Tíminn - 20.07.1991, Side 1

Tíminn - 20.07.1991, Side 1
„Brúnsvíkingar blessað- ir, berjið þið á Dönum!“ Árið 1848 tók tvítugur, ís- lenskur stúdent að rita dag- bók um það er á daga hans dreif í dönsku höfuðborg- inni. Dagbókina færði hann ekki nema þetta eina ár, en hún er eigi að síður mjög merkileg, vegna þess að hún varpar ljósi á viðhorf og hugsanir tilfínningamanns, er síðar varð þekkt skáld, á tíma sem reyndist mikið mótunarskeið í lífi hans — en ungi maðurinn var Gísli skáld Biynjúlfsson. En atvik- in höguðu því einnig svo að árið 1848 var mikið umróts- og byltingarár. Uppþot urðu og ríldsstjórnir féllu um koll hér og þar í Evrópu og í Dan- mörku upphófst stríð vegna hertogadæmanna Slésvíkur og Holstein, sem verður að nokkru að bakgrunni daglegs lífs Gísla á þessum tíma. Frá orrustunni við Dybböl 5. júní. Hér er nú til gamans birt slitur úr dagbókinni, en hún kom út ár- ið 1952 og bjó Eiríkur Hreinn Finnbogason hana til prentunar. Gísli er upptendraður af frelsis- hugsjón og hatri á afturhaldi og kúgunaröflum, sem blandast ákafri fyrirlitningu á landinu er hann gistir og þjóð þess, sem hann af alhug óskar ófarnaðar og ósigurs í átökunum við hertoga- dæmin og Prússa. Margt kemur þó furðulega og ögn broslega fyrir sjónir, t.d. það að einn æðsti her- foringi Dana, Christian Julius de Meza, hefur um þessar mundir verið daglegur nemandi hjá Gísla í fslensku og stautað sig fram úr Hárbarðsljóðum og Eddunum undir hans leiðsögn. Meza átti eft- ir að verða yfirmaður alls danska heraflans í stríðinu 1864. Eins og séð verður af fyrstu færslunum hér á eftir á Gísli í nokkru sálrænu stríði er rekast á Danahatur hans og óttinn um örlög þessa ágæta ís- lenskunemanda, sem var eini Daninn er hann umgekkst að nokkru ráði. 28. mars Á fætur kl. 10. Til flokksforingja míns Kriegers, en hann var ei heima. Skrifað undir prentun nokkuð af Faraldi etc. Sleppt Gram — hann las ei. Kom M. Meza að kveðja mig, hann á nú að fara til hertogadæmanna í hernað og bið ég guð að hlífa honum, þó þau losni, sem ég vil, en hann skal ei falla, því mér er vel við hann og vildi sjá honum aftur endurkomu auðið, en guð má ráða. Út með honum. Heim aftur að skrifa. Bensi* kom með útleggingu úr Washington Irving í Norðurfara. Borðað kl. 3. Til flokksforingjans og réð hann mér að vera í stúd- entasveit og sjá hvað setur, „brava- mente“. Til Repps, hann var ei heima. Hitt Hjaltalín. ** Bágt er með Dani og nú aumka ég þá. Pólen er i upp- reisn og mun nú sigra. Með Bensa til Mjóna. Þar hittum við Grím. Hann hélt um of með Dönum. Ofaná Tollbúð. Til Meza, vel lá á þeim. Til Jóns Sigurðssonar kl. 8. Þar kom Brynjólfur Pétursson. Heim kl. 12 og góðar nætur kl. 12 1/2. * Benedikt Gröndal ** Jón Hjaltalín, síðar landlaeknir. 29. mars Á fætur kl. 10. Sleppt Gram. Set- ið við útleggingu eftir Bensa úr Alhambra, eg varð að gjöra hana alla upp aftur. Borðað kl. 3. Til Meza, en æ! hann var farinn og hafði farið í morgun, mér þótti verst að geta ei kvatt hann al- mennilega, en ég vona að honum gangi allt vel. Það er ónotalegt, ég vil endilega að Þjóðverjar vinni og losni við þessa vesælu Danmörk, en ég vil líka að Meza takist allt vel, en það má reyndar vel fara samari. Ofan á Löngulínu með Jónasi og Stefáni, hittum Hjaltalín og sýndi hann oss greinilega fallbyssurnar og holhnettina. Til Mjóna. Kom Bensi. Fórum upp til Möllers, hann var ei búinn. Heim og skrif- aði Bensa upp, útlegginguna úr Alhambra, en eg lagði út The Whistle. Góðar nætur kl. 11 1/2. 