Tíminn - 09.10.1991, Page 2

Tíminn - 09.10.1991, Page 2
2 Tíminn Miðvikudagur 9. október 1991 Framfærslukostnaður hækkaði þrisvar sinnum meira í september-október nú en fyrir ári: Verðbólgan mallar ennþá á 8-9% hraða Hjá vísitölufjölskyldunni okkar er nú svo komið að það kostar hana eins mikið að komast á milli staða eins og fer til matar- kaupa. Þaö hlutfall af heildarútgjöldum þessarar frægu fjöi- skyldu, sem fer til matarkaupa, hefur á einu ári lækkað úr 19,6% niður í 18,7%, á sama tíma og rekstrarkostnaður einka- bíla og reiðhjóla og fargjöld almenningsfarartækja hefur hækkað úr 17,9% upp í 18,7% heildarútgjaldanna. Matarkostnaður fjöl- skyldunnar er nú um 40.700 krónur á mánuði og hefur aðeins hækkað um 3,1% (eða 1.300 kr.) á heilu ári. Ferðakostnaður hennar hefur hins vegar hækkað um 12,4% (eða 4.500 kr.) síð- ustu tólf mánuðina, upp í 40.500 krónur á mánuði núna í októ- ber. Vísitala framfærslukostnaðar hækkaði um 0,8% milli september og október. Þetta er því fjórði mán- uðurinn sem verðbólgan hefur mallað á bilinu frá 7% og upp í 10% hraða. Svo virðist sem erfið- lega gangi að lækka verðbólgu- hraðann meira en það. Þessi 0,8% vísitöluhækkun nú er t.d. hátt í þreföld hækkun milli sömu mánaða (0,3%) fyrir ári. Umreiknað til heils árs mælir vísi- talan nú 9,5% verðbólgu í staðinn fyrir 3,3% í október í fyrra. Síðustu sex mánuði hefur verðbólguhrað- inn mælst í kringum 11%, þ.e. tvöfalt meiri en sú 5,8% verðbólga sem var hér á sömu sex mánuðum í fyrra. Þessi 0,8% hækkun vísitölunnar milli september og október verður heldur ekki rakin til neinna sér- stakra hluta, heldur hafa verð- hækkanir átt sér stað á fjölda teg- unda, bæði vöru og þjónustu, í flestum flokkum vísitölunnar. Þannig hækkuðu t.d. matvörur milli mánaða um 0,6% (fyrst og fremst vegna verðhækkana á kjöt- vörum). Fatnaður hækkaði um tæp 2%, rafmagn og hiti um 2,3%, rekstrarkostnaður einkabílsins um 0,6%, bækur og blöð um 3,5%, ólögbundnar tryggingar um 2,6, veitingahúsaþjónusta 0,8%, póst- ur og sími um 5,2% og ýmis þjón- usta um 3,2%. Verði yfirlýst stefna stærstu launagreiðenda landsins að veru- leika, um engar kauphækkanir næsta ár eða næstu ár, virðist ljóst að kaupmátturinn hlýtur að verða fljótur að hrapa niður ef verðbólg- an heldur áfram á svipuðum hraða og núna að undanförnu. Á s.l. tólf mánaða tímabili, þ.e. frá október í fyrra, hafa einstakir flokkar framfærsluvísitölunnar hækkað sem hér segir: Matvörur 3,1% Drykkjarvörur/tóbak 8,8% Fatnaður 7,9% Húsgögn/tæki o.fl. 5,8% Húsnæði/rafmagn/hiti 12,3% Heilsuvernd 11,5% Ferðir og flutningar 12,1% Tómstundir/menntun 8,2% Aðrar vörur og þjónusta 6,2% Vísitalan alls 8,2% Það er fjármagnskostnaðurinn, orkukostnaðurinn, ferðakostnað- urinn, ásamt læknis- og lyfja- kostnaði, sem hækkað hefur lang- mest á undanförnu eins árs tíma- bili — eða um fjórfalt meira held- ur en matarkostnaðurinn, þar sem verðhækkanir eru aftur á móti minnstar. - HEI Nýir menn í útvarpsráði Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur tilnefnt menn til setu í út- varpsráði, en sem kunnugt er sögðu tveir aðalmenn og einn varamaður sig úr ráðinu vegna óánægju með þá ákvörðun Ólafs G. Einarssonar menntamálaráðherra, að ráða Heimi Steinsson í stöðu útvarpsstjóra. Að- almenn í ráðinu verða Halldóra Rafnar lögfræðingur, séra