Tíminn - 15.06.1991, Blaðsíða 9
Laugardagur 15. júní 1991
1 FERÐAMÁL
Tíminn 17
Mið-Evrópa nteð sinn gamal-
gróna menningararf nær sífellt
meiri vinsældum ferðamanna.
Ekki dregur úr áhuganum að búið
er að opna þau lönd sem áður töld-
ust til Austur- Evrópu og þar er
allt að færast í frjálslegra horf og
auðveldara er að heimsækja þau
lönd og ferðast um en áður var.
Austurríki hefur samt ávallt veríð
í hinum frjálsari hluta Evrópu og
þar mætast nútíminn og gamli
tíminn og er landið og borgir þar
einkar áhugavert fyrir ferðamenn.
Flugleiðir hafa séð um leiguflug
frá Graz í Austurríki og næsta ár
er ávkveðið að auka leiguflug
þangað og bæta við flugi til fleiri
borga í Austurrfld.
Austurríki er nokkuð minna en ís-
land að flatarmáli og er þannig í
sveit sett í Evrópu að landamærin
liggja að sjö rfkjum öðrum, sem
eru Þýskaland, Tékkóslavakía, Ung-
verjaland, Júgóslavía, Ítalía, Sviss
og Liechtenstein. Því má segja að
vegir frá Austurríki liggi til allra
átta og þaðan er stutt til margra
landa. Ferðamenn skulu minntir á
að gleyma ekki vegabréfum sínum
þegar þeir bregða sér yfir landa-
mæri, þótt ekki sé nema í skottúr-
um.
Alls skiptist Austurríki í níu fylki
og á hvert þeirra sína höfuðborg.
En Vín er höfuðborg sambandslýð-
veldisins og er jafnframt sérstakt
fylki út af fyrir sig.
Umhverfisvemd
Sem víðar er gert mikið átak í
umhverfisverndarmálum í Austur-
ríki um þessar mundir. Til dæmis
hóf ferðamálaráðið í Salzburgfylki,
sem dregur nafn af höfuðborginni,
í fyrra mikla herferð sem enn
stendur yfir og mun gera framveg-
is. Reynt er að draga úr bflaumferð
með því að bjóða alls konar afslátt-
arfargjöld með járnbrautarlestum
og langferðabflum.
Það er sjálfsagt fyrir erlenda ferða-
menn að kynna sér þau kjör sem
þannig er boðið upp á. Einnig er
verið að gera tilraun með að dreifa
umferðinni þannig, að álagið sé
ekki eingöngu um og fyrir og eftir
helgar, heldur verði jafnt alla vik-
una. Viðbrögð hótela hafa verið
einkar góð og hægt er að fá ódýrari
gistingu ef þetta er haft í huga.
Að rata um vegi
Flestir íslendingar sem ferðast
um Austurríki að sumarlagi bóka
bílaleigubfl. Yfirleitt láta bflaleig-
urnar kort fýlgja með en þau eru
ónákvæm.
Því er mælt með því að ferðamenn
kaupi svokallaðan Auto-Atlas eða
Auto-Reisefiihrer og fást þeir leið-
arvísar í bókaverslunum og stærri
bensínstöðvum. Þessar leiðbein-
Skíðalyftumar er upplagt að nota á sumrín til að komast upp á hæstu
fiöll.
ingar hafa þann kost að ekki eru að-
eins prentuð í þau kort með vega-
kerfinu heldur eru einnig gefnar
leiðarlýsingar og ábendingar um
það sem áhugavert er að skoða.
Flestar slíkar bækur eru á þýsku,
en í stærri bókabúðum er hægt að
fínna bækur sem einnig hafa ensk-
an texta.
Frægar borgir, söfn, hljómleika-
salir, krár og veitingahús og hver
veit hvað eru sjálfsagðir hlutir í
Safnahúsið í Vín er meðal flöl-
margra glæsibygginga sem bera
austumskrí sögu og menningu
fagurtvitni.
Austurríki. En þar er líka náttúru-
fegurð og verðurblíða eins og á
suðurslóðum. Minna má þá á sem
gista í Salzburg eða nágrenni að
láta ekki hjá líða að skoða vatna-
svæðið austur af borginni og jafn-
vel fara í bað. Vötnin verða allt að
28 stiga heit á sumrin og bjóða aðr-
ar sólarstrendur ekki betur, enda
eru þarna víða baðstaðir.
Svo má ekki gleyma að austur-
rísku alparnir eru draumaland
skíðamanna og eru vetrarferðir
þangað ekki síður vinsælar en
ferðalög þeirra sem njóta sumars-
ins í borgum og skógum Mið-Evr-
ópu.
BENSÍN EÐA DIESEL
Mjög gott verð
Rafst.: 600-5000 w
Dælur: 130-1800 l/mín
Ingvar
Helgason hf.
Sævarhöfða 2
Simi 91-674000
Rafstöðvar
OG
dælur
FRÁ
SUBARU
»t
Það er örugglega til
Ambassadeur veiðihjól
sem hentar þér við að ná
þeim stóra «Vbu
Garcia
Sértu að gera klárt fyrir veiðiferðina skaltu
kynna þér hið góða úrval Ambassadeur
veiðihjóla frá Abu Garcia.
Abu Garcia hefur í áratugi verið leiðandi í
tækniþróun veiðibúnaðar. Það kemur meðal
annars fram í aukinni notkun á fisléttum en
sérlega sterkum efnum ásamt nýjung sem
stóreykur langdrægni hjólanna (ULTRA
CAST). Þetta er meðal annars ástæðan til
þess að æ fleiri veiðimenn treysta á
Ambassadeur veiðihjólin frá Abu Garcia.
Lítið inn og kynnið ykkur úrvalið. Verslunin
er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 9 - 19,
á fóstudögum til kl. 20 og frá 10 til 16 á
laugardögum
og sunnudögum.
Hafnarstræti 5 • Símar 1 67 60 og 1 48 00
Heimsmeistarinn í kastkeppni, Neil McKellow, verður í heimsókn
hér á landi dagana 14.- ló.júní. Hann mun halda kastsvningu
Laugardaginn 15. júní kl.ll fyrir neðan Sæmundargötu
(við Háskólann ). Hann notar Ambassadeur frá Abu Garcia.
.7*»ATAU,A’A,ATA’A’ÁTATA’A,A’A’A'A,A'A’A'i,A'A,A'A'<4'A'i'i