Tíminn - 30.07.1991, Síða 7

Tíminn - 30.07.1991, Síða 7
Þriðjudagur 30. júlí 1991 Tíminn 7 Nýlega bárust mér í hendur nokkur gömul Morgunblöð frá síð- asta vetri. Sjö þeirra birtu greinar eftir Þorvald Gylfason, pró- fessor við Háskóla íslands. Hann hlaut að hafa eitthvað mikils- vert að segja þjóð sinni, fyrst ákafínn var slíkur. Ég brann af löngun að komast „í tíma“ hjá svo lærðum manni. En vonbrigði mín urðu mikil. Margt í þessum greinum vöktu undrun mína. Andúð prófessorsins á aðalatvinnuvegum þjóðarinnar, landbún- aði og sjávarútvegi, væri merkilegt rannsóknarefni. í einni greininni frá 29. jan. segir hann: „Margir stjórnmálamenn okkar tala fjálglega um „frum- framleiðslugreinar" og „undir- stöðuatvinnuvegi" eins og sjálf- sagða hluti.“ Já, er þeirra nú ekki lengur þörf? Og hann talar um: „Rótgróin forréttindi landbúnaðar og sjávarútvegs á kostnað annarra atvinnuvega og almennings." Enn- fremur segir prófessorinn: „Við lif- um ekki lengur á sjávarútvegi fyrst og fremst. Sá tími er löngu liðinn". Kennir prófessorinn nemendum sínum þetta? Jón Baldvin sagði í útvarpsviðtali á nýliðnum vetri, að hlutur sjávar- útvegs í útflutningstekjum lands- manna væri 75-80%. Halldór Blöndal segir hann 75% (í dreif- býli). Og í Morgunblaðinu 8. febr. í vetur er útdráttur úr fréttatilkynn- ingu frá Hagstofu íslands. Þar eru sjávarafurðir einnig taldar 75% alls útflutnings s.l. árs, og verð- mæti 10% meira en árið áður. Og margan málsverðinn úr sjónum fáum við á diskinn hér heima. Fleira væri hægt að færa fram til staðfestingar á því, að við lifum enn fyrst og fremst á sjávaraflan- um, þótt stór hluti þjóðarinnar sé nú kominn á svo hátt menningar- stig, að hann þoli naumast fisklykt og jafnvel fréttir af fiskgengd og afla í fjölmiðlum, sem Þ.G. kvartar sáran undan. Þá kem ég að smáklausu í sömu grein, sem varð helst orsök þess, að ég stakk niður penna. Þ.G. segir þar: „Blátt bann ríkir enn gegn innflutningi allra landbúnaðaraf- urða.“ Orðið allra er ekki prent- villa. í annarri grein höfundar í Morgunblaðinu frá 25. jan. s.l. seg- ir hann: „Þegar við sjálfir þvertök- um fyrir innflutning landbúnaðar- vara af öllu tagi hingað heim.“ (Leturbr. mín). Hvf fullyrðir prófessorinn þetta og endurtekur slíka fjarstæðu? Veit hann virkilega ekki betur um það efni, sem honum er þó svo ákaflega tíðrætt um, öðrum til leiðbeiningar? Eða er hann svo hlaðinn áróðri kratanna gegn ís- lenskum landbúnaði, að hann kjósi að dylja staðreyndir? Inn- flutningsskýrslur hefi ég engar, en upp í hugann kemur sægur af landbúnaðarafurðum, sem eru að staðaldri fluttar til landsins. Mest- ar að næringargildi eru efalaust kornvörur allar, sykur og ávextir, sem ég hugði að allir landsmenn neyttu og vissu hvaðan væru. Ég hefi oft heyrt, að útlendu land- búnaðarafurðirnar legðu til um helming allra hitaeininga í fæðu íslendinga, auk allrar þeirrar korn- vöru, er fer til skepnufóðurs, sem heldur nær einvörðungu lífinu í svínum og fiðurfénaði. Skyldi ann- ars nokkur þjóð í Evrópu flytja inn meira magn af landbúnaðarvörum á hvern íbúa en við? í annarri Morgunblaðsgrein frá 25. jan. s.I. kemst Þ.G. svo að orði: „Menntun er besta og öruggasta fjárfesting, sem við eigum völ á.