Tíminn - 09.08.1991, Qupperneq 6

Tíminn - 09.08.1991, Qupperneq 6
6 Tíminn Föstudagur9. ágúst 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavik Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðamtstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gfslason Skrifstofur:Lyngháls 9,110 Reykjavlk. Sími: 686300. Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Ráðherra gegn ráðherra Utanríkisráðuneytið hefur tekið sér það vald að skilgreina tilteknar landbúnaðarvörur sem iðnaðar- vörur og ætlar að stuðla að því að þessar vöruteg- undir verði fluttar inn í samkeppni við íslenska framleiðslu, þvert ofan í sett lög og samninga við bændasamtök og innflutning landbúnaðarvöru næstu sjö ár. Hér er um brýnt hagsmunamál að ræða. Ekki er að fullu upplýst með hvaða hætti eða af hvaða hvötum utanríkisráðuneytið viðhefur þessa skilgreiningu. Ýmislegt bendir til að óvarkárni og mistök, ef ekki hreinn misskilningur, hafi leitt til þessarar ákvörðunar utanríkisráðuneytisins í fyrstu. Það auðveldar hins vegar ekki upplýsingar um mál- ið, að utanríkisráðherra gengur sjálfur hart fram í því að réttlæta mistúlkun þessa og segir viðkomandi landbúnaðarvörur iðnaðarvörur, þótt svo sé ekki að lögum. Hafi málið í upphafi verið embættisafglöp er það hér með orðið að pólitísku stórmáli, ekki aðeins í samskiptum stjórnar og stjórnarandstöðu, heldur innan sjálfrar ríkisstjórnarinnar. Landbúnaðarráðherra, Halldór Blöndal, segir að vörur þær sem hér um ræðir, séu landbúnaðarvörur, því sé það lögbrot að flytja þær inn. Þessi skýra af- staða landbúnaðarráðherra ætti að vera mikilvæg fyrir viðunandi lausn á þessu klúðri, þótt út af fyrir sig sé þess ekki kostur hér að segja til um hvernig þessir tveir ráðherrar ætla að koma sér saman eða á hvora sveifina forsætisráðherra leggst. Kannski hugsar hann sér að niðurlægja Halldór Blöndal í þessum ágreiningi við kratana eins og hann snerist gegn Þorsteini Pálssyni í fiskveiðinefndarmálinu fyrir hálfum mánuði. Ef til slíks kæmi ætti forsætis- ráðherra að hugsa sig tvisvar um. Þær framleiðsluvörur sem hér er fyrst og fremst átt við eru Smjörvi og Létt og laggott. Þessar vöruteg- undir hafa ætíð verið skilgreindar sem landbúnaðar- vörur vegna þess að hráefni þeirra er í ríkum mæli sótt til mjólkur. Mjólkurstöðvar framleiða þessar vörur. Á því eru engin tvímæli að þessar vörur eru innan ramma gildandi samninga milli bænda og rík- isstjórnar um markaðsaðlögun landbúnaðarfram- leiðslunnar næstu sjö ár. Stéttarsamband bænda hefur sýnt fram á það með skýrum rökum, að skilgreining utanríkisráðuneytis- ins raskar grundvelli og markmiði búvörusamn- ingsins. Ríkisstjórnin yrði ber að samningssvikum ef skilningur utanríkisráðherra á að ráða. Um það hversu miklir framleiðslu- og rekstrar- hagsmunir eru í húfi fyrir bændur og úrvinnslu- stöðvar þeirra vitnar best það sem segir í blaði Upp- lýsingaþjónustu landbúnaðarins 7. þ.m. að leggja megi innflutning á þessum vörum að jöfnu við nærri fjórðung mjólkurframleiðslunnar í landinu. Hlýtur hver maður að sjá að slík skerðing nær engri átt. Landbúnaðarráðherra ber að koma í veg fyrir þetta. Þótt hér gangi ráðherra gegn ráðherra veit Halldór Blöndal að réttlætið er hans megin. AF ERLENDUM VETTVANGI Horfur i ferðaþjónustu erlendis Ferðaþjónusta er umfangsmik- ill atvinnuvegur í hinum þróaða heimi, ekki síst í Evrópu. Öll hin stóru og auðugu Evrópuríki, Bretland, Frakkland, Þýskaland, eiga mikið undir ferðaþjónustu, engu síður en alkunn „ferða- mannalönd" eins og Spánn, Ítalía og Grikkland. Talið er að 10 millj- ónir manna vinni við ferðaþjón- ustu í ýmsum myndum í helstu ferðamannalöndum álfunnar. Hin óbeinu áhrif ferðaþjónustu á þjóðarbúskap Evrópuríkja er meiri en tölum verði talið. Sum þessara landa, s.s. Spánn og Grikkland, eiga þjóðarafkomu beinlínis undir ferðaþjónustunni. Samdráttur í ferðaþjónustu er því efnahagslegt áfall í mörgum löndum, þ.