Tíminn - 13.07.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.07.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Tímirm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavik Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason SkrifetofurLyngháls 9,110 Reykjavlk. Síml: 686300. Auglýsingasfmi: 680001. Kvötdsfman Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fféttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrat Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Ófriöur í Evrópu I nærri þrjár vikur hefur ríkt styrjöld á meginlandi Evrópu. Að formi til er þetta borgarastyrjöld í Júgó- slavíu. í eðli sínu er þetta styrjöld milli aðgreindra þjóða í tilbúnu miðríki, sem eftir nokkurra áratuga sögu er að leysast upp vegna hagsmuna- og menn- ingarárekstra og þjóðernisdeilna. Sambandsríki suður-slavneskra þjóða, sem sögu- lega á rætur sínar að rekja til ástandsins í lok íyrri heimsstyrjaldar, er sambræðsla þjóða sem telja til skyldleika eins og tungumál þeirra votta, en eru eigi að síður ólíkar um menningu sem kemur fram í ýmsu, ekki síst í trúarsið og öllu sem því fylgir. Á þeim miklu örlagatímum sem heimsstyrjaldarár- in síðari voru, reyndi mjög á þolrifin í júgóslavnesku miðríkisheildinni. Samheldni um utanríkisstefnu brást, þ.e. afstöðu til hinna stríðandi meginfylkinga, enda voru júgóslavnesk stjórnvöld ekki sjálfum sér ráðandi, heldur leiksoppur atvikanna, lentu undir járnhæl nasista, gegn vilja sínum, þótt auðvitað ættu nasistar sína leppa í landinu sem gerðu sig þeim mun meira gildandi sem Þjóðverjar voru þar til eftir- rekstrar. Þegar til þess kom að sameina Suður-Sla- vana í mótspyrnu gegn Þjóðverjum og nasistalepp- unum tókst ekki betur til en svo að um það voru myndaðar tvær fylkingar sem voru hatursfullar hvor í annars garð og börðust jafnvel hvor við aðra, ef svo bar undir. Þjóðasamsteypan júgóslavneska kom því síður en svo ósködduð út úr heimsstyrjöldinni, ekki aðeins vegna hernáms og yfirgangs Þjóðverja og þess að lenda þannig öfugu megin í styrjaldarátökunum, heldur miklu fremur af blóðugum innanríkis- og milliþjóðaátökum sem grasseruðu í ríkinu með ægi- legu mannfalli og hörmungum. Júgóslavnesku þjóð- unum tókst m.ö.o. að heyja borgarastyrjöld í miðri heimsstyrjöldinni, og hefði minna mátt gagn gera til þess að sýna að ríkjabandalag Suður-Slava var stjórnskipulegt húmbúkk. En það er ein af furðum stjórnmálanna að ríkis- heildin hélst eftir styrjöldina, þegar kommúnísk breiðfylking Títós náði völdum, að vísu ekki með neinum ágætisaðferðum en þó svo að það heppnaðist að friða ríkið og koma á virku stjórnskipulagi sem dugði svo lengi sem Tító fékk að ráða óáreittur sem einræðisherra, því að það var hann og ekkert annað. Stjórnskipun og stjórnarfar af þessu tagi þoldu auð- vitað ekki dauða Títós, þegar þar að kom vorið 1980. Stjórnarhættir Títós voru af svo frumstæðri tegund að þeir urðu ekki yfirfærðir á viðtakandi valdakyn- slóð. í rauninni hefur aldrei verið neinn viðloðunar- kraftur í júgóslavneska ríkinu. Það er því síst að furða, þótt það sé að gliðna. Hins vegar er hörmulegt að upplausn þessa tilbúna og illaundirpúkkaða mið- ríkis skuli þurfa að eiga sér stað með blóðugum átök- um. Boðberar Stór-Evrópuríkisins eru óneitanlega í vandræðum út af þessum atburðum í Júgóslavíu. Þeir eru a.m.k. minntir á það að hagsmunaárekstrar í fjölþjóðasamsteypum og miðríkjum eru ekki úr sögunni. Við bæjardyrnar hjá þeim hefur dregið til styrjaldar milli þjóða vegna hagsmuna- og menning- arárekstra. Laugardagur 13. júlí 1991 Í-V ÚÐVÍK Kristjánsson sagnfræðing skortir ekki nema nokkrar vikur í áttrætt. Ekki lætur hann samt deigan síga um ritstörf sín, því að út er