Tíminn - 11.06.1991, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.06.1991, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 11. júní 1991 Tíminn 9 Stjórnmálaályktun stjórnar SUF: Ríkisstjórnin sýnir ráðleysi og vanmátt Tímanum hefur boríst eftirfarandi ályktun frá stjórn SUF: Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna vill vekja athygli á fálmkenndum tilburðum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar til að stjórna landinu. ★ Ríkisstjórnin hækkaði vexti á spariskírteinum og rfldsvíxlum til að auka hlutdeild rfldssjóðs t sparnaði landsmanna. Bankamir fylgdu að sjálfsögðu í kjölfarið og hækkuðu vexti til að halda sín- um hlut gagnvart rfldssjóði. Eftir sitja þeir sem skulda með sárt ennið en fjármagnseigendur fitna eins og púki á fjósbita. ★ Hækkun vaxta á húsnæðislánum var næsta afrek ríkisstjómarinnar. Þar er seilst í vasa ungs fólks sem er að koma sér upp þaki yfir höfuðið í stað þess að sækja auknar tekjur til þeirra efnameiri. Nær hefði verið að létta pressunni af íslenskum spari- fjármarkaði t.d. með því að tak- marka útgáfu húsbréfa eingöngu við þá sem eru að kaupa og byggja í fyrsta og annað skipti. Með þessari vaxtahækkun hafa sjálfstæðismenn formlega gengið til liðs við Alþýðuflokkinn í því að ganga af sjálfseignarforminu í hús- næðismálum dauðu. ★ Ríkisstjóminni fannst ekki nóg að gert í árásum sínum á ungt fólk og beit höfuðið af skömminni með stórfelldum skerðingum á framlög- um til Lánasjóðs íslenskra náms- manna. ★ Næst var ráðist að Iandsbyggðinni og fyrirskipaður 350 milljóna króna niðurskurður vegna framkvæmda við vegagerð í hlutföllunum 14 á höfuðborgarsvæðinu og 336 á landsbyggðinni. Svona aðfarir bitna mjög á smáum verktökum landsbyggðarinnar og væri nær að deila niðurskurðinum jafnar. Til dæmis mætti deila fram- kvæmdum við Þjóðleikhús og Bessastaði niður á tvö ár. ★ Þá var eina kosningaloforð sjálf- stæðismanna, að lækka skatta, svik- ið og tekið til við stórfelldar gjald- skrárhækkanir hjá hinu opinbera. Bifreiðaskattar og bensínskattar voru auknir og lýst var yfir fullum vilja til að skattleggja veikindi og elli fólks í formi aukins lyfjakostnaðar. Stjóm Sambands ungra framsókn- armanna vill einnig benda á að það er ástæðulaust að auka hlutdeild sjúklinga í lyfjakostnaði. Nær væri að yfirvöld héldu áfram á þeirri braut sem fyrri ríkisstjóm markaði, að lækka álagningu söluaðila og innflytjenda og ná þannig fram spamaði. Með þessum aðgerðum opinberar ríkisstjóm Davíðs Oddssonar ráð- leysi sitt og vanmátt til að ráðast að rótum vandans. Stjómarmenn í SUF em furðu lostnir á grátkór sjálfstæðismanna í fjölmiðlum og leiðist hann reyndar. Sjálfstæðismenn buðu sig fram til að taka við landsstjóminni og hefðu mátt vita að stjómmála em annað og meira en homsteinar og skóflu- stungur. Stjóm Sambands ungra framsóknarmanna. Ársrit Kvenréttinda- félags íslands: „19. |úní“ komið út Ut er komið ársrit Kvenréttinda- félags íslands „19. júní“. Þetta er 41. árgangur ritsins. Það hefur að geyma greinar og viðtöl um ólík málefni sem eiga það sameiginlegt að snerta hagsmuni kvenna á einn eða annan hátt. M.a. er staða kvenna í Evrópubandalaginu til umfjöllunar, „græn fjölskylda" tekin tali og ástir aldraðra ræddar. Ritstjóri er Ellen Ingvadóttir blaðamaður en í ritnefnd voru Anna Guðmundsdóttir, Bryndís Kristjánsdóttir, Unnur Stefáns- dóttir, Vilborg Davíðsdóttir, Erna Hauksdóttir, Magdalena Schram og Ellen Ingvadóttir. -SIS Kanadíska lyfjafræðingasambandið: V-íslendingur í forsetastól Emest Stefanson var nýlega kjör- inn forseti Kanadíska lyfjafræð- ingasambandsins á árlegri ráð- stefnu þess í St. John á Nýfundna- landi. Emest hefur gegnt starfi sem framkvæmdastjóri sambandsins síðustu tvö árin og verið fjármála- stjóri þess sama tímabil. Hann er fyrrum forseti Lyfjafræðingafélags- ins í Manitoba og var kjörinn lyfja- fræðingur ársins þar í borg árið 1990. Foreldrar Emest em hjónin Olla og Stefán J. Stefánsson, sem flestir er sótt hafa íslendingabyggðir heim munu þekkja. Þau hjón hafa sýnt íslandi mikla tryggð og hafa komið hér tuttugu og fimm sinnum. : mim i i ' ■■■; IT"' ^ ■ -f^Í »»».