Tíminn - 13.07.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.07.1991, Blaðsíða 7
Laugardagur 13. júlí 1991 Tíminn 7 Jón Sigurðsson forseti. voru skeleggastir fylgismenn hans. Félagsstofnunin var und- irbúin síðari hluta árs 1871 og formlega frá henni gengið í febrúar 1872. Lífaldur félagsins varð ekki langur, því að það hverfur úr sögunni eftir u.þ.b. sjö ára starf og mun hafa verið dáið út þegar Jón Sigurðsson andaðist 1879. Leynifélagið Atgeirinn var kall- að deild í Þjóðvinafélaginu og tekið fram að það hefði sama tilgang, þ.e. að „halda uppi landsréttindum og þjóðrétt- indum íslendinga“, eins og segir í lögum þess. Félagarnir höfðu nánast þá skyldu að vera virkir baráttumenn, þeir áttu að láta að sér kveða í því að styðja og útbreiða stefnu Jóns Sigurðssonar. Aðalhlutverk þessara virku baráttumanna var að semja og birta greinar í erlendum og innlendum blöð- um og standa fyrir útgáfu blaða sem styddu þjóðfrelsisbarátt- una. Lúðvfk Kristjánsson telur upp hátt í 50 manns sem hann veit að voru um lengri eða skemmri tíma í þessu úrvalsliði Jóns Sig- urðssonar. Þar ber mest á stúd- entum við Hafnarháskóla, sem síðar urðu þjóðkunnir fyrir ým- is störf og sumir þekktir stjórn- málamenn, alþingismenn og ráðherrar, t.d. Björn Jónsson ísafoldarritstjóri, sem var fyrsti formaður Atgeirsins, og Krist- ján Jónsson, dómstjóri og ráð- herra. Þarna eru einnig kaup- menn ýmsir og verslunarstjór- ar, sem dugðu ekki síst vel sem fjárhagslegir styrktarmenn hreyfingarinnar að ætla má. Hitt er annað mál að af þess- um 45-50 manna hópi, sem gengist hafði undir skyldur At- geirsins um „að halda uppi vörn fyrir landi voru og réttind- um þess ... einkum í blöðum og ... tímaritum, bæði heima á ís- landi og sér í lagi erlendis", var það heldur fámennur hópur sem stóð þar í ístaðinu að nokkru ráði. Þar koma ekki við sögu nema 5-6 menn og sín á milli nokkuð mismunandi mik- ilvirkir, ef miðað er við afköst þeirra sem greinahöfunda. Pólitískar blaðagreinar Greinar þær, sem hér um ræð- ir, eru samkvæmt tali Lúðvíks Kristjánssonar 26 talsins, birt- ar í ýmsum blöðum og tímarit- um á íslandi, í Danmörku, Nor- egi, Þýskalandi og Bretlandi á árunum 1872-1878. Við þetta bætist að tveir áhugasamir Geirungar, Skafti Jósepsson, þá á Akureyri, og Björn Jónsson (í ísafold), urðu á þessum árum ritstjórar blaða sem studdu málstað Jóns Sigurðssonar. Þar gætti að sjálfsögðu áhrifa frá leynihreyfingunni, enda var það einn tilgangur hennar að stuðla að því að félagsmenn í henni væru ritstjórar og blaða- menn. Þótt fjölmiðlaheimur- inn fyrir 120 árum væri fá- skrúðugri en nú, var full þörf á því að nota hann til kynningar á málefnum og til pólitísks áróðurs og margra leiða leitað í því efni, ekki síður en nú. Þar sem þessi greinaskrif áróðursmanna Jóns Sigurðs- sonar liggja ekki fyrir í heild á prenti, er erfitt að dæma um það, hvernig þar var haldið á málum í einstökum tilfellum. Vafalaust hafa þessar greinar verið misgóðar að efni og fram- setningu eins og gengur. Af dæmum sem Lúðvík birtir og fyrirsögnum greinanna, sem allar eru upptaldar, má þó ætla að hér sé um venjulegar pólit- ískar blaðagreinar að ræða og líkar því sem enn gerist þegar menn skrifa um þjóðmál í blöðin, meira af áhuga en list- fengi, enda eru blaðagreinar ekki fagurbókmenntir. Greinar þessar standa því trú- lega vel fyrir sínu og væri fróð- legt að lesa þær í heild í því skyni að gera sér í hugarlund hver útbreiðslu- og áróður- smáttur þeirra hafi verið, heima og erlendis. Hverjum var ætlað að lesa þessar greinar og hvers vegna var svo mikil áhersla lögð á að skrifa í útlend blöð um íslensk málefni? „Hinir konung- kjörnu“ Að sumu leyti er skiljanlegt hvers vegna það gat verið gagnlegt að kynna íslenska þjóðfrelsisbaráttu í dönskum og norskum blöðum, jafnvel enskum og þýskum. Hins vegar er ekki alveg eins skiljanlegt við fyrstu kynni hvaða nauður rak til þess að birta skamma- grein á borð við „De konge- valgte paa Althinget“ í Bergens Tidende 8. apríl 1872, nafn- Iausa en kölluð „bréf frá Reykjavfk", dagsett 22. mars sama ár. Lúðvík segir að hún hafi örugglega verið hugsuð sem „bombugrein", enda hafi hún vakið mikla athygli og um- tal. Hún er reyndar önnur af tveimur fyrstu greinum sem birtust á vegum leynifélagsins eftir að það