Tíminn - 15.06.1991, Síða 12

Tíminn - 15.06.1991, Síða 12
•20 .HELGtN tadgarda^liri'5. júní >1991 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL ENGIN IÐRUN Þcgar bílþjófur lendir í útistöðum við kaldrifjaðan morðingja þarf ekki að spyija að leikslokum. Morðinginn skar í kúlumar í þeim tilgangi að þær yllu meira tjóni. Michael „Munkur" Chorak reyndi að bjarga sjálfum sér með samstarfi við lögregluna en komst ekki upp með það. Joseph Rodish var dæmdur morð- ingi og hafði ekki í hyggju að biðjast vægðar frammi fyrir dómaranum. Þó svo að hinn 56 ára gamli Chig- agobúi ætti dauðadóm yfir höfði sér fyrir morð, stóð hann keikur í rétt- inum og lét álit sitt í Ijós. „Ég biðst ekki afsökunar. Ég iðrast einskis. Ef sömu aðstæður væru fyr- ir hendi myndi ég gera það sama aft- ur.“ Dómarinn var furðu lostinn. Hann var vanur því að sakborningar bæru fram málsbætur og bæðust vægðar og hann trúði varla eigin eyrum þegar sakborningur lýsti því yfir fullum hálsi að hann myndi hiklaust fremja annað morð. Dómarinn horfði á Joseph Rodish og reyndi að gera sér í hugarlund hvað færi fram í huga þessa marg- dæmda glæpamanns. Það lék ekki nokkur vafi á því að dómarinn hafði forhertan glæpamann fyrir framan sig. Glæpaferill Rodish hófst árið 1942, þegar hann var fimmtán ára gamall, en þá var hann í 18 mánuði á heimili fyrir vandræðaunglinga áður en honum var gert að afplána 23 mánaða fangelsisdóm. Tveimur árum síðar, þegar hann var 17 ára, var hann dæmdur í eins til þriggja ára fangelsi fyrir þjófnað og 1947 í tveggja til þriggja ára fangelsi fyrir sömu sök. Árið 1950 varð hann enn uppvís að þjófnaði og 1953 var hann dæmdur fyrir skjala- fals. Árið 1961 var hann kominn í inn- brot og var enn dæmdur, nú í þriggja til átta ára fangelsi. Hann var náðaður í maí 1965. Næsta afrek hans var morð. Gráðug gömul kona Þann 14. október 1966, rétt rúmu ári eftir að hann var náðaður, framdi Rodish alvarlegasta glæp sinn til þessa. Samkvæmt skýrslum lögreglunnar í Chicago bjó Rodish þá í leiguhús- næði og leigusali hans var Anna Di- dyk, 77 ára að aldri. Hún hélt til her- bergis hans snemma morguns til að láta hann vita að hann ætti að rýma húsnæðið þar sem hann hefði ekki borgað húsaleigu. Þegar gamla konan kom inn í her- bergið sá hún að fengur úr banka- ráni var undir rúminu. „Ég veit hvað þú hefur gert. Ég vil fá hluta af þýfinu eða ...," sagði sú gamla og veifaði fingri framan í Rodish. Gamla konan náði því aldrei að klára setninguna. Rodish keflaði hana til að koma í veg fyrir að hún æpti og stakk hana síðan til bana. Eiginmaður konunnar, Peter Di- dyk, 84 ára, fann lík konu sinnar síð- ar um daginn. Þegar hún sneri ekki aftur fór hann að leita að henni, en kom að herbergi Rodish læstu. Hann náði í lykil og sneri aftur. Þeg- ar inn var komið sá hann að föggur Rodish voru tilbúnar til flutnings og þar var einnig lík konu hans. Hún hafði verið stungin í gagnaugað og í annað augað. Lögreglu var strax gert viðvart og hófst þá viðamikil leit að Rodish, sem að vísu var þá þegar eftirlýstur fyrir að koma fölsuðum ávísunum í umferð. Honum tókst að forðast handtöku í rúma tvo mánuði og framdi annað morð áður en hann náðist. Misheppnað rán endar með morði Sunnudagskvöldið 4. desember var Rodish ásamt félaga sínum, James Young, 39 ára, sem hann hafði kynnst í fangelsi, á bar sem Rodish heimsótti oft. Þá leyndist hann á skuggalegu hóteli skammt frá barn- um. Á meðan þeir félagarnir sátu að sumbli ráðgerðu þeir að ræna bar- inn, þrátt fyrir að þeir væru vel kunnugir