Tíminn - 20.09.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Föstudagur 20. september 1991
Fátt er svo með öllu illt
Bjarga okurvextirnir nú
lífeyri okkar í ellinni?
Verulega góð raunávöxtun, sem SAL- lífeyrissjóðirnir hafa haft af
eignum sínum síðustu árin, gefur tilefni til nokkurrar bjartsýni nú
um sinn, segir m.a. f nýrri Hagskýrslu SAL. Vegna þessa hafí tekist
að minnka hinn geigvænlega fortíðarvanda sjóðanna, sem varð til
við gífurlega lýrnun á eignum sjóðanna á óðaverðbólguárunum
1970 til 1979. „En ávöxtun á fjármagni sjóðanna, ásamt rekstrar-
kostnaði, eru einmitt þeir þættir í starfsemi sjóðanna sem eru einna
mikilvægastir og geta yfírleitt skipt sköpum, hvort lífeyrissjóður
eigi lífvænlega framtíð fyrir höndum eða ekki,“ segir í skýrslunni.
Segja má að árið 1984 hafi verið
fyrsta árið sem SAL-sjóðirnir fengu já-
kvæða raunávöxtun, þ.e. umfram
lánskjaravísitölu, af heildareignum
sínum. En síðan hefur raunávöxtun
verið há. Árin 1985-89 voru raunvext-
ir 6,65% að meðaltali á ári, þar af
7,9% hið síðasta þessara ára, en síðan
7,3% árið 1990.
Stig og verðmæti
stemma
„Verðmætishlutfair er annar þeirra
mælikvarða sem notaðir eru á stöðu
sjóðanna hverju sinni. Þar er borið
saman reiknað verðmæti þeirra stiga
(réttinda) sem sjóðfélagar hafa áunnið
sér annars vegar, og heildareignir
(höfuðstóll) sjóðanna hins vegar. Á
þennan mælikvarða rýmuðu eignir
sjóðanna ár frá ári allan 8. áratuginn.
Lægst fór hlutfallið árið 1980, þegar
höfuðstóll sjóðanna dugði ekki orðið
fyrir nema tæplega helmingnum af
verðmæti samtals um 278.000 áunn-
inna stiga sjóðfélaga SAL- sjóðanna.
Síðan hefur hins vegar hagurinn verið
að vænkast, raunar svo mjög, að á síð-
asta ári stóðust nokkum veginn á
reiknuð verðmæti um 831.000 áunn-
inna stiga og höfuðstóll sjóðanna.
Báðar þessar tölur vom rösklega 42
milljarðar króna um síðustu áramót
Réttindin þrefaldast á
áratug
Stigaeign (réttindi) sjóðfélaga um
síðustu áramót var, sem sjá má, um
þrefalt meiri en árið 1980. Þá vom
samanlagðar eignir sjóðanna rúmar
627 milljónir króna, sem verðbætt
með lánskjaravísitölu svarar til um 9
milljarða í lok síðasta árs. Eignir sjóð-
anna (rúmlega 42 milljarðar) hafa
þannig hátt í fimmfaldast á einum
áratug. En eignir SAL-sjóðanna em
um 32% af heildareignum allra lífeyr-
issjóða landsins.
Sú breyting, að greiða iðgjöld af öll-
um launum í stað dagvinnulaunanna
einna, eykur geysilega á áunnin rétt-
indi sjóðfélaga. Þannig unnu SAL-fé-
lagar sér inn hátt í tvöfalt fleiri stig
(90 þúsund) á síðasta ári heldur en
fimm ámm áður (tæp 47 þúsund).
Þótt staða SAL-sjóðanna hafi stór-
batnað, þýðir það víst ekki að eigend-
ur þeirra (sjóðfélagar) geti þar með
horft áhyggjulausir til framtíðarinnar.
„Ef horft er til framtíðar er nauðsyn-
legt að leiðrétta reiknigmndvöll sjóð-
anna, því tryggingafræðilegar úttektir
sýna vemlegan halla á framtíðar-
skuldbindingum og að þeir geti ekki
til lengdar greitt jafnmikinn lífeyri og
þeir gera nú,“ segir í skýrslunni.