Hjálmar Jónsson og Davíð Stefánsson, for- maður S.U.S. Eftir að Inga Jóna Þórðardóttir og Magnús Erlendsson sögðu sig úr út- varpsráði tóku Hjálmar og Halldóra þar sæti, en þau voru varamenn í ráðinu. Þriðji varamaðurinn, Friðrik Friðriksson, sagði einnig af sér. Vara- menn í ráðinu verða Guðmundur H. Garðarsson, Dögg Pálsdóttir og Pét- ur Rafnsson. Alþingi kýs í útvarpsráð og er búist við að á næstu dögum verði tillaga sjálfstæðismanna lögð fyrir þingið. Menntamálaráðherra skipar for- mann ráðsins. Eftir að Inga Jóna Þórðardóttir, formaður útvarpsráðs, sagði sig úr ráðinu tók Guðni Guð- mundsson, fulltrúi Alþýðuflokksins í ráðinu, við formennsku. Ljóst er að menntamálaráðherra mun skipa for- mann ráðsins úr röðum sjálfstæðis- manna og er helst búist við að næsti formaður útvarpsráðs verði Halldóra Rafnar. -EÓ Heimsmeistaramótið í bridge: ISLENDING- AR í ÚRSLIT Þessi fiutningabíll hafði fokið þversum á þjóðveginum í Kollafirði í fyrradag. Norðaustanrok á vestanverðu landinu: BÍLAR FUKU AF VEGUM íslenska landsliðið leikur til úr- slita við Pólveija um heims- meistaratitilinn í bridge. Það vann Svía með 11 stigum í und- anúrslitum í fyrrinótt. Leikurinn sá var æsispennandi. Svíar höfðu betur til að byrja með, íslendingar komust svo yfir og höfðu nokkurra stiga forskot þegar 2,6 milljarðar í Verðjöfnunar- sjóði sjávarútvegsins: Bankar sjái um sveiflu- jöfnun Átta þingmenn Framsóknarflokks- ins hafa lagt fram frumvarp á Al- þingi um að fyrirtækjum, sem greifta í Verðjöfnunarsjóð, verði gert heimilt að inna greiðslu af hendi til síns viðskiptabanka eða innláns- stofnunar þar sem fjármagnið verði ávaxtað. Fyrsti flutningsmaöur frumvarpsins er Stefán Cuðmunds- son alþingismaður. Lög um Verðjöfnunarsjóð sjávarút- vegsins tóku gildi 1. júní 1990. Hlut- verk sjóðsins er að draga úr verð- sveiflum á sjávarafurðum á þjóðar- búskapinn. Greiðslur í sjóðinn eru geymdar á verðjöfnunarreikningi á nafni viðkomandi framleiðenda. Flutningsmenn telja rétt að gefa framleiðendum tækifæri til að ávaxta hluta af afrakstri atvinnu- starfsemi sinnar í viðskiptabönkum fyrirtækjanna sjálfra, enda sé full- nægt almennum reglum sem sjóð- stjóm setur m.a. um ávöxtun fjárins. I Verðjöfnunarsjóði eru nú um 2,6 milljarðar króna. Greitt er í sjóðinn þegar markaðsverð í hverri deild er að meðaltali 3-5% hærra en staðvirt meðalverð (grundvallarverð) síðustu 5 ára og skal innborgunin vera 50% af því sem umfram er. -EÓ tvö spil voru eftir. Þá spiluðu Islend- ingarnir tvö hjörtu á spili sem í voru fjórir spaðar. Hefðu sænsku spilar- arnir komist á snoðir um leikaðferð- ina, hefði það svo gott sem tryggt þeim sigur. Þeir teygðu sig hins veg- ar heldur lengra, alla leið í sex spaða sem aldrei gátu staðist, og þar með var sigur íslenska liðsins í höfn. Ekki þarf að taka fram að árangur íslenska liðsins er frábær. íslensku spilaramir em áhugamenn að syndga upp á náð vinnuveitenda sinna til að geta keppt við menn sem gera ekki annað en að spila bridge. Tíminn tekur sér það bessaleyfi að spá því, þrátt fyrir allan sparnað, að spilararnir verði settir á laun hjá rík- inu, líkt og stórmeistarar í skák njóta nú. -aá. Norðaustan hvassviðri gekk yflr landið vestanvert í fyrrakvöld með særoki víða og hálku, svo bflar fuku af vegum. Ekki urðu slys á fóiki. Tveir bflar