Tíminn - 26.09.1991, Qupperneq 11

Tíminn - 26.09.1991, Qupperneq 11
Fimmtudagur 26. september 1991 Tíminn 11 £1 Edda Salbjörg Selma Dóra Sr. Pálml Q Janus Auður Kjartan Lífsstíll fjölskyldunnar Þórólfur A 5. landsþingi Landssambands framsóknar- kvenna, sem verður haldið I Borgartúni 6 þann 4. og 5. okt. n.k. og hefst kl. 9.15, verður leitast við að svara spumingum eins og þessum: Gerum við of miklar kröfur tll lífsgæða? Er auðvelt að vera ungur uppalandl? Á að stofna sérstakan fjölskylduskóla? Eftirfarandi fyrirlesarar hafa tekið að sér að raeða .llfsstfl fjölskyldunn- ar“ út frá þessum og fleiri spumingum.: Edda Arndal og Salbjörg Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingar Þórarinn Tyrfingsson yflrlæknir Selma Dóra Þorsteinsdóttir fóstra Séra Pálml Matthíasson sóknarprestur Aðalheiður Auðunsdóttlr helmillsfræðlkennarl og námsstjórl Janus Guðlaugsson íþróttakennari og námsstjóri Auður Þórhallsdóttir heimilismóðlr Kjartan Jónsson heimllisfaðlr Þórólfur Matthlasson hagfræðingur Eftir stutta fyririestra veröur spumingum svarað I pallborði. Þessi dag- skráriiður verður laugardaginn 5. október kl. 9-12.30. Framkvæmdastjóm LFK. Framsóknarkonur í Kópavogi Aðalfundur Freyju, félags framsóknarkvenna, verður haldinn að Digranesvegi 12, fimmtudaginn 26. sept. kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Ingibjörg Pálmadóttir alþingismaður kemur á fundinn og ræðir við fundarkonur. Mætið vel og stundvislega. Stjómln. Keflavík: Aðalfundur Framsóknarfélags Keflavíkur verður haldinn mánudaginn 30. sept. kl. 20.30 I Félagsheimilinu. Að loknum aðalfundi verður al- mennur fundur framsóknarfélaganna. Drífa Sigfúsdóttir ræðir bæjarmálin. Önnur mál. Stjómin. Breyttur opnunartími skrif- stofu Framsóknarflokksins Frá 16. september verður skrifstofa okkar I Hafnarstræti 20, III. hæð, opin frá kl. 9.00-17.00 alla virka daga. Verið velkomin. FramsóknarHokkurinn Fulltrúaráð framsóknar félaganna í Reykjavík Drætti I skyndihappdrættinu hefur verið frestað. Nánar auglýst siðar. Samband, sem sveipað var goðsögn í áratugi, opinberað: Hepburn og Tracy áttu í ástarsam- bandií 27 ár Katharine Hepbum sagði í sjón- varpsviðtali ekki alls fyrir löngu að þau Spencer TVacy hefðu átt í ástar- sambandi í 27 ár, en hún hafi í raun og veru aldrei vitað hvaða tilfinn- ingar hann bar til hennar. I þessu sama viðtali ræddi hún ástarsamband sitt við Howard Hughes, sem hún sagði að sér hefði líkað afar vel við, en aldrei elskað og svo sannarlega ekki viljað gift- ast Huges var mikill brautryðjandi í flugmálum. í nýútkomnum æviminningum sínum lýsir hún Hughes sem áhugaverðum manni sem leið fyrir heymarleysi sitt, sem leiddi til þess að síðar varð hann fjarrænn og kuldalegur og einangraði sig frá fólki. í sjónvarpsviðtalinu sagði hún að Hughes hafi einu sinni látið þjóna sína eyðileggja allt postulínsmatar- stellið sem hann átti, því honum hafi ekki þótt gæði gestanna, sem notuðu stellið, nógu mikil. Katharine sagði að hún hafi elsk- að TVacy, en aldrei vitað hvaða til- finningar hann bar til hennar. Að- spurð um hvort hann hafi einhvem tíma tjáð henni ást sína og sagst elska hana svaraði hún: „Ég minn- ist þess ekki. Ég ætti að muna eftir því ef ég hefði trúað því. En kannski var ég of efins til að trúa honum." Spencer TVacy og Katharine Hep- bum léku saman í 9 kvikmyndum. Samband þeirra var sveipað goð- sögnum. TVacy var giftur og Hep- bum segir að hún hafi aldrei viljað að hann skildi við konu sína til að giftast sér. Hún segir að hún hafi fyrst hitt Dóttir Clints Alison Eastwood er orðin 19 ára Það getur átt sínar skuggahliðar að eiga frægan föður. „Þegar ég kynnist fólki kynni ég mig aldrei sem dóttur Clints Eastwood," seg- ir Alison, dóttir hins fræga leik- ara. „Það er betra að hafa það þannig, því þá veit ég að fólk kann vel við mig sem perónu, en það er ekki nafnið sem skiptir máli.“ Alison er 19 ára gömul og er dóttir Clints Eastwood og fyrstu eiginkonu hans, Margaret John- son, sem er málari. Þau eiga einn- ig soninn Kyle Clinton, en hann er 23 ára gamall og leggur stund á djass. „Sumt fólk vill þekkja fólk með fræg nöfn, en ég hef sem betur fer ekki þurft að hafa miklar áhyggj- ur af þvílíku. Ef ég hef á tilfinn- ingunni að fólk hafi meiri áhuga á nafni mínu en mér sjálfri bind ég vanalega enda á þá vináttu," segir Alison Eastwood. Hún segist vera líkari móður sinni en föður í útliti, en líkari honum í sér. Hún hefur ákveðið að verða leikkona. „Ef ég get orð- ið leikkona og gert það gott þá er það auðvitað frábært, en ef ekki þá er mér bara ætlað að gera eitt- hvað annað í lífinu. Ég ætla bara að gera mitt besta,“ segir hin 19 ára Alison Eastwood. Katharine Hepburn. eiginkonu TVacy nóttina sem hann lést, en það var á heimili Katharine og hún varð að láta fjölskyldu hans vita. „Ég er viss um að hún vissi um samband okkar, en hafi ekki viljað samþykkja það,“ segir Katharine Hepbum að lokum. Eastwood er að verða fullorðin: Allson seglst ekkl vilja vera kynnt fyrir fólki sem dóttir Clints Eastwood. Alison Eastwood ásamt fööur sínum, Clint Eastwood.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.