Tíminn - 11.06.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.06.1991, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 11. júní 1991 Tíminn 7 w 1 VETTVANGUR Guðjón Jónsson: Kartöflur eru vondar Og þetta er mikið alvörumál fyrir þá sem rækta kart- öflur til sölu, ekki síður en fyrir þá sem borða þær, stórmál fyrir alla þjóðina, því að þessi framleiðsla mun senn leggjast niður ef ekki batnar, og þó að þjóð- in fengi enn eitt álver í staðinn væru það vond skipti. Það undur varð í dag, 12. septem- ber, að starfandi blaðamaður sýndi þá hugkvæmni að skrifa um þetta stórmál: Kartöflur eru ekki of dýr- ar - þær eru hins vegar vondar og á því verður að ráða bót. Það er vel þegar fjölmiðlafólki dettur eitt- hvað í hug, þó að hlé verði á stríði og náttúruhamförum. Heiður sé því Garra, þótt hann mætti heita betur, en það er hann sem skrifar þessa kraftmiklu grein um kartöflur og birtir í Tímanum í dag. Að vísu rænir hann frum- kvæðinu þar með frá öllum öðrum og kann að þykja súrt í brotið þeim sem ætlaði sér að verða fýrstur og var til þess búinn. En eigi má það erfa, heldur skal nú bretta upp ermar og fylgja Garra á völl. Undir- ritaður er þó, þrátt fyrir nokkurn undirbúning, ekki þess umkominn að höggva jafnstórt og Garri, held- ur verð ég að mestu leyti að láta nægja að spyija um staðreyndir í þessu máli. En ég vona að svo sé komi að ég viti nægilega mikið til að kunna að spyrja. Nokkrar staðreyndir 1. Kartöflur geta verið góðar, hreinasta hnossgæti. Margir vita þetta ekki af því að þeir hafa aldrei bragðað slíkar kartöflur - halda jafnvel að útlendar kartöflur séu skástar. Þeim er vorkunn, slíkt sem framboðið hefur lengi verið, en fyrir raunverulega góðar ís- lenskar kartöflur er ekkert verð of hátt. Bestar kartöflur (ekki bara mat, heldur sælgæti sér til unun- ar) hef ég fengið í Austurbænum í Svínafelli, frá Lækjarbakka (?) í Mýrdal og líklega frá Sámsstöðum í Fljótshlíð - á móðurmáli mínu „ljósrauðar kartöflur" - og frá Kví- skerjum, en í því tilfelli gullauga. En nú er nálega hálf öld síðan ég naut þessarar reynslu og hamingj- an má vita hvort svo bragðgóðir stofnar eru lengur til í landinu, eftir allar „kynbætur" og „stofn- ræktun" síðustu tíma. Hér með heiti ég á hvern þann sem á sinn gamla heimaræktaða stofn að farga honum ekki, nema ganga fyrst úr skugga um að annar jafn- góður eða betri sé til og muni verða ræktaður áfram. 2. Einmitt þessa haustdaga eru á markaði „rauðar" kartöflur sem minna á þær sem að ofan getur. Þær eru ágætlega rauðar á hýði og í þeim er það rauða lag sem er aðalsérkenni þeirra fyrir augað. Þær eru þéttar og góðar á bragð, þó að nokkuð vanti á að þær séu það hnossgæti sem ég þekkti forð- um. En sá hængur er á að í bland við þessar eru aðrar og verri kart- öflur í enn meira mæli, linar og vatnsbornar, ljósar innan og ger- sneyddar hinu rauða aðalsmerki - sumar óætar. Einmitt þannig voru þær kartöflur sem ég fékk úr eigin garði fyrir nokkrum árum undan norðlensku útsæði „stofn- ræktuðu" - einmitt svona voru þær kartöflur, þó gullfallegar væru á að líta, sem þá voru til sölu í verslunum hér í vesturbænum, ekki ætar og varla skepnum bjóð- andi, enda gafst ég þá endanlega upp á að kaupa þessa vörutegund og reyna að eta hana. Endanlega er að vísu ofsagt, því að ég venti mínu kvæði í kross og ákvað að rannsaka fyrst orsakir þessara vöruskemmda eða hvort einhvers staðar kynni að vera góðar kart- öflur að fá. Nú vil ég segja frá ieit minni. 