Tíminn - 30.07.1991, Side 6

Tíminn - 30.07.1991, Side 6
6 Tíminn Þriðjudagur 30. júlí 1991 Tímiim MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavik Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gislason Aðstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Asgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason Skrlfstofur:Lyngháls 9,110 Reykjavlk. Síml: 686300. Auglýslngaslml: 680001. Kvöldsímar: Askrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Davíö upp við vegg Ágreiningsefnin hlaðast upp í ríkisstjóminni. Forsæt- isráðherrann er settur upp við vegg. Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson hrósuðu sér af því á stjórnarmyndunardögunum í Viðey, að þeir þyrftu ekki á neinum málefnasamningi að halda. Mátti á þeim skilja að stefnumál flokkanna og pólitísk for- gangsmál væru svo lík og ágreiningslaus að málefna- samningur væri tímatöf. Óspart var þá vísað til hins langa stjómarsamstarfs Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, sem tók yfir fjögur kjörtímabil fyrir nokkrum áratugum. Var Iátið í það skína að slíkt tveggja flokka samstarf nú yrði affarasælt og ágreiningsefni leyst með drengskaparloforðum flokksbroddanna, Davíðs og Jóns Baldvins, sem hefðu hina óbreyttu liðsmenn á bak við sig um allt sem þeir kæmu sér saman um. En reynsla þriggja mánaða samstarfs hefur sýnt að ríkisstjómarflokkarnir eiga sitthvað vantalað hvor við annan. Hafi Davíð Oddsson trúað því að hann gæti spilað af fmgrum fram í forsætisráðuneytinu eins og hann gat leyft sér í vernduðu umhverfi íhaldseinræðis- ins í borgarstjórn Reykjavíkur, þá hefur hann komist að því að það er ekki hægt. Davíð Oddsson þykir ekki rismikill í núverandi emb- ætti og sýnu minni fyrir augað og eyrað en fjölmiðlar höfðu gert úr honum áður fyrri. Oflofið kemur honum nú í koll og erfitt að auglýsa garpskap hans, þegar krat- ar eru byrjaðir að stilla honum upp við vegg og herma upp á hann drengskaparloforð leynifundanna í Viðey. Hver á að víkja? Stærsta ágreiningsefnið innan ríkisstjórnarinnar er stefnan í sjávarútvegsmálum, þ.e. hvaða reglum skuli beita við fiskveiðistjórn. í þessu efni ber svo mikið á milli, að hugmyndir Jóns Baldvins og Þorsteins Pálssonar eru ósamrýmanlegar. Jón Baldvin segist hafa samið um það við Davíð í einkasamtölunum í Viðey að taka skuli upp veiðileyfa- gjald, sem er alræmt þráhyggjufóstur kratanna og enginn lætur sér til hugar koma nema þeir og Hlutafé- lagið Árvakur. Þorsteinn Pálsson segir að veiðileyfagjald sé ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar. Hann ætlar að halda kvóta- kerfinu eins og það hefur mótast í tíð Halldórs Ás- grímssonar. Engum getur dulist að Þorsteinn Pálsson er fylgjandi kvótakerfinu. Hann ætlar að halda fast við lög um stjórn fiskveiða, m.a. það ákvæði að þau skuli endurskoðuð fyrir árslok 1992. Um þá endurskoðun gefur hann sér enga niðurstöðu fyrirfram. Það er nýjast í sambúðinni á stjórnarheimilinu, að Jón Baldvin segist hafa loforð Davíðs Oddssonar fyrir því að mega ráða yfir Þorsteini Pálssyni um efni og framkvæmd þessarar endurskoðunar, þ.á m. hvaða maður sé formaður endurskoðunarnefndar. Sem von er ofbýður Þorsteini þess háttar tilætlunarsemi og frá- biður sig henni. En almenningur spyr: Hvernig verður þessi ágrein- ingur leystur? Neyðir Davíð Þorstein til að segja af sér? Eða hver á að víkja þegar drengskaparloforð Davíðs Oddssonar eru í veði? n ADDI uAKKI Andamamma og ungarnir Margir spyp'a sig þessarar spurn- ingan Hvað var utanríMsráóherra Dana að gera í skyndifor dl ís- lands fyrir helgi? Menn spyrja einnig: Hvaðvar utanríkisráðherra menn citthvert erindi? Hvers vegna er fólk að spyija slíkra spuminga eftir að gestimir