Tíminn - 19.09.1991, Síða 7
Fimmtudagur 19. september 1991
Tíminn 7
VETTVANGUR
Einar Freyr:
Lenín, Krúsjeff, Gorbatsjov,
Jeltsín og þjóðernisvandamálin
Reynslan sýnir, að það eru til tvennskonar þjóðernisstefnur.
Annars vegar hin heilbrigða, þjóðlega tilfinning fyrir eigin upp-
runa, og óeigingjörn ást á eigin þjóðlegu menningu; og hins veg-
ar taugaveiklaður þjóðrembingur er iýsir sér í ofmati á eigin
ágæti, og fordómum og hatri á öðrum þjóðum og kynstofnum.
Þetta er bæði gamalt og nýtt
vandamál sem ríkt hefur og ríkir
enn um allan heim, vandamál, sem
ekki hefur verið hægt að leysa
vegna vanþekkingar og vankunn-
áttu.
Frelsið, sem glasnost og pere-
strojkan hafði leyst úr læðingi um
öll Sovétríkin, hafði ekki varað
lengur en í tæp tvö ár, þegar byrjað
var á því að ata höfund þess, Mikha-
fl Gorbatsjov, sauri. Hann var allt í
einu orðinn hinn versti maður.
Þetta gekk svo langt, að hann var
jafnvel sakaður um að hafa staðið á
bakvið valdaránið.
Látum vera þótt óupplýst og
hungrað fólk í Sovétríkjunum
hegðaði sér þannig, það er að vissu
marki mjög skiljanlegL En þegar
greint fólk, sem búið hefur á Vest-
urlöndum árum saman eins og t.d.
rithöfundurinn Andrés Kung, er
hélt því blákalt fram, að besta leið-
in til að frelsa Eystrasaltsþjóðimar
væri að koma Gorbatsjov fyrir katt-
arnef, þá er nú skörin farin að fær-
ast upp í bekkinn. Það er í raun og
vem furðulegt, að velmenntaður
maður skuli vera haldinn tauga-
veikluðum þjóðrembingi.
Þótt leið Eystrasaltsþjóðanna til
algers sjálfstæðis lægi alveg frjáls
og opin m.a. samkvæmt nýjum
sovéskum lögum, og alls engin
hætta á því að Eistland, Lettland og
Litháen myndu ekki í náinni fram-
tíð öðlast fullt sjálfstæði, þá var
samt þyrlað upp moldviðri kring-
um þessi mál tií að skapa einskon-
ar helgigloríu kringum yfirborðs-
lega og þröngsýna stjómmála-
menn er sumir hverjir vom ekki
annað en gamaldags þjóðremb-
ingsmenn fullir af kynþáttahatri og
fordómum. Slíkum mönnum var
hjartanlega sama um það, þótt
þröngsýni þeirra og óþarfa „sjálf-
stæðisbarátta" kostaði allsherjar
blóðbað um öll Sovétríkin. Löng-
unin til að verða ný sjálfstæðishetja
í miklu blóðbaði virtist vera mjög
freistandi. Eitt er víst, að það var
ekki þessum þjóðrembingsmönn-
um að þakka, að blóðbaðið varð
ekki meira en raun sýndi.
II.
Að reyna að leysa pólitísk vanda-
mál með morðum, hefur sjaldan
reynst farsælt. Þegar Alexander II.
af Rússlandi (1818-1881) vildi
koma á breytingum og auka frelsi
þegna sinna, þá var honum sýnt
banatilræði. Hann herti því á tök-
unum um tíma, en vildi samt auka
frelsi landsmanna. En að lokum
var hann myrtur. Morðingjarnir
fengu í staðinn miklu grimmari
keisara eða heimskingjann Alex-
ander III.
