Tíminn - 30.07.1991, Síða 4

Tíminn - 30.07.1991, Síða 4
4Tíminn Þriðjudagur 30. júlí 1991 Friðarráðstefna um deilur ísraelsmanna og araba: Shamir gefur ekkert eftir Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels, sagðist í gær vonast til að hægt væri að ryðja öllum hindrunum friðarráðstefnu araba og ísra- elsmanna úr vegi, í kjölfar væntanlegrar heimsóknar James Bakers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til ísraels nú síðar í vikunni. En hann útilokaði enn samningaviðræður við Palestínumenn frá Aust- ur-Jerúsalem og fulltrúa Frelsissamtaka Palestínu (PLO). Mikill ágreiningur er um það hveijir eigi að vera málsvarar Palestínu- manna á fríðarráðstefnunni og lausn hans skiptir sköpum um hvort af ráðstefnunni verður eða ekki. ísraelsmenn vilja að Palestínu- menn verði hluti af jórdönsku sendinefndinni. „Við getum engan veginn veitt til- í gær. En forsætisráðherrann, sem slakanir í þessu máli,“ sagði Shamir vill fyrir alla muni gera araba að Moskva: Leiðtogafundur* inn hefst í dag Leiðtogafundur þeirra Mikhails Gorbatsjovs Sovétforseta og George Bush Bandaríkjaforseta hefst í Moskvu í dag og stendur í tvo daga. Þetta verður sjötti fundur þeirra Bush og Gorbatsjovs og sá fyrsti eftir að kalda stríðinu lauk. Tilefni fundarins er undirritun af- vopnunarsamnings um fækkun langdrægra kjarnorkuvopna um 30% (START) en viöræður um hann hafa staðið í tæpan áratug og er þetta fyrsti samningur þessarar teg- undar sem risaveldin gera með sér. Forsetarnir leystu síðasta ágrein- ingsatriðið um samninginn þegar þeir hittust í Lundúnum fyrr í þess- um mánuði og síðan hafa embættis- menn risaveldanna unnið hörðum höndum við að ganga frá samningn- um og luku því verki ekki fyrr en í gær. En efnahagsástandið í Sovétríkjun- um og áætlun Gorbatsjovs um breytingar á efnahagskerfmu munu eflaust verða aðalumræðuefni fund- arins. Bandaríkjamenn hafa ákveðið að aflétta viðskiptaþvingunum sem verið hafa á Sovétríkjunum og gera við þau svokallaðan bestukjara- samning sem veitir Sovétmönnum betri aðgang að bandarískum mörk- uðum fyrir iðnaðarvörur sínar. Sov- étmenn hafa nýlega slakað á reglun- um um flóttamenn sem var aðalfor- senda viðskiptaþvingana Banda- ríkjamanna á Sovétríkin. Embættismenn í Bandaríkjunum hafa sagt að Bush vilji gera bestu- kjarasamning milli landanna nú m.a. til að kveða niður þær raddir í Sovétríkjunum sem segja að ferð Gorbatsjovs til Lundúna hafi borið lítinn árangur. James Baker og Alexander Bessm- ertnykh, utanríkisráðherrar land- anna, ræddust við í gær til að undir- búa fund leiðtoganna. Reuter-SÞJ blórabögglum ef ekki tekst að halda friðarráðstefnuna, gaf enn í skyn að ísraelsmenn vildu ganga til við- ræðna við araba. „Ef Baker kemur til ísraels getum við eytt þeim ágreiningi sem kemur í veg fyrir ráðstefnuna," sagði Shamir. Hann sagði að ísraelsmenn vildu heyra skoðanir Bakers á því hverjir ættu að vera málsvarar Palestínumanna og ef þeir gætu fallist á þær væri hægt að halda friðarráðstefnu fljót- lega. Shamir gat ekki staðfest hvort Baker kæmi til ísraels eða ekki en utanríkisráðherra ísraels, David Levy, sagði að svo væri áður en hann flaug til Egyptalands í gær til viðræðna við Hosni Mubarak, for- seta landsins. Baker myndi þá fara beint af leiðtogafúndi Gorbatsjovs Sovétforseta og Bush Bandaríkja- forseta í Moskvu en þar ræða þeir m.a. um friðarráðstefnuna. Bush hafði vonast eftir svari frá ísraels- mönnum um friðartillögur Banda- ríkjamanna fyrir fundinn í Moskvu en það vilja þeir ekki gefa fyrr en ljóst er hverjir eigi að vera fulltrúar Palestínumanna. Leiðtogar Palestínumanna saka ísraelsmenn um að koma í veg fyrir ráðstefnuna. Hanan Ashrawi, sem var í hópi þeirra Palestínumanna frá Austur-Jerúsalem sem hitti Baker í síðustu viku, hvatti Baker til að þrýsta á ísraelsmenn og sagðist vera orðin þreytt á árangurslausum fundum með honum. Reuter-SÞJ A.m.k. 45 menn létust í átökunum í Króatíu um helgina. Eldur í Maxím Gorkí: Eftirlitsmönnum Evrópubandalagsins í Júgóslavíu fjölgað í 150: 3 DEYJA UR REYKEITRUN Þrír áhafnarmeðlimir sovéska farþegaskipsins Maxím Gorkís létust úr reykeitrun eftir að eld- ur kom upp í einum klefa skíps- ins síðasta fostudag. Að sögn umboðsmanns skipsins í Noregi eru skemmdir mjög litlar og heldur skipiö áætlun. Atvildð átti sér stað skammt frá Sval- barða en á svipuðum slóðum fyrír um tveimur árum rakst skipið á ísjaka og skemmdist mihdð. Þá var allrí áhöfn og