Allt að 20% í skrif-
stofukostnað
Rekstrarkostnaðurinn er annar höf-
uðþátturinn í afkomu lífeyrissjóða,
eins og áður segir. Hjá Sókn dugðu
3,5% iðgjaldanna, auk lántöku- og
annarra þjónustugjalda, í þennan
kostnaðarlið. Meðaltal allra sjóðanna
var 5,7% árið 1989. En dæmi em um
að alit upp í fimmtungur iðgjaldanna
hverfi í rekstrarkostnað. Metið eiga
tveir lífeyrissjóðir á Akureyri, Iðju og
trésmiða. En alls fór þriðjungur SAL-
sjóðanna með 10-20% iðgjaldatekn-
anna, auk lántökugjalda, í rekstrar-
kostnað árið 1989. „Engum þarf að
koma á óvart að lífeyrissjóðir með
mjög hátt kostnaðarhlutfall eiga sér
enga framtíð," segir m.a. í skýrslunni.
Rekstrarkostnaðurinn er líka mæld-
ur sem hlutfall af eignum. Það hlutfall
var 0,6% að meðaltali hjá sjóðunum
öllum árið 1989. Til samanburðar
bendir skýrsluhöfundur m.a. á, að
svokölluðum séreignarsjóðum er
heimilt að taka 2% af öllum innistæð-
um sjóðfélaga sinna í þóknun. Sömu-
leiðis er bent á, að ýmsir verðbréfa-
sjóðir taki allt að 2% af höfuðstól í
þóknun við innlausn hlutdeildarbréfa.
Og í þriðja lagi er vísað til þess vaxta-
munar inn- og útlána sem bankar og
sparisjóðir telji sig þurfa á að halda til
greiðslu rekstrarkostnaðar.
- HEI
Farsímanet í Evrópu
verður sameiginlegt
Tollgæslan:
Tifpm fpi/iim
TVEIR TEKNIR
cvdid eiivri
■ T lllll Vm T UL
Englendingar hafa falið fyrirtækinu
Motorola að framleiða og setja upp
síma- og þjónustukerfi fyrir GSM
(Global System for Mobile Communic-
ations), þ.e. sameiginlegt farsímanet í
Evrópu. Með tilkomu GSM-kerfisins
geta farsímaeigendur hringt milliliða-
laust milli átján landa í Evrópu.
Nýi samningurinn felur í sér að Mo-
torola mun framleiða megnið af þeim
búnaði, sem Cellnet í Englandi þarfn-
ast til að koma á fót GSM- kerfinu, og
verður það gert fyrir árslok 1993. Náin
samvinna hefur verið milli Motorola
og Cellnet frá árinu 1984, en Cellnet
annast rekstur kerfisins í Englandi.
Geir Ragnarsson, verkfræðingur hjá
símstöðvadeild Pósts og síma, segir í
samtali við Tímann að Evrópubúar
þurfi að koma sér saman um ákveðinn
staðal. Það eru mörg kerfi í gangi
núna. Kerfið, sem íslendingar nota, er
upphaflega norrænt kerfi, sem hefur
breiðst út til Sviss og einhverra fleiri
landa.
Nú hafa Englendingar ákveðið að
nota þennan staðal, þ.e. GSM-kerfið.
Það eru meiri talgæði í þessu kerfi, því
það er stafrænt. Auk þess er ýmislegt
nýtt í GSM-kerfinu sem ekki er í
gamla kerfinu, það má segja að þetta
sé fullkomnara kerfi.
Aðalatriðið er að með þessari ákvörð-
un eru Evrópubúar að koma sér sam-
an um einn staðal. Núverandi kerfi er
alls ekki svo slæmt, en kerfin eru allt-
af að verða fullkomnari og möguieik-
amir að verða fleiri. GSM-kerfið er
enn á tilraunastigi, en það verður
mjög sennilega komið í gagnið á ís-
landi innan 10 ára, segir Geir. Með til-
komu GSM-kerfisins hér á landi þurfa
farsímanotendur að kaupa farsíma
hannaða fyrir umrætt kerfi. Geir telur
að þrátt fýrir tilkomu nýja kerfisins,
komi núverandi kerfi til með að vera
áfram í notkun um ókominn tíma. -js
Tveir menn voru nýverið teknir straumbreyta. Söluverð slíkrar
höndum vegna tilraunar tll að vöru hér er um 4.5 milljónir
smygla fatnaði til landsins. Málið króna.
er upplýst og á leið til ríkissak- í gámunum voru 126 leðurhús-
sóknara. gögn. Varningurinn var falinn i
Við tollskoðun á húsgögnum í sætisgrindum, klæddur þar af.
tveimur gámum, sem komu til Málið er upplýst og verður sent
landsins í byrjun þessa mánaðar ríkissaksóknara. Mennlmir tveir
frá Thailandi, fundu starfsmenn. hafa viðurkennt alla aðild að
Tollgæslunnar 396 gaflabuxur málinu. Er annar þeirra einn af
með vörumerlri Levis, 199 sUki- eigendum innfiutningsfyrirtæk-
bindi, 109 silkiskyrtur, 20 jakka- isins, hinn starfsmaður þess.
föt, 26 þráðlausa síma og 25 -aá.
