Tíminn - 15.06.1991, Page 4
\2
W
HELGIN
é’er .nui .cr iupsb">CD'JsJ
Laugardagur 15. júní 1991
Hugleiðingar vestfirsks bónda af aldamóta-
kynslóðinni í tilefni af 17. júní 1944:
mun
J
L/
EFTIR JÓN GUÐMUND ÓLAFSSON AÐ GEMLUFALLI
Gt’A-Jc ég *Mjpp <f hamarinn,
sam haest af&tínm ber,
hamingtfttna haföi égr
£ henefi mér,
bjiirt var hún sam týsigait
ogr brathœtt ains ogr grler
---égr henti hanni fram af,
þar sam hangiftngiö er.
Vföa fittgru brotin en tríöar hugrttr fer.
JLeitaö hefégr £ ötal dr
dttavilltnr ogr fótasdr,
dlftast ofan £ fen ogr fldr,
fariö grfir hdlar grijdr,
út ttm drangra og egjar bldr,
apalhrattn og svartar gjdr.
JtSte/ci var sú ferö til fjár,
fœrötist slkttggar yfir brdr.
JOapttr er oft ttm daga hellir,
dyrttm mfnttm hrföin s/celtir,
en nóttin aldrei httgann hrellir,
httröir allar byrgi ég þd,
opnast viÖ mér björgin bld.
Sólin, þegar hún flngiÖ fellir,
fœr mér vœngi sfna,
ftýg ég út d furötestfga mína.
Á sfjörntthafsins botni
stendttr teóralhöll,
gólfhetlttrnar lýsa
eins og teiftur d n%jötl -
aÖ gutli eru orÖin sporin ntfn,
sem glötuÖ hélt ég ött.
JÞar tafca hörpur
meÖ hryrgandi brag
undir viÖ sólnanna
samróma lag.
JÞar sé ég meinin jafht
og meinanna bcetur
blitca eins og sfjömur
í blácfjúpi ncetur.
JÞar rétta mér dfsir
yfir brimhvftum boröum
perlubitcar hamingjunnar
- heilan eins og foröum.
(Sig.Nordal)
Jón Guðmundur Ólafsson (1891-1963).
Um höfund greinarinnar - Aldarminnning
í þessu þulubroti sem ég hefi farið
með finnst mér að speglist saga okk-
ar frá 1262-1944 eða hátt í 7 aldir.
Vissulega höfðum við fram að þeim
tíma hamingju frelsisins í hendi
okkar. Sannarlega var hún björt eins
og lýsigull en brothætt eins og gler.
Svo hentum við henni fram af þar
sem hengiflugið er. Það varð ekki
fundinn hærri hamar eða ógurlegra
hengiflug en að afsala sér frelsinu í
hendur útlendum þjóðhöfðingja.
Svo liðii árin og aldirnar og við fór-
um að finna til þess sem við höfðum
gerL Við fórum að leita að því sem
við höfðum fleygt. Við leituðum í
ótal ár áttavillt og fótasár. Álpuð-
umst ofan í fen og flár, fórum yfir
hálar gljár út um dranga og eyjar
blár, apalhraun og svartar gjár. Á
þessari leið höfum við séð meinin og
meinanna bætur. Og á þessu ári hafa
dísimar rétt okkur yfir brimhvítum
borðum perlubikar hamingjunnar
heilan eins og forðum.
17. júní 1944 verður mér ógleym-
anlegur. Þegar ég að morgni hans
hafði dregið fánann okkar að húni á
bænum mínum fylltist hugur minn
lotningu og tiibeiðslu til Guðs vors
lands og þakklæti til þeirra manna
allra sem unnið höfðu með hinum
góðu dísum sem réttu okkar þennan
dag perlubikar hamingjunnar heil-
an eins og forðum. í dag mundi ég
verða frjáls maður í frjálsu landi; og
löngun mín til að velta fleiri þúfum
og rífa upp meira grjót fékk nýjan
mátt. En það sem mér kom oftast í
hug þennan hátíðisdag var Árni
Oddsson lögmaður. Hann neitaði
eindregið að skrifa undir hollustu-
eiöinn. En loksins þegar komið var
kvöld bugaðist hann fyrir ógnunum
harðstjórans. En ekki var það sárs-
aukalaust því að hann grét meðan
hann skrifaði undir. Um þann at-
burð hefur þetta verið kveðið:
Og lögmarmsins ekki, sem eiöirm varm
fyrir ógrxunum harðstjórans
aldrei til eilífðar getum vérgleymt
þeim grátstaf vors besta manns.
(Guðm. Guðmundsson)
Doktor H. Péturs segir: „Saga er til-
raun mannkyns til að átta sig á
sjálfu sér.“ Þegar svo haft er í huga
styrjaldarógnir síðustu ára og líð-
andi stundar munu margir spyrja:
„Hvað hefur mannkynið lært á allri
sinni sagnaritun?" Fjöldinn mundi
segja að það hefði ekkert lært en
aðrir að þeir þurfi að hugsa sig um
svarið. Allir hugsandi menn vita að
til gerbreytingar þarf mikið átak.
