Tíminn - 26.07.1991, Page 3

Tíminn - 26.07.1991, Page 3
Föstudagur 26. júlí 1991 Tlminn 3 Uffe Ellemann-Jensen, utanríkisráðherra Dana, fundaði með kollega sínum á (slandi í gær: Lýsti yfir stuöningi viö kröfur íslendinga Uffe Ellemann-Jensen, utanríkisráðherra Dana, lýstí yfir fullum stuðn- ingi við kröfur íslendinga um tollfijálsan aðgang fyrir físk að mörkuð- um Evrópubandalagsins, á fundi með Jóni Baldvin Hannibalssyni utan- ríkisráðherra í gær. Á blaðamannafundi, sem haldinn var í gær, kom fram að danski utanríkisráöherrann hefur þegar sent aðalsamninga- manni Dana í Brussel þessi skUaboð. Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra sagði á sama fundi að þessi yfirlýsing Danans vægi þungt í þeirrí erfíðu lotu sem nú væri framundan. Frá blaðamannafundi Jóns Baldvins og Uffe Ellemann-Jensen í Ráðherrabústaðnum í gær. Timamynd: Pjetur Jón Baldvin sagði, að á þessum fundi með danska utanríkisráð- herranum hefði komið í ljós að upplýsingar, sem hann hefði feng- ið í Brussel fyrr í vikunni um að það væru aðallega nokkrar Norð- ur- Evrópuþjóðir í EB sem stæðu gegn þessum kröfum íslendinga, væru beinlínis rangar. Samkvæmt þeim upplýsingum voru það Danir, Bretar, Frakkar og írar, en ekki Spánverjar, sem harðast stóðu gegn þessum kröfum íslendinga. Uffe Ellemann-Jensen hefði tekið það skýrt fram að Danir styddu þessar kröfur íslendinga og skildu sérstöðu þeirra, og það sem meira væri, hann hefði sent aðalsamn- ingamanni þeirra í Brussel þau skilaboð. Jón Baldvin sagði að þessar við- ræður hefðu verið mjög gagnlegar. Hann sagði að hann væri enn þeirrar skoðunar eftir þennan fund að ef samningar tækjust ekki fyrir mánaðamótin, þá væru samningar um EES úr sögunni. Hann sagði að þrátt fyrir að tíminn væri naumur þá væri tæknilega mögu- legt að ljúka þessum samningum á þessum tíma. Það væru nokkur vandamál óleyst, en spurningin væri hvort pólitískur vilji væri enn fyrir hendi. Það kæmi í ljós á mánudaginn, þegar ráðherrar EB funduðu, og þá yrðu málin leyst á pólitískum grundvelli. Uffe Ellemann-Jensen sagði á fundinum að Danir hefðu alltaf verið á móti því að EB fengi að- gang að fiskimiðum íslendinga í staðinn fyrir tollfrjálsan aðgang ís- lendinga að mörkuðum EB. Hann sagði að íslendingar hefðu sér- stöðu umfram aðrar EFTA-þjóðir og staða íslendinga væri ekki sam- bærileg við stöðu annarra EFTA- þjóða. Danski utanríkisráðherrann sagði að hann teldi að það myndi styrkja Evrópubandalagið ef öll Norðurlöndin yrðu aðilar að því og sagðist hann vonast til þess að ís- lendingar yrðu einhvern tímann aðilar. Jón Baldvin Hannibalsson sagði þá að hann teldi að hvorki núverandi ríkisstjórn á fslandi né aðrar myndu sækja um aðild að bandalaginu á þessari öld, meðan stefna þess í fiskveiðimálum væri óbreytt. Ráðherrarnir ræddu fleira en EES-samninga. M.a. ræddu þeir um ástandið í Sovétríkjunum og hvernig megi viðhalda þrýstingi á stjórnvöld þar að því er varðar þró- un í lýðræðisátt. Einnig bar vam- arsamstarf innan NATO á góma, svo og afnám viðskiptahafta á Suð- ur- Afríku. Fram kom hjá Jóni Baldvin að hann hyggst næsta haust beita sér fyrir afnámi laga, er kveða á um viðskiptahömlur á Suður-Afríku. Fundur Jóns Baldvins og Uffe Ellemann-Jensen fór fram fyrir há- degi í gær. Síðar um daginn hitti Jón Baldvin að máli Cherard Coll- ins, utanríkisráðherra írlands, og eftir það funduðu utanríkisráð- herrarnir með Davíð Oddssyni for- sætisráðherra. Umræðuefni fund- anna var staðan og horfur í samn- ingum um Evrópskt efhahags- svæði. —SE Veðurstofan og bandarískir vísindamenn stunda: Rannsóknir á mengun við Vestmannaeyjar Veðurstofan og bandarískir vísindamenn hófu nýlega mælingar á brennisteinsmengun andrúmslofts á Stórhöfða í Vestmanneyjum. Þetta er mengun sem m.a. hefur valdið svokölluðu súru regni. 