Tíminn - 26.09.1991, Page 2

Tíminn - 26.09.1991, Page 2
2 Tíminn Fimmtudagur 26. september 1991 5. Landsþing Landssambands framsóknarkvenna. í brennidepli verða: Landsþing Landssambands framsóknarkvenna verður haldiö föstu- daginn 4. október og laugardaginn 5. október í Borgartúni 6, Reykjavík. Landssambandið fagnar um leið 10 ára afmæli sínu með útgáfu sérstaks afmælisrits undir ritstjórn Áslaugar Brynjólfsdótt- ur fræðslustjóra. Auk venjubundinna þingstarfa verða tvö mál tekin fyrir sérstaklega. Frá klukkan 13:30 til 15:00 föstu- daginn 4. október reyna Sigrún Magnúsdóttir borgarfuíltrúi, Hali- dór Ásgrímsson varaformaður Framsóknarflokksins, og Árelía Guðmundsdóttir nemi í stjórnmála- fræði, að svara því hvort sérstök kvennasamtök í stjórnmálaflokkum eigi rétt á sér og hvernig þau mál munu þróast til ársins 2001. Frá klukkan 9:00 til 12:30 laugar- daginn 5. október ræða Edda Arndal og Salbjörg Bjarnadóttir hjúkrunar- fræðingar, Þórarinn Tyrfingsson yf- irlæknir, Selma Dóra Þorsteinsdótt- ir fóstra, séra Pálmi Matthíasson sóknarprestur, Aðalheiður Auðuns- dóttir heimilisfræðikennari og nám- stjóri, Janus Guðlaugsson íþrótta- kennari og námstjóri, Auður Þór- hallsdóttir heimilismóðir, Kjartan Jónsson heimilisfaðir, og Þórólfur Matthíasson hagfræðingur, um lífs- stíl fjölskyldunnar. Þau leita svara við eftirfarandi spurningum: Er ungt fólk hamingjusamt? Þarf ungt fólk að komast í vímu til að því geti liðið vel? Hvernig er unnt að bæta Iífsstíl ungs fólks? Er auðvelt að vera ungur uppalandi? Á að stofna sér- stakan fjölskylduskóla? Gerum við of miklar kröfur til lífsgæða? Unnur Stefánsdóttir er formaður Landssambands framsóknarkvenna. Hún svarar því hvers vegna þessi tvö mál eru tekin fyrir og hvern árangur starf framsóknarkvenna hefur borið. „Landssambandið hefur starfað í tíu ár og okkur þótti eðlilegt að nota þau tímamót til að líta yfir farinn veg og meta hvaða árangur starfið hefur borið og hvernig það ætti að vera í framtíðinni. LFK var stofnað með það að mark- miði að fá fleiri konur til starfa fyrir Framsóknarflokkinn, efla samstöðu Unnur Stefánsdóttir, formaður Landssambands framsóknar- kvenna. framsóknarkvenna og stórauka áhrif þeirra í stjórnmálum. Á þessum tíu árum hefur orðið ansi mikil breyt- ing. Þegar samtökin voru stofnuð var hlutur framsóknarkvenna í sveitarstjórnum 11.5%. Hann er nú tæp 30%. Árið 1983 var hlutur fram- sóknarkvenna í framvæmdastjórn flokksins 14.3%. Hann er nú 28.5%. Árið 1981 var engin framsóknar- kona á þingi. Nú eru þær tvær. Þetta er góður árangur tíu ára starfs. En hins vegar er þetta engan veginn nóg og við stefnum að því að kynin hafi sambærileg áhrif í trún- aðarstöðum innan flokksins. Það virðist vera auðveldara að fá konur til starfa í flokknum í gegnum sér- stakt kvennasamband og það eigum við hiklaust að nýta okkur. Við sendum Kvennalistanum bréf og buðum þeim að fylgjast með störfum Landsþingsins. Eftir kosn- ingarnar í vor héldu kvennalistak- Ölvir Karlsson í Þjórsártúni látinn Látinn er Ölvir Karlsson, Þjórsártúni, 76 ára að aldri. Hann vann mikið að sveitarstjórnarmálum og var í hrepps- nefnd Ásahrepps í Rangárvallasýslu frá 1958-1990, þar af oddviti frá 1958- 1990. Hann var kosinn í stjóm Sam- bands íslenskra sveitarfélaga 1967 og sat þar í stjórn til 1990. Hann sat í ýmsum nefndum á vegum Sambands ísl. sveitarfélaga, m.a. í samstarfs- nefnd þess og menntamálaráðuneytis- ins um framkvæmd skólakostnaðar- laganna og var talsmaður Sambands- ins í skólamálum gagnvart ráðuneyt- inu. Ölvir var einn af stofnendum Sambands sunnlenskra sveitarfélaga árið 1969 og sat þar í stjóm frá stofn- un til 1980, þar af sem formaður frá 1971. í stj. Lánasj. Sveitarfél. 