Tíminn - 13.09.1991, Qupperneq 4
4 Tíminn
Föstudagur 13. september 1991
Lausn á gfslamálinu er loks í sjónmáli:
TVEIMUR VESTRÆNUM
SLEPPT INNAN VIKU
Líbanskur ráðherra, sem er Shítamúslími, sagði í gær að Iíkur væru
á að tveimur vestrænum gíslum yrði sleppt innan viku. Ef það verð-
ur gert kemst skriður á lausn gísladeilunnar.
„Það er áreiðanlegt að innan einnar
viku verður einum Bandaríkjamanni
og öðrum Evrópumanni, sem gæti
verið Terry Waite, sleppt úr haldi,“
sagði ráðherrann, sem ekki vildi láta
nafns síns getið.
Hann sagði að jafnvel væru líkur til
að þremur gíslurn yrði sleppt úr
haldi. Þá fullyrðir hann að Israels-
menn taki næsta skref og þá verði
gísladeilan leyst.
Terry Waite var rænt í janúar árið
1987 þegar hann var staddur í Beirút
til að ræða við mannræningja um
lausn vestrænna gísla. Ekki fór betur
en svo að honum var sjálfum rænt.
Hann er í haldi Islamska Jíhad (Sam-
tökin heilagt stríð). Að minnsta kosti
fimm Bandaríkjamenn, annar Breti
og tveir Þjóðverjar eru í gíslingu í
Beirút.
Islamska Jíhad og Byltingarsamtök
réttlætis hafa fagnað íausn þeirra 51
fanga sem ísraelar létu lausa á mið-
vikudag, svo og afhendingu jarð-
neskra leifa hinna níu skæruliða sem
ísraelar drápu. Þá hefur Islamska Jí-
had hvatt Javier Perez de Cuellar,
framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóð-
anna, til að halda áfram viðræðum í
Teheran um lausn gíslamálsins.
„Við erum tilbúnir að veita Perez de
Cuellar allan þann stuðning sem
nauðsynlegur þykir til þess að gfsla-
málið leysist fyrir fullt og allt,“ segir í
yfirlýsingu Islamska Jíhad, sem send
var út ásamt mynd af bandaríska
blaðamanninum Terry Anderson.
Anderson hefur verið í haldi mann-
ræningja síðan 16. mars 1985. Hann
hefur verið allra gísla lengst í haldi.
Þá stendur í yfirlýsingunni að músl-
ímska þjóðin og baráttumenn séu
hvött til að vinna áfram að lausn allra
fanga, sama hversu mikla fórn verði
að færa þess vegna.
Islamska Jíhad er með Bandaríkja-
manninn Thomas Sutherland í haldi
hjá sér. Samtökin tóku fyrsta skrefið
út úr þeirri sjálfheldu, sem gíslamál-
ið var komið í, með því að láta breska
blaðamanninn John McCarthy laus-
an í byrjun ágúst. Þá um leið sendu
samtökin bréf til framkvæmdastjóra
Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann
var hvattur til að ýta á eftir allsherjar
samningi um lausn gísla og fanga.
Javier Perez de Cuellar, fram-
kvæmdastjóri S.Þ., sagði í gær að
hann vonaðist til að fá fréttir af þeim
sjö ísraelsmönnum sem ekkert er
vitað um.
Þeir, sem standa í samningaviðræð-
um í Teheran, sögðu að gíslamálið
virtist vera að leysast stig af stigi og
vonuðust til að allsherjarlausn yrði
fengin innan fárra vikna.
Samtökin Byltingarsamtök réttlæt-
is tilkynntu í gær að Jack Mann, 77
ára gísl sem þeir hafa í haldi og er frá
Bretlandi, væri hress og heill heilsu.
Þau sendu út mynd af honum þar
sem hann þykir líta mjög þreytulega
út Eiginkona hans segir að hann líti
hræðilega illa út og ætlar að fara til
Beirút í dag.
Samtökin hafa fagnað viðbrögðum
ísraela síðustu daga, en 325 Arabar
eru enn eftir í haldi þeirra eða stuðn-
ingsmanna þeirra. Talsmaður Bylt-
ingarsamtaka réttlætis segir að fyrsta
skrefið hafi verið tekið með því að
leysa þennan fyrsta hóp fanga. „Við
vonumst til að þetta mál fái friðsam-
legan endi,“ segir talsmaðurinn.
