Tíminn - 30.07.1991, Síða 5
Þriðjudagur 30. júlf 1991
Tíminn 5
Sjávarútvegsráðherra kynnir tillögur sínar um aflakvóta á næsta kvótaári:
Tillaga Þorsteins er
265 þús. t af þorski
Á sérstökum aukafundi ríkisstjómarinnar í Ráðherrabú-
staðnum í gærkvöldi kynnti Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra tillögur sínar um verulegan samdrátt í heildarafla-
kvóta á næsta kvótaári í þorski og sfld en ákvörðun um kvóta
þarf að liggja fyrir nú um mánaðamót.
Samkvæmt tillögum Þorsteins, sem
ekki veröa formlega tilkynntar fyrr en
í dag, yrðu heimilaðar veiðar á 265
þúsund tonnum af þorski og 110 þús-
und tonn af síld. Þessir heildarkvótar
eru nokkru hærri en tillögur Haf-
rannsóknastofnunar gera ráð fyrir en
stofnunin mælti með í „svörtu skýrsl-
unni“, sem svo hefur verið kölluð, að
leyfðar yrðu veiðar á 250 þúsund
tonnum af þorski og 80 þúsund tonn-
um af síld. Sjávarútvegsráðherra er
hins vegar mun sparari á kvótann en
LÍÚ hafði gert tillögu um en útgerð-
Steingrímur St. Th. Sigurðsson opnar sýningu í Eden:
jr
„ÞESSI SYNING
ER PR0FSTEINN“
armenn vildu að heimilaðar yrðu
veiðar á 280 þúsund torjnum af þorski
og 150 þúsund lestum af sfld, og
sögðu þeir að tillögur Hafrannsókna-
stofnunar byggja á of mikilli svart-
sýni.
Þær tillögur sem sjávarútvegsráð-
herra hefur nú kynnt fela í sér veru-
legt tekjutap fyrir sjávarútveginn og
þjóðarbúið í heild en áætlaður þorsk-
afli í ár er nálægt 320 þúsund tonnum
og síldaraflinn um 100 þúsund tonn.
Deila stjórnarflokkanna um sjávarútvegsnefndina að leysast?
Tveir menn hefji
nefndarstarfið
Samkvæmt heimildum Tímans í
þingliði stjómarflokkanna eru þeir
að komast að samkomulagi um að
skipa tvo menn til þess að hefja út-
tekt þá sem gera skai á stjóm físk-
veiða við landið. Þeirra vinna skal
standa fram til áramóta. Þá skal þess
enn freistað að ná samkomulagi um
skipan sjömannanefndarinnar sem
Þorsteinn Pálsson, ásamt fleiri þing-
mönnum Sjálfstæðisflokksins, og
Alþýðuflokkurinn hafa deilt um.
Það var Davíð Oddsson forsætisráð-
herra sem hjó á hnútinn. Hann ræddi
málin við þá Þorstein og Jón Baldvin
á sérstökum fundum í gær. Þeir
stjómarliðar sem Tíminn ræddi við
voru sammála um að máiið hafi verið
orðið mjög óheppilegt fyrir stjómar-
samstarfið, ekki síst vegna þess
hvemig deilan var háð. Forsætisráð-
herra hafi því verið knúinn til að taka
á henni. Jón Baldvin Hannibalsson
hafði þá enda leitað formlega eftir lið-
sinni hans.
Nefndin umdeilda er hluti af heið-
ursmannasamkomulagi Davíðs Odds-
sonar og Jóns Baldvins Hannibals-
sonar frá því í vor. Henni er ætlað að
endurskoða lög um stjóm fiskveiða.
Þegar átti svo að koma nefndinni
saman varð lítið úr samkomulagi.
Hana skyldu þó sitja þrír fulltrúar frá
hvomm flokki. En þegar Þorsteinn
Pálsson hugðist gera Vilhjálm Egils-
son, þingmann Sjálfstæðisflokksins,
að formanni gripu alþýðuflokksmenn
í taumana. Það gerðu þeir aftur þegar
Þorsteinn vildi skipa ráðuneytisstióra
sinn í sjávarútvegsráðuneytinu, Ama
Kolbeinsson, formann. Nú virðist
sem þriðja leiðin sé sem sagt fundin,
tveir menn hefji úttekina.
Ekki náðist í Davíð Oddsson í gær.
En málið var rætt á aukafundi ríkis-
stjómarinnar í gærkvöldi þar sem
kvótamál vom annars til umræðu. í
samtali við Útvarpið tók Davíð ekki
illa í að þetta yrði einmitt lausnin í
fiskveiðinefridarmálinu.
Sömu heimildir Tímans og áður er
til vitnað segja að Vilhjálmur Egilsson
verði fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og
Össur Skarphéðinsson fulltrúi Al-
þýðuflokksins. -SE/-aá.
Allharöur árekstur varð laust eftir hádegi á laugardag á vega-
mótum Suöurlandsvegar og Biskupstungnabrautar, skammt vest-
an við Selfoss. Áreksturinn varð meö þeim hætti að bíll kom niður
Biskupstungnabraut og beygði síðan út á Suðurlandsveg til vest-
urs, án þess að virða stöðvunarskyldu. Ekki uröu alvarleg slys á
fólki, en báðir bílarnir eru mikið skemmdir. - sbs, Selfossi
„Þessi sýning er prófsteinn á það
hvort ég er verðugur listmálari,
sem mála verðugar myndir fyrir
verðugt fólk,“ sagði Steingrímur St.