Lenín trúði á blóðuga byltingu, og
til þess að hafa frjálsar hendur
beitti hann brögðum. Hann hafði
orðið í minnihluta á flokksþingi
rússneskra sósíaldemókrata í
London 1903, og þegar stór hluti af
fulltrúunum voru famir af þing-
inu, þá heimtaði hann nýja at-
kvæðagreiðslu. Með slíku svindli
náði hann meirihluta. Síðan notaði
hann þetta atvik sem áróður og
kallaði sig og sína menn bolsévíka
sem þýðir meirihluti. Eftir þetta
byrjaði hann skipulega að ofsækja
hina gáfuðu og heiðarlegu félaga
sína, eða hina rússnesku intellig-
ensíu.
Á þessum árum var Vínarborg í
Austurríki miðstöð flestra mennta-
manna Evrópu. Vín var þá leiðandi
á sviði vísinda og heimspeki. Aðal-
frumkvöðull þessarar þróunar var
austurríski vísindamaðurinn Emst
Mach. Það var hann sem undirbjó
hinn vísindalega jarðveg fyrir
menn á borð við Max Planck og Al-
bert Einstein. Rússneska intellig-
ensían tileinkaði sér einnig þessi
nýju vísindi Vínarborgar.
Vegna starfsemi Emst Mach og
annarra vísindamanna er tileink-
uðu sér hin nýju raunvísindi eða
hin empirísku vísindi, þá fór rúss-
neska intelligensían smám saman
að gagnrýna sumar af kenningum
Karls Marx, m.a. hina díalektísku
efnishyggju. Menntamenn eins og
t.d. A. Bogdanov, V. Bazarov, P. Ju-
sjkevitsj, SA Suvorov og margir
fleiri, byrjuðu að sjá ýmsar veilur í
kenningum Marx og gagnrýna þær
opinberlega í bókum og tímaritum.
Rússneska intelligensían var sem
sagt að byrja að átta sig á því, að
ýmislegt í kenningum Marx var
óvísindalegt og þurfti að gagnrýna
og breyta.
En Lenín setti sér það sem mark-
mið að leggja þessa menntamenn
og rithöfunda í einelti og einangra
þá frá rússnesku þjóðinni.
Hinn sjálfmenntaði rithöfundur
Maxím Gorkij tilheyrði einnig
hinni rússnesku intelligensíu er
tileinkaði sér vísindi Emst Mach og
gagnrýndi vissar kenningar marx-
ismans.
í bréfi til Maxíms Gorkij í febrúar
1908 skrifar Lenín:
Jtilutverk hirma gáfuðu í flokki
okkar er á niðurleið, það heyrist
um allt að þeir séu að yfirgefa
flokkinn. Leyfum þessum skíthœl-
um að fara þangað sem piparinn
vex. Flokkurinn mun losa sig við
þessa smáborgaralegu sorpfram-
leiðslu. Verkamennimir taka nú
að sér hlutina meira og meira.
Hlutverk hinna herskáu verka-
manna verður þýðingarmeira. Allt
þetta er framúrskarandi... “
Lenín reyndi að lokka Gorkij til
sín og bolsévíkanna, bæði með hót-
unum og blíðmælum.
Að einangra og útiloka intelligen-
síuna þýddi það sama og að koma í
veg fyrir alla heilbrigða skynsemi
og kynda undir ofstækinu. Lenín
ætlaði að láta hatur og hungur
hinna ólæsu verkamanna ráða
ferðinni. Þessi aðferð Leníns var
einnig góður grundvöllur fyrir
stranga ritskoðun. Slík starfsemi
var ekki aðeins svik gagnvart hin-
um vinnandi stéttum, heldur og
gagnvart allri rússnesku þjóðinni.
Gorkij svaraði Lenín í nýju bréfi
og ásakaði Lenín um að reyna að
reka alla gáfaða og menntaða ein-
staklinga úr flokknum. Lenín svar-
aði aftur og taldi Gorkij hafa mis-
skilið sig, en kvaðst ekki vera á
sama máli og Gorkij um efnis-
hyggjuna.
Á þessum ámm vom bækur Fjo-
dors Dostoévskijs mikið lesnar.