komin nærri 300 blaðsíðna bók um tiltekinn þátt í ævi Jóns Sigurðssonar, sem áður hefur verið fjallað um í fremur stuttu máli, en Lúðvík ræðst í að gera ítarleg skil í bók sinni, Jón Sig- urðsson og Geirungar, á forlagi Bókaútgáfu Menningarsjóðs. Um Jón forseta í eftirmála bókar sinnar segir höfundur að með henni ljúki „sem bókarefni" skrifum hans um Jón Sigurðsson forseta. Með ritum sínum um Jón Sig- urðsson á Lúðvík við þær mörgu bækur sem hann hefur samið um málefni 19. aldar, þar sem Jón kemur svo mjög við sögu að hann er ævinlega eins og miðdepill frásagnanna og aðalsöguefnið. í eftirmálanum lýsir Lúðvík eigi að síður um- fjöllun sinni um Jón með þess- um orðum: „Táka verður fram þegar í byrjun að um ævi Jóns í heild hef ekki sýslað að neinu ráði. Störf mín varðandi hann hafa fyrst og fremst verið fólgin í að kanna vissa þætti í ævi hans, sem aðrir hafa lítt eða ekki athugað." Þetta mat Lúðvíks Kristjáns- sonar á eigin verkum um Jón Sigurðsson Iýsir mikilli hóf- semd í fullyrðingum um þau. Með þeim getur hann að vísu firrt sig ámæli um að meta lítils verk annarra sem gert hafa ævi Jóns Sigurðssonar skil, hvað þá að hann sé að upphefja sjálfan sig. Hins vegar liggur sérstaða Lúðvíks í umfjöllun um Jón Sigurðsson einmitt í því að hann hefur „kannað ... þætti í ævi hans sem aðrir hafa lítt eða ekki athugað". Eins og rit þau öll, sem hér um ræðir, bera vott um, eru þessi athugunarefni engar innansleikjur. Lúðvík hafði ekki úr litlu að moða þeg- ar hann fór að viða að sér efni um Jón Sigurðsson, þótt þá þegar lægi mikið fyrir sem aðr- ir höfðu sýslað um og birt sem viðamikið bókarefni. Um þetta segir Lúðvík nánar í eftirmála: „Mér varð skjótt ljóst eftir að ég fór að draga að föng í „Vest- lendinga", sem er þriggja binda verk [1953, 1955, 1960], að Jón mundi koma þar allmikiö við sögu, en ég hóf aðdrætti í það skömmu eftir 1940. í fyrstu ætlaði ég Jóni og sambandi hans við Vestlendinga einn af þremur köflum í öðru bindi. En við gaumgæfilega eftirleit óx það efni svo, að ekki minna en allt bindið rúmaði það. Þar sem hér var um að ræöa heimildir, er áður höfðu að mestu verið ókunnjr, kom vitaskuld ekki annað til greina en birta þær allar, sem gildi höfðu til að varpa sem skýrustu ljósi á sam- skipti manna í Vestfirðinga- fjórðungi við Jón.“ Síðan rekur Lúðvík það hvern- ig margs konar efni, sem tengd- ist Jóni en kom ekki sérstaklega við sögu Vestlendinga, barst að honum með þeim föngum sem nýttust honum í það tiltekna rit, en átti þar ekki heima. Þetta „aðskotaefni" utan við Vest- lendingasögu varð Lúðvíki Kristjánssyni að margföldu bókarefni, eins og lesa má í ritaskrá höfundar og margir þekkja. Auk þess hefur Lúðvík birt ýmsar ritgerðir um atvik í sögu Jóns forseta, samið texta fyrir sjónvarpsþætti um hann og flutt fyrirlestra í skólum um ævi hans og störf. Þess má sér- staklega minnast að Lúðvík Kristjánsson hafði fyrir hönd Alþingis yfirumsjón með að koma upp minningasafni um Jón Sigurðsson í Jónshúsi í Kaupmannahöfn, þar sem Jón átti heimili lengst af. Þegar for- setar Alþingis fólu Lúðvíki það verk, var það ekki gert að ástæðulausu, heldur í þeirri vissu að hann væri hæfastur allra manna til þess að standa fyrir því verki. r A tímamótum Nú er aldrei nema skylt að láta það eftir Lúðvfki að skilja margra bóka umfjöllun hans um Jón Sigurðsson svo, að hann hafi ekki sýslað um ævi hans og störf „í heild". Og ef sá skilningur er óyggjandi og ann- að en lítillæti, ættu allir að geta orðið sammála um að rit Lúð- vfks um 19. aldar málefni með Jón Sigurðsson í miðdepli auð- veldi öðrum að setja saman slíkt heildarverk um hann, skrifað fyrir nútímamenn. Að- gengilegt rit um þjóðfrelsisbar- áttu