“ Skyldi annars nokkur þjóð í Evrópu flytja inn meira magn af landbúnaðarvörum á hvem íbúa en við? Þetta hélt ég líka lengi, en nú er ég farinn að efast um öryggi þeirrar kenningar. Mér sýnist hún hafa illa mistekist í menntun ýmissa hag- fræðinga, sem nú um skeið hefir borið mest á í fjölmiölum þjóðar- innar. Það hefir óneitanlega vakið mikla athygli, að forstjóri Þjóðhagsstofn- unar þurfti að biðjast afsökunar á útreikningum starfsmanna sinna, þar sem sanna átti að allt starfsfólk fiskvinnslunnar væri í raun ómag- ar á þjóðarbúinu. Líkt fór með aðra útreikninga hagfræðinga Seðla- bankans. Þar kom það í hlut Jó- hannesar Nordals og Tómasar Árnasonar að stíga fram fyrir al- þjóð með afsökunarbeiðnina, — en með dræmingi þó, því að „út frá mismunandi forsendum fá menn svo mismunandi niðurstöður." (J.N.) Vonandi eru niðurstöðurnar aldrei fengnar fyrst! En nokkra kátínu hefir það vakið hjá almenningi að nú um skeið virðast margir útreikningar ís- lenskra hagfræðinga sýna einu og sömu tölulegu niðurstöðuna um alveg óskyld efni: Tjón af raforku- sölu til fyrirhugaðrar álbræðslu reiknaðist sléttir 15 milljarðar króna. Gróði þjóðarinnar af inn- göngu í E.B. 15 milljarðar á hverju ári (Þ.G.). Árlegur hagnaður þjóð- arbúsins af útrýmingu íslensks landbúnaðar einnig 15 milljarðar. Hugsanleg ársleiga á aflakvóta til veiðiskipa 15 milljarðar, ef þriðj- ungi flotans væri sökkt (Markús Möller hagfr.). Og hvað var nú talinn mikill hagnaður af því að senda alla ómagana við fiskvinnsluna heim til sín og landa öllum fiski í út- lendum höfnum? Var hann ekki líka 15 milljarðar árlega? Eða var hann bara 10? Ja, þá hefir trúlega verið reiknað út frá óhentugri „for- sendu" en tiltæk var: metsölunni síðustu! Annars er þetta ekkert gamanmál heldur ógnvekjandi tilhugsun, þar sem nú er svo komið, að stjóm- málamenn okkar treysta betur sér- fræðingum en eigin dómgreind, ef sjálfstæði þjóðarinnar og tilvera helstu atvinnuvega hennar er komin undir útreikningum ein- hverra stofulærðra hagfræðinga, sem „hafa misst sjónar á hlutverki sínu og kjósa að lyfta sér á stall hins alvitra sérfræðings" og eru berir að áróðri. En fleira hefir farið úrskeiðis í fræðslu- og uppeldismálum fs- lendinga en menntun hagfræðing- anna. Þegar Háskóli íslands var stofnað- ur var honum ákaft fagnað sem miklum áfanga í frelsisbaráttu þjóðarinnar, enda komu þaðan margir öflugir stuðningsmenn við endurheimt sjálfstæðisins. Þá áttu fslendingar líka mörg skáld, sem kváðu hrífandi ættjarðarljóð, sem öll þjóðin lærði og söng. En þetta hefir breyst. Og hvað var nú talinn mikill hagnaður af því að senda alia ómag- ana við fiskvinnsluna heim til sín og landa öllum fiski í útlendum höfnum? Nú hafa flest skáldin villst frá fólkinu og eru einmana í eigin landi — eins og mállausir útlend- ingar. Þau eru að glutra niður gömlum menningararfi — „stuðl- anna þrískiptu grein“ — sem við einir þjóða höfum varðveitt. Brageyra sínu eru íslendingar að glata. Ándi Kvöldræðnanna hans Magnúsar Helgasonar í Kennara- skólanum er horfinn, en orku beitt í verkfalla- og vindgapa- fræði, og „gera allt sem kemur ríkinu verst". Þjóðin hefir gleymt kjörorði gömlu ungmennafélaganna: „ís- landi allt.“ íslensk börn eru „borin út“ árlega í hundraða tali með aðstoð samfé- lagsins, en landið opnað fyrir fjöl- þjóða-landshornalýð. Alþjóðahyggjan er að ganga af orðunum ættjörð og fósturjörð dauðum. í þeirra stað eru komin: „skerið og klakinn“, sem votta hel- kalda fyrirlitningu á fósturland- inu, líklega til að sanna að við sé- um hlutgeng í bræðralag gömlu nýlendukúgaranna í Evrópu. Nú virðist einhugur háskóla- manna ekki sá sami og áður í sjáf- stæðisbaráttu þjóðarinnar, — bar- áttunni að halda sjálfstæðinu. Upphafsmaður undanhaldsins var Gylfi Þ. Gíslason. Öllum landsmönnum er minnis- stæð sú fullyrðing hans, „að sjálf- stæði þjóðarinnar verði best tryggt með því að fórna því“. Þessvegna ætlum við að binda kænu smáríkis aftan í hafskip stórveldis. Þorvald- ur Gylfason hagfræðiprófessor tel- ur f blaðagrein að hagnaðurinn af slíkum „búhnykk" (þ.e. innganga í E.B.) gæti numið „um 24.000 kr. á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu á ári“. Ég held, að þegar menn eru orðn- ir svo tröllriðnir af hagfræðinni og alþjóðahyggjunni