Enginn rithöfundur hafði áður lýst
svo vel hinni djúpu, heilbrigðu
rússnesku þjóðarsál og hann, og
hver sem las bækur hans af skiln-
ingi, hlaut að átta sig á því, að Ien-
ínisminn var ekkert annað en
blekking, gervimenning eða hjóm,
er ekki gat samlagast fólkinu.
í fyrri heimsstyrjöldinni 1914-
1918 var öll upplýsingastarfsemi
meira og minna lömuð. Það var
mjög erfitt að átta sig á því, sem
raunvemlega var að gerast eða
hafði gersL
Byltingin í Rússlandi í mars 1917
var alls ekki bylting Leníns og bol-
sévíka hans, heldur afleiðing af
heimsstyrjöldinni. Lenín kom ekki
til Rússlands fyrr en heilum mán-
uði eftir byltinguna eða í aprfl.
Þann 23. október vill Lenín að bol-
sévíkar setji vopnaða uppreisn á
dagskrá sína, en Kamenev og
Zinovjev fordæmdu þessa tillögu,
tillagan hafði verið samþykkL Þann
6. og 7. nóvember 1917 tóku bolsé-
víkamir völdin með blóðugri upp-
reisn og ráku burt og líflétu hina
nýju bráðabirgðastjóm er bylt
hafði rússneska keisaraveldinu.
(Kerenskij tókst að vísu að flýja.)
Lenín, sem enga hlutdeild hafði
átt í byltingunni, stal henni bók-
staflega. Þar með var gmndvöllur-
inn lagður fyrir flokkseinræði og
stalínisma.
III.
Það er athyglisvert, að sama árið
og Mikhafl Gorbatsjov útskrifaðist
úr Moskvuháskóla sem fullgildur
lögfræðingur, að þá hélt Nikita
Krúsjeff sína frægu leyniræðu um
hryðjuverk Stalíns, og gagnrýndi
flokksmenn sína fyrir blinda per-
sónudýrkun. Þar með braut
Krúsjeff ísinn fyrir nýjum endur-
bótum. En Leonid Brezjnev og
hans klíka frömdu einskonar pólit-
ískt morð á Krúsjeff og tóku völdin.
Krúsjeff var látinn í stofufangelsi,
og stalínisminn hélt áfram að lifa
enn um sinn og fjötra hina rúss-
nesku intelligensfu.
í nýútkomnum æviminningum
sínum, segist Krúsjeff iðrast þess
innilega, að hafa unnið gegn Boris
Pastemak og látið banna bók hans
Doktor Zjivago, en Krúsjeff segist
hafa aðeins eina afsökun, hann las
aldrei bókina sjálfúr, heldur fór eft-
ir skýrslu frá Mikhafl Suslov. En
Krúsjeff heldur því fram, að Suslov
hafi ekki heldur lesið bókina sjálf-
ur, heldur farið eftir umsögn ann-
arra.
En hver er hin rétta skýring á
þessu máli? í þeirri umsögn, sem
Suslov og Krúsjeff fóm eftir, er sagt
að skáldsagan Dr. Zjivago sé léleg,
mjög skrítin og tónninn í henni sé
ekki sovéskur. Skýrsla þessi var að-
eins ein eða í hæstalagi þrjár blað-
síður. (Þessum röngu upplýsingum
var dreift út um allan heim).
Þegar þetta mál er athugað nánar
þá berast böndin ekki aðeins að öf-
undsjúkum rithöfúnda-kollegum
Pastemaks, heldur einnig að rit-
höfundafélaginu. Leirskáldin vildu
fá góðskáldið burtu af sviðinu.
Þetta mál var semsagt ekki pólit-
ískt, heldur miklu fremur sálfræði-
legt.
