Tíminn - 13.07.1991, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.07.1991, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagu 13. júlí 1991 r Formaður Sölufélags garðyrkjumanna í helgarviðtali Tímans. Örn Einarsson garðyrkjubóndi að Flúðum í Hrunamannahreppi: Garðyikjan er ekki á sömu leið og loðdýr og fiskeldi „Nei, það er langt frá því að íslensk garðyrkja sé á leið á hausinn á eftir loðdýrarækt og laxeldi. Loðdýrin og laxeldið höfðu í upphafi sérstöðu. Menn voru óspart hvattir út í hvorttveggja með húrrahrópum og hávaða, enda átti þetta að bjarga íslenskum landbúnaði. í greinamar var veitt Qármunum, þar á meðal fjármunum okkar garðyrkjubænda sem greiðum inn í Stofhlána- deildina, því Stofnlánadeildin, auk ýmissa opin- berra sjóða, var sá aðili sem dældi í þessar nýju greinar peningum án þess að nokkur vitneskja íslensk garðyrkja hefur verið við lýði sem at- vinnugrein í 50 ár og rúmlega það. Ferill henn- ar er skýr, hún hefur spjarað sig fullkomlega, að mestu án opinberra styrkja. Því er nokkuð hægt að gera áætlanir um framtíðina. Við erum síður en svo á leið niður á við á eftir fyrmefhdum greinum, nema ef einhver stjómvöld óvinveitt okkur, tækju upp á því að nota okkur sem skiptimynt fyrir einhverja fisktitti.“ Þetta segir öm Einarsson garðyrkjubóndi og formaður Sölufélags garðyrkjumanna, sem er í helgarviðtali Tímans. Öm ræðir um stöðu garð- yrkjunnar í dag og framtíðarhorfúr í tengslum við EES- viðræðumar, en í Ijós hefúr komið að samtök garðyrkjubænda vom ekki höfð með í ráðum þegar málefni þeirra bar á góma í við- ræðum EFTA og EB í Brussel. „Þessar EES-viðræður hafa verið í gangi miklu lengur en garðyrkjustéttin hefur vitað. Það er ekki fyrr en fyrst í síðasta mánuði sem garðyrkj- an og trúlega landbúnaðarráðuneytið fá að sjá þau gögn, sem verið hafa inni á borðum starfs- manna utanríkisráðuneytisins frá því um 15. nóv. sl. í Ijós kom að búið var að vinna málið miklu meir en nokkum hafði grunað." — Hvemig verður formanni Sölufélags garð- yrkjumanna við þegar hann verður þessa var? „Fyrstu viðbrögðin vom eitthvað á þá leið að ég hugsaði með mér: Hver andskotinn er að gerast í þessu þjóðfélagi? Em ráðamenn og ráðuneyti að vinna hver í sínu homi, án sambands við þau höfuðráðuneyti sem með málefni greinarinnar fara? Síðan var vitanlega næsta skref að setjast að málinu og afla viðbótampplýsinga og gagna. Þá kom í Ijós tilboðið frá samninganefndinni í Bmssel um það hvemig EB-skriffinnar hugðust skipa þessum málum hvað okkur varðaði. Þetta plagg var þannig unnið að greinilegt var að þeir höfðu ekkert velt því fyrir sér hvar ísland er á hnettinum. Allar dagsetningar á opnun og lokun innflutnings á garðyrkjuafurðum til ís- lands vom líkastar því sem landið væri á sömu breiddargráðu og Holland." — En skiptir þessi listi EB nokkm máli? Er ekki aðallega um að ræða ávexti sem hvort eð er em ekki ræktaðir hér, svo og afskorin blóm? Jú, hann skiptir máli, því það er allt heila klabbið á listanum. Þeir hafa verið að spá í opn- un og lokun innflutnings og svo ég nefni dæmi, þá er lagt til að lokað verði fyrir innflutning á hvítkáli til landsins í marsmánuði. Það lítur út fyrir að embættismenn og samningamenn unt- anríkisráðuneytisins hafi ekkert haft fyrir því að kynna sér að hvítkál kemur aldrei á markað á ís- landi fyrr en í fyrsta lagi í byrjun júlí. Þó virtist ætlunin vera að opna á sama tíma hér eins og hjá nágrannaþjóðunum. Þessi tillaga hefði bæði komið niður á blóma- og grænmetisræktinni hér, þó harðar niður á blómaræktinni. Það lítur út fyrir að tilteknir spekingar í utanríkisráðu- neytinu hafi verið í viðræðum við EB, haldandi það að blómarækt á íslandi færi eingöngu fram á summm. Opnunardagsetningar fyrir inn- flutning blóma bám þess að minnsta kosti merki.