Tíminn - 09.08.1991, Side 11

Tíminn - 09.08.1991, Side 11
Föstudagur 9. ágúst 1991 Tfminn 11 — ÍÞRÓTTIR CT——— Mjólkurbikarkeppni KSl: Víðir 1 mínútu frá bikarúrslitaleiknum — FH mætir Val, sem lagði Þór í vítaspyrnukeppni á Akureyri Víðismenn úr Garði voru einni mín- útu frá því aö komast í úrslitaleik Mjólkurfoikarkeppninnar í knatt- spyrnu, en í gærkvöld mættu þeir FH-ingum í undanúrslitum keppn- innar í Garði. í fjörugum og við- burðaríkum leik tryggðu FH-ingar sér sigur 1-3 í framlengdum leik. Það var Hörður Magnússon, marka- kóngur þeirra, sem átti heiðurinn af sigri FH, en hann skoraði öll þtjú mörkin. Fyrri hálfleikur var fjörugur framan af. Víðismenn voru mun hættulegri og í fjórgang skall hurð nærri hælum við mark FH. Mest hætta var á ferðum þegar Vilberg Þorvaldsson fékk bolt- ann á markteig, en skaut yfir. Þá varði Stefán Amarson vel, þegar Sigurður Magnússon fékk boltann upp við markið eftir aukaspymu. í síðari hálfleik jafnaðist leikurinn mikið og FH-ingar fóru að sýna Knattspyrna — 1. deild kvenna: Jafntefli í toppleiknum ÍA og KR gerðu 1-1 jafntefli í leik efstu Iiða 1. deildar kvenna í knattspymu á Akranesi í fyrra- kvöld. Á Akureyri vann Breiðablik 2-6 sigur á Þór. Fyrir helgi vann Breiðablik 0-2 sigur á KA nyrðra og Valur vann Tý í Vestmannaeyjum með sömu markatölu. Staðan í 1. deild kvenna: Akranes 10 7 2 1 38-6 23 Valur 10 7 2 1 32-6 23 KR 9 7 1 1 29-9 22 Breiðablik 9 6 12 19-11 19 ÞórAk. 7 2 1 4 13-23 7 KA 10 1 2 7 10-30 5 Þróttur N. 8 1 0 7 7-24 3 Týr 9 0 1 8 4-44 1 Frjálsar íþróttir: Einar þriðji Einar Vilhjálmsson varð í þriðja sæti í spjótkasti á Grand Prix mótinu í Ziirich í fyrrakvöld, rétt eins og Pétur Guðmunds- son í kúluvarpinu. Einar kastaði 82,50m. Jan Zel- ezny frá Tékkóslóvakíu sigraði, kastaði 88,78m. Einar keppti á öðru Grand Prix móti í Malmö í Svíþjóð á mánu- dagskvöld og varð þá einnig í þriðja sæti með 81,60m. Gott kast Vésteins Vésteinn Hafsteinsson HSK, kastaöi 63,90m á kastmóti ÍR í fyrrakvöld. Hér er um að ræða besta árangur íslendings á ár- inu. Á sama móti kastaði Helgi Þór Helgason USAH kringlu 56,25m. Andrés Guðmundsson kastaði kúlu 17,37m á mótinu. BL Knattspyrna: Firmakeppni ÍK ÍK heldur firmakeppni í knatt- spyrnu á grasvellinum í Smára- hvammi í Kópavogi, sunnudag- inn 18. ágúst. Sjö leikmenn eru í hverju liði. Þátttaka og nánari upplýsingar er að fá hjá Jóni í símum 40097 og 40903. klæmar. Jón Örvar Arason, markvörð- ur Víðis, sem átti stórleik í gær, var jafnan á réttum stað og varði skot FH- inga. Víðismenn svöruðu þessum ágangi með skyndisóknum og Steinar Ingimundarson átti eina slíka á 62. mín., en Stefán markvörður FH stöðv- aði hana. Steinar var aftur á ferðinni á 67. mín., brunaði upp hægri kantinn, gaf fýrir á Hlyn Jóhannsson sem skall- aði knöttinn í vamarmann FH. Þaðan fór boltinn í þverslá og inn. Aðeins mínútu eftir markið var Sig- urður Magnússon rekinn út af fyrir brot á Dervic, en Sigurður hafði áður litið gula spjaldið. Ur aukaspymunni, sem fylgdi á eftir, skaut Andri Mar- teinsson framhjá. Víðismenn fengu gott færi stuttu síðar er Karl Finn- bogason skaut rétt yfir mark FH. Þegar hér var komið við sögu var far- ið að hitna allvel í kolunum, þó ekkert væri grillið. Bjöm Vilhelmsson fékk mikið olnbogaskot frá Ólafi Kristjáns- syni á 77. mín., en Eyjólfur Ólafsson dómari sá ekkert athugavert. Bjöm hefndi sín á Ólafi og það sá línuvörður, sem gerði Eyjólfi viðvart. Fékk Bjöm að launum rautt spjald og Víðismenn þvf tveimur leikmönnum færri. Nú fór sóknir FH heldur betur að þyngjast og Jón Örvar stóð í ströngu í vítateig sínum. Um einni mínútu áður en Eyjólfur flautaði til leiksloka jafn- aði Hörður Magnússon leikinn. Hann fékk boltann óvaldaður utan vítateigs og þmmaði honum umsvifalaust upp j markhomið fjær, óverjandi fyrir Jón Örvar, 1-1. í framlengingunni bætti Hörður við tveimur mörkum, bæði skomð með viðstöðulausum þmmuskotum. Víðismenn féllu með sæmd út