eiganda hans og hefðu verið fastagestir hans lengi. Þeir yfirgáfu barinn en sneru aftur klukkan tvö um nóttina þegar verið var að loka. Rodish miðaði byssu á eigandann og tilkynnti að þeir ætl- uðu að ræna barinn. „Hættu þessari vitleysu. Ég læt ykk- ur kumpánana ekki hafa neitt," sagöi eigandinn reiður, hélt kannski að þetta væri aðeins drykkjuraus. En hann hafði varla sleppt orðinu þegar tvö byssuskot hæfðu hann í bringuna. Eigandinn skjögraði út á gangstéttina framan við barinn og stundi upp „Joe skaut mig,“ og féll síðan örendur til jarðar. Rodish og Young flúðu á hlaupum en Young náðist nokkrum mínútum síðar. Byssa í eigu Young fannst skammt frá inni í runnum. Þegar Young var yfirheyrður eftir handtök- una skýrði hann frá því að Rodish hefði verið félagi hans í þessu mis- heppnaða ráni. Lögreglan setti nú allt í gang til að reyna að hafa upp á Rodish. Tveimur kvöldum síðar, 7. desember, fannst hann þar sem hann var við drykkju á bar í hinum enda borgarinnar. Lög- reglan hélt þegar á staðinn og hand- tók hann. Rodish var með leikfangabyssu í fórum sínum þegar hann var hand- tekinn. Hann neitaði í fyrstu stað- fastlega að gera grein fyrir sér en ját- aði síðar að hann væri maðurinn sem leitað hefði verið að. Við yfirheyrslur játaði Rodish á sig bæði morðin, að hafa myrt bæði gömlu konuna sem leigði honum og kráareigandann. Hann sagði lög- reglunni að ástæða þess að hann ákvað að reyna að ræna barinn væri sú að kráareigandinn rak veðbanka á staðnum og hann hefði verið viss um að þar væri mikið fé að hafa. „Ég þurfti á peningunum að halda til þess að komast úr borginni," sagði hann. Þegar Rodish var færður fyrir dóm- ara neitaði hann að leita sér lög- fræðiaðstoðar. „Ég vil engan lög- fræðing. Ég vil bara ljúka þessu af sem fyrst. Lögfræðingur kemur mér að engu gagni úr því sem komið er.“ Hann kom síðan fyrir rétt þar sem hann játaði sig sekan um bæði morðin. Thomas McMillan dómari dæmdi hann í 35 til 60 ára fangelsi og Rodish var enn og aftur settur á bak við lás og slá. Eftir að hafa varið 14 árum innan fangelsisveggjanna var hann látinn laus til reynslu þann 23. maí 1980. Hann flutti þá í úthverfin í suður- hluta Chicago og hóf störf sem vakt- maður og bílaþjófur hjá Michael „Munki“ Chorak sem rak partasölu þar um slóðir. Hann hélt því starfi þó ekki lengi. Hann var gripinn á einum af stolnu bfiunum og var sendur aftur í fangelsi fyrir bflþjófn- að, mútur og skilorðsbrot. Vafasamar partasölur Það var óhjákvæmilegt að Rodish næðist þar sem bæði lögreglan í Chicago og alríkislögreglan höfðu haft partasöluna undir eftirliti. Að áliti lögreglunnar var Chorak ein- hver ósvífnasti bílaþjófur í borginni og rak starfsemi sína í samstarfi við Joseph Lombardo sem var atkvæða- mikill í undirheimum Chicago. Þann 30. nóvember 1981 réðust lögreglan í Chicago og alríkislög- reglan í sameiningu til atlögu gegn partasölu Choraks. Þetta var liður í alríkisrannsókn á ólöglegum parta- sölum í Chicago. Það er svo mikið um slíkar parta- sölur í Bandaríkjunum, þar sem bfl- um er stolið til þess að rífa þá niður og selja í varahluti, að talið er að það kosti bandaríska neytendur yfir fjóra milljarða Bandaríkjadala á ári. íbúar Chicago neyðast til að borga ferföld tryggingaiðgjöld á bflum sín- um vegna þessarar starfsemi þar sem bflþjófnaðir eru þar blómleg at- vinnugrein. Chorak var handtekinn eftir leitina í partasölunni því þá fundust nægi- leg sönnunargögn gegn honum. Þar á meðal var framhluti og hurðir af 18 þúsund dollara Lincoln bifreið