3. Tvö afbrigði kartaflna eru aðal- lega í ræktun, rauðar og gullauga, Kartöflur geta verið góðar, hreinasta hnossgæti. Margir vita þetta ekki af því að þeir hafa aldrei bragðað siíkar kart- öflur - halda jafnvel að útlendar kartöfl- ur séu skástar. Þeim er vorkunn, slíkt sem framboðið hef- ur lengi verið, en fyrir raunverulega góðar íslenskar kartöflur er ekkert verð of hátt. auk helgu sem mér skilst vera blendingur hinna tveggja. Af báð- um kunna að vera til ýmsir stofn- ar og kunnugt er að Olafur Jóns- son ráðunautur valdi af þeim einn sem síðan ber nafn hans, en ekki veit ég hvort allar kartöflur sem svo eru nefndar beri heitið með fullum rétti. Hvert afbrigði og stofn hefur sína eiginleika, t.a.m. um þurrefni og næringargildi, uppskerumagn, heilbrigði og ekki síst bragðgæði, vaxtarhraða og geymsluþol. Þá henta þær misvel til ákveðinnar matreiðslu og rauð- ar verða ekki flysjaðar í vélum svo vel sé, fyrir það hve nafli og augu liggja djúpt. 4. Jarðvegur, veðurfar, sprettu- tími, þ.e. lengd sumars, eru mikil- vægir þættir í ræktun kartaflna, svo og að notaður sé réttur áburð- ur og hæfilega mikill. Vera má að afbrigði geri ekki öll sömu kröfur og t.a.m. megi rækta gullauga í mold en rauðar aldrei með góðum árangri nema í sendnum garði. Mér er ekki kunnugt um að þetta hafi verið rannsakað sem skyldi. En þó að mold reynist vel á einum stað, þá getur jafnvel í næsta garði verið öðruvísi mold og óhæf með öllu til þessarar ræktunar. Þetta vita allir sem reynt hafa, en það er ekki nóg að vita. Menn verða líka að fara eftir þessu svo að kartöflur séu alls ekld ræktaðar til sölu í jarðvegi sem þeim hentar ekki. Annað eru hrein vörusvik. 5. Meðferð á kartöflum við upp- töku, geymslu og sölu verður að vanda eins og frekast er kostur. Sennilega er mesti vandinn að þær mega ekki blotna. Það er nefnilega að öllum jafnaði óhjákvæmilegt að þvo þær áður en þær fara á mark- að. I sjónvarpinu höfum við séð þeim dýft í bæjarlækinn einu einni eða tvisvar eftir að þær hafa verið settar í poka. Kannski er þetta nóg þegar þær koma beint úr garðin- um og þar sem bæjarlækurinn er hreinn. Annars þarf vélbúnað. Og strax á eftir þurfa kartöflurnar að þorna. Mér er ekki grunlaust um að þar sé veikasti hlekkurinn í allri meðferðinni. Þessu næst þurfa kartöflur að komast í hendur neytenda sem allra fyrst, eftir sem minnsta bið í verslun (samdægurs?). Þar ættu þær að vera í kæli og myrkri, eða a.m.k. ekki í mikilli birtu, því að þar eru þær ótrúlega fljótar að spillast og fá grænan lit. Þá eru plastpokar ekki góðar umbúðir, enda þótt gataðir séu. Eftirmáli Naumast hafði ég gengið frá framanrituðu þegar mér tóku að berast ný tíðindi og merkari en mig gat órað fyrir. Ég lagði því blöðin til hliðar í bili - og leið nú heill vetur svo að við héldum að okkur höndum, bæði ég og Garri. Því betur voru skynfærin notuð og var t.a.m. mörg prédikun um kart- öflur bæði flutt og numin í hádeg- inu við gáfumannaborðið í mat- salnum undir Svörtuloftum, þar sem við innvígðir reyndum að gera okkur að góðu þá hörmung sem kölluð er premier, en þá