Tíminn - 09.08.1991, Síða 4

Tíminn - 09.08.1991, Síða 4
4 Tíminn Föstudagur 9. ágúst 1991 Jörð til sölu Jörðin Ytrivellir í Kirkjuhvammshreppi í Vestur- Húnavatnssýslu er til sölu. Jörðin hentar til alhliða búskapar og er í sveit sett nálægt þéttbýli. Jörðin hefur 220 ærgilda framleiðslukvóta. Á jörðinni eru íbúðarhús, fjárhús og hlaða fyrir 200 ær og lítið fjós og hlaða. 30 hross og vélar geta fylgt í sölunni. Jörðin er skuldlaus. Frekari upplýsingar veittar í símum 95-12448 og 91-41021. Byggðaþjónustan Nýbýlavegi 22, Kópavogi. Styrkir til náms í verkfræði og raunvísindum Stjóm Minningarsjóðs Helgu Jónsdóttur og Siguriiða Kristjánssonar, kaupmanns, auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Styrkirnir eru ætlaðir nemendum í verkfræði- og raunvísindagreinum. Umsóknareyðublöð fást á aðalskrifstofu Háskóla íslands og ber jafnframt að skila umsóknum þangað. Umsóknarfrestur er til 10. september nk. og er fyrirhugað að tilkynna úthlutun fyrir septemberlok. [ JEPPA HJÓLBARÐ ARNIR VINSÆLU rua I |-AA TÍMANS WHANK00K Jeppahjólbarðar frá Suður-Kóreu: 215/75 R15, kr. 6.320. 235/75 R15, kr. 6.950. 30- 9,5 R15, kr. 6.950. 31- 10,5 R15, kr. 7.950. 31-11,5 R15, kr. 9.470. 33-12,5 R15, kr. 9.950. Hröð og örugg þjónusta. BARÐINN hf. Skútuvogl 2, Reykjavfk Síman 91-30501 og 91-84844 J BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNIt) ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar WM ÚTLC Lífc >anskir mannræningjar láta lausan einn gísl: Jot in McCarty hefur fei igið frelsi á ný Breski blaðamaöurínn John McCarty var Iátinn laus úr gíslingu í gær. Vonast er til að mannræningjamir Ieysi annan gísl úr haldi í dag. McCarty hefur veríð gísl líbanskra mannræningja í fimm ár. Hann sagði að Terry Anderson, Thomas Sutherland og Terry White, sem enn eru í haldi mannræningj- anna, væru við góða heilsu, bæði andlega og líkamlega. Þetta eru fyrstu fréttir af Terry White síðan honum var rænt í janúar 1987, en hann var sendur til samningavið- ræðna við mannræningjana. Enn eru sex Bandaríkjamenn, tveir Bretar, tveir Þjóðverjar og einn ítali í gíslingu hjá mannræningjum í Líbanon. Kirkjuklukkum var hringt um alla Lundúnaborg þegar þær fréttir bár- ust að McCarty væri frjáls eftir 1.943 daga í gíslingu. John McCarty var rænt þegar hann var á ieið út á flugvöll í Beirút. Hann hafði verið í Líbanon við fréttaöflun fyrir Worldwide Television News. Það voru samtökin Heilagt stríð sem stóðu að baki gíslingu hans. Fréttir frá Líbanon herma að leyni- legar samningaviðræður á milli mannræningjanna, írana og Vestur- landa hafi orðið til þess að McCarty var látinn laus. Skömmu áður en McCarty fékk frelsið að nýju, bárust þær fréttir frá háttsettum embættismönnum í Sýrlandi að von væri á að tveimur vestrænum gíslum yrði sleppt innan sólarhrings. John McCarty er nú kominn í faðm fjölskyldu sinnar. Faðir hans og bróðir komu frá Kýpur til að hitta hann í Damaskus. Utanríkisráðherra Sýrlands, Farouq al-Shara, sagði að með lausn þessara gísla væri verið að athuga hvort Vesturlönd myndu beita ísra- ela þrýstingi og krefjast þess að þeir láti líbanska og palestínska fanga, sem þeir hafa í haldi, lausa. Reuter-SIS Þúsundir Albana flýja heimkynni sín. Straumur albanskra flóttamanna til Ítalíu: ítölsk stjórnvöld hafa fengið nóg Skip með þúsundir albanskra flóttamanna innanborðs, þurfti að brjóta sér leið inn í höfnina í Bari á Suður-Ítalíu í gær. Margir fiótta- mannanna stukku fyrir borö og reyndu að synda í land. í Tirana, höfuðborg Albaníu, var sagt að eftirlit í höfnum landsins hefði verið hert til að stemma stigu við fjölda flóttamanna frá landinu. ítölsk yfirvöld hafa sent stjórnvöld- um í Albaníu tilkynningu þar sem segir að ef fleiri flóttamenn koma til landsins, verða þeir sendir heim aft- ur. ítalir vilja heldur veita Albönum annarskonar hjálp, sem yrði til þess að fólkið vildi frekar vera á heima- slóðum en flýja burt. Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum slasaðist enginn þeirra alvarlega, sem reyndu að synda í land. Hins vegar væru margir flóttamannanna orðnir heldur slappir og voru nokkr- ir sendir á sjúkrahús. Skipið lagði af stað frá Aibaníu fyrir rúmri viku og vitað er að fleiri skip þaðan eru á leiðinni til Ítalíu. Reuter-SIS í Júgóslavíu hefur vopnahlé ekki tilætluð áhrif: Einn læt- ur lífið í sprengju- árás Króatískur fríðargæslumaður lét lífift í sprengjuárás í Króatíu í gær. Að sögn iögreglunnar þar í landi er hann sá fyrsti sem lætur lífið í árás síðan vopnahléð tók gildi sl. mið- vikudag. Lögreglustjóri í Króatíu segir að þrír aðrir friðargæslumenn hafl særst þegar handsprengjum var varpað að þeim í gærmorgun. Að sögn útvarpsins í Zagreb svör- uðu mennimir ekki í sömu mynt. Þar kom einnig fram að serbneskir skæruliðar eru grunaðir um verkn- aðinn. Haft er eftir lögreglunni að árásin hafi verið gerð rúmlega sólarhring eftir að vopnahlé tók gildi. Króatísk- ir ráðamenn segja að lögreglan hafi orðið fyrir árás leyniskyttu sl. nótt, en enginn særst. Vopnahléð tók gildi á miðvikudags- morgun til að koma í veg fyrir frek- ari átök á milli serbneskra skæruliða og króatískra öryggissveita. Að minnsta kosti 300 manns hafa látið lífið í Júgóslavíu síðan átök hóf- ust milli Serba og Króata, þann 25. júní. Reuter-SIS Ókeypis HÖNNUN auglýsingar ‘S6 ÞEGAR ÞU AUGLÝSIR í Tímanum 680001 A«ji9 l'£rct 1 fi 680001 a mar TTfn nainíR 300 Fréttayfirlit PARÍS - Shapour Bakhtiar, fyrr- verandi forsætisráðherra ( síð- ustu rikisstjóm franska keisara- dæmisins, fannst myrtur á heimili sínu skammt frá Paris, ( gær- morgun. Bakhtiar bjó f Frakklandi síðusbj 11 árin, en þangað flutti hann eftir að klerkastjómin tók við vötdum I fran. TaJið er að klerka- stjómin í fran standl aö baki morðinu. BONN - Þjóðverjana tiu, sem rænt var i Tyridandi í sfðustu viku, átti aö láta lausa í gærkvöldi. Þetta kom fram á fféttamanna- ftindi, sem haldínn var I Bonn í gær með Þjóðffelsissamtökum Kúrda. SEÚL - Mikhail Gorbatsjov, for- seti Sovétrikjanna, hefur boðið ættingjum þeirra farþega, sem fórust þegar Sovétmenn skutu niður suður-kóreska farþegaflug- vél, að koma á staðínn þar sem slysið áttí sér stað og halda þar minningarathöfn um hina látnu. TÓKÍÓ - Japanskir þingmenn hafa ákveðið aö kalla saman ti sérstaks hmdar vegna hneykslis í flármálaráðgjöf, sem nýverið kom upp. Einnig er ætíunin að raeða um breytíngar á kosningalögum. NÝJA DELHÍ - Að minnsta kosti 20 manns týndu Iffi og 16 slösuðust þegar rúta keyrði útaf vegi og lenti ofan í á, á Norður- Indlandi í gær. NEW YORK - Utanrikisráðherra Egyptalands, Amr Moussa, sagði f víðtali við New York Times að ólíklegt sé aö PLO muni stöðva framgang friðarráðstefnunnar um málefni Mfóausturlanda, jafrtvel þótt þeir heföu ekki sinn fúlltrúa á hennl.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.