Tíminn - 09.08.1991, Qupperneq 12

Tíminn - 09.08.1991, Qupperneq 12
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 ,Bérmíl^‘olckarfS31 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR VEMBRÍFAtftBSKIPTI Holnartiusinu v Tryggvagotu SAMUINNUBANKANS S 28822 SUÐURLANDSBRAUT 18. SlMI: 688568 Alls sottu 14 um starf útvarpsstjóra: Séra Heimir Steinsson j____________ næsti útvarpsstjóri Menntamálaráðherra ákvað í gær að leggja til við forseta Is- lands að séra Heimir Steinsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, yrði skipaður útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins frá og með 1. októ- ber 1991. Umsóknarfrestur um starf út- varpsstjóra rann út þriðjudag- inn 6. ágúst og sóttu alls 14 ein- staklingar um starfið. Meðal umsækjenda voru Gísli Alfreðs- son þjóðleikhússtjóri, Halldór Halldórsson fréttamaður, Inga Jóna Þórðardóttir viðskipta- fræðingur, Ólafur Stephensen markaðsráðgjafi, Pétur Guð- finnsson framkvæmdastjóri Sjónvarps, Ragnar Jónsson kennari, Stefán J. Hafstein dag- skrárstjóri, Sveinn Kristinsson Þórufeíli 6 og Sverrir Örn Kaa- ber skrifstofustjóri. Fjórir um- sækjenda óskuðu nafnleyndar. í samtali við Tímann sagði séra Heimir að sér litist mjög vel á að starfa sem útvarpsstjóri. Heimir sagði að ekki væri tímabært að tala um hvað hugmyndir hann hefði um starfið og hvort að hann hygðist breyta einhverju. Hann sagðist þó hafa afar marg- ar hugmyndir, sem hann ætlaði sér áreiðanlega að koma á fram- færi þegar fram í sækti. Jafn- framt sagðist hann hafa heil- mikinn hug á því að fjalla sjálfur um ýmis málefni stofnunarinn- ar og þeirra sem hún þjónar. Af því tilefni myndi hann eflaust gerast tíðförull að hljóðnema svo og sjónvarpsskjá lands- manna. -UÝJ Sr. Heimir Steinsson. Tímiim FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1991 Athugasemdir vegna borgarskipulags: Lokafrestur rann út í gær Um hádegisbilið í gær höfðu milli fimm og sex athugasemdir vegna að- alskipulags borgarinnar borist Borg- arskipulagi Reykjavíkur. Búist var við að fleiri athugasemdir myndu berast þegar líða tæki á daginn, en frestur til að skila inn athugasemd- um rann út klukkan 16 í gærdag. -UÝJ Forsætisráðherrar Norðurlanda funda 12. og 13. ágúst nk. verður haldinn í Reykjavík fundur forsætisráðherra Norðurlanda. Á dagskrá fundarins verður m.a. skýrsla samstarfsráð- herra Norðurlanda til forsætisráö- herra um stöðu og þróun samstarfs ríkisstjórna landanna. Það má gera ráð fyrir því, að staðan í viðræðum EFTÁ-ríkjanna við Evrópubandalag- ið um evrópskt efnahagssvæði verði eitt aðalumræðuefni fundarins. Af öðrum viðfangsefnum má nefna málefni Eystrasaltsríkjanna. —SE Fulltrúar grænu fjölskyldnanna í Kópavogi ásamt bæjarstjóranum, Sigurði Geirdal (lengst til hægri). Tímamynd: Ari Viourkennmgar fyrir umhverfi 1 gær voru afhentar viðurkenn- ingar fyrir snyrtilegt umhverfi íbúðarhúsa í Kópavogi. Viður- kenningamar vom veittar á veg- um umhverfisráðs Kópavogs, Lionsklúbbsins Munins, Lions- klúbbs Kópavogs, Rotaryklúbbs Kópavogs og Kiwanisklúbbsins Eldeyjar. Að þessu sinni voru veittar fimm viðurkenningar. Umhverfisráð Kópavogs afhenti Byggung í Kópa- vogi viðurkenningu fyrir vandaða hönnun og frágang lóða við fjölbýl- ishúsin að Hlíðarhjalla 62 til 66 og 74 til 76. Þá veitti Kiwanisklúbbur- inn Eldey Jóhönnu Hauksdóttur og Eiríki Viggóssyni viðurkenningu fyrir garðinn að Fögrubrekku 43. Harpa Guðmundsdóttir og Ragnar Sigurjónsson fengu viðurkenningu frá Lionsklúbbi Kópavogs fyrir garð- inn að Neðstutröð 4. Lionsklúbbur- inn Muninn veitti Ólafíu K. Gísla- dóttur og Atla Má Árnasyni viður- kenningu fyrir garðinn að Borgar- holtsbraut 42 og garður Jóhönnu