Tíminn - 13.09.1991, Page 7

Tíminn - 13.09.1991, Page 7
Föstudagur 13. september 1991 Tíminn 7 Bjarni Bragi Jónsson, aðstoðarbankastjóri Seðlabanka íslands: Einfaldanir eða einfeldni Svar til Ögmundar Jónassonar, formanns BSRB Ögmundur Jónasson hefur ritað Seðlabankanum „fyrirspum“ í Tímanum og Þjóðviijanum 4. þ.m., og ef til vill víðar. Raunar fínnst ekki bein fyrirspum í þessu skrifí, en þeim mun meira af aðfinnslum og ásökunum, svo ekki sé meira sagt. Umvandanir hans beinast fyrst og fremst að hagfræðideild bankans, þótt ýmislegt hitti bankastjóra eða bankann í heild í leiðinni. Tel ég mér skylt að svara fyrir deildina, en kýs að gera það í eigin nafni og komast þar með hjá því umstangi, sem fylgja mundi formlegu svari frá bankanum sem slíkum. Aðfinnsluefhi Ögmundar eru mörg og æði samslungin. Verður þó að reyna að greina atriðin að til skipu- legrar meðferðar. Tilefnið er greinin „Verðlag og gengi í lok samnings- tímabils" í ágústhefti Hagtalna mánaðarins. Grein þessi var rituð til þess að gera upp reynsluna af samn- ingstímabili „þjóðarsáttar“ og leiða frarn verðbólgustig í lok þess, sem verða mun innan við 6%. Ekki þótti hættandi á að spá í niðurstöður væntanlegra kjarasamninga og verðlagsþróun komandi árs, enda hefði það vafalítið þótt íhlutunar- samt á annan hvom veginn, heldur var látið nægja að benda á viss meg- insamhengi efnahagsmála og sam- anburð við launaþróun erlendis, meðfram til ályktana um þróun raungengis. Heildarstærðir og innri hlutföll Segja má, að hér sé komið að þeim mörkum, sem Seðlabankinn geti látið sig varða sem stofnun, sem sett er upp til að fást við tiltekna mála- flokka í almennu samhengi efna- hagsmála. Heildarstærðir af þessu tagi, vísitölur og meðaltöl um laun, verðlag, vexti, framleiðslu o.fl. em og að jafnaði fullnægjandi til álykt- ana um meginstefnu og beitingu stjómtækja, enda þótt þær segi ekki alla söguna um famað einstakra að- ila. Um þann misbrest em oft sagð- ar góðar skrýtlur, sem stundum em holl hugvekja. íhlutunarleysi um innri skiptingu, launahlutföll o.þ.h. stendur og í sambandi við, að al- menn stjómtæki hins tiltölulega frjálsa markaðskerfis taka ekki til þessara atriða, heldur em þau samningsatriði eða einstaklings- bundin. Spyrja má í alvöru, hvort eðlileg, markaðshæf og sanngjöm launa- hlutföll geti verið svo mikilvægur þáttur í almennu efnahagsjafnvægi og stöðugleika, að réttlæti opinbera íhlutun eða fortölur. Vera kann, að sérhagsmunahópar í lykilstöðum og hagfelldri nálægð við ráðamenn beri meira úr býtum en gera mundu á fullkomnum, vildarlausum mark- aði, sem einungis tæki mið af nauð- synlegri löðun til starfa. Torskilin gagnverkun markaðsafla og kjara- dómskerfis getur spilað þama inn í. En þetta er ekki ný bóla. Áratugum saman hafa stjómmálamenn og heildarsamtök launþega sett jöíhuð á oddinn. Loks skyldu kjör hinna lægst launuðu bætt, án þess að hækkunin hlypi upp allan stigann. Veilan í framkvæmd hefúr þó næst- um alltaf verið hin sama. Samnin- gaumferðin hefur byrjað neðan frá, án þess að hirt væri um eftirleikinn í toppinn. Það hefur magnað veil- una, að oftast hefúr verið samið upp á verðbólgu, en í skugga hennar hefúr mörg óhæfan verið framin. Þjóðarsáttin hefur brotið blað í þessa sögu og markað færa leið. Fjármagnsþátturínn Þá er komið að þætti fjármagnsins og vaxtanna. Ögmundur sér þar allt svart og hefur á homum sér. Sann- leikurinn er þó sá, að eðlilegir jafn- vægisraunvextir eru mikilvægur bandamaður launþega í glímunni við verðþenslu og þá sjálfskömmtun tekna, sem hann gagnrýnir. Verð- bólgugróði af lánum leiðir af sér óhefta eftirspum eftir vöru og þjón- ustu og verkar sem tangarsókn gegn hagsmunum hins almenna launþega. Annar armurinn