kartöflu er hægt að flysja í vélum og kemur það niður á þeim sem borða í mötuneytum. Er það von en engin vissa hvort allir sluppu skaðlaust frá þessari lífsreynslu tvöfaldri. Á hinn bóginn sýnist mér að at- huguðu máli þessa blíðu vordaga að vel megi bjóða Tímanum að birta óbreytt þetta sem ég hafði sett á blað í fyrra, en segja mun ég frá tíðindum í annarri grein. FRÍMERKI Sérstimplar Um mánaðamótin maí-júní verður haldið Fjölumdæmisþing Lions- hreyfingarinnar á fslandi, á Akur- eyri. Á þessu ári eru einmitt liðin 40 ár frá því að fyrsti Lionsklúbburinn var stofnaður á íslandi. Þetta er hinsvegar 36. Fjölumdæmisþingið. Á fyrstu árunum var aðeins eitt um- dæmi hér á landi og því aðeins um- dæmisþing, en eftir að umdæmi 109 var skipt í A- og B- umdæmi, var svo myndað fjölumdæmi er náði yfir bæði umdæmin. Afmælisdagurinn sjálfur verður svo haldinn hátíðlegur í ágúst, á stofndegi Lionsklúbbs Reykjavíkur, en hann var fyrsti Lionsklúbburinn sem var stofnaður hér á landi. Það þarf vitanlega ekki að taka það fram, að ísland er stærsta Lionsland í heimi, miðað við fólksfjölda. Sá er þetta ritar hefir enn fremur grun- semdir um að á íslandi gefi Lions hlutfallslega mest til þeirra sem við örðugleika eiga að etja. Má benda á stórgjafir Alþjóðlegs hjálparsjóðs Lions vegna Vestmannaeyjagoss, tækjakaup í K- álmu Landspítala og fleira. Póstgangan Fæðingarvottorð íslenska póstsins, var dagsett þann 13. maí, fyrir 215 árum síðan. Útivistarmenn fóru af því tilefni í gönguferð í samvinnu við Póstmálastjómina og gengu gömlu póstleiðina frá Keflavík til Grindavíkur. Af tilefni dagsins báru þeir með sér slatta af bréfum sem voru stimpluð á báðum póststöðv- um afmælisgöngunnar og allt vom þetta skráð ábyrgðarbréf og þar með „póstgengirí' bréf af besta tagi. Þótt ég noti hér orðið „póstgeng- inn“ í gamansömum tón, þá er þetta mikið alvömorð í eyrum sumra frímerkjasafnara, jafnvel í augum þeirra. Póstgengi sendingar réttlætir söfnun hennar í margra augum. Við skulum vona að slíkir safnarar safni ekki ónotuðum frí- merkjum. NORDIA-91 Þeir verða ekki færri en fimm, sérstimplarnir á „NORDIA-91“. Það er að segja þeir íslensku. Hefir hver og einn þeirra ákveðið þema, sem tilheyrir degi þeim sem stimp- illinn er notaður. Þá verður auk þess einn allsherjarstimpill, sem er notaður alla dagana. Þá er sérstak- ur stimpill þegar í notkun á Frí- merkjasölunni fyrir allan þann póst er þar er póstlagður vegna sýningarinnar. En svo kemur viðbótin, sem er að hvert og eitt hinna Norðurlandanna, sem tekur þátt í sýningunni, hefir einnig sinn sérstimpil þar. Að vísu þarf að kaupa frímerki viðkomandi lands og líma á bréf eða kort til að fá stimplað á, en þama verða að minnsta kosti 6-7 stimplar í viðbót Það þarf að búa sig undir að safna allt að 12 stimplum í sambandi við sýn- inguna. Þá kemur nú heldur betur í ljós vandamálið við að fá hlutina póst- gengna. Nema því aðeins að viðkom- andi láti sér nægja að ganga með bréfin og kortin milli sölubásanna. NORDIA-örk nr. 2 t Nú skyldu safnarar gæta þess aðf NORDIA-örk númer tvö verður tek- in úr almennri sölu hjá póstinum um mánaðamótin maí-júní. Eftir það fæst hún aðeins í ársmöppum og sérmöppum sýningarinnar. Sigurður H. Þorsteinsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.