Byltingarsamtök réttlætis leystu Ed-
ward Tracy, frá Bandaríkjunum, úr
gíslingu þremur dögum eftir að
McCarthy var látinn laus. Þá eru þeir
með Bandaríkjamanninn Joseph
Cicippio í gíslingu ennþá.
Hussein Musawi, meðlimur í
strangtrúarsamtökunum Hizbollah,
sagði blaðamönnum í Austur-Líban-
on að hann byggist við að gíslar yrðu
látnir lausir innan viku, því að ísrael-
ar væru undir þrýstingi frá Washing-
ton. Reuter-SIS
Javier Perez de Cuellar.
Þriggja ára stúlka notuð sem sendiboði í fíkniefnakaupum:
Víetnömskum stjórnvöldum tekst ekki að koma í veg fyrir giftingar unglinga:
Notuð til að
selja krakk
Móðir og amma þríggja ára stúlku
voru handteknar í Houston í gær
eftir að hafa notað stúlkuna til að
afhenda krakk til óeinkennis-
klædds lögreglumanns.
Talsmaður lögreglunnar í Hou-
ston segir að stúlkan hafi látið tvo
lögreglumenn fá krakk á þriðju-
dagskvöldið, eftir að annar þeirra
hafði sagt henni að hann vantaði 4
grömm af krakki.
Móðir stúlkunnar, sem var í ná-
grenninu, lét stúlkuna fá krakkið
Fréttayfirlit
sem svo kom til lögreglumann-
anna með dópið. Þeir létu hana
hafa 20 dollara, sem hún fór með
til baka og lét mömmu sína fá.
Talsmaöurinn sagði að þessi
stúlka og þrjú önnur börn, senni-
lega systkini hennar, heföu verið
látin í umsjá barnaverndaryfir-
valda.
Móðirin og amman voru hand-
teknar og ákærðar fýrir eiturlyfja-
sölu, og settar í fangelsi.
Reuter-SIS
tnja bandalagsins, sýni að sumar
hersveitir, sem berjast, séu gjör-
samlega stjómlausar.
EYSTRASALTSRÍKIN - Ör-
yggisráð Sameinuöu þjóðanna
samþykkti I gær án atkvæða-
greiðslu inngöngu Eystrasaltsrfkj-
anna í S.Þ. Innganga landanna
verður fonnlega samþykkt á árs-
fúndi stofnunarinnar, sem hefist í
næstu viku.
MOSKVA - Hinn nýi vamarmála-
ráðherra Sovétríkjanna seglr að
yfimienn i hemum, nánir sam-
starfemenn Gorbatsjovs, hafi raett
um að sprengja upp Kreml eða
ráðast á það með hersveitum, til
að hindra valdaránið i síðasta
mánuði.
OISJEK, Júgóslavíu - Sert>
neskir skæruliðar og hersveitir
sambandshersins héldu uppi
stööugum sprengjuárásum á bæi í
Króatiu (gær. í Haag sitja leiötog-
ar lýðveidanna sex f Júgóslaviu og
utanríkisráðherra Júgóslaviu á
friðarráðstefnu sem Evrópu-
bandalagiö stendurfýrir. Talsmenn
EB segja að skothríð á þyrtu sam-
bandshersins, sem bar sendHúll-
TÓKÍÓ - Forseti rússneska
þingsíns hvatti ráðamerm ( Tókíó
til að auka efriislega aðstoð sina
við Sovétrildn, einkum til að binda
endi á langvarandi stirða sambúð
landanna. Hann sagðist vera að
tala um milljarða, ekki mlljónir i
þessu sambandi. I Moskvu hefur
Ivan Silajev forsætisráðherra beð-
ið um neyöaraöstoö ffá Evrópu-
bandalaginu.
Unglingarnir giftast
eins fljótt og hægt er
„Unglingar í Víetnam virða hvatn-
ingu stjómvalda að vettugi og giftast
eins fljótt og þeir geta. Helst er um
að ræöa unglinga úti á landsbyggð-
inni, sem eru orðnir þreyttir á til-
breytingarleysinu." Þetta er haft eft-
ir víetnamska dagblaðinu Sunday
Nhan Dan, sem kom út í gær.
