Tíminn - 13.08.1991, Qupperneq 2

Tíminn - 13.08.1991, Qupperneq 2
2 Tíminn Þriðjudagur 13. ágúst 1991 Vextir, matur og lyf hækka framfærsluvísitöluna: ▼ a að nýju Kauplagsnefnd hefur reiknað út vísitölu framfærslukostnaðar samkvæmt verðlagi í ágústbyrj- un 1991. Hún reynist vera 157,2 stig, miðað að við að hún hafi verið 100 stig í maí 1988. Hefur hún þá hækkað um 0,8% frá því í júU 1991. Hækkunin síðustu þrjá mánuði jafngildir 12% verðbóigu ó Óri. Þetta kem- ur fram i fréttatiikynningu frá Hagstofúnni. Af þessari 0,8% hækkun vísi- tölunnar stafa tæplega 0,3% af vcrðhækkun matvöru. Tæplega 0,2% af auknum fjármagns- kostnaði á íbúðarhúsnæði. Og 0,1% af hækkun Jyfjakostnaðar. Er þá stuðst við bráðabirgðamat út frá lyfsölu í júlí. Verðhækkun ýmissa annarra vöru- og þjón- ustuiiða hækkaði vísitölu fram- færslukostnaðar um alls 0,2%. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala framfærslukostnaðar hækkað um 7,1%. Undanfarna þrjá mánuði hefur hún hækkað um 2,9%. Það jafngildir 12% verðbólgu á ári. Þar munar mikiu um júnímánuð. Þá var verðbólgan umreiknuð til ársins 17,7%. í júlí var hún 8,9%. En í ágúst er hún framreiknuð 9,6%. Verðbólgan er því á uppleið, hvað sem síðar verður. -aá. AFS á von á 46 skiptinemum eftir u.þ.b. viku en ennþá vantar fjölskyldur fyrir 19 þeirra: Neyðarbréf sent til allra AFS-ara Skiptinemasamtökin AFS eiga von á 46 skiptinemum nú f ágúst en einungis hefur tekist að útvega 27 þeirra fjölskyldur til að búa hjá. Það eru því alls 19 erlendir skiptinemar væntanlegir hingað til lands sem ekki hefur tekist að útvega íslenskt heimili. Sigfríður Gunnlaugsdóttir, fram- kvæmdarstjóri AFS, sagði að skipti- nemamir kæmu hingað til Iands 20. til 23. ágúst. Hún sagði að samtökin gerðu nú allt sem þau gætu til þess að útvega skiptinemunum heimili. Með- al annars voru fyrir síðustu helgi send út neyðarbréf til allra félagsmanna þar sem beðið var um aðstoð þeirra. Sigfríður sagðist ekki vita af hverju það gengi svona illa að fá fólk til að taka skiptinema nú í ár en hópur er- lendu skiptinemanna hefur aldrei verið jafhstór og nú. Það væri þó ekki ólíklegt að fjárdráttur fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins frá því í fyrra hefði skaðað félagið. Hún benti þó á að ekki hefði alltaf gengið vel að útvega fjölskyldur þar sem þetta væri mjög stór ákvörðun fyrir fólk að taka. Að sögn Sigfríðar hefur gengið best að afla fjölskyldna sem standa utan við félagið. Það væri eins og félags- menn AFS hefðu bmgðist félaginu í sambandi við að hýsa skiptinema en þeir væm þó að taka við sér nú, eftir að hafa fengið neyðarbréfið frá félag- inu. Jafnframt sagði Sigfríður að aldr- ei áður hefði gengið jafnilla og nú í ár að fá fjölskyldur þeirra íslensku ung- linga sem em að fara út, til þess að hýsa erlendan nema. Mun minna væri um það núna að fjölskyldur þeirra tækju nema heldur en verið hefúr undanferin ár. Yfirleitt hefðu milli 20 og 30% fjölskyldna íslensku nemanna hýst erlenda nema en nú væri það hlutfall ekki til staðar. Þrátt fyrir það sagðist hún vona að búið yrði að útvega öllum skiptinemunum fjölskyldur áður en þeir kæmu til landsins. Ástæða þess að nú er tekið á móti svona mörgum skiptinemum er sú að AFS á íslandi sendir mjög marga ís- lenska skiptinema utan. Sigfríður sagði að mikill áhugi væri hjá íslensk- um unglingum á að fara utan sem skiptinemi og einnig væm fjölskyldur þeirra áhugasamar um að senda ung- lingana. Það væri þó ekki síður skemmtilegt að taka erlendan skipti- nema inn á heimilið en að senda skiptinema út. Einnig sagði hún að ef félagið sendi eins marga íslenska skiptinema utan og