var formlega stofn- að 14. febrúar 1872. Grein þessi getur naumast talist neitt afburðaritverk, miðað við það að aðalefni hennar er að tala af virðingarleysi og í sumum til- fellum niðrandi um konung- kjörnu þingmennina, sex að tölu, en í þeirra hópi voru m.a. Pétur biskup, Hjaltalín land- læknir og sr. Ólafur Pálsson dómkirkjuprestur. Sem dæmi um andann í þessari grein er þessi mannlýsing á séra Ólafi: „Ólafur prófastur Pálsson er ómerkari en svo, að ég geti ver- ið að eyða bleki ellegar þreyta þolinmæði lesendanna fyrir hans sakir. En eftirlátara og tryggara mannsblóð hefur stjórnin víst aldrei eignast." Ekki fer sögum af því að dóm- kirkjuprestur þessi hafi farið í meiðyrðamál við Bergens Ti- dende út af þessum ummæl- um. Hins vegar átti Pétur bisk- up eftir að fara í meiðyrðamál við ritstjóra blaðsins út af ann- arri grein, sem liðsmenn Jóns Sigurðssonar höfðu fengið birta í blaðinu og enn án höf- undarnafns, svo að ritstjórinn sat uppi með ábyrgðina og sektardóminn þegar þar að kom. Hver var höfundurinn? Greinin um konungkjörnu þingmennina reyndist vissu- lega bombugrein, ekki síst eft- ir að hún var látin birtast í Ak- ureyrarblaðinu Norðanfara og flaug um landið sem aðgengi- legt lesefni fyrir íslendinga, en ekki Norðmenn eina. Þessi grein er ekki málefnaleg, en hún þjónaði þeim tilgangi að vera vísbending um það við hvaða öfl í landinu þjóðfrelsis- menn væru að berjast. Þessi öfl eru miskunnarlaust per- sónugerð í háyfirvöldum þessa tíma, ekki bara biskupi og landlækni, heldur sjálfum landshöfðingjanum Hilmari Finsen sem fær sína útreið í greininni og ekki betri en aðr- ir, því að sagt er um hann, að hann hafi unnið íslandi meira ógagn en nokkur annar maður. Þótt enginn viti með vissu um höfund þessarar 120 ára gömlu „bombugreinar", er víst að Jóni Sigurðssyni líkaði hún vel og hélt henni fram sem dæmi um hvernig ætti að segja andstæðingúnum til synd- anna. Lúðvík Kristjánsson gef- ur reyndar í skyn að Jón kunni sjálfur að hafa verið höfundur greinarinnar. Vel má það vera. Og sjáum við þá enn nýja hlið á baráttumanninum Jóni Sig- urðssyni. Raunar má segja um hlut Lúðvíks í því að kynna Jón Sig- urðsson, þ.e. „að kanna vissa þætti í ævi hans“ (eins og hann orðar það sjálfur), að hann hef- ur gert Jón mennskari, mann- legri, breyskari og eðlilegri en grafskriftir og erfiljóð votta og hástemmdar ræður gefa til kynna. Engum hefur tekist svo vel sem Lúðvíki Kristjánssyni að sýna allar hliðarnar á því stórmenni, sem Jón Sigurðs- son var, án þess að sú mynd, sem þjóðin hefur haft af hon- um, hafi fölskvast hið minnsta. Jón og hinir ________hundflötu Til skilnings á Jóni Sigurðs- syni skiptir það ekki máli að sjá hann í engilslíki. Hins veg- ar var hann gæddur slíkum kostum stjórnmálaforingja og þjóðarleiðtoga að hann á ekki sína Iíka í íslenskri sögu og stendur jafnfætis mörgum er- lendum þjóðskörungum sem svo hafa verið kallaðir. For- ingjahæfileikarnir koma fram í því að hann mótaði skýra meg- instefnu og lagði alúð við að framfylgja henni eftir því sem færi gafst, m.a. með óþreyt- andi áróðri og stofnun sam- taka sem áttu að ná sem víðast. Hann var hvort tveggja í senn hugsjónamaður og gunnreifur baráttumaður. En það, sem gerði Jón Sigurðsson að stjórnskörungi, var þó fjöl- hyggja hans, heildarsýnin um allt sem varðaði stjórnmál, menningarmál og efnahags- mál. Hvað það snertir er Jón Sigurðsson æskileg fyrirmynd nútímastjórnmálamanna, þeg- ar sérfræðingaveldið sækir á um að ýta stjórnmálamönnum út og taka sjálft völdin, eins og þegar er orðið í Evrópumálun- um og sækir mjög á í íslensk- um stjórnmálum yfirleitt, þar sem ráðamenn liggja hundflat- ir fyrir teknókratískum úrræð- um, taka við öllu ómeltu sem „sérfræðingar" segja, m.a. þá ráðleggingu þeirra að lesa boð- skap Jóns Sigurðssonar í sjálf- stæðismálum aftur á bak, þ.e. að semja af sér sjálfstæði og fullveldi „með milliríkjasamn- ingum“. Ef það gengur fram hefði sjálfstæðisstefna Jóns Sigurðssonar, fullveldisstefnan og lýðveldisstefnan snúist heil- an hring. Nýútkomin bók dr. Lúðvíks Kristjánssonar um Jón Sig- urðsson og Geirunga flytur að vísu ekki orð um þessar hætt- ur. En eins og góðum bókum er lagið opnar hún sýn til allra átta. Hún kveikir hugsanir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.