30. mars Á fætur kl. 9. Uppá háskóla, en Krieger las ei. Til Konráðs, en hann var ei heima. Skrifaði at- hugagreinar um útlegginguna úr Alhambra; fært Möller handrit. Til Mjóna. Til Hösts. Tekið próförk hjá Möller. Leiðrétt hana. Borðað kl. 3. Til Konráðs.* Verið þar til kl. Brynjúlfs- son og stríðið vegna her- toga- dæmanna 1848 7 1/2. Heim og verið að leiðrétta próförkina til kl. 12 1/2. Nú er Lombardi f uppreisn, vel fer það. Góðar nætur. *Konráð Gíslason. 31. mars Á fætur kl. 8. Fært Möller próf- örkina. Uppá háskóla en Krieger er farinn burt leyniferð. Til Mjóna, hitt Konráð þar og gengum oná Tollbúð. Eg sá dátahóp ganga og datt mér í hug Napóleon, hann vantar illa nú; með gömlu dátun- um sínum hefði hann getað tvístr- að öllu. Heim. Slæpst útí garði að hlýða á flugufregnir. Eg er hrædd- ur um uppreistarmennina, en aldrei skal eg kalla prinsinn af Nör* fant eða þræl, eins og Danir, eg sá í dag mynd hans, hún er þrekleg og kænleg. Heyrt Gram frá 1-2. Nú ætla Sæmundur og Jón Þórð- arson til Slésvíkur að berjast, guð fylgi þeim, en eg hef annað að gjöra. Hreinskrifað ögn af Aftan- inn á íslandi. Borðað kl. 3. Heim; útá Löngulínu og Kastalavegg með Bensa. Sáum herbáta legja af stað. Þeir eru góð skip. Til Mjóna. Hitt Brynjólf Pétursson. Feneyjar eru fríríki, nú ætti Byron að lifa: „Oh! Venice! Venice! The name of commonwealth" etc., en hann dó of snemma. Það fallegasta sem ég hef nýlega lesið var þó bréf Abd-el-Kaders til frakknesku stjórnarinnar í Journ- al des débats. Aumingja Abd-el- Kader, eilíf skömm sé Frökkum ef þeir ei láta hann lausan. Ráfað; farið til Möllers að skoða korrek- túru. Heim kl. 9. Hreinskrifað og ort ögn af Aftaninn á íslandi. Góð- ar nætur kl. 11 1/2. •Leiötogi bráðabirgðastjómar hertogadæmanna. 1. apríl Á fætur kl. rúmlega 11. Til Möll- ers og sótt próförkina. Heyrt Gram frá 12-1. Látið raka mig. Til Mjóna. Þar sá eg í Modenzeitung að út kæmu bráðum dagbækur Byrons í Ravenna og mörg bréf eftir hann. Það þykir mér gaman að sjá. Borðað kl. 3. Með mömmu heim á Garð. í búð; fylgt henni heim. Með Eiríki til Mjóna; hann sagði að eitthvað væri „viðunan- lega“ skrifað, það orð er ágætt og á öldungis við ensk rit, t.a.m. sögur Valtara, menn geta alltaf unað við þær, svo eru þær fullnægjandi. Inní Englahöll að leita Repps og heim til hans, en fundum ei. Heim kl. 9. Blaðað í tilraunum Frank- líns. Góðar nætur kl. 10. 2. apríl sunnudag Á fætur kl. 10, því eg var að blaða í Sunnanpóstinum heitnum og eins í morgun; aldrei hef eg séð vitlausari bók, hann talar rétt eins og Rússakeisari nú. Til Repps og með þeim í enska kirkju eða kap- ellu; mjög var þar hátignarlegt og öðruvísi en hér er í dönskum kirkjum; þeir þuldu bænir eins og skriftaganginn á íslandi etc.; það er illt að ísland skuli líka vera far- ið að danskast í trú. Með Repp til

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.