hafadvaJístí Íandinu (ogeru fam- ir) og böfö hafa verið viðtöi við þá f Qölmiðlum, sem heföu átt að skýra það fyrir ísíenskum aimenn- ingi hvers vegna þeir lögðu á sig Jón Baldvin uni EEB eítir flugferð með utanríkisráðherra Dana: Orðið lýartsýni er ekki til í mínum huga ágreininenn má leysa sé hann skoðaöur í samhengi, segir Uffe Elleman Jensen im Við kc að þnr Uflf EUrnun hrfðu ra fed a Inðinni Ul ItUndi tio umningaviðreöum EB u* El „Ortlð hjamvTu rr rkki ul 11 huga. Við rigum rftir aö uil< 28 agreuunctainði. þar tl flmn að raðhnrafundi EB a mani Raðhrrrar EB sunda þa ens sðþessu sinni? Sé tHksinng- urs von < Um ferö utenríkisráðhem ír» verð» eldd höfð mörg orð. Þött hann sýndi sig í að vUja kynoast íslenskum aðstæðum, atvinnu- og fáft eftír af orðum hans annaö en það (sem flest *ér e.Lv. ekki „■ munir íra og tslendinga rekast á í ýmsum efnum. Eða hvemig á að skilja orð Gerards Collins? A.mJí. er ólíklegt að frar verði tÖ þess að ýta fast á eftír því að vel semjist um hagsmuni íslands f viðskiptum við meginlandsríki Evrópu. Þótt síst skuli haft á móti því að trskur ráðherra sé gestur ís- vísan að róa um árangur sHkrar gestakomu, enda leitun á þvf ef samskipti íra og ísiendinga cnt annað en rómantískar hégUjur af háifu íslendinga um uppruna sinn, en frar hafa annars lítínn skðning á. Þeírra rómantík beinist ekid f átt tii fsiands, sem varia er von, enda ólæsir á Njáiu og Lax- dæhi. Og hver varþá ávinningurínn af hingaðkomu Uffa EUemans-Jens- Helst má aetla að för ráðist af því að harat hygðist bera tfl haka skröksögur sem vondir strákar f skrifstofum Evrópn- bandalagsins í Briissel báni f Jón Baldvin og meðreiðarsveina hans r í vikunni, að „Norður- Evr- í Evrópubandalaginu sætu á svikráöum við fslendinga. AfþvíaðDanireru öörum fremur „Noröur- Evrópumenn" íþessum samtökum bárust böndin helst að Úffa og „blýantsnögurum“ hans í Bríissei. En nú hefur Úffl borið þessar sakir af sér í máfgagni sfnu hér á landi, Morgunblaðinu (og er ekki í kot vísað, því að Önnur máigogn tiffa á Norðuriöndum eru Poiitik- en, Aftenposten, Svenska dagbla- det og Hufvudstadsbladet, sem er ónek sönnun fyrir því að mark sé á honum takandi). En hvað sagðf Úffi við Morgun- biaðið sitt? Reyndar sitt af hverju, en fátt nýtt Hann sagðist fyrir sitt leytí vilja styðja frjálsan markaðs- aðgang fyrir sjávarafurðir fslend- inga í Evrópuhandaiaginu. Hann sagði líka að Danir ásældust ekki ísiensk fiskimið. Hins vegar vfldi hann gera þá kröfu að stóp Evr- ópubandalagsins fái aðstöðu á fs- veiða á Cnenlaadsmiðum. Danir ásæiast m.ö.o. ísknskar hafnir iy«r notta sgKuivexjft, fjwveija, sjálfra s(n og annarra EB-þjoða, sem gera ót á Grænlandsfitk. Þetta eru að vísu ný skflaboð fiti s*»SS*s í hægðum straumlygn Rín“ Hins vtgar veröur að líta svo á að allt sé þetta eins og hvert annað innskot fyrir siðasakir hjá hr. Uffe Efleman-Jensen. Meginhoðskapur i varsem ffytja það pólitíska fagnaðarerindi til efiingar norrænni samvinnu, að Norðuriandaþjóðimar trítli eíns og ungar á eftír dönsku andamömmu suður á þær slóðir þar sem „ruhig fliesst der Rhein“ og öll sú dýrð er uppfjómuð nema hvað nauösyn- iegt er að efla enn og treysta sam- starf Evrópurfkáa „tfl þess að Þýskaland verði evrópskt en Evr- ópa ekki þýsk“, eins og danski ut- anríkisráðherrann bendir á af stjómspdd sinní. Er greinflegt að hann ætlar íslendingum eidd Ift- ínn hlut í því að halda Þjóðverjum í skeQum. En hvert var erindi Coiiins og Úffa? Spyr sá sem ekld veití Carri VITT OG BREITT Lögin slitin, teygð og toguð Þegar verið er að undrast hve glámskyggn lögreglan er á um- ferðarlagabrot og hve ófúsir lag- anna verðir eru að skipta sér af brotlegum og lífshættulegum öku- níðingum stafar það af því