Tíminn - 11.06.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 11.06.1991, Blaðsíða 10
10 Tíminn Þriðjudagur 11. júní 1991 Erfiðíeikar bæði innanlands og utan Nokkrir Austur-Þjóðverjar köstuðu eggjum í Kohl þegar hann kom við í borginni Halle í Austur-Þýska- landi. Á myndinni sjást öryggisverðir halda aftur af kanslaranum þegar hann ætlaði að ráðast á eggja- kastarana. Þegar þýsku ríkin samein- uðust formlega í október á síðasta ári virtist Helmut Kohl, þá kanslari Vestur-Þýskalands, hafa alla þræði í hendi sér og menn bjuggust við sam- einingin myndi ganga greiðlega fyrir sig. Nú hins vegar virðist allt ganga brösuglega og menn spyija sig þeirrar spumingar hvort Kohl muni takast að leiða sam- eininguna til lykta. Vinsældir kanslarans í austur- hlutanum hafa hrunið í kjölfar versnandi efnahags og mikils at- vinnuleysis. Þegar hann var á ferð í austur-þýsku borginni Halle, í byrjun maí, köstuðu nokkrir Austur- Þjóðverjar eggj- um í hann. Stjórnmálaflokkur Kohls, Kristilegi demókrata- flokkurinn, hefur beðið mikla ósigra í bæjar- og sveitarstjórn- arkosningum í Vestur- Þýska- landi. Kosningaósigrana má rekja til skattahækkana sem gerðar hafa verið til að fjármagna sameininguna en eins og kjós- endum er enn í fersku minni hafði Kohl lofað að til þeirra þyrfti ekki að koma. Átök hafa verið innan ríkisstjórnarinnar og frjálslyndir demókratar, sam- starfsmenn Kohls í ríkisstjórn- inni, vita ekki í hvorn fótinn þeir eigi að stíga. Hnignunin er einnig augljós í utanríkispólitíkinni. Þjóðverjar hafa verið gagnrýndir harkalega fyrir að hafa ekki tekið á sig meiri ábyrgð í Persaflóastríðinu en raun bar vitni. Einnig virðist vera talsverður ágreiningur milli Kohls og utanríkisráðherrans Hans- Dietrichs Genschers um stefnuna í utanríkismálunum. Þetta ásamt miklum erfiðleikum varðandi sameininguna vekur upp spurningar hvort raunhæft sé fyrir Kohl að skipta sér af heimsmálunum og taka á sig miklar ábyrgðir þar að lútandi. Hvort hann sé í stakk búinn til að gegna forystuhlutverki í Evr- ópu. Kanslarinn hefur ávallt verið talinn hæfileikaríkur stjórnmála- maður en margir sem þekkja hann persónulega segja að hann hafi ofreynt sig. Sameining þýsku ríkjanna og þingkosning- arnar á síðasta ári hafi dregið úr honum allan mátt, bæði andleg- an og líkamlegan. Kohl komst til valda á svipuðum tíma og Margr- ét Thatcher og Ronald Reagan þegar mikil hægri sveifla var Þýskalandi, Bandaríkjunum og Bretlandi á níunda áratugnum. Nú þegar Thatcher og Reagan hafa horfið af sjónarsviðinu spyrja margir sig þeirrar spurn- ingar hvort tími Kohls sé ekki að verða útrunninn. En atburðir síðustu missera sýna að hann mun ekki leggja ár- ar í bát án þess að berjast af krafti. Hann fékk því m.a. fram- gengt að þýskir hermenn væru sendir til hjálparstarfa í íran þrátt fyrir mikla andstöðu í Þýskalandi gegn afskiptum landsins af Persaflóastríðinu og afleiðingum þess. Þá hefur hann barist hatrammlega fyrir því að stjórnarsetrið verði flutt frá Bonn til Berlínar en skoðanir manna í Þýskalandi eru mjög skiptar um það mál. Einnig hefur hann komið á skattahækkunum til þess að fjármagna sameining- þenslu hefur hann hækkað vext- ina, Bandaríkjamönnum, Frökk- um og Bretum til mikillar gremju, en efnahagur þessara þjóða er nú í mikilli lægð. Kohl þarf ekki að boða til kosn- inga fyrr en árið 1994 en það eru samt nokkur mál sem geta orðið stjórninni að aldurtila s.s. vax- andi atvinnuleysi í Austur-Þýska- landi og flóttamannastraumur frá Sovétríkjunum og Austur- Evrópu til Þýskalands. Einnig gætu ósigrarnir í bæjar- og sveit- arstjórnarkosningunum orðið til þess að stjórnin springi. En ólík- legt er taíið að Kohl verði bolað frá af sínum eigin flokksbræðr- um þrátt fyrir nokkurn ágreining innan flokksins. Vandséð er hver ætti að vera eftirmaður Kohls. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur Kristilegi demókrataflokk- urinn nú aðeins 28% fylgi kjós- enda á móti 38% fylgi jafnaðar- manna. Um 52% segjast vilja hinn nýja leiðtoga jafnaðar- manna, Björn Engholm, sem kanslara en 46% segjast styðja Kohl. Það sem einkum hefur veikt stöðu Kohls er vanmat hans á vandamálunum við sameiningu þýsku ríkjanna. Kohl hefur sagt trúnaðarvinum sínum að hann hafi ekki getað ímyndað sér að tölurnar um efnahagsástandið í Austur-Þýskalandi gætu verið svo rangar. Þá hefur gildismat og kröfuharka Austur-Þjóðverja komið kanslaranum á óvart. Oft er litið á uppbyggingu Aust- ur- Þýskalands sem prófraun á því hvort hægt sé að reisa Aust- ur-Evrópu úr öskustónni. Með örðum orðum, ef Þjóðverjum tekst ekki að bjarga Austur- Þýskalandi tekst ekki að bjarga Austur-Evrópu. Kohl gerir sér grein fyrir því og því að ferill hans sem stjórnmálamanns er í veði. Þýtt og endursagt úr The New York Times - SÞJ una og til að koma í veg fýrir Konan mfn, móðir okkar og tengdamóðir Hansína Jónsdóttir Kambsvegi 33, Reykjavfk lést af slysförum fimmtudaginn 6. júní Hafsteinn Guðmundsson Jónína Hafsteinsdóttir Ármann Einarsson Guðmundur Hafsteinsson Þórhildur S. Sigurðardóttir Hafsteinn Hafsteinsson Kristín Magnúsardóttir Gerður H. Hafsteinsdóttir Runólfur E. Runólfsson og aðrir vandamenn i} Astkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Hjörleifur Magnússon fv. bæjarfógetafulltrúl Sigluflrði lést á Borgarspítalanum laugardaginn 8. júní sl. Herdís Hjörleifsdóttir Magnús Þ. Hjörleifsson Jóhanna Hjörleifsdóttir Þorkell Hjörleifsson Edda Hjörleifsdóttir Guðrún Hjörleifsdóttir Kristín Hjörleifsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Stefán Ólafsson Giovanna Hjörleifsson Geir Pétursson Stefanía Vigfúsdóttir Viktor Már Gestsson Páll E. Ingvarsson Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka I Reykjavlk 7.-13. júnf er I Árbæjarapóteki og Laugamesapóteki. Þaó apótek sem fyrr er nefnt annast eltt vörsluna frá kl. 22.00 aó kvöldi tll kl. 9.00 að morgni vlrka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýslngar um læknls- og lyfjaþjónustu eru gefnar I slma 18888. Neyðarvakt Tannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og á stórhátlðum. Sím- svari 681041. Hafnarfjörður: Hafnarfjarðar apótek og Norð- urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laug- ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar I slmsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin virka daga á opnunartfma búða. Apó- tekin skiptast á slna vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opið I þvl apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum tlmum er lyfja- fræðingur á bakvakL Upplýsingar eru gefnar I slma 22445. Apótek Keflavlkur: Opið virka daga frá k. 9.00-19.00. Laugardaga, helgidaga og al- mennafrldaga kl. 10.00-12.00. Apótek Vostmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokaö I hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opiö virka daga til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garðabær: Apótekiö er opiö rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Alnæmisvandlnn. Samtök áhugafólks um alnæmisvandann vilja styöja smitaöa og sjúka og aöstandendur þeirra, sími 28586. Læknavakt fyrir Reykjavfk, Seltjamarnes og Kópavog er I Heilsuvemdarstöö Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugar- dögum og helgidögum allan sólarhringinn. Á Soltjamamosi er læknavakt á kvöldin kl. 20.00-21.00 og laugard. Id. 10.00-11.00. Lokaö á sunnudögum. Vitjanabeiönir, slmaráöleggingar og tlmapant- anir I sima 21230. Borgarspitalinn vakt ffá kl. 08-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki- hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (sími 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild) sinnir slösuöum og skyndiveikum allan sólar- hringinn (slmi 81200). Nánari upplýsingar um lyfjabúðir og læknaþjónustu emgefnar I sím- svara 18888. Ónæmisaðgerðirfyrirfulloröna gegn mænusótt fara fram á Hellsuvemdarstöö Reykjavíkur á þriðjudögum Id. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmisskfrteini. Garðabæn Heilsugæslustöðin Garöafiöt 16-18 er opin 8.00-17.00, slmi 656066. Læknavakt er I síma 51100. Hafnarflörður: Heilsugæsla Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga Id. 8.00- 17.00, simi 53722: Læknavakt slmi 51100. Kópavogun Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Slmi 40400. Keflavlk: Neyöarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöö Suðumesja. Slmi: 14000. Sálræn vandamál: Sálfræðistöðin: Ráögjöf i sátfræðilegum efnum. Sími 687075. Landspítallnn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadelld: Alla daga vikunnar kl. 15-16. Heimsóknartimi fyrir feður kl. 19.30- 20.30. Barnaspitall Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunarlækningadeild Landspítal- ans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomu- lagi. - Landakotsspítali: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Bamadeild 16-17. Heimsóknartlmi annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borgarspítallnn I Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Á laugardögum og sunnu- dögum kl. 15-18. Hafnarbúðir Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvfta- bandið, hjúkmnardeild: Heimsóknartlmi frjáls alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu- daga kl. 14-19.30. - Heilsuvemdarstöðin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavlkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspitali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadoild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vifiisstaöaspitali: Heim- sóknarllmi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - SL Jósepsspftali Hafnarflrði: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30._______________________ Sunnuhllð hjúkrunarheimili i Kópavogi: Heim- sóknartími kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavfkurlæknlshéraðs og heilsugæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólar- hringinn. Slmi 14000. Keflavlk-sjúkrahúslð: Heimsóknartlmi virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgar og á hátlðum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00-19.30. Akureyri- sjúkrahúsið: Heim- sóknartlmi alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00- 20.00. Á bamadeild og hjúkmnardeild aldraðra Sei 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarösstofusimi frá kl. 22.00- 8.00, slmi 22209. Sjúkrahús Akra- ness: Heimsóknartlmi Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30-16.00 og kl. 19.00-19.30. Reykjavik: Seltjamames: Lögreglan sími 611166, slökkviliö og sjúkrabifreiö sími 11100. Kópavogur: Lögreglan slmi 41200, slökkviliö og sjúkrabifreiö slmi 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan slmi 51166, slökkvi- lið og sjúkrabifreið slmi 51100. Keflavik: Lögreglan simi 15500, slökkviliö og sjúkrabill simi 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjan Lögreglan, slmi 11666, slökkviliö simi 12222 og sjúkrahúsiö slmi 11955. Akureyrí: Lögreglan simar 23222, 23223 og 23224, slökkviliö og sjúkrabifreiö slmi 22222. Isafjörður: Lögreglan sími 4222, slökkviljö simi 3300, bmnasimi og sjúkrabifreiö slmi 3333.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.