21% TRYGGING- ARAUKI TIL LÍFEYRISÞEGA Að sögn Flosa Sigurðssonar, yfir- deildarstjóri hjá Veðurstofu íslands, er aðallega verið að mæla brenni- steinsmengun og hversu mikið af henni kynni að vera komið frá Norð- ur-Ameríku. Hann segir að hluti mengunarinn- ar berist frá Evrópu, en talsverður hluti sé ættaður frá Bandaríkjun- um. Flosi segir að brennisteinsmeng- unin sé af mannavöldum og valdi svokölluðu súru regni og marghátt- uðu mengunartjóni. Hann segir því gildi rannsóknanna felast í því að skoða hversu víðfeðm mengunin sé. Flosi segir að rannsóknin fari þannig fram að mikið loftmagn sé dregið í gegnum síupappír, því hlut- fallslega sé lítið af efnunum í and- rúmsloftinu. Hann álítur að með því sé einnig hægt að greina önnur mengunarefni eins og þungmálma. Flosi bætir við að ekkert sé komið í ljós ennþá, þar sem rannsóknin sé nýlega hafin. Hann getur og þess að ótímasett sé hvenær henni ljúki og geti hún þess vegna staðið yfir fram á vetur. Hann segir að þá verði gögn send til Bandaríkjanna til efnagrein- ingar. FIosi segir að svona mælingar hafi verið gerðar áður hér á landi. Þá má og geta þess að hér á landi er rekin sérstök mengunarstöð á frafossi. Þar hafa verið tekin sýni frá árinu 1980. í máli Flosa kemur fram að von sé á fleiri vísindamönnum næsta vetur. Þar verða á ferðinni Evrópumenn sem hafa áhuga á svipuðum rann- sóknum, en þar inn í segir Flosi þá ætla að mæla ósonlagið hér við land. Flosi gat þess að lokum að ekkert benti til að ósonlagið hér við land væri að þynnast. -HÞ Nú í ágúst, þegar bætur almanna- trygginga verða greiddar út, munu lífeyrisþegar með tekjutryggingu fá uppbót. Þessi uppbót er í samræmi við kjarasamninga á vinnumarkaði um greiðslur orlofsuppbótar. Fulla uppbót, kr. 7371, fá þeir sem hafa óskerta tekjutryggingu, heimil- isuppbót og sérstaka heimilisupp- bót. Tekjutryggingaraukinn skerðist svo í sama hlutfalli og þessir bóta- flokkar hjá lífeyrisþega. Þeir, sem njóta ekki tekjutryggingar, fá því enga uppbót. A greiðsluseðli mun þessi uppbót ekki koma sérstaklega fram, heldur verður hún lögð við upphæð hvers þessara þriggja bótaflokka. Hvað verður um alþjóðlegu kvennaráð- stefnuna? Er kvenfrelsiskonan Betty Friedan kom tíl íslands á sínum tíma, var ákveðið að stefna að því að halda al- þjóðlega kvennaráðstefnu í Reykja- vík árið 1991. Guðrún Agnarsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, hefur starfað að und- irbúningi ráðstefnunnar. Á dögun- um var hún stödd í Bandaríkjunum til þess að ræða málin. Heyrst hefur að af ráðstefnunni geti ekki orðið, sökum fjárskorts. Guðrún segir í samtali við Tímann, að endanleg ákvörðun um ráðstefn- una verði tekin í næstu viku, en samstarfskonur hennar hafa verið í sumarfríi. -js Verðkönnun Verðlagsstofnunar á ís: 200% verðmunur á dýrasta og ódýrasta barnaisnum Um miðjan júKmánuð gerði Verð- 150 kr. (200% verðmunur). að geta að nokkrar verslanir hafa lagsstofnun verðkönnun á ís. Verð Minnsta box af fs kostar 100-175 lækkað verð á sinni vöru á þessu var kannað þjá rúmlega 40 fsbúð- kr. (75% verðmunur). Mjólkur- tímabili. í verðkönnun Verðlags- um og sjoppum á höfuðborgar- hristingur kostar 140-290 kt stofnunar á ís er Utið fram þjá svæðlnu. (107% verðmunur). hugsanlegum gæðamun. MikiII verðmunur er á fs á mllH Meðalverð á ís í brauðformi hefur íssel, Rangárseli 2, var oftast með verslana. Sem dæmi má nefna að hækkað um 7%, bamaís um 2%, lægsta verð eða í fimm tílvikum af ís í brauðformi án dýfu kostar 90- ís í litlu boxi um 9% og mjólkur- sjö, en Staldríð, Stekkjarbakka 2, 200 kr. (122% verðmunur). Sams hristingur um 7%, á tfmabilinu var oftast með hæsta verð eða í konar bamaís án dýfu kostar 50- júlí 1989 til júlí 1991. Þess ber þó fjórum tihikum af sjö. -js

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.