Tíminn - 20.09.1991, Page 1

Tíminn - 20.09.1991, Page 1
Borga okurvextir eftirlaunin þín? Fortíöarvandi almennu lífeyrissjóð- anna skreppur saman og minnkar því meir sem vextir eru hærri. Vandinn á rætur sínar að rekja til óðaverðbólgu- áranna 1970-1979, en þá rýrnuðu eignir sjóðanna gífurlega vegna þess að raunávöxtun útlána var stórlega neikvæð. Það var ekki fyrr en árið 1984 sem sjóðirnir fengu jákvæða raunávöxtun af heildareignum sínum, en hafa síðan þá ávaxtað ríkulega sitt pund, enda vextir háir. Árin 1985-1989 var t.d. meðalávöxtun umfram verð- bólgu 6,65%. Ávöxtunin var sýnu best hið síðasta þessara ára eða 7,9%, og í fyrra var hún 7,3%. í nýútkominni hag- skýrslu Sambands almennra lífeyris- sjóða koma þessar upplýsingar fram. í skýrslunni gætir bjartsýni um að sjóðirnir muni geta staðið við skuld- bindingar sínar gagnvart sjóðsfélög- um og greitt þeim eftirlaun, en á því virtust öll tormerki um tíma. Svonefnt verðmætishlutfall er mælikvarði til að meta stöðu sjóðanna. Þar er borið saman reiknað verðmæti þeirra lífeyr- isréttinda sem sjóðsfélagar hafa áunnið sér við höfuðstól sjóðanna. Þegar þetta hlutfall var hvað óhag- stæðast, dugði höfuðstóllinn fyrir tæpum helmingi áunninna lífeyrisrétt- inda. Nú orðið stendur þetta nokkurn veginn í járnum. • Blaðsíða 2 LAUN ALVEG UR TAKTI VIÐ ÞJOÐARTEKJURNAR

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.