Tíminn - 11.06.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.06.1991, Blaðsíða 2
2. Tíminn Þriðjudagur 11. júní 1991 Vaxtaákvarðanir ríkisstjórnarinnar koma fram í vísitölunni: MESTA VERDBOLGA IHALFT ANNAÐ AR Skuldir Síldarverk- smiðjanna: Ríkis* sjóður ábyrgur „BSRB Iýsir fullri ábyrgð á hendur þeim sem nú hafa hrundið af stað þeirri verðhækkanaskriðu sem ekki sér fyrir endann á,“ segir í ályktun formannafundar BSRB sem haldinn var í gær, eftir að Hag- stofan hafði sent frá sér vísitölu framfærslukostnaðar miðað við verðlag í byrjun mánaðarins. Verðbólgan er að aukast, sé miðað við mælikvarða framfærsluvísitölu, en verðlag í júníbyrjun reyndist 1,4% hærra en það var í maíbyrjun og er ríkisstjómarákvörðun um hækkun vaxta á húsnæðislánum aðalorsök hækkunarinnar. Þetta er mesta hækkun vísitölu ffamfærslukostnað- ar síðan í febrúar 1990. Vísitalan reyndist vera 154.9 stig, en sam- kvæmt eldri grunni mældist hún 379.9 stig. Hækkun framfærsluvísitölunnar á milli mánaða nú svarar til 17,7% verðbólgu á heilu ári, en samsvarandi hækkun síðastliðna 3 mánuði er 12,8%. Af 1,6% hækkun vísitölunnar frá maí til júní skiptir hækkun fjár- magnskostnaðar vegna íbúðarhús- næðis langmestu máli, en 0,6% hækkunarinnar starfar af þessum eina lið. Aðrir liðir, sem ríkisvaldið hefur bein áhrif á og ollu hækkun Lúðvík Geirsson, formaður Blaðamannafélags íslands, óttast um fordæmisgildi dóms í máli Halls Magnússon- Dæmt eftir úreltri 19. aldar lagagrein Dómsniðurstaðan í málinu Ákæru- valdið gegn Halli Magnússyni er byggð á hinni margumræddu 108. gr. almennra hegningarlaga. Lúðvík Geirsson, formaður Blaða- mannafélags íslands, segir 108. greinina löngu úrelta, en hún hljóð- ar svo: „Hver, sem hefur í frammi skamm- aryrði, aðrar móðganir í orðum eða athöfnum eða ærumeiðandi að- dróttanir við opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu, eða við hann eða um hann út af því, skal sæta sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að 3 árum. Aðdrótt- un, þótt sönnuð sé, varðar sektum, ef hún er borin fram á ótilhlýðilegan hátt.“ Lúðvík Geirsson sagði að stjórn Blaðamannafélags íslands hafi á fyrri stigum þessa máls ályktað þar að lútandi og talið löngu tímabært að þessi lagagrein yrði endurskoð- uð. Hann sagði það alvarlegt mál að nú á tímum skuli dómar, í svo við- kvæmum málum sem meiðyrða- málum, vera grundvallaðir á úreltri lagagrein. Þar njóta opinberir starfs- menn sérstakrar verndar umfram alla aðra þegna í þjóðfélaginu. Lúðvík Geirsson taldi þessa laga- grein í raun og veru ekki til annars en að hefta almenna umfjöllun um öll gagnrýnisverð mál. Þess vegna sé mjög brýnt að Alþingi endurskoði þessa lagagrein og reyndar meið- yrðalöggjöfina eins og hún leggur sig. -js Hraðfrystihús Ólafsvíkur hf. verður lýst gjaldþrota í dag. Ólafs- víkingar leita leiða úr vandanum. Stefán Garðarsson bæjarstjóri: „Bjartsýnn á áfram- haldandi rekstur“ „Ég er bjartsýnn á að við getum tryggt áframhaldandi rekstur hrað- frystihússins. Ef við byrjum á núlli geri ég mér það í hugarlund