úr keppninni og FH-ingar geta þakkað Herði að bikardraumurinn rættist. Valsmenn sterkari í vítaspymukeppni Á Akureyri var fátt um fína drætti í leik Þórs og Vals. Þórsarar vom ná- lægt því að skora í tvígang, en Júlíus TVyggvason skaut í þverslá og Halldóri Áskelssyni mistókst einnig að skora úr dauðafæri. í vítaspymukeppni misnotuðu Þórs- arar sína fýrstu spymu, er Júlíus skaut yfir, Sveinn Pálsson og Þórir Áskels- son skomðu síðan fyrir Þór og Steinar Adolfsson, Einar Páll Tómasson og Jón Grétar Jónsson fyrir Val. Bjami Sigurðsson varði þá frá Þorsteini Jónssyni og Friðrik Friðriksson frá Sævari Jónssyni. Úr síðustu spyrnu keppninnar tryggði Gunnar Már Más- son Val sæti í úrslitaleik Mjólkurbikar- keppninnar. BL Hörður Magnússon skoraði þrennu fyrir FH gegn Vfði í gærkvöld og tryggði liðinu sæti í úrslitaleik Mjólkurbikarkeppninnar, sem leikinn verður 25. ágúst nk. Tfmamynd Ámi Bjama Knattspyrna — Körfuknattleikur: Sigur og tap strákanna ísland vann Danmörku 1-0 á Norðurlandamóti drengjalandsliða í knattepymu í Vestmannaeyjum í gærkvöld. Þá unnu Finnar Norð- menn 3- 2 og Engiendingar unnu Svía 2-0. í Portúga! tapaði íslenska ungiingalandsiiðið í körfuknattleik fyrir Hoilendingum 60-77, eftir að hafa haft yfir í leikhléi 32-31. Sigfús Gizurarson skoraði 16 stig fyrir ísiand í ieiknum og Pétur Vopni Sig- urðsson 13. BL Hfei==T=TÍI|| Egilsstaöir Fundarferðir formanns Framsóknarflokksins Stelngrimur Halldór Steingrimur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins og Halldór Ásgrlmsson halda fund með trúnaðarmönnum flokksins á Egilsstöðum föstudaginn 9. ágúst kl. 17. 00. Höfn Steingrímur Hermannsson formaöur Framsóknarflokksins og Halldór Ásgrímsson varaformaður halda fund meö trúnaöarmönnum I Framsóknarhúsinu Höfn, Homafiröi mánudaginn 12. ágúst kl. 21. Framsóknarflokkurinn 5. landsþing L.F.K. Unnur Sigrun 5. landsþing Landssambands framsóknarkvenna veröur haldið I Borgartúni 6, Reykjavfk dagana 4. og 5. október 1991. Þingið hefst með setningarræðu formanns L.F.K. og slöan skýrslu stjómar. A) formanns: Unnur Stefánssdóttir. B) gjaldkera Sigrún Sturludóttir. Dagskrá nánar auglýst slðar. Framkvæmdastjóm L.F.K. Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 1991 Dregið var í Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 12. júll 1991. Vinningsnúmer eru sem hér segir: 1. vinningur nr. 39967 2. vinningurnr. 23913 3. vinningur nr. 38808 4. vinningur nr. 115 5. vinningur nr. 38648 6. vinningurnr. 14889 7. vinningur nr. 22161 8. vinningur nr. 28488 9. vinningur nr. 20036 10. vinningur nr. 36044 11. vinningur nr. 15202 12. vinningurnr. 11886 13. vinningurnr. 14713 14. vinningur nr. 15661 15. vinningur nr. 36440 Ógreiddir miðar eru ógildir. Vinnings skal vitja innan árs ffá út- drætti. Frekari upplýsingar eru veittar i síma 91-624480. Framsóknarflokkurinn. MUNIÐ að skila tilkynningum í flokksstarfið tímanlega - þ.e. fyrir kl. 4 daginn fyrir útkomudag. Félagsmót framsóknarmanna í Skagafirði verður haldið í Miðgarði laugardaginn 31. ágúst. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar fer á kostum og leikur fyrir dansi. Jóhannes Kristjánsson verður meðal skemmtiatriða. Nánar auglýst slöar. Nefndin. Stefna ’91 — Sauðárkróki Fræðsluráðstefna SUF verður haldin helgina 30. ágúst-1. sept- ember n.k. Ráðstefnan er opin öllum ungum framsóknarmönnum alls staðar af landinu og verður ráðstefnugjaldi stillt í hóf. Gist verður í heimavist Fjölbrautaskólans á Sauöárkróki og fyririestrar munu fara fram í sal skólans. Eftir ráðstefnuna verður fjölmennt á héraðsmót framsóknarmanna í Skagafirði, sem haldið verður að Miðgarði og mun hinn þjóðfrægi Geirmundur Valtýsson leika fýrir dansi. Dagskrá ráðstefnunnar verður auglýst síðar. SUF-arar eru hvatt- ir til að skrá sig sem fyrst á skrifstofíi Framsóknarflokksins, Hafn- arstræti 20, eða (síma 624480. Framkvæmdastjórn SUF

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.