Tíminn - 15.06.1991, Page 10

Tíminn - 15.06.1991, Page 10
HELGIN Laugardagur 15. júní 1991 ■I TÍMANS RÁS Hli ' Hjjf§|§ ATLI MAGNÚSSON: Rauða torg hið nýja Hér fyrr á árum var það einn af hinum þægilegu og öruggu punktum í tilverunni að fyrri part- inn í nóvember vottfestist það með frásögnum og myndum að hersýningin hefði farið fram að vanda á Rauða torginu þann 7. nóvember. Þarna stóð aðalritarinn í frakkanum með trefilinn og hatt- inn, generalissimó Rauða hersins með kaskeiti á stærð við tólgar- skjöld og til beggja handa við þá aðrir mildingar ríkisins eftir „af- líðandi" mannvirðingum. Svo brunaði herneskjan hjá, gfnandi eldflaugar á dráttarvögnum og ví- greifir herflokkar, en loftið dundi af flugi orrustuþota. Þá bjó Gauk- ur enn í sinni Stöng, öldin var önnur og allt með góðum skikk. Nú er bragurinn á Rauða torginu víst orðinn með öðru sniði. Her- sýningin er varla orðin svipur hjá sjón og óvaldar persónur með kröfuspjöld æpa að kúríunni uppi á grafhýsinu og biðja hana aldrei þrífast. Tólfunum kastaði þó í fyrra þegar maður með hlaup- sagaða haglabyssu bjóst til að hlunka á sjálfan postula „perestrojkunnar“ upp á ameríska móðinn. Þá mátti það fyrst vera hverjum ljóst að Sovétríkin voru tekin að stefna í lýðræðisátt. Auðvitað þoldu eldflaugar og hergöngur engan samburð við þessar uppákomur og þeim voru líka lítil skil gerð af tíðindamönn- um. Þar með hefði mátt ætla að vinum hernaðardýrðar víða um heim hafi þótt þeir hafa misst spón úr aski sínum og þeir ekki vitað hvað þeir ættu að gleðja hin gömlu augu sín við. En ótti sá hefur reynst ástæðulaus. Þegar Sovétmenn nú hafa gjörst lúnir á marséringum, þá verður það skyndilega að Bandaríkjamenn fyllast ómótstæði- legri hvöt til að taka upp þessa ágætu íþrótt og það af tvíelleftum móði. Raun- ar ber að muna að Bandaríkjamenn hafa lengi verið mikið skrúðgöngufólk og skemmta sér vel yfir umstanginu sem skrúðgöngum fylgir, flöggum, blöðrum, poppkorni og léttklæddum „tambúrmaj- órum.“ En nú hafa augu þeirra lokist upp fyrir því hve hergöngur eru miklu tilkomumeiri en svodd- an allt. Patriot-eldflaug sómir sér enda miklu betur uppi á vagni en fímm metra há líkneskja af Mikka mús og gustmeira er göngulagið hjá landgönguliðum flotans en skátapíum og „graduates" í galla- buxum. Því eru nú farnar her- göngur um Bandaríkin þver og endilöng og var sú ferlíkislegasta í Washington á dögunum. Þar var kominn forsetinn og hans frú og var mest heillandi sú stund er Schwarzkopf hershöfðingi skaust út úr fylkingunni og tók sér stöðu næstur forsetanum. Þar með nálgaðist myndin mjög það er menn áttu að venjast frá Rauða torginu, þótt söknuður væri að hatti og trefli á forsetanum, en til slíks má ekki ætlast af manni með hjartsláttartruflanir í amerískum sumarhita. Nú er aðeins að vona að hergöngumóðurinn renni ekki af þeim vestra á næstunni. Ef ekki kemur til nýrra styrjalda, þá getur Persaflóastríðið treinst eitthvað um sinn sem tilefni. Annars er ekki um annað að gera en fara að svipast um eftir nýjum sigrum. Vopnasmiðirnir munu svo halda vöku sinni og sjá til þess að alltaf gefist almenningi færi að sjá eitthvað nýtt og spennandi uppi á vögunum í hverri göngu, rétt eins og þeir höfðu til siðs á Rauða torginu. Er mönnum léttir að sjá að góðar venjur leggjast þannig aldrei alveg af og eru aðeins teknar upp á nýj- um stað er einn þrýtur örendið. Gettu nú Já, það var Reynisfjall, sem sást á myndinni í síð- ustu getraun okkar hér. Við erum stödd norðan- lands á einu sérkennileg- asta hverasvæði landsins og gjama stöðva þar rútur með ferðamenn. Hvert er þetta svæði? KROSSGÁTA

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.