raun ber vitni þá yrði það jafnframt að taka á móti viss- um fjölda erlendra skiptinema. Þó væm mun fleiri íslenskir skiptinemar sem fæm utan á hverju ári en félagið tæki við. „í ár fara alls um 124 íslensk- ir unglingar utan með samtökunum meðan tekið er á móti 46 skiptinem- um erlendis frá,“ sagði Sigfríður. Auk þess sagði hún að félagið vildi ekki fara út í það að fjölskylda þess sem færi út yrði að taka erlendan nema í staðinn. Með því væri verið að mis- muna þeim unglingum þar sem að- stæður foreldra byðu ekki upp á slíkt. Þeir skiptinemar sem ekki hafa feng- ið íslenskar fjölskyldur eru frá Ghana, Hondúras, Bandaríkjunum, Frakk- landi, Ástralíu, Belgíu, Kanada, Júgó- slavíu, Venesúela og Portúgal. -UÝJ Búist við að gróður falli snemma á afréttum uppsveita Arnessýslu: RÉTTUM FLÝTT Ákveðið hefur verið að flýta rétt- um í uppsveitum Ámessýslu og Reykjaréttum á Skeiðum um eina viku í haust frá því sem áætlað var. Þetta er gert vegna þess að búist er við að gróður á afréttum falli óvenju snemma í haust og eins hefðu réttimar orðið of seint að LETT OG LAGG0TT? Iðnaðarvörur unnar úr landbúnaðarhráefni Eftir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra Utanríkisráöuneytiö hefur legið undir ámæli fyrir að hafa leynt og sagt ósatt um framgang samningaviöræðna EES um landbúnaðar- mál og iðnaðarvörur unnar úr landbúnaðarhráefni. 1. Var cinhveiju leynt? Drög að lista yfir iðnaðarvörur unnar úr landbúnaðarhráefni sem leggja átti til grundvallar í viðræð- um EB voru rædd á sérfræðinga- fundi EFTA 17. janúar 1991. List- anum var dreift 25. janúar 1991. Á lista EFTA-sérfræðinganna voru vörur er falla undir tollflokk 21.05 og 21.06 sem m.a. eru rjómi og mjólkurís, Smjörvi og Létt og lag- gott. Listi þessi var sendur í fyrstu útgáfu til landbúnaðarráðuneytis- ins 1. febrúar, önnur útgáfa 22. febrúar, þriðja var lögð fram á fundi í landbúnaðarráðuneytinu 21. maí, fjórða útgáfan var send 20. júní, sjötta 11. júlí og sjöunda 23. júlí 1991. Landbúnaðarráðuneyt- inu bárust því drög að þeim lista sem hér um ræðir í hvert skipti sem ný útgáfa var gefin út, eða í allt 7 sinnum. Hið umdeilda viðbit og rjómaísinn voru frá upphafi á list- anum. Það hefur því engu verið leynt. 2. Var sagt ósatt? Viðræður um landbúnaðarafurðir hafa verið ræddar á þremur víg- stöðvum í samningaviðræðunum. í fyrsta lagi varðandi samræmingu reglugerða um heilbrigðiseftirlit með dýrum og jurtum og afnám viðskiptahindrana á heilbrigðisfor- sendum. í öðru lagi um gagn- kvæmar tilslakanir í viðskiptum með hefðbundnar landbúnaðaraf- urðir. ísland hefur algjörlega staðið utan við þá samningsgerð. í þriðja lagi sótti EB um einhliða tollaívilnanir fyrir 72 tilteknar suð- ur-evrópskar landbúnaðarafurðir. ísland gaf til kynna að fengist frjáls aðgangur að EB mörkuðum fyrir fiskinn, yrði gjöldum aflétt af 65 af- urðum á listanum (hrísgrjón, van- illa, ávextir o.fl.) en árstíðabundinn innflutningur yrði heimilaður á sjö vöruflokkum (agúrkum, tómötum o.fl.) líkt og verið hefur til þessa. Að sjálfsögðu er þetta í fullu sam- ræmi við áður gefnar upplýsingar. Það hefur því engu verið logið. 