klípur í lífeyrissjóð og sparifé hans og veldur eignaupptöku, en hinn veldur verð- hækkun og rýrir kaupmátt laun- anna. Beiting raunvaxta, eða heim- ild fyrir fjármagnsmarkaðinn til að láta vextina mynda jafhvægi, er því ekki aðeins jafhvægisnauðsyn þjóð- arbúsins heldur og helsta úrræðið til þess að koma ábyrgð og aga yfir einingar efnahagslífsins, smáar sem stórar og þar með opinbera aðila. Þar með er ekki sagt, að Seðlabank- anum þyki vextir því betri sem hærri eru. Síður en svo. Vextir eiga að miðast við að vinna sitt verk, hafa sín tilætluðu áhrif, hvorki meira né minna. Á frumstigi reynslunnar af virkri vaxtasteftiu getur þó verið torvelt að ná fúllum tökum á viðeig- andi stjómtækjum. Verst er þó, þeg- ar efnahagsástandið sjálft er fullt mótsagna og skæklatogs. Vaxtastig- ið er m.a. háð horfúm í kjarasamn- ingum og þar með verðbólguhorf- um. Launþegasamtökin hafa þannig mikinn örlagaþráð þessara mála í eigin hendi. Hagfræðideild hefúr lagt mat á hlutdeild raunvaxta í tekjuskiptingu þjóðarbúsins, og birtist grein þess efnis í 2. hefti Fjármálatíðinda 1990. Þess má geta, að Þjóðhagsstofhun fær svipaðar niðurstöður. Hámarki náði hlutfall vaxta af vergum þjóð- artekjum með 7,6% árið 1988, en var áætlað tæp 5% næstu tvö ár á eftir. Þetta síðara hlutfall var þó ívið lægra en einungis aukning launa- hlutfellsins milli 1986 og 1988. Síð- an hefur það lækkað á ný ásamt vöxtunum og báðir meginþættimir þannig rýmt fyrir nauðsynlegum rekstrarafgangi. Hlutdeild raun- vaxta í vergum landstekjum, að meðtöldum vöxtum erlendra lána, er langtum meiri, 10,3% 1988 og á bilinu 7-8% næstu ár á undan og eftir. Þannig sparast þjóðarbúinu ekki vaxtagjöld við að halda um of í innlenda raunvexti, heldur fera þeir til útlanda með vaxandi skuldsetn- ingu og dragast frá í þjóðartekjum. Með hliðsjón af þessum afstöðum, sem vom staðreynd við síðustu samningagerð, má vafalítið skoða þjóðarsáttina sem sáttmála um tekjuskiptingu við hæfi lífvænlegs atvinnurekstrar og þar með at- vinnuöryggis. Einnig er vert að hafe f huga, að vaxtatekjumar falla laun- þegum og lífeyrissjóðum þeirra að mjög stórum hluta í skaut, svo og opinberum sjóðum, sem eru sam- eign okkar allra. Hér kann þó að vera sá hængur á, að opinberir starfsmenn, sem og bankamenn, meti ávöxtun lífeyrissjóða sinna lít- ils, þar sem opinber skuldbinding ráði lífeyri, en ekki staða lífeyris- sjóða. Bætist það við þá staðreynd, að afkomuöryggi þessa fólks er ekki beint háð viðgangi gmndvallarat- vinnuvega. Æskilegt er, að þessar starfsstéttir og samtök þeirra teng- ist betur raunhæfum heildarhags- munum, svo að þau verði hæfari til að axla ábyrgð sinna miklu áhrifa. Viðhorf til vaxta og launa Rétt er hermt hjá Ögmundi, að „vaxtamál skoðast í tengslum við aðrar formúlur en kaupmátt fjár- magnseigenda eða annarra". Sem framleiðsluþættir em vinna og fjár- magnsþjónusta að vísu hliðstæður, og æskilegt að framleiðslustarfsem- in beri uppi sanngjama umbun á báðar hliðar. Jákvæð mannleg og fé- lagsleg markmið em þó að sjálf- sögðu mun tengdari vinnulaunum. Vextir skoðast hins vegar fyrst og fremst sem hagstjómartæki. Sem slíkir þurfa þeir engan veginn að eiga samleið með vinnulaunum, heldur fara eftir mismiklum skorti á lánsfiármagni, misvægi þjóðarbús- ins og þensluhneigð. Þeim er held- ur ekki áskapað að sækja stöðugt til hækkunar, hvorki í skilningi nafn- eða raunvaxta, heldur rokka þeir Opið bréf til menntamálaráðherra, Ólafs G. Einarssonar: FRÁ BERLÍNARDEILD Þann 20. júní síðastliðinn var haldinn fúndur meðal tslenskra námsmanna í Berlín í tilefni hinna stórfelldu breyt- inga á úthlutunarreglum Lánasjóös ís- lenskra námsmanna. Við íslenskir námsmenn ÍBerlfn lýsum yfir óánægju okkar yfir