Tíminn - 13.07.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.07.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 13. júlí 1991 mm ÚTLÖND SOVESKA MNGIÐ SAM- ÞYKKIR SAMBANDSLÖGIN Sovéska þingið samþykkti í gær lagafrumvarp Gorbatsjovs forseta um hvernig tengslum lýöveldanna og sambandsstjómarinnar verð- ur háttað í framtíðinni. Sambandslögin voru samþykkt með 307 at- kvæðum gegn 11, en 18 sátu hjá. Búist er við að ýmis ákvæði sam- bandslaganna eigi eftir að hljóta mikla gagnrýni í lýðveldunum. Lögin gera m.a. ráð fyrir að fyrirtækin í lýðveld- unum greiði beina skatta til Kremlar og að fulltrúar effi deildar þingsins verði valdir í beinum kosningum. Þessi ákvæði ganga þvert á vilja stjómvalda í Rússlandi og Úkraínu. Gorbatsjov er mikið í mun að tryggja samstöðu um sambandslögin, áður en hann heldur til Lundúna, en þar mun hann ræða við leiðtoga sjö helstu iðn- ríkja heims í næstu viku og leita eftir stuðningi við umbótaáætlun sína í efnahagsmálum. Fimmtán lýðveldi eru í Sovétríkjun- um, en aðeins níu hafa samþykkt lög- in. Eystrasaltslýðveldin — Litháen, Eistland og Lettland — og lýðveldin Georgía, Armenía og Moldóva stefna að fullum sambandsslitum við Sovét- ríkin og vilja ekkert hafa að gera með sambandslögin. Sótt er að Gorbatsjov úr tveimur átt- um. Annars vegar eru lýðveldin níu, sem vilja aukið sjálfstæði ffá sam- bandsstjóminni í Kreml, og hins veg- ar eru íhaldssamir Kremlverjar, sem vilja halda sem mestri miðstýringu. Gorbatsjov hefur lagt mikið kapp á að brúa þetta ágreiningsbil, en það skipt- ir miklu máli fyrir Sovétforsetann, þegar hann fer til Lundúna, að sem mest samstaða ríki meðal sovéskra stjómmálamanna, því annars er hætt við að leiðtogar iðnríkjanna sjö haldi að sér höndum. Sambandslögin voru samþykkt í heild sinni, en einstök atriði verða lík- lega tekin til endurskoðunar síðar. í þingsályktun með frumvarpinu segir að taka skuli tillit til úrslita þjóðarat- kvæðagreiðslunnar, sem haldin var í mars síðastliðnum þar sem yfirgnæf- andi meirihluti samþvkkti áffamhald- andi ríkjasamband. I þjóðaratkvæða- greiðslunni vom lýðveldin kölluð Sambandslagafrumvarp Gorbatsjovs Sovétforseta var samþykkt á sovéska þinginu í gær. „sósíalísk" og er talið að með ályktun- fyrir að í heiti ríkjasambandsins verði „sósíalísk“, en lögin gera ráð fyrir því inni sé verið að reyna að koma í veg lýðveldin kölluð „sjálfstæð" í stað fýrmefnda. Reuter-SÞJ Loftárásir á Irak vegna kjarnorkubúnaðarins? Bandaríkjaforseti leitar stuönings Breta og Frakka Bush Bandaríkjaforseti hefur verið að ræða við leiðtoga helstu banda- lagsþjóðanna úr Persaflóastríðinu um hvemig berí að stöðva tilraunir íraka til að framleiða kjaraorkuvopn. í samtölum við Mitterrand Frakk- landsforseta og Major, forsætisráð- herra Bretlands, lagði Bush ríka áherslu á að beita yrði íraka þrýstingi ef þeir fæm ekki eftir skilyrðum Sam- einuðu þjóðanna, að sögn formæl- anda Hvíta hússins í gær. Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC hafði eftir heimildum innan bandaríska vamar- málaráðuneytisins á fimmtudaginn, að árás yrði gerð á meintan kjam- orkuvopnabúnað íraka ef störf vopna- eftirlitsmanna Sameinuðu þjóðanna yrðu hindmð enn ffekar. í New York Times í gær var haft eftir embættis- mönnum hjá Pentagon að Bush hefði samþykkt lista með um 20 skotmörk- um í írak, sem á yrði ráðist ef írösk stjómvöld fæm ekki að kröfúm Sam- einuðu þjóðanna. Bandarískir embættismenn segja að sá möguleiki sé fyrir hendi að Irakar verði beittir hemaðaraðgerðum, en segjast þó vona að írakar láti undan hótunum. Að sögn Marlins Fitzwater, talsmanns Hvíta hússins, lagði Bush áherslu á það í samtölum sínum við Mitterrand og Major að írakar stæðu við gefin loforð og mundu leyfa eftir- litsnefndinni að starfa óhindrað. írak- ar hafa oftar en einu sinni komið í veg fyrir að nefndin gæti skoðað meintan kjamorkubúnað og einu sinni skutu þeir yfir höfuð nefndarmanna. Breskur embættismaður sagði í samtali við Reuter-fféttastofuna í Lundúnum, að Bush og Major hefðu rætt „frekari aðgerðir" til að uppræta kjamorkubúnað íraka. „Við