Tíminn - 30.07.1991, Page 13
Þriðjudagur 30. júlí 1991
Tíminn 13
10 ára afmælisþing L.F.K.
Landsþing Landssambands framsóknarkvenna verður haldið í
Reykjavík dagana 4. og 5. október nk. að Borgartúni 6.
(tilefni af 10 ára afmæli Landssambands framsóknarkvenna býð-
ur Félag framsóknarkvenna I Reykjavík til skoðunarferðar föstu-
daginn 4. október. Við heimsækjum fyrirtæki og stofnanir borgar-
innar, sem ekki eru alltaf til sýnis almenningi, undir leiðsögn Sig-
rtinar Magnúsdóttur og Sigríðar Hjartar.
Um kvöldið verður sameiginlegur kvöldverður ( boði FFK.
Laugardagskvöldið 5. október er lokahóf Landsþingsins aö Borg-
artúni 6, sem jafnffamt verður afmælishóf með skemmtidagskrá.
Við hvetjum framsóknarkonur um land allt til að taka frá dagana
4. og 5. okt. og tjölmenna á afmælisfagnaðinn.
Undirbúningsnefndin
Stefna ’91 — Sauðárkróki
Fræðsluráðstefna SUF verður haldin helgina 30. ágúst-1. sept-
ember n.k. Ráðstefnan er opin öllum ungum framsóknarmönnum
alls staðar af landinu og verður ráðstefnugjaldi stillt í hóf. Gist
verður I heimavist Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki og fyririestrar
munu fara fram í sal skólans. Eftir ráðstefnuna verður tjölmennt á
héraðsmót framsóknarmanna í Skagafirði, sem haldið verður að
Miðgarði og mun hinn þjóðfrægi Geirmundur Valtýsson leika fýrir
dansi.
Dagskrá ráðstefnunnar verður auglýst síðar. SUF-arar eru hvatt-
irtil að skrá sig sem fyrst á skrifstofu Framsóknarflokksins, Hafn-
arstræti 20, eða I síma 624480.
Framkvæmdastjórn SUF
Sumarhappdrætti Framsókn-
arflokksins 1991
Dregið var í Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 12. júll sl.,
en númerin eru í innsigli hjá Borgarfógeta til 5. ágúst 1991. Vel-
unnarar flokksins, sem ekki hafa greitt heimsendan gíróseðil, eru
hvattir til að gera skil eigi síðar en 5. ágúst. Það er enn tækifæri
til að vera með. Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu flokks-
ins, Hafnarstræti 20, III. hæð, eða í síma 91-624480.
Framsóknarflokkurinn.
GARÐSLATTUR
Tökum að okkur að slá garða.
Kantklippum og fjariægjum heyið.
Komum, skoðum' og gerum verðtilboð.
Upplýsingar í síma 41224, eftir kl. 18.00.
SEKTIR
fyrir nokkur
umferðarlagabrot:
Umferöarráð vekur athygli á
nokkrum neöangreindum sektarfjárhæöum,
sem eru samkvæmt leiöbeiningum ríkissak-
sóknara til lögreglustjóra frá 22. febrúar 1991.
Akstur gegn rauðu Ijósi - allt að
Biðskylda ekki virt
Ekið gegn einstefnu
Ekið hraðar en leyfilegt er
Framúrakstur við gangbraut
Framúrakstur þar sem bannað er
„Hægri reglan" ekki virt
Lögboðin ökuljós ekki kveikt
Stöðvunarskyldubrot - allt að
Vanrækt að fara með ökutæki
til skoðunar
Öryggisbelti ekki notuð
7000 kr.
7000 kr.
7000 kr.
9000 kr.
5000 kr.
7000 kr.
7000 kr.
1500 kr.
7000 kr.
4500 kr.
3000 kr.
MJÖG ALVARLEG OG ÍTREKUÐ BROT
SÆTA DÓMSMEÐFERÐ.
FYLGJUM REGLUM - FORÐUMST SLYS!
yUMFERÐAR
RÁÐ
Stephanie eyðir nú meiri tíma heima í Mónakó en hún var vön að gera. Héma slappar hún af í
stofunni í íbúð sinni.
STEPHANIE
MÓNAKÓ
PRINSESSA
Eftir að hafa eytt rúmlega fjór-
um árum á milíi Monakó og Los
Angeles hefur Stephanie Mó-
nakóprinsessa ákveðið að setj-
ast að á heimaslóðunum.
Hún keypti sér íbúð í gömlu
húsi við Larvottoströndina fyrir
nokkrum árum en hefur ekki
eytt þar miklum tíma vegna
vinnu sinnar í Los Angeles. Það
var dauði mágs hennar, Stefano
Casiraghi, sem fékk hana til að
setjast að í Mónakó. Hún segist
hafa tekið fyrstu flugvél heim
þegar hún frétti af slysinu því
hún hefði viljað vera með fjöl-
skyldunni á þessari stundu.
Hún segir að í þrjá mánuði hafi
hún aðstoðað Carolinu við að
líta eftir börnunum og að það
hafi verið í fyrsta skipti í fjögur
ár sem hún hafi verið svona
lengi heima.
Stephanie og Albert bróðir
hennar reyna að vera eins mikið
og þau geta með Carolinu og
börnum hennar. Þau vilja hjálpa
þeim eins og hægt er að komast
fljótt yfir missinn.
Arið 1982 lést Grace Kelly í bíl-
slysi og þá ríkti einnig mikil
sorg í fjölskyldunni. Stephanie
saknar móður sinnar enn sárt
og segist vera að tjá tilfinningar
sínar til hennar í söngnum
„Words Upon The Wind.“ Hún
segist hafa litið mjög upp til
móður sinnar. Með þessum
söng sé hún að sýna þakklæti
sitt og segja henni að hún þurfi
ekki að hafa áhyggjur af fjöl-
skyldunni.
Svefnherbergi Stephanie. Á veggnum fyrir ofan rúmið hangir mynd af Grace og heldur hún á
Stephanie.
Afll*9ít Ll.lJ.f
; L)! L.r;8