REKSTUR TIMANS I SKOÐUN
TRAKTOR-KNÚNAR
VARA-RAFSTÖÐVAR
Eins
eða f
Þriggja
fasa.
Stærð-
irfrá 10
K.V.A.
♦ l
COMPACT
¥Éip^&
MölMySmHF
Járnhálsi 2 ■ Sími 91-683266 -110 Rvk
Pósthólf 10180
Endurskipulagning og endurmat
á rekstri Tímans stendur nú fyrir
dyrum. Sl. fostudag gerði Stein-
grímur Hermannsson, formaður
blaðstjómar Tímans, starfsfólki
grein fyrir því að þunglega horfði
með rekstur blaðsins að óbreyttu,
og að í tengslum við þetta endur-
mat myndi öllu starfsliði blaðsins
verða sagt upp frá og með næstu
mánaðamótum. Það þýðir að um
áramót verða ráöningarsamningar
starfsmanna lausir.
Ákveðið hefur verið að útgáfa
blaðsins verði óbreytt a.m.k. til ára-
móta, en tíminn þangað til notaður
til að skapa blaðinu traustari rekstr-
argrundvöll með það að leiðarljósi
að tryggja útkomu blaðsins í fram-
tíðinni. Blaðið myndi þannig verða
mótvægi við Morgunblaðið og DV,
sem leynt og ljóst lúta forræði
hægriaflanna í íslensku þjóðfélagi.
Greiðslustöðvun Þjóðviljans hefur
þrengt mjög peningalegt svigrúm
hjá Tímanum, en prentun, pökkun
og dreifing er sameiginleg hjá þess-
um blöðum. Fari svo að útgáfa Þjóð-
viljans stöðvist má búast við að
kostnaður við þessa sameiginlegu
Enn ekki búið að
borga myndirnar
Grétar Hjaltason myndlistarmaður
hafði samband við blaðið vegna
fréttar í gær um kaup fyrrum dóms-
málaráðherra á myndum eftir hann
fyrir sýslumannsembættið á Sel-
fossi.
Grétar vildi leiðrétta ranghermi í
fréttinni þar sem sagt var að áður en
til kaupa ráðuneytisins hafi komið,
hafi umræddar myndir verið á sölu-
sýningu í Reykjavík og ekki selst. Það
er ekki rétt og biðjumst við velvirð-
ingar á því mishermi sem og því að
sagt var að myndirnar væru 11,'en
þær munu hafa verið 12. Aðspurður
um kaupverð myndanna sagðist
Grétar hafa látið þær á mjög hóflegu
verði, innan við 200 þúsund krónur,
en þær hafi hins vegar ekki enn verið
greiddar. Hann benti ennfremur á að
áður en til þessara kaupa hafi komið
hafi hann verið búinn að ræða þau
við lögreglumenn á Selfossi, en láðst
að ræða fýrst við sýslumann.
þætti aukist.
Þrátt fýrir þröngan efnahag er
staða Tímans margfalt vænlegri en
hinna Blaðaprentsblaðanna, enda
sjá til muna fleiri Tímann en Þjóð-
viljann og Alþýðublaðið til smans.
Það mun hins vegar ekki koma í ljós
fyrr en að nokkrum vikum eða jafn-
vel mánuðum liðnum hver niður-
staðan verður í þeirri endurskipu-
lagningu sem nú er farin af stað.
Þangað til mun blaðið halda áfram
að koma út í því formi sem verið
hefur.
- BG
Hreppsnefnd
Gerðahrepps:
Allur fisk-
ur fari á
markað
Hreppsnefnd Gerðahrepps
beinir þeim filmælum til rikds-
stjómar í slands að hún beltl sér
fýrir því að sett verði lög um að
allur fískur, sem veiddur er á
íslandsmiðum, verði boðhtn
upp á fiskmörkuðum hériendis.
-aá