“ — Eftir að þið hafið fengið aðgang að málinu, hvað hefur þá gerst? „Samband garðyrkjubænda, undir stjóm Kjartans Ólafssonar formanns þess, hefúr feng- ið í hendur listann um opnunar- og lokunar- daga og við emm að fara yfir hann út frá því hve- nær íslensk framleiðsla er á markaði og hvenær ekki og þá hvenær mætti opna fyrir innflutning og hvenær ekki. Við höfum reynt að samræma þessa hluti við þá hætti í innflutningsmálum sem þegar em tíðkaðir hér, því samkvæmt bú- vömlögum er opið fyrir innflutning þegar ís- lensk framleiðsla er ekki á markaðnum. Hefð- um við verið hafðir með í ráðum frá upphafi og menn viljað viðurkenna þær reglur, sem þegar er miðað við, hefðu garðyrkjumenn auðvitað ekkert haft út á málin að setja. Það var hins veg- ar ekki gert, kannski vegna þess að íslensku samningamennimir vissu ekkert um íslenska garðyrkju. Nú er það svo, að ekki em fastar dagsetningar á því hvenær innflutningur er heimill og hve- nær ekki. Það er skynsamlegt, þar sem garð- yrkjumenn hafa stöðugt verið að lengja þann tíma sem íslenskt grænmeti er fáanlegt Þetta hefur verið gert með bættri geymsluaðstöðu og breyttum og bættum aðferðum við ræktun. Þannig fékkst íslenskt hvítkál fram í mars á þessu ári, sem áður dugði ekki lengur en fram í nóvember. Fari svo, að tillögum EB verður tek- ið, þá em allar fjárfestingar manna í bættri að- stöðu og ræktun eyðilagðar. Við vinnum nú að þessum málum og væntum þess að fá eitthvað um þau að segja framvegis. Fari hins vegar svo, að sami framgangur verði á málum og í upphafi, þá sýnist mér að hægt sé að semja um þessi mál án nokkurrar þátttöku okkar, jafnvel undir lok þessa mánaðar. Þess vegna og í Ijósi fyrri reynslu, þá held ég hins vegar að það sé fúll ástæða til að fylgjast mjög vel með því og koma í veg fyrii eitthvert samkomulag andstætt hagsmunum íslendinga. Þaö er full ástæða til að hafa á sér andvara gagn- vart evrópskum viðskiptajöfrum, og ég held að það sé ljóst að íslensk garðyrkja má sín ekki mikils nema að íslensk stjómvöld styðji við bak- ið á henni." — Hversu stór hluti garðyrkjubænda faest við blómarækt? .l’að lætur nærri að helmingur rækti blóm og um helmingur sé í matjurtaræktun. Þá er nokk- uð um að matjurtaræktendur stundi blandaðan búskap, það er að segja bæði inni- og útiræktun. Garðyrkjan hefúr alla tíð verið stunduð af bjart- sýnismönnum. Faðir minn, Einar heitinn Hall- grímsson, var til dæmis talinn stórfurðulegur árið 1944, að hyggjast ætla að framfleyta sér og fjölskyldu sinni á garðyrkju. Búskap þýddi ekki að stunda hér í sveit nema með kýr og kindur, þar sem menn ætu yfirleitt ekki gras. Þá væri fráleitt að ætla sér að koma „grasinú' á markað alla leið austan úr Hreppum. En nú hefur sú breyting orðið á garðyrkjubúskap að matjurta- ræktunin hefur flust fiær Reykjavíkursvæðinu. Það eru orðnir tiltölulega fáir aðilar í Hvera- gerði í matjurtarækt Sérstaða garðyrkjunnar innan landbúnaðarins er sú