verðum að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að Saddam Hussein takist að byggja upp kjamorkubúnað að nýju,“ sagði breski embættismaðurinn. Sá möguleiki, að Bandaríkjamenn geri árás á kjamorkubúnað íraka, hef- ur orðið til þess að borgaryfirvöld í Tel Aviv í ísrael hafa skipað borgarstarfs- mönnum að yfirfara loftvamabyrgi borgarinnar, en þeir óttast að írakar beini spjótum sínum að ísrael, ef ráð- ist verður á þá, eins og þeir gerðu í Persaflóastríðinu. En eins og mörg- um er kunnugt skutu írakar mörgum Scud- eldflaugum á Tel Aviv í stríð- inu. Reuter-SÞJ George Bush Bandaríkjafbrseti. Jarðskjálfti í Rúmeníu: A.m.k. tveir dóu og tugir særðust Nokkuð öflugur jarðskjálfti varð í vestanverðri Rúmeníu í gær, með þeim afleiðingum að tveir menn a.m.k. létust og a.m.k. þrjátíu manns slösuðust, sumir alvarlega. Eignatjón varð talsvert. Upptök skjálftans, sem mældist 5,5 á Richter, vom ná- lægt borginni Timisoara, en íbú- ar hennar eru um 300 þúsund. Mennimir, sem létust, voru frá bænum Banloc, skammt frá júgóslavnesku landamærunum, en loft matsölustaðar bæjarins hmndi á þá. Mikil skelfing greip um sig í Timisoara í kjölfar skjálftans og þúsundir manna þustu út á göturnar þegar flísar og múrhúðun losnuðu frá veggjum og loftum. Skjálftans varð einnig vart í Búlgaríu og Ungverjalandi þar sem háhýsi sveifluðust til, en ekki hafði verið tilkynnt um mann- eða eignatjón í þessum löndum. Reuter-SÞJ Fréttayfirlit WASHINGTON - Pentagon tilkynrti siðdegls [ gær að brottflutningur væri hafinn á [jölþjóðaliöinu I Norður-lrak, og búið yrði að flytja alla hennenn pl- þjóðaliðsins þaðan fyrir næstkomandi mánudag. BELGRAD - Forsetaráð Júgóslavfu, sem fer með asðstu vökf sambartds- ins, kom saman f gær í Belgnad til að ræða leiðir til að koma f veg fyrir að borgarastyrjöld bfjótist út f landinu. Ante Markovic, forsætisráðherra Júgó- slavlu, og ráðherrar vamarmála. utart- tikismála og Innahrikismáte tóku elntv Ig þátt I vöræðunum. Forsetaráðlð er að jafrtaði sWpað átta mönnum, eJrtum fulitrúa frá hverju lýðvefdi og sjátfs^óm- arttéraði, en I gær voru þelr elnungis sjö, þar sem fulltrúi Slóvenfu mætti ekld. VÆiraförseti Júgóslavlu sagði að til greina kæmi að siga hemum á Sló* vena, þar sem þeir hefðu brotiö ákvæði friðarsamnirtgsins sem sanrv- þykktur var á slðasta sunnudag. BAGDAD - Einn helsti leiðtogl kúr- diskra uppreisnamnanrta I (rak, Jalal Talabani, sagði I gær að fúrtdurinn, sem harvt átti með Saddam Hussein á fimmtudag, he«N verið .sklnartdl góð- ur* og nokkur ágreiningsefhi heföu ver- iö leyst. Mazzoud Barzanl, leiðtogl Lýðrasðlsflokks Kúrdistarts, $em fer fyrfr kúixfisku samnlngartefndinni, sagði að samningar um sjálfstjómar- héraö Kúrda I Norður- [rak væru á næstaleiti ANKAftA - Tyrknesk syómvöld eiga enn eftir að samþykkja að 5.000 martrta hraðllð Bandarikjamanrta og nokkunra Evrópurfkja verðl staðsett I Tyrklandi. Hraðl'iðimj er æöað er aö koma Kúrdum I Noröur-lrak ö hjálpar ef Saddam Hussein ræðst á þá. LUNDÚNIR - Kúrdiskir mólmælend- ur I Lundúnum ruddust inn I tyrkneska sertdiráðlð I borgtnni I gær og mót- mættu meðferö tyrkneskra s^ómvalda á Kúrdum, en töfuverður fjðídi Kúrda býr (sunnanverðu Tyrklandi. I Bríissel ruddust um fimmtlu Kúrdar inn á skrif- stofur mannréttindasamfakanna Am- nesty Intemational og mótmæltu dauða kúrdisks aðskilnaðarsinna, sem lét llfið I átökum við tyrkneskar öryggis- sveitjr. PEKING - Tæpiega þrettán hundruð manns hafa iátið iífið I flóðunum I Klna og mHljónir hafa misst heimili sín. Talið er að flóðln eigt eftirað aukast töluvert það sem eftíreraf þessum ntenuði og íþelmrtæsta DAKKA - Tvær risaár I Bartgladesh flæddu yfir bakka slrta I gær, sem varð til þess aö a.m.k. 300 þúsurtd manns misstu hesni sln eða einartgruðusL ÖSLÓ - E'rtt af öflugustu herskipum Þjóðvetja I seinni heimsstyijöldinni, BiUcher, sem var sökkt ( óúóarflrðl I innrás Þjóðvetja ásið 1940, ógnar nú Norðmönnum I anrtað slnn. MlkB olla lekur nú úr skiptnu, en skipiö var með 1200 tortn af oliu þegar þvf varsökkL Reuter-SÞJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.