Jóns Sigurðssonar er brýnt málefni á okkar tíð, þegar enn ein hugsunarkollsteypan er að eiga sér stað í íslenskum stjórn- málum. Þessi kollsteypa er ólík öðrum fyrri breytingatilefnum í ís- lensku þjóðfélagi, að ekki sé beinlinis talað um framfarir, að því leyti til að farið er að boða það sem „nauðsyn" að afsala pólitísku sjálfstæði þjóðarinnar í hæfilegum skömmtum, draga úr fullveldi lýðveldisins stig af stigi (með milliríkjasamning- um), tengjast öðrum ríkjum og ríkjabandalögum stjórnarfars- lega, láta útlendingum eftir jafnrétti til atvinnurekstrar, bú- setu, landkaupa og hvers kyns umsvifa og kaupsýslu á fslandi, raunar gegn því að fslendingar njóti sama réttar í stórríkinu, að því er sagt er. Þeir, sem hlustuðu á eintal ut- anríkisráðherra í viðtalsþætti (sem svo var auglýstur) í ríkis- sjónvarpinu á þriðjudagskvöld í þessari viku, vita að hverju stefnt er í þessum málum og með hvaða aðferðum á að skerða sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar. Það skal gerast með milliríkjasamningum, sem utanríkisráðherra gerir eftir sínu höfði og skipar stjórnar- liðinu á Alþingi að samþykkja að viðlögðum stjórnarslitum. Merki Jóns - fáni _________Gissurar___________ Svo er komið að íslenskir ráðamenn, og helst þeir sem ættir rekja til bernskuslóða Jóns Sigurðssonar og eru jafn- vel alnafnar hans, eru farnir að lesa boðskap forsetans aftur á bak, vinda ofan af öllu því sem fyrri kynslóðir þessarar aldar hafa verið að snúa sér í hag með stofnun sjálfstæðs og fullvalda rfkis í anda Jóns Sigurðssonar eins og hann gaf frekast tilefni til. — Bók Lúðvíks Kristjáns- sonar um Jón Sigurðsson og Geirunga kemur út í þessu pól- itíska umróti á tímum nýrra kenninga um íslensk stjórn- skipunarmál. Þessar kenningar (krata og nýkapitalista) boða það fyrst og fremst að setja skuli punktinn aftan við sjálf- stæðishugsjón íslendinga eins og hún þróaðist í anda Jóns for- seta og lauk með stofnun lýð- veldis 1944. En þær gera meira. Þessum kenningum er ekki aðeins ætlað að ljúka því skeiði íslandssögunnar sem kennt er við sjálfstæðisbaráttu og hug- sjón hins frjálsa lýðveldis. Þeim er auðvitað ætlað að vera upp- haf nýs tíma þar sem menn sjá ísland fyrir sér sem stjórn- skipulegan hluta Stór-Evrópu og íslendinga sem þegna vold- ugra bandaríkja, þegar fram líða stundir. Það er að vísu rétt að þetta á ekki að gerast í einu stökki, heldur stig af stigi, „með milliríkjasamningum". Raunar hafa íslendingar æfingu frá fyrri öldum í að afsala sér innlendu forræði og gerast þegnar útlendra valdhafa með milliríkjasamningi sem er Gamli sáttmáli. En það er til- finningalaus maður á mikilleik þjóðarsögunnar sem ekki finn- ur hversu tragiskt það er, þegar íslenskir valdamenn geta ekki látið 20. öldina líða til loka án þess að fella merki Jóns Sig- urðssonar, en hefja á ioft fána Gissurar Þorvaldssonar. Þjóðréttindi Bók Lúðvíks Kristjánssonar um Jón Sigurðsson og Geir- unga vekur upp hugsanir af þessu tagi, ekki af því að það standi neins staðar í bókinni að svo skuli vera, heldur vegna þess að þessi fróðleiksbók um atvik úr sögu 19. aldar geymir í sér slfka hugsunarkveikju, enda væri hún dauð bók ef hún gerði það ekki. Á titilsíðu umræddrar bókar er sagt að hún sé „neistar úr sögu þjóðhátíðaráratugar". Efni hennar er m.ö.o. sótt í stjórnmálaatburði áranna milli 1870-1880, svo rúmt sé til orða tekið. Jón Sigurðsson er mið- depill þessa söguefnis. Hér seg- ir frá pólitísku áróðursstarfi á vegum Jóns forseta síðasta ára- tuginn sem hann lifði. Geir- ungar voru félagar í leynihreyf- ingu sem nefndist ,Atgeirinn“ og í voru nánustu trúnaðar- menn Jóns og þeir sem taldir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.