því hvemig um- ræða um fjármál lánasjóðsins hefur far- ið fram í fjölmiðlum að undanfömu. Þegar talað er um að námslán hafi „hækkað“ á árunum 1989 og 1990 virð- ist gleymast að á árunum 1985 til 1989 voru námslán skert um 16,7% miðað við þann framfærslugrunn sem LÍN hef- ur stuðst við allt frá árinu 1975. Á því tímabili kom berlega f ljós að þau dugðu ekki til framfærslu. í tíð fyrrverandi rík- isstjómar voru áðumefndar skerðingar leiðréttar. Við teljum þess vegna með öllu óraunhæft að skerða námslán að nýju um 16,7%. Það er að okkar matí al- gert skilyrði fyrir vel heppnuðu námi að námslán dugi til framfærslu, svo ekki séu sífelldir óvissutímar skjótandi upp kollinum sem hljóta að koma niður á gæðúm námsins. Þær breytíngar á úthlutunarreglum LÍN, sem varða námsframvindu og há- marksnámstíma, teljum við fljótfæmis- lega únnar og ekki vænlegar tíl spam- aðar. Að einfalda úthlutunarreglumar, eins og fram kemur í grein 2.5.2 f breyt- ingatíllögunum um styttingu hámarks- námstíma úr sjö árum f fimm, setur að okkar mati sjálfstæðri uppbyggingu náms og akademískri yfirsýn of þröngar skorður. Með tíllití tíl margflókins skipulags er- lendra skólastofnana, ósamræmis milli einstakra skóla hvað varðar skilgrein- ingar á fyrrihluta- og seinnihlutanámi og mismunandi námstíma í hverju landi fyrir sig sem nauðsynlegur er til fulls náms og tilheyrandi námsgráða, er ógjömingur að setja öll námsferli undir einn hatt Við sjáum þess vegna fram á að flmm ára reglan muni auka á svoköll- uð vafamál og þarmeð flækja afgreiðslu námslána og sprengja endanlega túlk- unarramma úthlutunarreglnanna, sem er nú þegar oft á tíðum óljós. Grein 2.2 í breytíngartíilögunum um svokallaða 100% námsframvindu virðist tíl allrar hamingju ekki hafa náð fram að ganga. Kröfur háskóla um náms- framvindu komast engan veginn til skila f áðumefhdri grein 2.2, heldur hefði hún einungis gert háskólanám ill- kleift fyrir stóran hóp fólks og mistúlkað námsárangur í ljósi happa og glappa til- fella. Væri slfk 100% regla ekki tilgangs- laus harka og í mótsögn við raunveru- lega innistæðu fyrir þeirri námsgráðum sem skólamir veita? Það getur heldur ekki verið þjóðarhagur að einstaklingar séu hraktír frá námi. Fundurinn telur að einn af agnúum út- hlutunarreglna LÍN varði ónógar upp- lýsingar um raunverulegar aðstæður á hverjum stað. Sem dæmi má nefna að eðlilegur námstfmi við þýska háskóla er í flestum tilfellum lengri en 75% regla LÍN gerir ráð fyrir. LÍN lánar hámark 12 misseri til fyrrihluta- og seinnihluta- náms, en meðalnámstími í Þýskalandi er oftast lengri. Með þessu dæmi úr þýsku skólakerfi viljum við engan veginn tefla okkur gegn öðrum fslenskum námsmönnum, heldur vill fundurinn benda á að breyt- ingar á úthlutunarreglum krefjast yfir- vegaðrar og margtækrar upplýsingaöfl- unar. Fundurinn ákvað í því sambandi að hefja upplýsingaöflun í samráði við aðrar SÍNE-deildir f Þýskalandi og hvetjum við tíl samráðs við námsmenn f þessum viðkvæmu málum. Lækkun tekjutíllits lána úr 75% í 50% vænkar ekki hag námsmanna, þar sem viðmiðunarupphæðin.hefur jú lækkað um 16,7%. Fundurinn vill benda á að tekjutillit lána er tvfrætt fyrirbæri: Um leið og það er námsmönnum f hag og í samræmi við íslenskar aðstæður að gerð séu uppgrip í launavinnu yfir sum- armánuðina er ekki forsvaranlegt að rökstyðja námslánahækkun með aukn- um möguleikum á launavinnu með námi. Ef námsmönnum er ýtt út í launavinnu með námi segir það sig sjálft að námstíminn lengist eða að gæði námsins minnka. Fundurinn vill að lokum mótmæla öll- um tílviljanakenndum skyndiákvörðun- um f málefnum LÍN og telur að með svoleiðis áhlaupum sé tilveruréttur námsmanna sffellt dreginn í efa. Á með- an fjölmiðlaumræða um