3. Var óheimilt að flytja inn viðbit og ís? Reglugerð um innflutnings- og gjaldeyrisleyfi nr. 132/1988 kveður á um þær vörutegundir sem eru háðar innflutningsleyfi viðskipta- ráðuneytisins. Innflutningur ann- arra vara en þeirra sem tilgreindar eru í reglugerðinni er frjáls nema önnur lög banni eða takmarki inn- flutninginn. Meðal þeirra vöruteg- unda sem taldar eru upp í reglu- gerðinni er að finna smjörlíki og rjómaís og er innflutningur þeirra því háður leyfum. Vörutegundir á borð við Smjörva og Létt og laggott eru hins vegar ekki taldar upp í reglugerðinni. í lögunum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum nr. 46/1985 er fram- leiðsluráði veittur réttur til að leyfa innflutning þeirra landbúnaðar- vara sem bannað er að flytja inn samkvæmt öðrum lögum, ef stað- fest er að innlend framleiðsla full- nægi ekki neysluþörfinni. Smjörvi og Létt og laggott eru ekki háð inn- flutningsleyfi og þurfa því ekki leyfi framleiðsluráðs. ís er hins vegar á listanum og þarf því leyfi viðskipta- ráðuneytisins til innflutnings á honum. Leyfi framleiðsluráðs þarf hins vegar ef ís telst landbúnaðar- vara. Benda má á að smjörlíki telst ekki landbúnaðarvara og er á for- ræði viðskiptaráðuneytis, sbr. úr- skurð ríkislögmanns um það efni dags. 27. aprfl 1989. í fríverslunarsamningi íslands við EB er ís með kakó á þeim lista sem einungis má leggja á verðjöfnunar- gjald. Þaö væri því samningsbrot ef viðskiptaráðuneytið neitaði inn- flutningi á súkkulaðiís frá EB ríkj- unum. 4. Hefur ísland sam- þykkt fríverslunarlista yfir iðnaðarvörur unnar úr landbúnaðarhráefni? Þegar samræmdur listi EFTA ríkj- anna yfir iðnaðarvörur unnar úr Iand- búnaðarhráefni var afhentur EB var skýrt tekið fram að Finnland, Noreg- ur, Svíþjóð, Sviss og Liechtenstein stæðu á bak við hann, en ísland og Austurríki væru ekki tilbúin til við- ræðna um þennan lista. ísland hefur því aldrei samþykkt neinn lista. Af því sem hér hefur verið sagt má Ijóst vera að svikabrigsl og áburður um leynd og ósannindi er tilefhislaus með öllu. Ekki sakaði að þeir sem staðið hafa fyrir þessum tilefnislausa óhróðri bæðust afsökunar. mati bænda. Þetta er gert að undirlagi Hruna- manna. Loftur Þorsteinsson í Haukholtum, oddviti þeirra, sagði í samtali við Tímann, að gróður á af- réttum hefði tekið vel við sér í vor. Hann sagði afréttinn með falleg- asta móti en hins vegar væri það gefið mál að gróðurinn myndi falla snemma í haust. Upphaflega var áætlað að réttað yrði í þriðju viku september en því hefur nú verið flýtt um eina viku, eins og áður sagði. Loftur sagði að þegar réttað væri þetta seint væri féð gengið fram og það biði við af- réttargirðinguna. Þess vegna þyrfti jafnvel að fara nokkru fyrr og sækja féð og það að rétta þá fáeinum dög- um síðar væri tvíverknaður. Þess má geta að sláturhúsum á þessu svæði hefur fækkað og þar er ekki hægt að byrja að slátra fyrr en að réttum afstöðnum og þeirra vegna er því betra að réttir séu fyrr en síð- ar. Hrunaréttir og Skaftholtsréttir í Gnúpverjahreppi verða nú fimmtu- daginn 12. september í stað 19. sept. Tungnaréttir í Biskupstung- um verða miðvikudaginn 11. sept í stað 18. sept. og Reykjaréttir á Skeiðum, réttir Flóa- og Skeiða- manna, verða föstudaginn 15. sept í stað 20. sept. Göngur á afréttum þessara sveita verða að fylgjast að enda liggja þeir saman. Ekki er gert ráð fyrir að flýta eftirsafni og skilaréttir í þess- um sveitum verða haldnar sam- kvæmt ákvæðum fjallskilareglu- gerðar. -sbs, Selfossi Spítalar í Reykjavík: Haraldur hagráði Heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra hefur óskað eftir, og ætlar sér að eiga, mjög nána samvinnu við samstarfsráð sjúkrahúsanna Reykjavík um hvernig stuðla meg að sem mestri hagkvæmni í rekstr sjúkrastofnana í höfuðborginni. Þar er fyrst á dagskrá hugsanleg samein- ing Borgarspítalans og Landakots- spítala og flutningur á verkefnum þeirra í millum. í þessu augnamiði hefur ráðherra fengið Harald Ólafsson dósent, for- mann yfirstjórnar St. Jósefsspítala, Landakoti, til að sinna þessu í hluta- starfi tímabundið.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.