far- þegum bjargað en faríð var með skipið til Þýskalands þar sem gert var við skemmdimar. Skip- ið er tæplega 25 þúsund tonn að stærð og eru nú um eitt þúsund manns um borð, þar af um sex hundruð farþegar. Maxím Gorkí hefur oft komið til íslands á undanförnum árum og nokkrum sinnum í sumar. Sam- kvæmt áætlun mun það koma til Vestmannaeyja 7. ágúst en þann 8. til Reykjavíkur. Margir íslend- ingar hafa siglt með skipinu en að sögn formælanda Atlantik- ferðaskrifstofunnar, sem er um- boðsaðili fyrir skipið hér á landi, eru engir íslendingar með skip- inu núna. Reuter-SÞJ Þrír ráðherrar EB til landsins Utanríkisráðherrar EB samþykktu í gær í samráði við leiðtoga Júgóslav- íu að senda þrjá utanríkisráðherra og einn fulltrúa úr framkvæmda- stjóm bandalagsins til Júgóslavíu til að reyna að stilla til friðar og einnig að fjölga friðareftiriitsmönn- um bandalagsins í landinu úr 50 í 150. Tugir manna féUu í átökum sambandshersins, króatískra varð- liða og serbneska minnihlutans í Króatíu um helgina og virðast átök- in fara stöðugt harðnandi. „Það sem skiptir mestu máli er að stöðva átökin," sagði Hans van den Broek, utanríkisráðherra Hollands, að loknum fundi utanríkisráðherr- anna með Ieiðtogum Júgóslavíu. Hann sagði að samþykkt hefði verið að víkka út hlutverk eftirlitsmanna bandalagsins í Júgóslavíu þannig að þeir munu láta sig átökin í Króatíu skipta en ekki eingöngu fylgjast með að vopnahléið í Slóveníu sé haldið. Hann sagði að eftirlitsmönnunum yrði líklega fjölgað úr 50 í 150. Utan- ríkisráðherrarnir verða frá Lúxem- borg, Portúgal og Hollandi og munu þeir fara til Júgóslavíu áður en vikan er liðin og reyna að sætta stríðandi öfl í landinu. Þá var einnig ákveðið að ef og þá þegar stríðandi fylkingar hafa sest að samningaborðinu að endurskoða þá ákvörðun bandalags- ins að hætta allri efnahagsaðstoð við Júgóslavíu. Átökin í Króatíu fara sífellt harðn- andi og um síðustu helgi féllu a.m.k. 45 menn. Reuter-SÞJ Fréttayfirlit Jóhannesarborg - F.W. de Klerk, forseti Suður-Afrfku, raaddi ( gær við öryggisráðgjafa sfna um hvemíg hann ætti að bregð- ast við hneykslismálinu varðandi grelöslur rfklssfjómarlnnar til Inkata- frelslsflokksina, en mállð ógnar nú samningaviðræðum rfkisstjómarínnar vlð Wökku- menn um framtiö landsins. De KJerk hefur sagt að hann munl gefa út yfirfýslngu um máilð I dag. Kolómbó ~ Forniadandi stjómar- horsins á Sri Lanka sagði (gaer að 60 aösfdnaðareinnar tamða hafl falliö og 30 hemrtenn særet á sunnudag I hörðustu bardögum þessara aðila frá upphafi tfu ára átaka. Hann sagði að 150 aðskiirv aöarsinnar og 7 hermenn hafi fallið á laugardag, og alls hafa þá 1.170 aðskllnaðarelnnar og 143hermerui falliö frá því bardagamlr hófusi Bardagamir hófust 10. júlf pogar aðskilnaðareínnar umkríngdu ein- ar af búðtmt stjómarhereins á eyj- unni. Um átta hundruð hermenn voru I búðunum og hafa stjómvöld sent aöstoðariið tB búðanna. Búkarest - Að minnsta kostí 65 menn drukknuðu ( miklum rfgnfngafióðum f sautján þorp- um f suðausturhluta Rúmenfu selnt á sunnudagskvöld. Tuga manna er saknað. Rúmlega fimm hundnið hús skofuðust burt og fimmtán hundruð skemmdust Að sögn Petre Romas, foreætisráðherra lands- Ins, I gær hafa hermenn veríö sendir á vettvang tll að koma f veg fyrir frekari slys og bjarga þvi sem bjargað verður. Peking - Flóðin í Kfna, sem hafa orðið tæplega tvö þúsund manns að bana og valdið hátt f fimm hundruð mflijaröa króna tjóni, eru nú óðum að sjatna. Að sögn fréttastofnunar Nýja Kfna f gær eru flóðin komin undir hættu- mörfc f Jiangsu-héraðinu, sem er f austurhluta iandsins en þaö hér- að varð einna veret úti f flóðunum ásamt Anhui-héraðinu, sem ligg- ur að Jiangsu. bá sagði kfn- verska blaðið Peopies’s Daily frá þvf að vatnsmagnið f Jangtze- ánnl færl ört mlnnkandi og væri komiö niöur fyrir hættumörk á nokkrum stöðum. Kúveitborg - Ein nefnd kú- veiska þingsins hefur lagt til við þlnglð að það taki tU athugunar hvort ekki sé rétt að veita kon- um f iandinu kosningarétt Þing- ið, sem valið var á síðasta árí og er eingöngu skipað körfum, get- ur aöeins lagt fram tillögur fyrir rfkisstjórnina en hefur ekkert löggjafarvald. Emlrinn f Kúveit, Shelkh Jaber al-Ahmed al- Sabah, hefur lofaö hlutverk kvenna ( andspymunni gegn fraska hemámsliðinu og hefur gefiö f skyn að hann muni veita þeim kosningarétt fyrir kosning- arnar f október á næsta ári. Reuter-SÞJ É . € O

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.