#: ,,.m ÞESSA DAGANA er verið að Ijúka framkvæmdum við móttökustöðvar Sorpu víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. Þangað verður fólk nú að fara þegar það losar sig við msl, annað en húsasorp. Ruslinu verður að skila flokkuðu á móttökustöðvarnar. Á meðfylgjandi mynd sjáum við móttökustöðina í Ánanaustum. Tfmamynd: Pjetur Snæfellingar skora á þingmenn og Vegagerð: ÚTNESVEGUR VERÐI GERÐUR VETRARFÆR íbúar á Snæfellsnesi skora á þing- menn Vesturlands og Vegagerð ríkis- ins að beita sér fyrir uppbyggingu Út- nesvegar frá Gufuskálum að vega- mótum Fróðárheiðar. Þetta kemur fram í áskorunarbréfi sem tæplega átta hundruð fbúar Breiðdalsvíkurs- hrepps, Neshrepps utan Ennis, ÓI- afsvíkurbæjar og Staðarsveitar hafa undirritað. Upphaf þessarar áskorun- ar má rekja til áskorunar lækna í Ól- afsvíkurhéraði þar sem þeir hvetja einnig til uppbyggingar Útnesvegar og tekið verði tillit til vetrarumferðar á veginum. Þeir vilja að Vegagerðin annist snjómokstur á vetuma, tvo daga vikunnar, og óska eftir samstarfi við Vegagerðina varðandi snjóruðn- ing utan reglubundins tíma þegar um bráðasjúkdómatilfelli eða sfys er að ræða. MéU sínu til stuðnings benda þeir á að öll læknisþjónusta fari fram á Heilsugæslustöðinni í Ólafsvík og jrví sé mjög brýnt að samgöngur inn- an læknishéraðsins séu sem bestar. Fólk þurfi að geta komist til Ólafsvík- ur á daginn og læknar þurfi að geta farið frá Ólafsvík til annarra svæða í sambandi við vitjanir. Finnbogi Lárusson, einn af undir- búningsmönnum áskorunarinnar, sagði að ástand vegarins væri ágætt núna en á vetuma væri vegurinn mjög sjaldan mokaður. Fróðárheiði hefði ávallt verið mokuð en langt um minni snjór væri á Útnesvegi. Litlir bílar hefðu þurft að snúa við af heið- inni vegna hálku og þurft því að nota Útnesveg í staðinn en þá hefði hann oft verið illfær. Finnbogi sagði að það vantaði burðarþol í veginn á tveimur stöðum og þar væri oft mikill aur. Því hefðu bflar ekki komist veginn vegna aurs á vetuma. Veginum hefði verið illa haldið við á síðustu árum og því væri það mikil og áríðandi samgöngu- bót að fá veginn lagfærðan. -UÝJ Vtnnuskólinn byrjaður: 1700 krakkar verið ráðnir Vmnuskólinn í Reykjavík hefur tekiö tll starfa. Um 1700 krakk- ar, fæddir 1976 og 1977, hafa verið ráðnir. Krökkunum er skipt í 90 hópa og munu vlnna við hreinsun og snyningu í borginni, Heiðinörk, Nesjavöll- um og víðar. Tveir hópareru sér- staklega sniðnir fyrir fatlaða. Það er fjórða sumarið sem slflar hópar eru starfræktir og hefur það gefist vel. Krakkamir sem fæddir eru 1977 vinna 4 tíma á dag og eru með 165 krónur á tímann. Þeir sem eru fæddir 1976 vinna allan daginn og hafa 187 krónur á tímann. Vinnuskólinn stendur í tvo mánuði og hættir 2. ágúst. -SIS íslensk fréttamynd hlýtur viðurkenningu: íslensk mynd verðlaunuð Fréttamynd Sjónvarpsins „Út- skúfað úr sæluríkinu" fékk fyrstu verðlaun í flokki heim- ildamynda um hjálparstarf á kvikmyndahátíð búlgarska Rauða krossins í Varna í Búlgar- íu. Myndin var gerð í Rúmeníu í febrúar og mars f fyrra og keppti við 38 myndir frá 16 löndum á kvikmyndahátíðinni. Hún fór fram í vikunni sem leið. Árni Snævarr fréttamaður gerði myndina ásamt Birnu Björnsdóttur upptökustjóra og Þór Ægissyni kvikmyndatöku- manni. „Útskúfað úr sæluríkinu" var einnig valin meðal bestu mynda á sjónvarpshátíð í Varsjá í Póllandi í desember síðast- liðnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.