að þeir láta allt falt fyrir peninga eða magafylli, — jafnvel sjálfstæði eigin þjóðar, tungu og menningu, þá séu þeir á leið til skóganna og upp í gamla bælið sitt í greinum trjánna. FRÍMERKI „ÁLAND-91 NORDIA-91 “ Póstkortið (eða tölvupóstkortið) með myndinni af Laugardaln um og Laugardalshöllinni á frímerkinu. Frímerkjasafnarar eru sérstök tegund manna, sem umlykur sig með sérstöku andrúms- lofti. Lotningarfullir, alvarleg- ir, einbeittir, leitandi, rannsak- andi og spenntir ganga þeir um á frímerkjasýningum og virða fyrir sér rammana, sem eru hengdir upp hárnákvæm- lega eins og þeir eiga að vera. Frímerki, póstbréfsefni og venjuleg bréf, sem gegnum aldirnar, a.m.k. síðustu öld, hafa skipt um eigendur og ver- ið nákvæmlega rannsökuð, sett upp og lýst eftir ákveðn- um siðareglum, sem líkjast mest kirkjulegum helgisiðum. Verðgildi helgigrípanna telst miljónir króna. Það eru líka til kaupendur að þessum gripum. Ef til vill hafa þessir kaupendur verið á frímerkjasýningu og hrifist með í andrúmsloftinu þar, eftir að hafa skoðað hvernig er hægt að safna þessum hlutum og setja þá upp. Kann að vera að auglýsingar- brella frímerkjakaupmannsins, eða póststjórnarstarfsmannsins hafi haft sín áhrif. En á þessum sýningum eru líka margir menn sem vita nákvæmlega hvað þeir vilja og hvað þá vantar. Eigum við að kalla þá atvinnumenn í faginu, eða frímerkjafræðinga. Á slæmu máli heitir að hann sé „proff'. Það hefi ég raunar ekki heyrt fyrr en á Nordiu 91, og ekki séð notað á prenti fyrr en í sambandi við Áland 91. Þessi gerð safnara kemur á sölustandinn og spyr um vissa hluti, t.d. dagsettar fjórblokkir. Fái viðkomandi góðar móttökur og kurteislega afgreiðslu, geta við- skiptin skipt nokkrum þúsundum. Gutterpör og dagsettar fjórblokkir voru sérstaklega vinsælir hlutir á þessum tveim sýningum. Margt fleira var þessum sýning- um sameiginlegt. Þær voru mátu- lega litlar til að menn kæmust yfir að skoða þær. Áland var með 700 ramma, en Nordia með rúmt þús- und. Áland varð stærsta landssýn- ingin sem hefir verið haldin í Finnlandi, en Nordia sú stærsta yf- irleitt, sem haldin hefir verið á ís- landi. Á báðum sýningum urðu Álendingurinn Jlm Eklöw. sýnendur sjóðandi vondir þegar niðurstöður dómnefnda voru birt- ar og raun virðist að á báðum sýn- ingum hafi dómnefndir verið upp- teknari við að dæma niðurstöður fyrri dómnefnda, er um sýningar- efnið höfðu fjallað, vitlausar en að dæma efhið frá sýningunni sem nú stóð yfir. Jim Eklöw var „primus motor" á Álandseyjum við að koma þar á góðri sýningu, en Þór Þorsteins hér uppi á gamla Fróni. Báðum tókst vel. Hér heima var aðgangur ókeypis og enginn veit hve margir komu á sýninguna. Ef dæma á eftir póst- kortunum, sem seld voru á sýning- unni, voru þau aðeins 1,845 seld eintök. Hrikaleg mistök í kynn- ingu, sölu og auglýsingu. Við köll- um þetta víst allt á nútímamáli „markaðsfærslu". Við gleðjumst sem höfðum vit á að kaupa, hinir voru ekki „proff'. En af svona mis- tökum verðum við að læra. Slíkt má aldrei gerast aftur. Miklu mætti bjarga með því að selja kortin ónotuð, þannig að aðeins eitt kort fylgdi hverju árssetti íslenskra merkja, árið 1991. Vitanlega yrði árssettið 100 krónum dýrara með þessu innihaldi. En með þessu væri tvennt unnið: 1) Margir sem af misstu gætu eignast bréfspjaldið með Laugardalshöllinni. 2) Póst- málastofnun losnaði við að eyði- leggja öll kortin sem eftir eru. Áuk þess yrði verðmæti þeirra, sem áð- ur höfðu keypt, ekki skert, þar sem kort þeirra eru notuð. Þá skulum við e.t.v. áætla að árssett póstsins séu um fimmtíu þúsund. Þá þýðir þetta fimm miljóna tekjuaukningu af sölu frímerkja til safnara. Sigurður H. Þorsteinsson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.