Tíminn - 27.07.1991, Síða 12
HELGIN
Laugardagur 27. júlí 1991
20
Hornstr$ndir, Jökulfirð-
irnir og Isafjarðardjúp
Vestfírðimir hafa nokkra sérstöðu
hérlendis sem ferðamannastaður,
því að ekki eru nema nokkur ár síð-
an fólk uppgötvaði að þar er margt
áhugavert að skoða og nóg hægt að
gera sér til ánægju og yndisauka.
Sverrir Hestnes hjá Djúpbátnum á
ísafirði sagði í samtali við Tímann að
ferðamenn legðu í sívaxandi mæli
leið sína til Vestfjarða og loks væru
Vestfirðingar að komast inn á kortið.
Sverrir segir möguleikana til úti-
veru og náttúruskoðunar vera
óþrjótandi. Margt er að skoða á Vest-
fjörðum og fólk þarf ekki að leita
langt yfir skammt til að sjá áhuga-
verða hluti.
Á Vestfjörðum er náttúran víða
hrikaleg, há fjöll, langir firðir og
djúpir dalir.
Hornstrandimar eru óvefengjan-
lega ein af náttúruperlum íslands og
er náttúrufegurðin þar ógleymanleg
hverjum sem þangað kemur.
Ferðaskrifstofa Vestfjarða, Ferðafé-
Iag íslands og Útivist em einu aðil-
amir sem em með skipulagðar ferð-
CLAAS RÚLLUBINDIVÉLAEIGENDUR
Eigum til á lager flestar gerðir af rúlluvölsum
í CLAAS rúllubindivélar.
Vélsmiðja Jóns Bergssonar s.f.
Borgartúni 27.
Sími 91-22120 — Eftir kl. 17 91- 42781 og 91-44813.
Úr Hornvík á Hornströndum.
Feguröin á Hornströndum er
rómuð og hefur lengi laðað til
sín ferðamenn.
Vestfirðir
ir til Homstranda, og þá er farið í
fylgd með leiðsögumanni. Ef farið er
á eigin vegum er hægt að fara með
Fagranesinu alla leið í Hom. Fagra-
nesið siglir þangað tvisvar í viku, á
mánudögum og fimmtudögum.
Sverrir Hestnes sagði að hægt væri
að fara af bátnum í Aðalvík á fjómm
stöðum: Sæbóli eða Látmm, í Fljóta-
vík, Hlöðuvík og loks í Homvík.
Hann sagði að mjög vinsælt væri að
fara á fimmtudegi og koma til baka á
mánudegi. Betra er að panta með
fyrirvara og láta vita um ferðir sínar.
Sverrir hafði orð á því að ef farið
væri í ferðalag til Homstranda, væri
nauðsynlegt að hafa góðan viðlegu-
búnað, góð föt og nesti, því að þjón-
usta er engin. Gott væri að hafa t.d.
JKtgHih-s <$> NORSKA LINAN hnjcljlml
Skútuvogi 104 Reykjavík, sími 91-689(0), Jón Kggertsson símar 985-2:5885 92-12775
bækistöð í Homvík og fara í dags
gönguferðir út frá bækistöð sinni.
Á föstudögum er hægt að komast í
Gmnnuvík eða Hesteyri með Fagra-
nesinu. Þó er betra að láta vita með
fyrirvara. Annars fer ferjan alltaf í
Aðalvík á föstudögum. Þessar ferðir
hefjast alltaf kl. 14:00 og er farið frá
ísafjarðarhöfn.
Að sögn Sverris er farið nokkuð víða
um ísafjarðardjúpið á þriðjudögum.
Það er adltaf komið við í Vigur, Æðey,
Bæjum og Melgraseyri og stundum í
Reykjanesi. í þessum ferðum er
hægt að hafa bfla, með því að Fagra-
nesið getur tekið allt að 5 bfla í ferð.
Aðrar ferðir em með Eyjalín. Það er
nýr bátur og tekur 22 farþega. Fimm
daga vikunnar er farið í skoðunar-
ferðir um ísafjarðardjúp. Komið er
við í Vigur, farið í land og skoðað.
Loks er boðið upp á veitingar heima
í Vigurbæ.
Svo fer Eyjalín 4 sinnum í viku í
Jökulfirðina. Komið er í land á Hest-
eyri og víðar. Ef fólk vill er hægt að
fara í Hrafnsfjörð og Veiðileysufjörð.
Þaðan er hægt að ganga yfir í Áðal-
vík. Með því móti fæst bæði hluti af
Ströndum og Jökulfjörðum í sama
túr.
Þetta er það sem snýr að sjónum.
Ferðaskrifstofa Vestfjarða er með
daglegar skoðunarferðir með bfl.
Farþegamir eru sóttir út á flugvöll,
keyrt er um ísafjörð og bærinn skoð-
aður. Þar em m.a. elstu hús á íslandi
og er sjóminjasafnið í einu þeirra.
Það er nýlega endurbyggt og hefur
heppnast skínandi vel. Siðan er farið
til Bolungarvíkur. í Ósvörinni er ver-
búð eins og þær vom fyrir 70-80 ár-
um og er hún skoðuð. Hægt er að
keyra upp á Bolafjall og ef veður er
gott er frábært útsýni þaðan yfir Jök-
ulfirðina og allt Djúpið.
Með Flugfélaginu Emir er mögu-
leiki á að fara í póstferðir. Það er
fremur ódýrt útsýnisflug um Vest-
fjarðakjálkann. Lent er í Holti í ön-
undarfirði, Þingeyri og Bfldudal.
„Útlendingamir em eiginlega uppi í
skýjunum þegar þeir em lentir, sama
þó að veður sé fúlt og það sé skýjað,“
segir Sverrir.
Á ísafirði er gott hótel, með af-
bragðsgóðum mat og fyrsta flokks
þjónustu. í menntaskólanum er
starfrækt Edduhótel yfir sumartím-
ann, en við hlið menntaskólans em
tjaldstæði.
Inni í TUngudal em einnig tjald-
stæði, svo og inni í Skógi.
Vestfjarðaleið er með reglubundn-
ar ferðir á Látrabjarg á sunnudögum
og þriðjudögum og em ferir til baka
daginn eftir.
Á laugardögum er farið frá ísafirði
til Hólmavíkur og em þær ferðir allt-
af í tengslum við Breiðafjarðarferj-
una. Vestfjarðaleið býður að auki
upp á helgarferðir um Vestfirði. Ekið
er í Bjarkarlund og gist þar og kom-
ið til baka á laugardegi til ísafjarðar.
Á ísafirði og í Bolungarvík em sund-
laugar. Inni í Djúpi, á Melgraseyri er
hestaleiga og í Tungudal er golfvöll-
ur.
Það er því af nógu að taka ef fólk
hyggur á ferð til Vestfjarða.
-sis
VÖRUHÚS KÁ
Selfossi
ALLAR VÖRUR Á EINUM STAÐ
Opið: Mánudaga-fímmtudaga kl. 9-18.00. Föstudaga kl. 9-19.00. Laugardaga kl. 10-13.00.
STÓRMARKAÐUR Á RÉTTUM STAÐ