveimur mín. fyrir leikslok bmnaði Atli Eðvaldsson upp hægri kant, gaf vel fyrir markið á Ragnar Margeirsson sem skallaði í netið 14. Leikurinn var grófur, eins og fleiri leikir nú í sumar, og þrír leikmenn þurftu að fara af leikvelli meiddir. Áberandi er hve algengt slíkt hefur verið í þeim leikjum sem búnir eru, en vonandi minnkar harkan og knatt- spyman mætti gjaman batna. Menn leiksins, Víkingur: Atli Helga- son. KR: Ólafur Gottskálksson, Atli Eðvaldsson og Ragnar Margeirsson. BL var heldur stór miðað við gang leiks- ins. Víkingar, sem virtust líklegir til að blanda sér í toppbaráttuna, virðast ekki líklegir til afreka í sumar, leiki Guðmundur Steinsson Víkingur á hér í höggi við Þormóð Egilsson KR-ing. Viðskiptum þeirra lauk með því að Guðmundur lá eftír og vildi fá vítaspymu. Hægra megin á myndinni fylgist Gunnar Oddsson KR-ingur með framvindu mála Tímamynd Pjetur annað en reynt að leika betur og von- andi hitt úr einhverjum skotum. Við stöndum andspænis dómsdegi. Keppnistímabilið er búið ef við töp- um einum leik enn. Við verðum að finna einhverja lækningu við því sem að er,“ sagði Magic Johnson. CHICAG0 MEISTARAR? Knattspyma - SAMSKIPADEILD: Hálftíma fjör Úrslitin í leik FH og ÍBV á laugardaginn réðust fyrsta hálftíma leiksins. Hörður Magnússon kom FH yfir með skallamarki, eftir aukaspyrnu Andra Marteinssonar á 8. mín. Eyjamenn misnotuðu víta- spyrnu á 27. mín. er Hlynur Stefánsson skaut framhjá. Hlynur var aftur á ferðinni á 29. mín., gaf þá á Leif Haf- steinsson sem jafnaði leikinn 1-1 og þar við sat. Fyrsta mark Víðismanna Víðismenn gerðu sitt fyrsta mark í 1. deildinni í sumar á laugardaginn er þeir tóku á móti Breiðabliksmönnum í Garðinum. Ekki dugði það til sigurs, þar sem Blikar skoruðu tvívegis. Grétar Steindórsson kom Blikum yfir í lok fyrri hálfleiks, en Steinar Ingimundarson jafnaði fyrir Víði um miðjan síðari hálfleik, en sigurmark Blikanna gerði Willum Þórs- son. KA fékk sín fyrstu stig KA-menn unnu sinn fyrsta leik á sunnudagskvöldið og fengu einnig sín fýrstu stig í deildinni. Það voru Stjörnu- menn úr Garðabæ sem urðu að lúta í Iægra haldi gegn norðan- mönnum, sem skoruðu eitt mark gegn engu. Sigurmarkið gerði Erlingur Kristjánsson með skalla í fyrri hálfleik. BL Knattspyrnuúrslit 1. deild kvenna ÍA-Þór ...................7-0 KR-Týr ...................6-0 Þróttur Nes.-Breiðablik...1-2 2. deild kvenna: Sindri-Súlan ............11-0 4. deild karla: Einherji-Austri...........5-2 Sindri-KSH ...............1-1 Höttur-Leiknir ...........0-0 Mjólkurbikarkeppnin: 1. umferö ÍR-ÍBK....................0-4 2. umferö ÍA-Árvakur ...............5-0 Stokkseyri-ÍK.............1-9 Haukar-Grótta.............6-3 Víkverji-Þróttur R........1-4 Bolungarvík-Fylkir .......0-5 KS-Þór ...................1-6 Reynir Á.-Tindastóll .....1-2 Dalvík-Völsungur..........2-1 Kormákur-Leiftur .........0-1 Erlend úrslit • Tottenham mátti þola stórt tap um helgina í Japan 4-0 fyrir landsliði heimamanna. • Juventus gerði markalaust jafntefli gegn bandaríska lands- liðinu í New Haven í Connect- icut um helgina. • London Monarchs sigraði Barcelona Dragons 21-0 í úr- slitaleik heimsdeildarinnar í amerískum fótbolta WLAF, „World Bowl“, á Wembleyleik- vanginum í London á sunnudag og varð því fyrst liða til að fagna sigri í þessari nýju deild. • Liverpool hefur áhuga á að kaupa þá Dean Saunders og Mark Wright frá Derby County. • Terry Venables hefur fengið tölvujöfurinn Suger í lið með sér, en þeir hyggjast kaupa Tot- tenham Hotspur. Ef af verður er óvíst hvort Paul Gascoigne verður seldur til Lazio á Ítalíu. BL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.