Þar segir ennfremur að 9% þeirra
unglinga, sem gifta sig, hafi ekki náð
tilskildum aldri, sem eru 18 ár. Þessi
tala er enn hærri á ákveðnum svæð-
um, eða rúmlega 20%. Sumir ung-
linganna hafa ekki náð hærri aldri en
13 árum þegar þeir gifta sig.
í blaðinu segir einnig að giftingar
svo ungs fólks hafi vafasamar afleið-
PARÍS - Grikkir og Tyrkir sögðu í
gær að ekki hefði tekist að ná
samkomulagi á fundi, sem Sam-
einuðu þjóðimar komu á um mál-
efrii Kýpur. Þeir segjast samt ætla
að halda áfram viðræöum og helst
ná samkomuiagi áður en mánuð-
urinn er á enda.
PARÍS - John Major, fbrsætisráð-
herra Breta, sagði við Frakka i gær
að tilgangslaust væri að veita
Austur- Evrópuþjóðum einhverja
hjálp, ef þeim væri svo meinaður
aðgangur að mörkuðum landa
innan Evrópubandalagsins.
TBILISI, Sovétríkjunum -
Sovétlýðveldið Georgia kallaði
saman þing landsins til fundar í
næstu viku, til að ræða vaxandi
andstöðu þjóöarinnar við forseta
landsins, Zviad Gamsakhurdia.
ingar fyrír félagslíf fólks, svo og sálar-
líf, og eru þar að auki slæmt fordæmi
fyrir komandi kynslóðir.
Aðalástæðan fyrir hinum ótíma-
bæru giftingum er talin vera ótíma-
bær þungun fjölda kvenna, sem blað-
ið kallar ákafa ungs fólks í að verða
fullorðið sem fyrst. „Þau halda að ást-
in þýði að fara alla leið,“ stendur þar.
Fjárhagur kemur einnig inn í dæm-
ið. En ríkið gefur nýju heimilisfólki
lítinn landskika til aö byggja á hús og
nota til landbúnaðar.
Þýska auglýsingaeftirlitið hefur
bannað tískufatafyrírtækinu
Benetton að nota auglýsingu sem
sýnir nýfætt barn, blóðugt og
slímugt og ekki búið aö klippa á
naflastrenginn.
„Myndir af þessu tagi, sem sýna
manneskjuna óvarða í allri sinni
nekt, á ekki að nota í auglýsinga-
skyni eða í opinberri þágu,“ segir í
yfirlýsingu auglýsingaeftirlitsins.
ítölsk auglýsingayfirvöld bönn-
uðu þessa sömu auglýsingu á
mánudag. Benettonfyrirtækið bað
Breta afsökunar á auglýsingunni,
eftir að búið var að kvarta undan
auglýsingunni í Bretlandi og fyrir-
tækið beðið um að hætta að nota
hana.
Víetnam, sem er fátækt land þar
sem býr 67 milljón manna þjóð,
reynir að fræða fólk um fjölskyldu-
áætlun, þ.e. m.a. það að gera áætlun
um fjölskyldustærð.
Undir slagorðinu að besta valið sé
eitt eða tvö börn, eru ráðamenn að
reyna að hvetja bændur til að eiga
litlar fjölskyldur. En í stað þess að það
hafi áhrif Qölgar í fjölskyldum smá-
bænda, sem eignast fjölda bama og
nota þau til að hjálpa til á ökrunum.
Reuter-SIS
Þýska auglýsingaeftirlitið, sem
stjórnað er af þýskum útgefendum
og auglýsingafýrirtækjum, segir að
Benetton hafi ekki lofað að aftur-
kalla auglýsinguna. Þó eru litlar
Iíkur á að hún sjáist þar oftar, því
auglýsingaeftirlitið fylgir slíkum
bönnum strangt eftir.
Þá hefur Evrópska auglýsinga-
sambandið gagnrýnt auglýsinguna.
Áður hafa verið gerðar athuga-
semdir við auglýsingar fyrirtækis-
ins. Jóhannes Páll páfi II kvartaði
undan auglýsingu þar sem nunna
og prestur kyssast. Þá bönnuðu
ísraelar auglýsingu sem sýndi Gyð-
ingastrák og arabískan dreng
faðmast.
Reuter-SIS
Benetton-auglýsingin veldur víða fjaðrafoki:
Auglýsingin fer fyrir
brjóstið á Þjóðverjum