Tíminn - 20.09.1991, Side 9

Tíminn - 20.09.1991, Side 9
Föstudagur 20. september 1991 Tíminn 9 Framsóknarfélag Kópavogs Aðalfundur Framsóknarfélags Kópavogs verður haldinn mánudaginn 23. september að Digranesvegi 12 og hefst kl. 20.30 stundvíslega. 1. Kosning stjómar. 2. Kosning fulltrúa I Fulltrúaráð. 3. Kosning fulltrúa I Kjördæmisráð. Sigurður Geirdal bæjarstjóri skýrir stöðu bæjarmála og svarar fýrirspumum. Önnur mál. Stjómln. Akranes - Bæjarmál Morgunfundur verður haldinn laugardaginn 21. september kl. 10.30 I Framsóknarhúsinu við Sunnubraut. Rætt verður um bæjarmálin. Bæjarfulltrúamir. Fulltrúaráð framsóknar- félaganna í Reykjavík Drætti ( skyndihappdrættinu hefur verið frestað. Nánar auglýst slðar. Breyttur opnunartími skrif- stofu Framsóknarflokksins Frá 16. september verður skrifstofa okkar ( Hafnarstræti 20, III. hæð, opin frá kl. 9.00-17.00 alla virka daga. Verið velkomin. Framsóknarfíokkurinn Borgnesingar, nærsveitir Spilum félagsvist I Félagsbæ föstudaginn 20. september kl. 20.30. Mætum vel og stundvfslega. Framsóknarfélag Borgamess. Steingrímur Páll 5. landsþing LFK Landsþing Landssambands framsóknarkvenna verður i Borgartúni 6, Reykjavík, dagana 4. og 5. október n.k. og hefst kl. 9.15. Ávörp á þlnginu fíytja: Steingrimur Hermannsson, form. Framsóknarflokksins Siv Friðleifsdóttir, form. Sambands ungra framsóknarmanna Páll Pétursson, form. þingfíokks Framsóknarflokksins Fulltrúi Miðfíokkskvenna á Norðuriöndum. Konur, látið skrá ykkur sem fýrst ( síma 91-624480. Framkvæmdastjóm LFK. Borgarnes Borgfirðingar — Mýramenn Ingibjörg Pálmadóttir alþingismaður ræðir um stjórnmála- viðhorfið og starfið framundan ( Framsóknarhúsinu (Borgar- nesi mánudaginn 23. september kl. 20.30. Framsóknarfélögin. Inglbjörg Ungir framsóknarmenn Þjóðmálanefnd SUF helduropinnfund um landbúnaðanmál (Borgamesi laugardag- inn 21. september kl. 16.00 í Framsóknarhúsinu. Mætum öll og komum skoðunum okkar á framfæri. Þjóðmálanefnd SUF Vestmannaeyjar Miövlkudaginn 25. september verða alþingismenn Framsóknarflokksins ( Suður- landskjördæmi til viðtals I Félagsheimili Framsóknarmanna að Kirkjuvegi 19, frá kl. 16 til 19. Fundur verður á vegum Framsóknarfélags Vestmannaeyja kl. 20.30 á sama staö. Jón Helgason SPEGILL ] Stjörnurnar úr Vinir og vandamenn eru svo sannarlega engir vinir: Brandon og Brenda þykja bæði óþolandi Systkinin úr Vinir og vandamenn eru að gera útaf við samstarfsfólk sitt og þættina vegna innbyrðis deílna. Unglingastjömumar úr þáttunum Vinir og vandamenn, sem sýndir vom fyrr í sumar á Stöð 2, þau Ja- son Priestley og Shannen Doherty em að gera samstarfsmenn sína gráhærða. Þau tvö em svo afbrýði- söm út í hvort annað að það er að gera útaf við þættina. Þau leika systkinin Brandon og Brendu Walsh í þáttunum. Vinnufélagar þeirra segja að Ja- son kalli Shannen tíkina frá Hel- víti, og að Shannen kalli Jason herra Montinn. Og sagt er að þetta sé það fallegasta sem þau kalla hvort annað. „Sambandið á milli þeirra er jafn- slæmt og það var á milli Bmce Willis og Cybill Shepherd sem léku saman í þáttunum Moonlighting. Það sem gerði útaf við þá þætti var einmitt slæmt samkomulag á milli þeirra." Þetta segir einn upptöku- mannanna. Jason og Shannen vilja bæði verða næsti Michael J. Fox eða Johnny Depp, gera það gott í sjón- varpsþáttum og svo enn betra í kvikmyndum. Og þau vilja ekki að hitt standi í vegi fyrir sér. Shannen heldur að hún geti komið ffam hvemig sem henni sýnist og sagt það sem henni sýnist við sam- starfsfólk sitt, og er langt því frá að vera vinsæl vegna framkomu sinn- ar. Hún þykir heldur ekki sérlega fljót að snyrta sig fyrir upptökur. Sjálfsálit Jasons er feikimikið, því hann fær svo mörg aðdáendabréf. Hann heldur að hann sé jafn kyn- æsandi og James Dean, og hafi gáf- ur Stevens Spielberg. Frægðin hefur heldur betur stigið honum til höfuðs. Hann á í sífelldum erjum við leik- stjórana, handritshöfundana og framleiðendur þáttanna um hlut- verk sitt. Það má geta þess til gam- ans að Sigurjón Sighvatsson hjá Propaganda er framleiðandi þátt- anna. Tory Spelling, sem leikur Donnu, þykir líka montin og leið- inleg. Innanhússmenn segja að ástand- ið sé alveg að fara með þættina, og mórallinn sé hræðilegur. Kiefer Sutherland og Gary Oldman í slæmum málum: Teknir fyrir ölvunarakstur Kiefer Sutherland fór út að skemmta sér með Gary Oldman, vini sínum, á dögunum. Það væri varla í frásögur færandi nema af því að lögreglan stöðvaði þá fé- laga á heimleiðinni. Þeir höfðu farið á pöbba og fengið sér nokkra bjóra, en ætl- uðu að spara sér leigubíl og keyrðu heim. (Eins og þeir séu eitthvað blankir, báðir á hörku- kaupi). Ekki komust þeir samt ýkja langt þegar Iögreglan hafði hendur í hári þeirra og stöðvaði þá, þar sem aksturslagið þótti ekki alveg til fyrirmyndar. Vinur Kiefers sem keyrði var handtek- inn og ákærður fyrir ölvunarakst- ur. Kiefer var frekar óhress með það, og þá sérstaklega eftir að ljósmyndarar komu á staðinn að festa atburðinn á fdmu. En hann komst heill á húfi heim, því Kie- fer er vinmargur maður og annar vinur hans kom að sækja hann og keyrði hann heim. Fyrir þá sem ekki vita hver Gary Oldman er, má geta þess að hann lék í myndunum Sid og Nancy, Prick Up Your Ears og fleirum. Hann er rosalega frægur, alveg eins og Kiefer, bara ekki eins sætur. En kærastan hans yf- irgaf hann ekki, enda veit Spegill Tímans ekki til að hann eigi nokkra. Gary Oldman leiddur í burtu. Hann hefur verið ákærður fyrir ölvunarakstur og kemur fyrir rétt bráðlega. Kiefer brást reiður við þegar Ijósmyndarar komu og mynduðu hann. Lögreglan tók skýrslu af Kiefer.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.