á m. í Frakklandi og Bretlandi. Þótt auðvitað hafi orð- ið geysilegur vöxtur í þessari starfsemi undanfarna áratugi miðað við það sem áður var, koma alltaf fyrir einstök samdráttarár, sem valda verulegum fjárhags- vanda í atvinnugreininni. Árið 1991 ætlar að verða eitt hið alvar- legasta samdráttarár í evrópskri ferðaþjónustu. Aðalástæðan er rakin til þess að bandarískir og japanskir ferðamenn hafa millj- ónum saman horfið frá því að ferðast til Evrópulanda og leggja nú leið sína á allt aðrar slóðir, s.s. Hawaii, Mexíkó og Ástralíu. Talið er að Persaflóastyrjöldin í vetur hafi haft þessi áhrif á ferðaáætl- anir Bandaríkjamanna og Japana, enda höfðu þeir ástæðu til að ótt- ast um öryggi sitt. í ljósi þeirra breytinga sem orðið hafa, gæti ástandið breyst á næsta ári og ekki ólíklegt að svo verði. Svo stórfelldur samdráttur getur ekki varað mörg ár. Samdráttaráhrifin í evrópskum blöðum og at- vinnuvegadálkum er miklu rúmi eytt í að tíunda samdráttaráhrifin í ferðaþjónustu. í einni slíkri heimild er sagt að tala ferða- manna frá öðrum heimsálfum muni dragast saman um 35% miðað við árið 1990. Áætlað er að í fýrra hafi átta milljónir ferða- manna frá öðrum heimsálfum sótt Evrópu heim, svo að meira en þriðjungsfækkun segir til sín, hvort sem litið er á hana hlut- fallslega eða í beinum tölum. Tal- ið er að 40 milljarðar dollara hafi tapast vegna færri farþega á flug- leiðum milli heimsálfa, lélegrar nýtingar gistiherbergja og fá- mennis á veitingastöðum. 250 þúsund manns hafa misst at- vinnu sína innan ferðaþjónust- unnar það sem af er árinu og álit- ið að sú tala hækki þegar lengra líður á árið. Þannig er hægt að rekja þessar óheillatölur enn frekar og bera þær saman við fýrri samdráttarár og leggja út af þeim á ýmsa vegu. Bent hefur verið á að ástand heimsmála hafi bein áhrif á ferðalög fólks, ekki síst Bandaríkjamanna. Ófriðar- ástand og efnahagskreppur hvetja síst til skemmtiferðalaga, og þarf engan að undra. Það kemur raunar fram í þess- um dapurlegu fréttum af ferða- þjónustu í Evrópu, að ferðir Aust- ur-Evrópumanna hafa aukist, a.m.k. til sumra Evrópulanda, en sú aukning vegur á engan hátt upp á móti samdrættinum að öðru leyti. Austur-Evrópumenn ferðast sparlega, enda hafa þeir ekki úr miklu að moða, m.a. vegna þess að þeim er skammtað- ur ferðagjaldeyrir sem gerir þeim ókleift að kaupa dýrar vörur eða þjónustu, auk þess sem fjárhags- getan að öðru leyti er lftil. Innrás í Austur-Evrópu En hvað sem segja má um ástand og horfur í ferðaþjónustu Vestur- Evrópu, sem sumir álíta að sé í alvöru komin á stöðnunar- eða hnignunarstig, eru vestrænir hótelrisar byrjaðir að fjárfesta í gistihúsabyggingum í Austur- Evrópu, þ.e. gömlu kommúnista- löndunum. Hér er ekki um nein farfuglaheimili að ræða, heldur dýrindishótel með hvers kyns munaði. Er augljóst að hótelkeðj- urnar eygja von í að stöndugt skemmtiferðafólk og kaupsýslu- menn fari að leggja leið sína til þessara landa og því fremur sem gistiaðstaðan batnar. Lúxushótel með frægum alþjóðlegum nöfn- um spretta upp hvert af öðru í höfuðborgum alþýðulýðveldanna fýrrverandi, Varsjá, Búdapest og Prag, að ógleymdum vestrænum hótelsmíðum í Moskvu, jafnvel Leningrad, þ.e. sjálfri Pétursborg, sem sænskir hótelkóngar hafa í hyggju að leggja undir sig og hefna með því ófara Karls 12. fýr- ir Pétri keisara forðum. Þannig virðist alþjóðlega ferða- þjónustan lögst í nýja landvinn- inga, staðráðin í að bæta sér upp minnkandi útþenslumöguleika á Vesturlöndum sem e.t.v. eru í sjónmáli. I.G.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.