að við getum rekið þetta með hagnaði." Þetta sagði Stefán Garðarsson, bæjarstjóri í Ólafsvík, í samtali við Tímann í gær, en í gær var unnið að stofnun nýs hlutafélags í Ólafsvík, svo tryggja megi áframhaldandi rekstur frystihússins. Fyrir síðustu helgi ákváðu Landsbankinn og Byggðastofnun að stöðva alla fyrir- greiðslu við Hraðfrystihús Ólafsvík- ur hf. Sú ákvörðun kom mjög óvænt, því bankinn hafði síðustu mánuði unnið að endurskipulagn- ingu á starfseminni í samvinnu við rekstraraðila. En með stöðvun fyrir- greiðslu eru hraðfrystihúsinu allar bjargir bannaðar og í dag verður óskað gjaldþrotameðferðar. Skuldir Hraöfrystihúss Ólafsvíkur hf. eru miklar. Landsbankinn er stærsti lán- ardrottinn; honum skuldar frysti- húsið yfir 200 milljónir króna og skuld við Byggðasjóð er röskar 100 milljónir. Auk þess er um að ræða smærri skuldir við Atvinnuleysis- tryggingasjóð og fleiri aðila. Saman- Iagt eru skuldirnar rúmlega 500 milljónir. A sunnudagskvöld kom bæjar- stjórn Ólafsvíkur saman til sérstaks aukafundar vegna málefna hrað- frystihússins. Á þeim fundi var ákveðið að óska eftir því við 3 aðila að þeir, ásamt bæjarstjórn, stofni hlutafélag um áframhaldandi rekst- ur í frystihúsinu. Þetta eru Útver, sem rekur togarann Má, Útgerðarfé- lagið Túngufell, sem á bátana sem hafa lagt upp afla sinn hjá Hrað- frystihúsinu, og loks Verkalýðsfélag- ið Jökull. Þessir aðilar áttu að gefa svör, af eða á, í gærkvöld. Ef við- brögðin yrðu jákvæð sagði Stefán Garðarsson að stofnað yrði hlutafé- lag um reksturinn þegar náðst hefðu samningar við bústjóra þrota- búsins og fleiri aðila. „Ég er ekki enn búinn að sjá neina rekstraráætl- un, en ég geri mér það í hugarlund að við getum rekið þetta með hagn- aði. Ef það tekst ekki stöndum við ekki í þessu, enda á ekki að stofna nýtt hlutafélag um reksturinn í ein- hverju bráðlæti," sagði Stefán. „Verkalýösfélagið mun ekki skorast undan því að gera það sem í þess valdi er, til að koma starfsemi í hrað- frystihúsinu af stað sem allra fyrst. Hvort það tekst byggist náttúrlega á viðbrögðum bústjóra, en ég sé ekki tilgang í að standa gegn því að þarna sé tekið á móti afla og fólk fái vinnu,“ sagði Kristján Guðmunds- son, formaður Verkalýðsfélagsins Jökuls. Hraðfrystihús Ólafsvíkur hf. hefur verið stærsti atvinnurekandi staðar- ins. Þar hefur um fjórðungur bæjar- búa unnið, auk sumarfólks. -sbs. EKKIATTA - HELDUR 1,3 MILLJÓNIR KR. í frétt Tímans sl. fóstudag kom það fram í frétt um söfnunarátak til styrktar Landgræðslunni að tæp- lega 8 milljónir hefðu farið í rekst- ur átaksins og ýmis gjöld. Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri vildi koma því á framfæri að einungis 1.3 miljónir hefðu farið í rekstrarkostnað átaksins og gjöldin, 6.5 miljónir, sem um ræðir í fyrr- nefndri frétt, eru framlög sem Land- græðslan fékk útgreidd á árunum 1988 og 1990. Beðist er velvirðingar á því að þetta kom ekki nægilega skýrt fram í fréttinni. vísitölunnar, voru verðhækkun á áfengi og tóbaki sem ollu 0,1% hækk- un og bensínhækkun sem olli 