að al- menningur í landinu stendur í þeirri trú, að lögreglan sé til að gæta laga og réttar. En það er mis- skilningur. Lögreglan og fulltrúar lögreglustjóranna hingað og þang- að um landið eru í bófahasar hvor- ir við aðra og eru fulltrúarnir sett- ir til að klekkja hverjir á öðrum og ónýta löggjöminga hvers annars. Bifhjóladeildir og blikkbflar ann- ast svo brúðkaupsþjónustu í við- lögum og aka með glæsibrag og ljósadýrð fyrir og á eftir slaufum prýddum brúðhjónafarartækjum og er unun á að horfa. Væntanlega er eitthvað til sem kallað má umferðarlögreglu, þar sem umferðardeildir eru starf- ræktar innan lögregluumdæma. Það er þessi deild löggæslunnar, sem treyst er á að gæti lágmarks- öryggis á götum og vegum. Um- ferðardeildir lögreglunnar standa sig víða um landið með ágætum, en annars staðar virðist starfa þeirra lítið gæta. Stjómlausir formgailar En þar sem lögreglumenn líta á það sem hlutverk sitt að troða hver öðrum um tær og sýslumannsfull- trúar að ógilda ákærur lögreglu- manna um sönnuð brot ökuníð- inga, þarf enginn að furða sig á að bflaumferðin er stjórnlaus. Arlegt tjón vegna árekstra og slysa er 10 milljarðar króna á ári. Otímabær dauðsföll eru nær þrír tugir. Þján- ingar og örkuml verður ekki í töl- um talið. Hvort það tiltæki sýslumanns- fulltrúa í Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu að ógilda kæru lögreglunnar á Akranesi á hendur ökuníðingum heyrir undir fíflskap eða hermdar- verkastarfsemi verður dæmt um annars staðar en í þessum pistli. En formgallinn, sem fulltrúinn í Borgamesi hengir hatt sinn á, er þeirrar gerðar, að ef hann á við lagarök að styðjast verður um- svifalaust að leiðrétta svo alvar- lega gloppu í framkvæmd réttar- fars. Enda kvað dómsmálaráðuneytið hafa séð sóma sinn í að veita lög- reglunni á Akranesi heimild til að handsama og ákæra ökuníðinga sem aka langt yfir hámarkshraða- mörkum á heimreiðinni frá hring- vegi til Akraness. En það var ein- mitt á þeim spotta sem Akrane- slögreglan stöðvaði brotlega öku- menn, sem óku langt yfir hámarkshraðamörkum í hlaði Ak- urnesinga. Formgallinn er sá að heimdrag- inn til Akraness er í lögsagnarum- dæmi Borgarneslögreglunnar, sem er í um 30 km fjarlægð. Akr- aneslögreglunni er bannað að mæla þar ökuhraða eða hafa af- skipti af neinum þeim lögbrotum sem þar eru framin. Borgarne- slögreglan hefur einkarétt á af- skiptum delinkventa allt að bæjar- mörkunum á Skipaskaga og gefur þeim hiklaust upp sakir, sem Akr- aneslögreglan stendur að verki, handtekur, skrifar skýrslur um og ákærir. Úrelt og hættulegt Ef svona reiptog milli lögsagnar- umdæma og úrskurðir af þessum toga eru algengir og að brögð eru að þvf að löggæslumönnum sé meinað að gæta laga og réttar nema á nákvæmlega afmörkuðum svæðum, er meira en tímabært að taka allt kerfið um lögsagnarum- dæmi til endurskoðunar. Stundum er verið að hælast um yfir því að hér búi ein þjóð í einu landi, sem lúti sömu lögum. Mikið til í því, þótt á sumum sviðum gæti orkað tvímælis hvort svo sé. En að slíta lögsagnarumdæmi sundur, eins og gert var með formgallanum á heimreiðinni til Akraness, er að slíta í sundur lög- in. Greinilegt er að víða eru um- dæmi lögreglustjóra út í hött og fylgja hvergi nærri byggðaþróun eða öðrum breytingum í þjóðfé- laginu. Þess vegna gætu sýslu- menn allt eins þjónað undir danskri krúnu eins og í íslensku nútímasamfélagi. Dæmi: Umdæmi sýslumanns í Hafnarfirði er hingað og þangað um Innnes og hangir ekki einu sinni saman á saumunum. En allt væri þetta samt í sæmi- legu lagi ef fulltrúar hefðu vit á að fara ekki offari í túlkun á form- göllum, sem koma hættulegum afbrotamönnum einum að gagni. OÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.