Höfuðpersóna skáldsögunnar,
doktor Zjivago, er einmitt fúlltrúi
fyrir hina gömlu, heiðarlegu rúss-
nesku intelligensíu er skildi vel
hina góðu rússnesku þjóðarsál, en
Rússland var upphaflega mæðra-
þjóðfélag þar sem móðir jörð var
tilbeðin, og lotningin fyrir móður
jörð var viðurkennd og tekin inn í
trúarsiði hinnar rússnesku fmm-
kristni. Þetta kemur einnig fram í
skáldsögum Dostoévskijs.
Annað atvik gæti kannski einnig
varpað einhverju Ijósi á þetta mál.
Þegar bókin „Dagur í lífi Ivans
Denisovitsjs" eftir Solzjenitsyn
kom út með leyfi Krúsjeffs, komu
Einar Freyr
meðmælin með þeirri bók ekki frá
neinum rithöfiindum, heldur
bókaútgefanda að nafni
Tvardovskij sem sagði: „Eg hef
fengið handrit eftir nýjan Gogol."
Gorbatsjov kom til valda í aprfl
1985 í löglegum kosningum. Hann
byrjaði á því að brjóta reglur for-
vera sinna með því að rannsaka
sjálfur og á persónulegan hátt,
ýmsa vinnustaði. Hann kom m.a. í
sjúkrahús í Moskvu og spurði um
ástandið þar á staðnum. Yfirlækn-
irinn sagði að allt væri í góðu lagi,
en Gorbatsjov vissi, að ýmsum
skurðaðgerðum hafði verið frestað
vegna skorts á efni, og hann sagði
við yfirlækninn: Þið verðið að venja
ykkur á það, að segja sannleikann,
við getum ekki hjálpað ykkur ef við
féum ekki að vita, hvað ykkur vant-
ar. Gorbatsjov snéri sér að gamalli
konu og spurði hana hvað hún
gerði. Hún sagðist vera hreingern-
ingakona og aðstoða við ýmis störf.
Hann spurði hana hve mikil laun
hún hefði. Áttatíu rúblur á mánuði,
sagði konan. Hann sagði að hún
gæti ekki lifað á svo litlum launum,
en þá greip yfirmaður sjúkrahúss-
ins fram í og sagði, að hún gæti
fengið aukavinnu. Þér verðið að
borga fólki svo vel, að það þurfi
ekki að vinna yfirvinnu, sagði Gor-
batsjov ákveðinn.
Þessi atburður lýsir vel hvemig
skriffinnskan hefur verið í Sovét-
ríkjunum og hvernig yfirmennirn-
ir nota aðstöðu sína til að geta
borgað sem minnst laun til að geta
dregið sem mest af rekstrarfénu og
látið í eigin vasa. Þetta er einnig
sálfræðilegt vandamál.
Það var Gorbatsjov sem vildi halda
hinn fræga leiðtogafund í Reykja-
vík í október 1986 og mæta þar
Ronald Reagan Bandaríkjaforseta.
Þá var brotið nýtt blað í sögu af-
vopnunar og dregið úr kaldastríð-
inu. Gorbatsjov minnist á Reykja-
víkurfundinn í bók sinni Pere-
strojka og segir að á þessum fundi
hafi stórveldin áttað sig greinilega
á því, hvar þau stóðu, og að Reykja-
víkurfundurinn hafi opnað nýja
möguleika fyrir allar þjóðir.
Nú hefur perestrojkan staðið yfir í
aðeins fjögur ár og unnið einskon-
ar „kraftaverk". Breytingarnar hafa
verið miklar. Berlínarveggurinn er
hruninn og Þýskaland hefur verið
sameinað, frelsið hefúr blómstrað í
austurvegi og kaldastríðinu er að
mestu leyti lokið.
Eitthvert þýðingarmesta frelsið
sem perestrojkan hefur komið til
leiðar er ritfrelsið. Án slíks frelsis
getur intelligensían ekki notið sín.
Hér á Vesturlöndum fáum við lítið
að frétta af störfum hennar. Einn af
þessum frjálsu rithöfundum, Edu-
ard Radzinskij, lagði fram sagn-
íræðilegar sannanir fyrir því, að
Lenín hafi gefið skipun um það, að
myrða zarinn Nikolaj II., og alla
hans fiölskyldu. Þessu hafði verið
haldið leyndu til að varpa ekki
skugga á hinn „mikla“ foringja.
