Tíminn - 13.07.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.07.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 13. júlí 1991 Meðalvextir banka og sparisjóða orðnir óeðlileg viðmiðun utanbankaviðskipta, að mati Seðlabankans: Vanskilafuglar hækka vexti hinna skilvísu Seðlabankinn virðist telja það vafasamt réttlæti, að t.d. hávextir bankanna á skuldbreytingalánum vegna vanskila skuli fá að spóla upp vexti hjá grandvörum skiiamönnum, m.a. á lífeyrissjóðslánum og eftirstöðvaskuldabréfum í fasteignaviðskiptum. Seðlabankinn segir meðalvexti banka og sparisjóða, eins og hann reiknar þá nú, nú orðna gjörbreytta viðmiðun frá því sem áður var. Sé því spuming hvort ekki sé nú orðið nauðsynlegt að hverfa frá þessum meðalvöxt- um sem viðmiðun í viðskiptum utan banka og sparisjóða, eins og svo algengt hefur verið til þessa. í samningum um skuldabréfalán utan banka og sparisjóða hefur um langt árabil verið algengt að aðilar hafi samið um breytilega vexti, sem miðast skyldu við meðalvexti banka og sparisjóða hverju sinni, eins og Seðlabankinn reiknar þá og birtir í Lögbirtingablaðinu. Þetta hefur m.a. verið mjög algeng viðmiðun hjá lífeyrissjóðum við lánveitingar til félagsmanna og sömuleiðis í al- mennum fasteignaviðskiptum. „Slík viðmiðun var e.t.v. eðlileg fyr- ir nokkrum árum, þegar hver banki hafði aðeins eina vexti fyrir öll skuldabréf á hverjum tíma,“ segir m.a. í forystugrein í Hagtölum Seðlabankans. Á þessu hafi nú orðið veruleg breyting. Nær allar banka- stofnanir hafa nú tekið upp svonefnt kjörvaxtakerfi. Kjörvextirnir eru þá lægstu vextir, en á þá koma síðan mismunandi álagsprósentur (nú allt að 2,75%) eftir því hversu traustir lántakendur eru taldir. .Jóeðalvextir eru nú vegið meðaltal margvíslegra lána. Svo dæmi sé tek- ið hafa skuldbreytingalán vegna vanskila áhrif á meðaltalið, en slík lán bera hæstu vexti. Ní má spyrja hvort ekki sé nauðsynlegt að hverfa frá svona viðmiðun í viðskiptum ut- Þann 8. júlí síöastíiöinn varö Þorbjörg Grímsdóttir, Skólavöröustíg 24a, 102 ára. Hér er Þorbjörg ásamt son- ardætrum sínum og tengdadóttur, þeim Fanneyju Stefánsdóttur, Lovísu Bjargmundsdóttur og Eygló Stefáns- dóttur, á afmælisdaginn sem haldinn varað Droplaugarstööum, en þar dvelst Þorbjörg nú. an banka og sparisjóða," segir Seðla- bankinn. Bankinn segir ýmsar aðrar leiðir koma til greina og nefnir tvær sem dæmi. í fyrsta lagi gætu aðilar samið um fasta vexti á skuldabréfum. Sérstak- lega ætti slíkt vel við þegar um vísi- tölubundin lán er að ræða. Fastir vextir væru raunar heldur ekki frá- leitir fyrir stutt óverðtryggð lán. Vilji menn hins vegar endilega hafa vextina breytilega mætti t.d. nota meðaltal af kjörvöxtum banka og sparisjóða, að viðbættu ákveðnu (föstu) álagi ellegar að frádreginni ákveðinni prósentu. Texti slíks skuldabréfs gæti t.d. verið svohljóð- andi, sé um vísitölubundið lán að ræða: „Vextir af láni þessu eru breytilegir í samræmi við meðaltal kjörvaxta banka og sparisjóða, eins og Seðlabankinn birtir það hverju sinni, að viðbættu 0,5%, nú 8,3%, að viðbættu 0,5% eða samtals 8,8% á ári.“ - HEI —- Lýsið á Ströndum: LYST EFTIR TANKSKIPI Siglingamálastofnun auglýsir nú eftir tankskipi, sem sást á siglingu á miðunum út af Vestjörðum þann 30. júní s.l. Eru getgátur uppi um það að skipið hafi losað lýsi í sjóinn, sem síðan hefur flotið á land á Strönd- um. Siglingamálastofnun vinnur að rannsókn þessa máls og er þetta að- eins ein tilgáta of mörgum um til- urð efnisins. Er nú einnig leitað eft- ir heimildum um breskt tankskip, sem sökk út af Strandasýslu á stríðs- árunum. Er hugsanlegt að það hafi haft að geyma lýsi, sem nú seytli úr tönkum þess. Einnig er hugsanlegt að hafís hafi ýtt lýsinu á undan sér frá bræðsluverksmiðjum í Síberíu. Sjómenn telja sig hafa séð hvíta flekki á sjónum