Stefánsdóttur og Guðmundar Karls- sonar að Melgerði 9 fékk viðurkenn- ingu frá Rotaryklúbb Kópavogs. Auk þessara viðurkenninga fengu grænu fjölskyldurnar átta í Kópa- vogi sérstaka viðurkenningu frá Umhverfisráði Kópavogs og var þeim þakkað athyglisvert framtak í umhverfismálum. Viðurkenningarnar, sem voru af- hentar, eru allar áletraðir gripir eftir listamennina Sigrúnu Einarsdóttur og Sören Larsen í Gler í Bergvík. -UÝJ Um laxveiði í Húnaflóanum hefur lengi verið deilt, segir Jón ísberg sýslumaður: „Villta vestrið“ var stöðvað við Blöndu Lögreglan á Blönduósi sat í fyrri- nótt viö Blöndubrú fyrir 7 mönn- um, sem stundaö höfðu meintar ólöglegar netaveiðar í sjó. Áður höfðu sjömenningarair lent í úti- stöðum við lögreglumann og veiði- eftirlitsmann á bryggjunni á Skaga- strönd. Jón ísberg, sýslumaður á Blöndu- ósi, segir að það hafi alltaf annað slagið verið deilur um veiði í sjó og þá sérstaklega á Vatnsnesinu. Menn hafa verið að ræða um að svo og svo mikið sé veitt af laxi í sjó. Veiðieftirlitsmaðurinn í Miðfirði vildi fylgjast betur með netunum. Hann fékk því slysavarnabátinn frá Skagaströnd lánaðan og fór út ásamt lögreglumanni um kvöldmatarleytið á miðvikudaginn. Þeir fóru með ströndinni og við Hvammstanga sáu þeir nokkur net sem virtist vera allt í lagi með, nema eitt. Það net var að þeirra áliti algjörlega ólöglegt, þar sem það var ekki tengt landi heldur lá úti, alveg sjálfstætt. Þeir tóku það net upp og héldu sínu starfi áfram. Síðan var haldið til Skagastrandar. Þá voru mættir á bryggjuna 7 menn frá Hvamms- tanga, þar á meðal eigandi netsins sem heimtaði að fá netið. Hann taldi að það hefði verið tekið ólöglega. Mennirnir létu ófriðlega og reyndu að hindra að netið væri tekið upp á bryggju. Lögreglumaðurinn þurfti að bregða sér frá til þess að ná í lög- reglubifreiðina, þar sem hún var annars staðar á bryggjunni. Þegar lögreglumaðurinn kom með bifreið- ina til baka, höfðu mennirnir tekið netið af eftirlitsmanninum með „of- beldi“ og sett það upp í bíl. Síðan brunuðu þessir 7 menn af stað á tveimur bflum. Lögreglumaðurinn kallaði þá lög- regluna á Blönduósi út og hún var tiltæk við Blöndubrú þar sem hún stöðvaði sjömenningana. Mennirnir voru síðan fluttir á lögreglustöðina. Fjórum var fljótlega sleppt, en hin- um þremur, sem mest höfðu sig í frammi, var haldið eftir, þar sem ákveðið var að kalla til rannsóknar- lögregluna. Von var á rannsóknar- lögreglunni til Blönduóss í gær til þess að rannsaka málið nánar. Jón fsberg segir gildandi reglur um net í sjó vera frá 4. maí 1990. í 2. gr. þessarar reglugerðar segir að lagnet skuli vera landfast, liggja þvert á fjöru og eigi vera lengra en 50 m. -js Bændur krefjast aftur- köllunar EES-fyrirheita Stéttarsamband bænda hefur skrif- að ríkisstjórninni bréf þar sem þess er krafist að þegar verði dregin til baka öll fyrirheit um rýmkaðar inn- flutningsheimildir fyrir búvöru, sem kunna að hafa verið gefin í viðræð- unum um Evrópskt efnahagssvæði. Jafnframt krefst Stéttarsambandið þess að fullt samráð verði haft við bændur um þetta mál, ef um frekari samningaviðræður verður að ræða. í bréfinu segir að Stéttarsambandi bænda hafi borist um það upplýsing- ar, að í viðræðum um fyrirhugað Evrópskt efnahagssvæði hafi íslensk stjórnvöld ljáð máls á rýmkuðum heimildum fyrir innflutningi á unn- um landbúnaðarvörum og græn- meti. Þar á meðal eru unnar mjólk- urvörur eins og jógúrt, Smjörvi, Létt og laggott og efni til ísgerðar. Sérstaklega er tekið fram að áform um innflutning mjólkurvara hafa ekki á neinu stigi þessa máls verið kynnt eða rædd við forsvarsmenn Stéttarsambandsins. -UyJ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.