íslenska náms- menn og LÍN er á því plani sem hún er í dag, teljum við að dreginn sé upp mynd af námsmönnum sem vinna ekki fyrir lánunum sínum og kynt undir fordóm- um um að nám sé ekki vinna og verð- mætasköpun. Með því að tefla saman launafólki og námsmönnum og að gera námsmenn að blóraböggli fslensks þjóðfélags sjáum við hættulega þróun f aðsigi sem gengur þvert á ímynd vest- ræns lýðræðis. Það hefur hingað tíl ekki verið neinni þjóð til heilla að safria upþ mótsögnum sínum, vandamálum og óánægju og gera minnihlutahóp ábyrg- an sem allsherjarsökudólg. Fjárhagsvandi LÍN er á vissan hátt upp og niður eftir aðstæðum. Að blanda þessu saman við launahegð- un er verra en einföldun. Það jaðrar við einfeldni. Áhrif vaxta eru margslungin, og nokkuð tvíátta að því er tekur til verðlagsþróunar, bæði eftirspumar- og kostnaðareðlis. Þessi tvíhliða áhrif geta verið missterk eftir sam- hengi við aðra efnahagsþætti, svo sem þenslu frá ríkisfiármálum, og þau geta verið mislengi að leita út- rásar í verðlagi, m.a. eftir því hvem- ig stendur á umferðum kjarasamn- inga. Reynslan af virkum raunvöxt- um er mjög stutt á nauðsynlegan tímakvarða hagrannsókna. í því Ijósi ber að skoða tilvitnaða setn- ingu í grein Hagtalna mánaðarins: „Það líkan sem Seðlabanki íslands notar við almennar verðlagsspár tekur ekki tillit til áhrifa vaxtabreyt- inga.“ Á þessu hneykslast Ögmund- ur, en hefði að ósekju mátt lesa næstu setningu: ,Að því marki sem breytingar á vöxtum liggja fyrir með nægilegum fyrirvara er þó reynt að meta hin beinu áhrif sem koma fram í gegnum húsnæðislið ffam- færsluvísitölu." Þessar breytingar vom tengdar fiármálaástandinu við stjómarskiptin og aðgerðum nýrrar ríkisstjómar og lágu því ekki fyrir í tæka tíð til spágerðar á vordögum. Hér er í raun einnig að því vikið, að nokkm getur munað, hvort spáð er um verðlag eða vísitölu. Áhrif á verðlag em margþætt og misjafn- lega tímasett, en vísitala er sem op- inber mælikvarði á verðlag háð ströngum formlegum reglum um mat tiltekinna liða eftir kostnaðar- tilefnum. Þess ber að gæta, að þrátt fyrir 0,6% hækkun ffamfærsluvísi- tölu í júní af völdum vaxta í hús- næðiskostnaði, nam hann þá lægra hlutfalli af heild vísitölunnar, 12,1%, en í gmnni hennar ffá maí 1988, 12,8%. Er það til marks um víxlhreyfingar vaxta til hækkunar eða lækkunar. Að lokum vil ég láta þessu tilskrifi fylgja góðar óskir til Ögmundar og félaga hans, og raunar allra samn- ingsaðila á þessu hausti, að þeir láti skýra yfirsýn og heilbrigða dóm- greind ráða gjörðum sínum og gæti vel þess fiöreggs þjóðarheilla, sem samtök þeirra hafa falið þeim. SÍNE túlkunaratriði milli ráðuneyta frekar en galli á LÍN sjálfúm. Námslánasjóður með jafri lýðræðisleg markmið eins og LÍN, um að allir eigi kost á námi án til- lits til efnahags, mun að sjálfsögðu allt- af vera útgjaldaliður fyrir ríkissjóð og teljum við að sá gangur mála sé eðlileg- ur. íslenskir námsmenn í Berlfn hvetja til þess að staðinn sé vörður um æðstu markmið LÍN, því þau eru einnig hluti af stoltí okkar og sérstöðu sem fslend- ingar. Þess vegna er að okkar matí al- gjört forgangsatriði hverrar ríkisstjóm- ar að sjóðnum sé tryggð örugg afkoma. í nútímaþjóðfélagi byggist velmegun og framfarir þjóða æ meir á fjölbreytí- legri menntun og möguleikum tíl end- urmenntunar. Til þess að ísland dragist ekki aftur úr og brjótí ekki eigin gildi og sjálfsfmynd verður að tryggja fjölbreytta og lýðræðislega framtíð f fslenskum menntamálum. Fyrir hönd Berlínardeildar Sambands fslenskra námsmanna erlendis. Anna Kristín Hjartardóttir EygkS Ingólfsdóttir GuArún Jónsdóttir Halldór Hauksson F.h. ofan greindra, Eygló Ingólfsdóttír

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.