Th. Sigurðsson, listmálari, í samtali
við Tímann um 71. sýningu sína,
sem verður opnuð í Eden í Hvera-
gerði í kvöld kl. 21:00. Á sýningunni
gefur að líta myndir sem ýmist eru
málaðar í vinnustofu hans í Þing-
holtunum ellegar í París, þar sem
hann dvaldist um skeið. „Þessar
myndir eru ýmist sjávarmyndir,
fantasíur eða götumyndir frá París."
Myndirnar eru af ýmsum stærðum,
málaðar með olíulitum eða vatnslit-
um.
Steingrímur segir þessa sýningu
vera hápunkt ferils síns enn sem
komið er. Og í myndunum, segir
hann, kveður við nýjan tón. „Eg
málaði þær undir sterkum áhrifum
frá andlegum átökum á miðjum
vetri," segir Steingrímur. „Ég náði
að sprengja af mér vissa hlekki."
Steingrímur segist hafa verið á
tímamótum í vetur. Hann verður
hugsi og segir svo: „Listamenn eiga
að vera í samkeppni við sjálfa sig en
ekki aðra, til að ná einhverju marki
í sinni grein." Sjálfur segist Stein-
grímur vera stéttlaus listamaður.
„Ég sýni innan um þjóðarsálina.
Alls konar fólk, úr öllum stéttum og
af öllum landshlutum. og ennfrem-
ur útlendingar, koma til Hveragerð-
is, í Eden."
Sýningunni lýkur sunnudaginn
11. ágúst kl.23:30.
GS.
Næturfundir í Brussel þar sem samningamenn EB og EFTA sátu:
ENN ÓSAMID UM EES
Þegar Tíminn fór í prentun í gær
sátu embættismenn EB og EFTA
enn á fundum og reyndu að
semja um ágreiningsmálin sem
standa í vegi fyrir því að upp
verði dregið Evrópskt efnahags-
svæði. Enn ber mikið í milli og
margir eru orðnir svartsýnir á að
saman náist fyrir mánaðamótin.
Utanríkismálanefnd Alþingis er
við öllu búin ef til þarf að taka.
Sem fyrr er það fiskurinn sem
stendur fastast í mönnum. Samn-
ingamenn EB fóru fram á að
EFTA félli frá kröfu sinni um al-
gera fríverslun með fisk, og að EB
ríkjum yrðu jafnframt veittar
auknar veiðiheimildir í lögsögu
EFTA ríkja, einkum og sér í lagi
Noregs. Án þess yrði ekkert af
samningum.
Norömenn gerðu EB þá sérstakt
tilboð. Það virðist ekki hafa farið
of vel í menn því utanríkisráð-
herra Dana, Uffe Elleman-Jensen,
segir Dana eina EB þjóða geta fellt
sig við það. Þótt EB ríkin féllust á
tilboð Norömanna væri þó einn
Þrándur enn í götu. Þau hafa ekki
komið sér saman um skiptingu
hugsanlegs kvóta sín í millum.
Mikið er því órætt í fiskinum.
En það er fleira en fiskur á Evr-
ópsku efnahagssvæöi. EB krafðist
þess í gær að EFTA hækkaði boö
sitt um fjárframlög í þróunarsjóð
til eflingar fátækari héruðum ÉB.
Andriessen, utanríkismálaráð-
herra EB, sagði það reyndar skil-
yrði þess að samningar næðust.
Þriðja deilumálið, um ferðir
vöruflutningabifreiða gegnum
Alpana, hefur ekki verið rætt í
þetta sinn. Menn virðast sammála
um að fresta því til betri tíma.
Samningamenn EB og EFTA
leggja alla áherslu á að ná sam-
komulagi fyrir mánaðamótin þeg-
ar starfslið EB fer í sumarleyfi. Ef
það tekst ekki gætu samningarnir
dregist mjög á langinn. Jafnvel
eitthvað fram á næsta ár. Utanrík-
isráðherra Frakka hvatti reyndar
til þess í gær að samningum yrði
frestað. Utanríkisráðherra Hol-
lendinga sagði hins vegar að ef
ekki næðust samningar nú næð-
ust þeir aldrei. Hvað sem því líður
þykir víst mörgum sem biðin sé
nú þegar orðin nógu löng.
Ekki náðist í Jón Baldvin Hanni-
balsson utanríkisráðherra. Hann
sat við símann allan daginn ef vera
kynni að til tíðinda drægi. -aá.
Spennan vex út af EES:
Utanríkismálanefnd
í viöbragösstöðu
í gærmorgun sat utanríkismála-
nefnd Alþingis á fundi. Heyrst hefur
að þar hafi einkum verið rætt um
EES- málið og heræfingar NATO
hér á landi. Til marks um þá spennu
sem nú ríkir í málum EES var ut-
anríkismálanefnd beðin aö vera í
viðbragðsstöðu og mæta til fundar
með litlum fyrirvara ef til tíðinda
drægi. Þá hefur Tíminn frétt að ut-
anríkisráöherra sæti viö símann og
biði eftir því að vera boðaður á ein-
hvers konar símafund.
í morgun kl. 8 átti utanríkismála-
nefnd að mæta til fundar í síðasta
lagi til að ræða tíðindi í EES-við-
ræðunum.
Þá hefur frést að einnig hafi far-
ið fram umræður um heræfingar
varnarliösins þessa dagana. Ólaf-
ur Ragnar Grímsson hefur krafist
fundar í utanríkismálanefnd til
að ræða sérstaklega liðsflutninga
um landið. Það sem einkum fer
fyrir brjóstið á honum eru fyrir-
hugaðir liðsflutningar til fjögurra
ratsjárstöðva í landsfjórðungun-
um og æfing björgunarsveitar í
uppsveitum Árnessýslu. Þá finnst
honum sérstaklega ámælisvert að
ekki hafi veriö leitað eftir sam-
þykki við sveitarstjórnir þessara
svæða.
-HÞ