Þessar upplýsingar birtust í tímarit-
inu Ogonjok í september 1990.
Þessar upplýsingar benda okkur á
það, að Lenín, ekki síður en Stalín,
var haldinn „paranoju-sjúkdómi".
En þetta nýja freísi hefúr einnig
sínar dökku hliðar eins og allt frelsi
og lýðræði hefur. Með öðrum orð-
um, þá er hægt að misnota allt frelsi
og lýðræði.
IV.
Seint á árinu 1985 gerði Gorbat-
sjov Boris Jeltsín að yfirmanni
flokksapparatsins í Moskvu, og sem
nýr flokkshöfðingi byrjaði Jeltsín
að gagnrýna miðstjómina mjög
harkalega. Hann virtist hafa gengið
einum of langt í gagnrýni sinni og
gert ástandið í flokknum verra en
ekki betra. Honum var því vikið úr
embætti.
En Jeltsín hafði stuðning fólksins,
fiöldans, og með hjálp perestrojk-
unnar tókst honum að vinna sig
upp og verða einn af hinum miklu
leiðtogum. Hann er nú forseti
Rússlands. Þótt Jeltsín sé enn
óskrifað blað, hefúr hann reynst
vel, og vonandi mun hann halda
sínu jákvæða striki. Hann hefur þó
fengið talsverða gagnrýni frá ýms-
um lýðveldum, sérstaklega frá for-
seta Kazakstan.
Konumar í Sovétríkjunum hafa
því miður ekki notfært sér pére-
strojkuna sem skyldi. Þær virðast
ekki hafa fundið hinn rétta styrk-
leika sinn. Það er neikvætt, bæði
fyrir konumar sjálfar og allt þjóðfé-
lagið.
Einum mánuði áður en valdarán-
ið í Moskvu átti sér stað, birtist
mjög herská áskorun til almenn-
ings í tímaritinu Sovjetskaya
Rossiya. Þar var krafist svipaðra að-
gerða og kom fram f valdaráninu
19. ágúst sl. Þetta var einskonar
stríðsyfirlýsing gegn Gorbatsjov og
perestrojkunni. Áskorunin var full
af árásarhneigð og gyðingahatri og
talað um blóð og jörð. Þama var
hinn rússneski þjóðrembingur lif-
andi kominn. Meðal þeirra sem
undirrituðu þessa stríðsyfirlýsingu
voru stórrússnesku rithöfundamir
Jurij Bandarev og Valintin Rasput-
in, báðir fullir af þjóðrembingi.
Þessir menn sem stóðu á bakvið
áskorunina, stóðu einnig á bakvið
valdaránið. En hver verður framtíð
þessara manna?
Með valdaráninu lenti tveimur
gagnstæðum öflum saman, annars
vegar valdaræningjamir sem til-
heyra hinum taugaveikluðu, rúss-
nesku þjóðrembingsmönnum og
heimsvaldasinnum, og hins vegar
það fólk, sem tilheyrir hinum já-
kvæðu þjóðlegu öflum er vilja
koma á breytingum án blóðsúthell-
ingar. Hin jákvæðu þjóðlegu öfl
sigruðu.
Sem dæmi um það, hversu vel
perestrojkan hefur tekist má geta
þess, að öryggissveit KGB (Alfa),
sem er vopnuð vélbyssum og sér-
hæfð til að vinna á hryðjuverka-
mönnum, fékk skipun um það, að
ráðast inn í rússneska ráðhúsið og
myrða Boris Jeltsín forseta Rúss-
lands, en öryggissveitin neitaði að
hlýða skipuninni. Valdaránið var
dæmt til að mislukkast. Perestrojk-
an hafði grafið undan valdaræn-
ingjum.
Gautaborg, 30.8.1991