1971-86. Hann lét búnaðarmál mikið til sín taka og var m.a. í stjórn Mjólkurbús Flóamanna um skeið. Eftirlifandi eig- inkona Ölvis er Kristbjörg Hrólfsdóttir. Eignuðust þau sex böm. Framkvæmdastjórn Landssambands framsóknarkvenna: Sigrún Sturludóttir, Guðrún Jóhannsdóttir, Heiða Hauksdóttir Kvenna- skólanemi sem lagði framkvæmdastjórninni lið við að brjóta um fréttabréfið, Bjarney Bjamadóttir, Unnur Stefánsdóttir og Jóhanna Snorradóttir. Tfmamyndir: Aml BJama onur málþing og ræddu hvort þær ættu að starfa áfram eins og þær hafa gert, eða breyta starfinu. Við hljótum að velta því fyrir okkur, eins og önnur samtök kvenna í stjórn- málum, hvort ekki sé starfsgrund- völlur fyrir allar konur inni í stjórn- málaflokkunum; það teldi ég eðli- legast. Ég hef alltaf litið svo á að Landssambandinu sé fyrst og fremst ætlað að auka hlut kvenna í flokks- starfinu. Þegar sá tími kemur að hlutur nær 50% í trúnaðarstöðum í flokknum þá sé ég ekki ástæðu til sérstakra kvennasamtaka. Þegar við fórum að huga að því hvaða mál við ættum að taka fyrir á þessu þingi komu fjölskyldumál fljótlega upp á borðið. Framsóknar- flokkurinn var hvað fyrstur flokka til að móta sérstaka fjölskyldupólitík undir handleiðslu Eysteins Jónsson- ar, Gerðar Steinþórsdóttur o.fl. Síð- an hefur lítið farið fyrir þessum mál- um innan flokksins, ef til vill vegna þess að í ríkisstjórn virðast flest önnur mál hafa forgang en fjöl- skyldumálin, því miður. Fjölskyldumál virðast hins vegar ekki vera í nógu góðu lagi hjá okkur fslendingum. Við getum bent á dag- vistunarmál, skólamál, málefni ung- linga og unga fólksins. Börn vantar oft samastað á daginn, unglingar leiðast út í notkun fíkniefna og ungt fjölskyldufólk virðist oft eiga í erfið- leikum með að reka heimili. Skiln- aðir eru algengir. Frummælendur, sem við leituðum til, voru allir mjög áhugasamir að koma og ljóst að þessi mál brenna jafn heitt á þeim og okkur. Það hefirr t.d. komið til tals að rétt væri að stofna sérstaka fjölskylduskóla, þar sem fólki væri kennt að eiga og reka fjölskyldu, hvernig á að haga barnauppeldi, matargerð, samskiptum og fjármál- um. Sú kennsla, sem fram fór í hús- mæðraskólunum, hefur að litlu leyti skilað sér í framhaldsskólana. Þessa fræðslu vantar tilfinnanlega. Við er- um ekki að tala um að byggja nýja og dýra skóla. Við eigum nóg hús- næði svo sem í skólum, kirkjum og félagsheimilum sem má nota. Einn- ig ætti þetta nám að vera til staðar í framhaldsskólunum. Okkur virðist að það sé kallað á þessa fræðslu," segir Unnur Stefánsdóttir. Óvenjulegar fyrirsagnir í íslensku tímariti: Enskan á hreinu í Stjórnun Út er komið tímaritið Stjóm- sem fyrirsjáanlega er nauðsynleg un, sem Sfjórnunarfélag íslands fsienskum fyrirtækjum í harðn- gefur út Meginviðfangsefni andi samkeppni. Það vekur þó blaösins er sú nýja heimsmynd óneitanlega athygli að mildll sem blasir við Islendingum á hluti fyrirsagna í blaðinu eru á næstu árum og áratugum. í ensku, en undirfyrirsagnir í blaðinu er fjallað um þær ieiðir, smáu ietri fylgja með tsienskri sem innlendir og erlendir sér- þýðingu á fyrirsögnunum. Dæmi fræðingar telja vænlegar fyrir ís- um aðalfyrirsagnir í blaðinu eru iensk fyrirtækí og stofnanir í „Women and success**, „Women harðnandi samkeppni innan- and power“, „Redudng ab- lands og utan. Sex greinar og senteelsm“ og „Operating viðtöl við fræga markaðsmenn prindples for service quality eru uppistaðan í þessari umfjöll- improvement". íslenska er þó un blaðsins. Ekki kemur fram f ráðandi f nær öUum öðrum texta blaðinu hvort fslensk tunga er blaðsins. þrándur í götu þeirrar aðlögunar, Konur í stjórnmálum og málefni fjölskyldunnar Björgunarþyrla senn flugklár í gær var verið að ganga frá og gera flugklára eina af nýju björg- unarþyrlum varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli. Þyrlurnar verða alls flmm talsins og hafa það fram yflr eldri björgunarþyrlumar að þær eru búnar afísingartækjum og mun fuUkomnari fjarskipta- og staðsetningarbúnaði. Þyrlumar eru af gerðinni Sikor- sky MH-60G Pave Hawk. Þær bera um fimm tonn af fólki, farangri og eldsneyti og hafa rúmlega fjögurra tíma flugþol milli eldsneytisáfyll- inga. Hins vegar geta þær tekið eldsneyti úr birgðaflugvélum á flugi og langi raninn eða rörið, sem stendur fram úr þyrlunni, er einmitt til þess að taka eldsneyti á flugi. —sá/Tímamynd: Ámi Bjarna

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.