að hún hefur alltaf þurft að bjarga sér sjálf og garðyrkjumenn ekki að marki verið inni í styrkjakerfinu. í eina tíð var hægt að fá svokall- aða girðingastyrki, en garðyrkjubýli eru yfirleitt ekki stór, þannig að girðing náði kannski 500 m, svo að um stórar fiárhæðir var ekki að ræða. Þá fengu menn um tíma styrki til að byggja upp- eldishús, en það er úr sögunni og garðyrkjan hefur eftir því sem ég best veit ekki notið neinna styrkja sem telja, síðustu árin. Þá hefur verðlagning afurðanna ráðist af mark- aðsaðstæðum einum. Á síðustu árum hafa þannig firamleiðendur orðið að taka á sig lækk- anir í ótal myndum vegna ýmissa stjómvaldsað- gerða, til dæmis þegar matarskatturinn var sett- ur 1 Hann lenti ekki á neytendum, heldur kom út sem verðlækkun til framleiðenda." — Nú standið þið garðyrkjumenn kannski frammi fyrir því að fara að keppa á alþjóðlegum markaði. Getið þið það? Er búið öðruvísi að ís- lenskri garðyrkju heldur en gert er í grannlönd- unum? Já, það er mikill munur á. Ég trúi því ekki að ríkisstjómir — sama hver á þær — muni láta það viðgangast að atvinnugrein, sem staðið hefúr alla tíð á eigin fótum og bjargað sér hjálp- arlaust, verði allt í einu sett út á gaddinn sem skiptimynt fyrir einhverja fisktitti sem þarf að koma suður í lönd. Ég held auk þess að það geti varla orðið vandræði með að selja ómengaðan fisk, þó ekki sé gripið til einhverra aðgerða sem myndu drepa okkur niður. Ég vona að við fáum að tóra, en garðyrkjubændur eru alveg tilbúnir að vera í vissri samkeppni við nágrannaþjóðim- ar gegn því að við fáum sömu rekstrarskilyrði. Rekstrarskilyrði, sem garðyrkja nágranna- þjóðanna hefur umfram okkur, felast meðal annars í fiárfestingu: Garðyrkjubóndi úti í Hol- landi fær til dæmis 80% ffamkvæmdalán, svo sem til að byggja gróðurhús. Lánið fær hann til 40 ára. Garðyrkjubóndi á íslandi fær, ef hann er heppinn, lán úr Stofnlánadeild, með skilmálum um hámarksstærð o.fl. 50% af matsverði til 20 ára. Síðan eru ýmsir aðrir fiárfestingarliðir sem við þurfúm að glíma við, vegna smæðar okkar, sem hér eru dýrari en þar.“ — Em garðyrkjubændur of smáir og e.Lv. of margir? „Ég hef lengi sagt að ég sé ekkert því til fyrir- stöðu að það verði eðlileg grisjun í greininni og er það ekki svo að þeir hæfustu lifa? Því er ekki að neita, að mínu áliti, að í greininni eru marg- ir sem þar hafa ekkert að gera. í sambandi við fiárfestingaliðina, sem ég var að tala um, þá eru ótal dæmi um að við séum hér að greiða miklu hærra verð, vegna smæðar okkar búa, fyrir ýmsa hluti heldur en útlendir starfsbræður. Ég get nefnt umbúðir. Við semjum um framleiðslu á þeim við innlenda aðila, en gætum vitanlega samið við erlenda framleiðendur og kaupendur um miklu ódýrari umbúðir, jafnvel merktar er- lendum grænmetisframleiðendum. Við höfum þó ekki farið út í það enn. Flutningar á aðföng- um og afurðum hér eru einnig stór liður, en hjá Norðmönnum og Dönum eru þeir niður- greiddir að hluta til og Hollendingar greiða hreinlega niður þær vörur sem þeir flytja úr landi. Þá eru byggingar dýrari hér á íslandi vegna þess að styrkleikakröfur eru allt aðrar en í ná- grannalöndunum. Við fáum ekki lán úr stofn- lánadeild nema með því að byggja hús sem standast myndu nær öll fárviðri veraldar og eru miklu dýrari fyrir bragðiö. Ég hef hins vegar verið hér í 12 ár með gróðurhús, sem flutt var inn áður