norðan við ísland skömmu áður en lýsið rak á land í Strandasýslu. Enn sem komið er er aðeins um getgátur að ræða. Að sögn Páls Hjartarsonar hjá Siglingamálastofn- un, getur tekið nokkurn tíma að komast til botns í þessu máli. Lýsið hefur gengið af mörgum fuglum dauðum, en Páll segir að flestir fugl- ar ættu að vera búnir að forða sér nú. Ekki er þörf á neinum hreinsun- araðgerðum, þar sem lýsið, að sögn Páls, eyðist innan tíðar. GS. Smygl um borð í Helgafelli Tollgæslan í Reykjavík kom upp Auk þess fundust 34 karton af vind- um smygl um borð í Helgafelli á lingum, tíu dósir af skinku og þriðjudaginn var. Fundust faldir í óverulegt magn af léttu víni. vélarrúmi 170 lítrar af sterku áfengi. GS. Nefnd á vegum landbúnaðarráðherra útdeildi í gær rekstrarlánum til sjö aðila í fiskeldi. 28 sóttu um lán og óvíst er um afdrif þeirra sem ekki fengu úthlutað núna: UM TUTTUGU FISKELDISFYRIR- TÆKJUM VERÐUR EKKIHJÁLPAÐ Nefnd á vegum landbúnaðar- ráöherra hefur úthlutað 7 aðil- um, sem stunda fiskeldi, sér- stökum rekstrarlánum að upp- hæð 93 milljónir króna. Þeir, sem um ræðir, eru Silfurlax hf., Pharmaco hf. sem leigir og rekur þrotabú íslandslax, Oslax hf., Straumfiskur hf., Strandarlax hf., Silfurstjarnan hf., og Lækur hf. Pimmtán umsóknum var hafnað. Einn aðili lýsti sig gjaldþrota áður en umsókn hans var afgreidd, þrír aðilar fá kost á að sækja aftur um lán til nefndarinnar seinna á árínu og tveir um- sækjendur voru beðnir um að skila frekari gögnum. Alls bár- ust nefndinni 28 umsóknir. Alls hefur nefndin yfir að ráða 300 milljónum kr. og ráðstafaði hún tæplega þriðjungi þeirrar upphæðar í gær. Afganginum verður úthlutað síðar á þessu ári og í byrjun þess næsta, og þá að öllum líkindum til sömu fyrir- tækja og fengu úthlutun nú. Lánin eru verðtryggð og bera 5% vexti. Þau skulu endurgreiðast á 7 árum, en fyrstu þrjú árin eru af- borgunarlaus. í fréttatilkynningu frá nefndinni segir að þau fyrir- tæki, sem nú fái úthlutað, hafi framleitt á síðasta ári um helming eldisfisksins. Eiginfjárstaða fyrir- tækjanna, sem fengu úthlutun, er metin jákvæð um 187 mkr., að fyrirtækinu Pharmaco undan- skildu. í ályktun, sem stjórn Landssam- bands fiskeldis- og hafbeitar- stöðva sendi frá sér sl. fimmtudag, segir að stjómin furði sig á vinnu- reglum nefndarinnar sem sér um úthlutunina. „Óeðlilega var staðið að auglýsingum eftir þessum lán- um, þar sem umsóknarfrestur rann út áður en vinnureglur voru mótaðar. öll gögn umsækjenda voru á borðum starfshópsins áður en vinnureglur voru mótaðar," segir í ályktuninni. Þá segir þar einnig að það verði að teljast óeðlilegt að starfsmenn einstakra fyrirtækja og sjóða, sem mikilla hagsmuna eiga að gæta, skuli úthluta þessu fé. „Stjómin lýsir því starfshópinn með öllu vanhæfan og telur hann hafa gengið gegn vilja forsætis- og landbúnaðarráðherra, sem lýstu því yfir á fundi með stjórn LFH að það væri óeðlilegt að endurreist (gjaldþrota) fyrirtæki fengju fyrir- greiðslu, í formi sérstakra rekstr- arlána. Eiginfjárstaða endurreistra fyrir- tækja hlýtur að vera jákvæð, sem og fynrtækja sem selt hafa hluta eigna sinna til ríkisins. Eiginfjár- staðan skiptir litlu máli við mat á rekstrarhæfni og rekstrarskilyrð- um fyrirtækjanna," segir í álykt- uninni. Ennfremur segir að það hljóti fyrst og fremst að þurfa að taka til- lit til hvernig tekist hafi til með eldi til þessa, sem og möguleikum fyrirtækjanna til framtíðartekju- öflunar. í nefndinni eiga sæti fulltrúar frá Byggðastofnun, Framkvæmda- sjóði og Landsbanka íslands. í áð- urnefndri fréttatilkynningu frá nefndinni segir að allir, sem voru tilnefndir og skipaðir af landbún- aðarráðherra í nefndina, hafi starfað að þessari úthlutun án nokkurs samráðs við þær stofnan- ir sem þeir starfi við. —SE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.