lentu harkalega saman í Kollafirði eftir að þeir runnu til á hálku sem myndaðist vegna særoks. Aðrir tveir fuku út af í Hvalfirði og á Kjalarnesi. Illfært var um sunnan- vert Snæfellsnes. Þar fauk jeppabif- reið út af veginum og henni fylgdi síðan flutningabifreið. Rafmagns- laust var á öllu Snæfellsnesi. Hvassviðrinu fylgdi mikið mold- viðri af hálendinu niður Suður- landsundirlendi og á haf út, allt til Vestmannaeyja. Vindurinn var víðast 8 til 9 stig, en náði mestum hraða 10 stig í hvið- um. -aá. Almenningsvagnar bs.: Sjö bjóðast til að sjá um strætó Almenningsvagnar bs. fengu 14 til- boð frá sjö aðilum í strætisvagna- akstur á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur. Boðnir vom út fimm aðskildir pakkar, hver og einn áhugasamra gat boðið í einn eða fleiri. Að sögn Amar Karlssonar, framkvæmdastjóra Almennings- vagna bs., em tilboðin misjöfn að innihaldi vegna þessa, og nokkuð starf óunnið við að flétta þau saman. Þau em bindandi til 21. október. Stjórn Almenningsvagna bs. tekur ákvörðun fyrir þann tíma. Þeir, sem buðu í strætóferðir, em starfsmenn Strætisvagna Kópavogs, Guðmundur Guðnason í Mosfellsbæ, Allrahanda hf. í Kópavogi, Jónatan Þórisson, Teitur Jónasson, Norður- leiðir/Landleiðir og Hagvirki/Klettur Örn vildi ekki segja hverjir væm lík- legastir til að hljóta hnossið. Alþýðu- blaðið segir þó frá því í gær að það sé Hagvirki/Klettur. -aá. Stjóm og formaður Landssambands verslunarmanna fá kald- ar kveðjur frá verslunarmönnum á Austurlandi: Megn óánægja meö forystuna í LÍV Verslunarmannafélögin á Austurlandi héldu fund tneð sér á Reyðarfirði um helgina þar sem fram kom mikil óánægja með störf Landssambands verslunarmanna. Óánægjan tengist því sem austfirskir verslunarraenn kalla „linkind í launabaráttu þessa láglaunahóps í þjóðfélaginu“. Á þessum fundi kom fram mjög hátt, sem einkennt hafa stöif ákveðin samstaða um að ekkert annað en verulegar kjarabætur kæmu tíl greina f komandi kjara- samningum til handa verslunar- og skrifstofúfóDd. Því var sam- þykkt gerð um það að fundurinn skoraði á allt verslunarfólk að setja kröfur sínar á mannsæm- and) iaun. í ályktun fundarins segir nu. að hann lýsi „megnrí óánægju með störf stjórnar og formanns L.Í.V. og þann seinagang og þegjanda- L.Í.V. varðandi komandi kjara- samttinga. Einnig telur fundur- hm að slaklega hafi verið staðlð að kynningu á stöðu verslunar- fólks, sem fær greitt samkvæmt töxtum. Fundurinn hvetur til al- gerrar einingar allra aðildarfélaga L.Í.V. um kröfur í komandi kjara- samningum. Fundurinn lýsir yflr stuðningi við þær tíDðgur, sem undírbúnar hafa verið sem krijfu- gerð af háifu L.Í.V. f komandi kjarasamningum." Á fundinum á Reyðarfirði var saman komin stjóm Verslunar- mannafclags Austuriands, ásamt trúnaðarmönnum úr ölium þétt- býliskjömum af svæðinu aHt frá Vopnafirði tíl Djúpavogs. Á fundinum var jafnframt sam- þykkt áiyktun þar sem elndregið er lagst gegn fyrirætlunum rflds- valdsins um að leggja nlður Skipaútgerð rfldsms. I ályktun- inni segir m.a.: , Augljóslega mundi það hafa áhrif á vöruverð og þjónustu á hinum ýmsu stöð- um á l&ndsbyggðinni, auka enn á misræmið milli þéttbýlisins á suðvesturhorainu og landsbyggð- arinnar, sem þá mundi lelða tíl enn frekari byggðaröskunar.“

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.