en núgildandi byggingarstaðlar tóku gildi og stenst þá víst enganveginn. Húsið hef- ur hins vegar staðist þau veður, sem komið hafa, og ekkert verr en þau sem uppfylla ís- lenska staðalinn. Það er meðal annars vegna þessa staðals sem Danir og Hollendingar geta byggt gróðurhús sín fyrir um 1/3 af því sem við verðum að kosta til jafnstórra húsa. Fái íslensk- ir framleiðendur sömu skilyrði og nágrannam- ir, þá yrðu þeir ekki í neinum vandræðum með að standa sig í stykkinu." — Hlýtur ekki garðyrkja á fslandi vegna hnattstöðunnar að vera á einhvem hátt frá- brugðin garðyrkju sunnar á hnettinum? „Hér á íslandi verður að grípa til ýmissa hjálp- artækja sem síður er þörf á sunnar. f útirækt reynum við að lengja sumarið, td með því að nota plast- og akrýldúka til að geta byijað fyrr á vorin og haldið út lengur fram á haustið, en þar setja fyrstu næturfrost gjaman strik í reikning- inn. Þá er stunduð ræktun í heitum görðum, bæði þeim, sem em heitir frá náttúmnnar hendi, eða em hitaðir með því að leggja hita- Iagnir undir þá. í gróðurhúsaræktinni er mun- urinn minni, einkanlega á vorin. Þá hafa menn sl. fimm ár verið að koma sér upp kæligeymsl- um, eins og ég sagði áðan, til þess að geyma sumaruppskeruna lengur fram á haustið." — Hvemig hefur þetta sumar verið? „Mjög gott. Að vísu var ræktunin komin af stað þegar fárviðrið í vetur skall á og margir urðu fyrir vemlegum skakkaföllum þá. Hér hjá okkur eyðilögðust td. 1500 tómatplöntur, sem er talsverður skellur. Það samsvarar því að seinka uppskem um mánuð af um 1000 fer- metmm í gróðurhúsi. En útiræktunin hefur gengið ágætlega. Menn óttuðust að þurrkamir myndu valda skemmdum eða draga úr vexti, en í venjulegum moldargörðum hér er ekki hægt að merkja að ástandið sé verra en í meðalár- ferði, nema auðvitað að nú er allt fyrr á ferð- inni.“ — Hvað með ræktunaraðferðir, uppskem- magn og hollustu? „íslensk grænmetisframleiðsla hefur hingað til að mestu leyti farið fram í jörðinni. Nú em menn famir að rækta í vökvaupplausn og vikri, en það hafa grannþjóðirnar gert um árabil og náð geysilegum árangri í að auka uppskem. Ég held að það sé merkjanlegur munur á bragði af- urða eftir því hvort þær em ræktaðar í mold eða vökva. Hins vegar leiðir vökvaræktunin til lægra verðs til neytandans. Hann ræður því síð- an hvora vömna hann kýs og kannski verður farið út í að sérmerkja vömmar eftir því hvem- ig þær em ræktaðar. í íslenskri matjurtaræktun em nú orðið nán- ast ekki notuð eiturefni. í gróðurhúsum er nú nánast eingöngu beitt lífrænum aðferðum gegn meindýmm, það er að segja að gegn skor- dýmm, sem eyðileggja plöntur og ávexti, er nú beitt öðmm skordýmm, sem lifa á meindýmn- um en skaða ekki plöntumar. í útiræktuninni var áður beitt eiturefnum, td. gegn kálflugu, en gegn henni var beitt efni, náskyldu Bladan, sem nú er bannað. Þá var DDT og önnur slík efhi notuð nokkuð. Nú er beitt öðmm og mun hættuminni efnum og í mjög litlum mæli, svo litlum að nánast óhugsandi er að eitthvað sitji eftir í matjurtum, hvað þá að þau safnist upp. Hvað gæði framleiðslunnar varðar þá em ís- lenskir garðyrkjubændur fyllilega samkeppnis- færir við erlenda starfsbræður og séu greininni búin sambærileg og sanngjöm skilyrði og starfsumhverfi, þá emm við fyllilega tilbúnir til að keppa við erlenda garðyrkju."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.