sem stolið hafði verið fyrir utan veit- ingahús í Lansing í Ilíinois nokkru áður. Chorak hóf samstarf við alríkislög- regluna og veitti henni upplýsingar í þeirri von að fá bjargað eigin skinni. En þar brást honum bogalistin. Fimmtudaginn 3. mars 1983 fannst hann skotinn til bana á bak við af- greiðsluborðið í verslun sinni. Hinn 35 ára gamli bflaþjófur hafði verið skotinn nokkrum skotum í höfuðið, einu í magann og einu í annan handlegginn. Það var Michael Lesko, 37 ára gam- all vinur Chorak fjölskyldunnar, sem fann líkið. Hann hafði verið sendur af eiginkonu Choraks til að athuga með hann þar sem hann hafði ekki komið frá vinnu og hún hafði áhyggjur af manni sínum. Lesko sagði lögreglunni að hann hefði haldið til partasölunnar um ellefuleytið umræddan morgun. Hann sagðist hafa komið að öllu læstu og lokuðu og hliðin á girðing- unni í kring hefðu verið læst með keðju. Hann kvaðst hafa klifrað yfir girðinguna og farið að skrifstofunni en hurðin að henni var lokuð en ekki læst. Hann fór inn og svipaðist um þar til hann fann manninn lát- inn á bak við afgreiðsluborðið. Lesko reyndi að hringja á lögregl- una en einhverra hluta vegna fékk hann ekki línu út úr húsinu. Þá hringdi síminn og hann bað þann sem hringdi að kalla til lögreglu því morð hefði verið framið í verslun- inni. Lögreglan fékk tilkynninguna kl. 11:32 og leynilögreglumennirnir Michael Bosco og Harry Huffman voru komnir á vettvang eftir skamma stund. Eins og Lesko urðu lögreglumenn- irnir að klifra yfir girðinguna til að komast inn á athafnasvæði partasöl- unnar. Eftir að hafa fullvissað sig um að „Munkurinn" væri látinn var kallað til aðstoðarlið sem kom með vírklippur og klippti í sundur girð- ingarvírinn til að auðvelda lögreglu aðgang að morðstaðnum. Chorak var klæddur í langerma gráan háskólabol, hvítan nærbol, bláar gallabuxur, brún stígvél og var með svart belti. Lögreglan sá að á bolnum voru samsvarandi göt að framan og aftan þar sem kúlan hafði farið í gegnum manninn. Það voru púðurleifar framan á bolnum sem bentu til þess að Cho- rak hefði verið skotinn af mjög stuttu færi. Morðið hafði greinilega ekki verið framið í auðgunarskyni þar sem seðlaveski Choraks, með 20 dollurum, var óhreyft í vasa hans. Tæknimenn lögreglunnar hófu nú leit að fingraförum og öðrum sönn- unargögnum. Þeir fundu tvö kúlu- göt í vegg og tóm skothylki úr skammbyssu. Á meðan lögreglan var að rannsaka vettvang bar þar að tvo menn. Þeir versluðu báðir með hjólbarða og sögðust hafa átt viðskipti við Cho- rak. Annar mannanna skýrði frá því að hann hefði komið til partasöl- unnar um eittleytið daginn áður en þá hefði allt verið lokað. Hann kvaðst hafa hitt einn starfsmann Choraks, sem hafði setið í bfl sem lagt var við götuna, og hefði sá sagt að Chorak væri ekki enn búinn að opna. Ástæðan fyrir því var vitanlega að hann var þá þegar látinn. Ástand líksins leiddi í ljós að hann hefði lát- ist um níuleytið á miðvikudags- morguninn. Þegar vettvangur hafði verið fullk- annaður var lík Chorak flutt á sjúkrahús í grenndinni þar sem hann var opinberlega úrskurðaður Iátinn og þaðan í líkhúsið til krufn- ingar. Um leið og fregnir bárust af morð- inu hófu alríkislögreglumenn, sem starfað höfðu að rannsókninni á partasölunum, að kynna sér málið. Einn möguleiki, sem ekki var hægt að líta framhjá, var sá að Michael „Munkur" Chorak hefði verið sleg- inn af þar sem hann var að aðstoða alríkislögregluna við rannsóknina á ólöglegu partasölunum. John

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.