Nýlega sá ég í blaðagrein þetta
átak sem gera þarf borið saman við
það þegar dýr sjávarins skriðu á
land og fóru að anda að sér lofti. Og
í öðru lagi þegar manndýrið hætti
að ganga á fjórum fótum, rétti úr
sér og gerðist maður. Ef sagnaritun
mannkynsins er tilraun þess til að
átta sig á sjálfu sér ætti sagnaritun
hverrar einstakrar þjóðar að vera
tilraun hennar í sömu átt. Líklega
hafa fáar þjóðir eða engar átt sögu
sína skráða frá upphafi af jafnmik-
illi snilld og nákvæmni og við ís-
lendingar. Við ættum því að þekkja
sjálfa okkur. En þegar um það er að
ræða að byggja upp framtíð okkar á
sögulegri reynslu er líklegt að enn
fari fyrir okkur eins og ávallt áður
að framtíðin ráðist ekki nema að
litlu leyti eftir skrifuðu Iögmáli
heldur því sem óskrifað er í okkur
sjálfum á hverjum tíma. Þó að við
íslendingar hefðum átt að geta lært
meira af okkar sagnaritun en við
höfum gert hefir hún samt verið
okkur ákaflega dýrmæt. Það má
segja um söguna að hún hafi verið
þjóðinni: „langra kvelda jólaeldur".
Á öllum tímum hafa hetjusögur
okkar verið í miklu afhaldi. Þjóðin
hefur úr þeim drukkið í sig þol og
þrótt, endurnært seiglu sína og
baráttuþrek.
í höndum forvígismanna okkar í
frelsisbaráttunni hefur sagan verið
hið öflugasta sóknar- og sönnunar-
gagn. Það er fullyrt að Jón Sigurðs-
son hafi verið svo fróður í sögu
landsins að þar hafi enginn komist
til jafns við hann hvorki fyrr né síð-
ar. Hann var Iíka einstakur snill-
ingur í því að draga af henni álykt-
anir til stuðnings sínum málstað
og beita þeim. Seinnipart vetrarins
og fram á vor áður en þjóðarat-
kvæðagreiðslan fór fram var því
mjög á lofti haldi í útvarpinu sem
þjóðlegt er og rammíslenskt. Var
það vafalaust gert til að undirbúa
hugi landsmanna fyrir úrslita-
stundina. Ég man sérstaklega eftir
einni vísu:
Standi fyrr í einum eldi
allur barmur þessa lands
en það lúti annars veldi
eða harðstjóm kúgarans;
fyrr skal hyrr um rjáfrin rjúka
og rofin hrynja í tóptimar
brennd til ösku fjöllin fjúka
og flæða yfir rústimar.
(Jón Forni)
Framhald á bls. 14
Höfundur meðfylgjandi greinar, Jón
Guðmundur Ólafsson, bóndi að
Gemlufalli í Dýrafirði, fæddist að
Hólum f Dýrafirði þann 29. mars
1891. Foreldrar hans voru Ólafur
Guðmundsson bóndi þar og kona
hans Sigríður Kristín Jónsdóttir ljós-
móðir. Hann ólst upp f foreldrahús-
um. Hann stundaði nám í Núpsskóla
vetuma 1910-1912. Þá lærði hann
kjötiðnað hjá Sláturfélagi Suðurlands
1914, einnig stundaði hann sjó og þá
allajafnan sem matsveinn. Hann var
við bamakennslu sem heimiliskenn-
ari nokkra vetur áður en hann hóf bú-
skap. Á seinni árum kenndi hann
einnig við bamaskólann að Lamba-
hlaði, sem Iausráðinn í forföllum ann-
arra.
29. desember 1916 kvæntist hann
Ágústu Guðmundsdóttur að Brekku f
Brekkudal í Dýrafirði. Þau hófu það
sama ár búskap að Minna-Garði í
Mýrahreppi, en fluttust að Gemlufalli
í sömu sveit 1920 og bjuggu þar með-
an bæði Iifðu. Hann andaðist f
Reykjavík 25. febrúar 1963.
Á Gemlufalli sinnti Jón mörgum
trúnaðarstörfum. Þar var ferjuskylda
yfir Dýrafjörð, en að honum gengn-
um lagðist hún af og varð á vegum
hreppsins eftir það. Þá var landsíma-
stöð og bréfhirðing í hans höndum.
Hann var kjöt- og ullarmatsmaður hjá
Kaupfélagi Dýrfirðinga um langt ára-
bil, sá um söltun á kjöti meðan það
var venja. Hann var einnig sláturhús-
stjóri fyrstu árin og það hús var rekið
af Kaupfélaginu. Þá var hann safnað-
arfulltrúi, prófdómari og endurskoð-
andi þegar svo bar undir. Hann rak
um tíma bensín- og veitingasölu að
Gemlufalli.
Þeim Gemufallshjónum varð sex
bama auðið, eitt þeirra lést í frum-
bemsku. Þá ólu þau upp tvö fóstur-
böm og tvö önnur um árabil og enn
voru foreldrar hans hjá þeim til
dauðadags.
Allar ættir Jóns em vestfirskar, langt
aftur í aldir og auðrekjanlegar gegn
um Reykhóla-, Holts f Önundarfirði
og Ögurs kempur.
Ekki verður hér nánar farið í hvorki
ættir ná amstur daganna hjá honum
að þessu sinni. Hugleiðingar hans
sem fylgja hér með hefur hann sett á
blað sér til hugarhægðar. Þær vom
fólgnar í litlum kistli sem allajafnan
stóð við rúmið hans á Gemlufalli. Nú,
nær hálfri öld sfðar, hefur honum ver-
ið lokið upp af afkomendum hans.
Hann var yndislegur faðir, sem
hvatti böm sín tíl að reynast mann-
vinir og vera trú f verkum sínum. Það
er gæfa hvers og eins að leggja út f líf-
ið með veganesti, það á sér marga
mælikvarða, þegar til kastanna kem-
ur. 100 ára minning hans er vafin
þeim ljóma og þeirri gleði sem um-
vafði fjölskylduna á Gemlufalli þegar
hún stóð á hlaðinu og sá hann draga
fána hins frjálsa íslands að húni 17.
júrú 1944. J.J.