0,2% hækkun vísitölunnar. Verðhækkun allra annarra þjónustu- og vöruliða ollu samtals 0,5% hækkun á vísitölu framfærslukostnaðar. í áðumefhdri ályktun formanna- fundar BSRB segir að fyrra mat bandalagsins á afleiðingum vaxta- hækkananna að undanförnu hafi nú sýnt sig að vera rétt. Framfærsluvísi- talan hækki nú á milli mánaða um 1,4%, sem samsvari nær 18% verð- bólgu á ári. Helmingur hækkunar- innar verði rakinn beint til vaxta- hækkananna. BSRB hefði áður varað stjómvöld og ráðamenn í fjármagns- kerfinu við afleiðingum vaxtahækk- ananna og bent á að þær gengju gegn forsendum gildandi kjarasamninga. Með hækkun almennra vaxta og aft- urvirkum vaxtahækkunum í hús- næðiskerfmu hafi nú verið vegið að þeim efnahagsstöðugleika sem aðilar vinnumarkaðarins komu á með kjarasamningum sínum. —BG „Það er ótvírætt að ríkisvaldið ábyrgist skuldir SR. Þetta er fyrir- tæki í eigu ríkisins og við teljum að ríkið hafi skyldur gagnvart því,“ segir Björn Líndal aðstoðarbanka- stjóri Landsbankans. I viðtali við Tímann í síðustu viku sagði Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra, að ekki væri sjálfgefið að ríkið yfirtæki skuldir Síldarverk- smiðja ríkisins. Jafnframt kvað hann ríkisábyrgð þurfa að koma til fyrir 300 af 700 til 800 milljóna króna skuld fyrirtækisins og að ríkissjóður þyrfti að yfirtaka um 500 milljónir af skuldum þess fyrir áramót. Um þetta sagði Björn Líndal: „Þetta er fyrirtæki í eigu ríkisins og ríkið hefur með rekstri þess tekið á sig áhvílandi skuldbindingar." Um það hvort niðurstöðu dómstóla þyrfti til að skera úr um þetta mál sagði Bjöm að ekki lægi nein afstaða fyrir af hálfu bankans. Hann kvað menn vera að ræða málin þessa dag- ana. -HÞ Gesthús eru á tjaldsvæðum Selfossbúa. Gistihúsabyggð er rísin á Selfossi: GÓD AÐSÓKN í GESTHÚS Nýlega voru teldn í notkun á Sel- mundur sagði eignaraðild fossi 11 tveggja herbergja smá- sænsku ferðaskrifstofunnar hýsi á tjaldstæðum bæjarins, í sldpta miklu máli, því farþegar Rauðholtum, auk 100 fermetra hennar væru stór hluti væntan- þjónustuhúss. Það er hlutafélag- legra gesta sumarsins, enda færi ið Gesthús sem stendur að þess- hlutur sænska ferðamanna hing- um framkvæmdum. aö til lands ört stækkandi. -sbs. Smáhýsín eru 11 og í hverju þeirra eru tvö herbergi. Gert er ráð íyrir tveimur gestum í her- bergi, en með góðu móti geta þar sofið fjórir, þannig að heildar- fjöldi gesta getur orðið 88 manns. Auk þess er hægt að fá svefnpokapiáss í þjónustuhús- inu. Einnig munu Gesthús hafa umsjón með tjaldsvæðum Sel- fossbæjar, sem hafa verið vinsæl meðal ferðamanna. Hluthafar í Gesthúsum eru ýmsir aðilar á Selfossi, auk sænsku ferðaskrifstofunnar Is- landsresebyrán í Stokkhólmi. Guðmundur Sigurðsson, stjórn- arformaður Gesthúsa, sagði að rennt hefði verið blint í sjóinn Ólafur Auðunsson, hluthafi í þegar farið var af stað með fram- Gesthúsum, ® vinstri og Guð- kvæmdir. En allt lofaði góðu og mundur Slgunftsson stjómarfor- mikið væri um bókanir. Guð- maöur. Tímamyndin-sbs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.