Tíminn - 09.10.1991, Qupperneq 5

Tíminn - 09.10.1991, Qupperneq 5
Miðvikudagur 9. október 1991 Tíminn 5 Félagsmálaráðherra tilkynnir breytingar á húsbréfakerfinu sem miða að því að draga úr útgáfu húsbréfa um 4-5 milljarða: Hámarkslán vegna húsbréfa lækkað Ríkisstjórnin samþykkti í gær tillögu Jóhönnu Sigurðardóttur fé- lagsmálaráðherra, um breytingar á húsbréfakerfinu. Hámarksfjár- hæð fasteignaveðbréfs, sem skipta má fyrir húsbréf, mun lækka úr 9,7 milljónum í 5 milljónir vegna kaupa á notaðri íbúð, í 6 milljón- ir vegna kaupa á nýrri íbúð og í 3 milljónir vegna meiriháttar við- bygginga, endurbóta og endumýjunar á notuðu íbúðarhúsnæðis. Markmiðið er að draga úr útgáfu á húsbréfum um 4-5 milljarða á næstu 15 mánuðum. Reiknað er með að gefin verði út húsbréf á þessu tímabili fyrir 12 milljarða. Ríkisstjómin stefnir að því að draga úr lántökum á ábyrgðum ríkissjóðs milli áranna 1991 og 1992 um 10 milljarða. Þær ráðstafenir, sem nú er gripið til, em hluti af aðgerðum sem miða að þessu markmiði. Reiknað er með að gefin verði út húsbréf fyrir 12 milljarða á næstu 15 mánuðum, en gefa hefði orðið út bréf fyrir 16-17 milljarða ef reglum hefði ekki verið breytL Jóhanna sagðist ekki telja að þessar breytingar leiði til þess að biðröð myndist eftir húsbréfum. Hún sagði að þær leiðir, sem voru fyrir, hafi ver- ið að hækka vexti í húsbréfakerfinu, stytta lánstímann eða lækka lánshlut- fallið. ,Allar þessar leiðir hefðu þyngt greiðslubyrði hjá fólki. Ég taldi að þessi leið væri miklu vænlegri til ár- angurs og myndi skila því sem að væri stefnL Sú leið, sem hér er farin, kemur helst við fólk með háar tekj- ur,“ sagði Jóhanna. Hún sagðist von- ast til að þessar ráðstafanir stuðli að því að aíföll á húsbréfum minnki. Með reglunum verður sú breyting að fasteignaveðbréf má ekki nema hærri fjárhæð en nemur mismun á söluverði fyrri eignar íbúðarkaup- anda eða húsbyggjanda, að frádregn- um áhvílandi lánum og matsverði þeirrar íbúðar sem sótt er um skulda- bréfaviðskipti fyrir. Þá verður þeim, sem sótt hafa um lán vegna meiri háttar viðbygginga, endurbóta og endumýjunar á notuðu íbúðarhúsnæði, veittur aðgangur að húsbréfakerfinu, en lánsumsóknir vegna slfkra framkvæmda hafa hlað- ist upp í Húsnæðismálastofnun. Um- sóknir eru nú á fjórða hundrað. Ekki verður skipt á húsbréfum sem nema lægri fjárhæð en 650 þúsund krón- um, miðað við vísitölu 1. okL 1991. Lágmarkskostnaður vegna endurbóta þarf því að vera um 1 milljón króna. Heimild til skuldabréfa vegna meiri- háttar endurbóta og endumýjunar á notuðu íbúðarhúsnæði kemur til framkvæmda í áföngum. Á árinu 1992 verða einungis af- greiddar umsóknir þeirra sem eiga lánshæfar umsóknir í lánakerfinu frá 1986. Eftir 1. febr. 1992 verða af- greiddar umsóknir þeirra sem sóttu um fyrir 1. janúar 1990. Eftir 1. júní 1992 verða afgreiddar umsóknir þeirra sem sóttu um eftir 1. jan. 1990 og fram til 1. sepL 1991. Afgreiðsla nýrra umsókna um skuldabréfaskipti vegna endurbóta og endumýjunar á notuðu íbúðarhúsnæði, þ.e. þeirra sem sækja um eftir 1. sept í ár, hefst 1. jan. 1993. Hámarkslán vegna greiðsluerfið- leika verða 2,5 milljónir og umsókn- arfrestur er til 1. nóvember næst- komandi. Afgreiðsla húsbréfa vegna greiðsluerfiðleika lýkur um næstu áramóL Þeir, sem em með gilt mat á greiðslubyrði, verða að fá nýtt mat sem tekur mið af nýju reglunum. Matið verður þessu fóltó endurgjalds- lausL -EÓ Selja Skóg- ræktarbókina Helgina 12. til 13. október taka Ungmennafélag íslands og Skóg- ræktarfélag íslands höndum sam- an, ganga í hús og selja Skógrækt- arbókina. Tilgangurinn er að styrkja starf ungmennafélaganna, kveikja og örva áhuga landsmanna á skógrækt og sjá til þess að þeir læri til þeirra verka. Skógræktarbókin er að sögn vand-. að riL Litprentuð, 247 bls., jpiýdd fjölda mynda og hentar jafnt byrj- endum sem Iengra komnum. Hún var gefin út sl. vetur á 60 ára afmæli Skógræktarfélagsins og í minningu Hákonar Bjamasonar. -aá. Brynjólfur Jónsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélagslns, Pálmi Gíslason forseti UMFl, og Siguró- ur Þorsteinsson framkvæmdastjóri UMFÍ. Timamynd: Ámi Bjama fttSfuseosíiiSj Fyrirspurnir á Alþingi um herskipakomur og flóttamenn: Spurt um erlenda sjómenn á íslandi Guðmundur HaHvarðsson al- þingismaður hefur lagt friun fyrirspum á Alþingi þar sem hann spyr samgönguráftherra með hvaða hætti hann hyggist spoma vlð því, að eriendir sjó- menn séu ráðnlr til starfa á skipum í þjónustu ísienskrar kaupskipaútgcröar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur lagt fram fyrirspum til utanríUsráðherra þar sem spurt er hvaða herskip írá þeim ríkjum á norðurhveU sem eiga kjamorkuvopn, þ.e. Bandaríkj- unum, Sovétríkjunum, Frakk- landi og Bretlandi, hafa komið til íslenskra hafna eða siglt um íslenska lögsögu á sl. 30 áram. Ingibjörg Sólrún spyr einnig hvort ríkjssfjómin hafl uppi áform um að banna umferð kjamorkuknúinna herskipa um íslenska iögsögu. Þá hefur Kristín Ástgeirsdótt- ir lagt fram fyrirspum til utan- ríkisráðhcrra um flóttamenn á ísiandi. Hún spyr m.a. um hve margir pólitískir flóttamenn hafl óskað efthr hæli á fsiandi sl. flmm ár. Hve marghr hafl fengið hér hæii og hve mörgum hafí verið vísað úr landl á landa- mærunum, þ,e. í fríhöfninni í Keflavík og höfnum Íandsins. Þi spyr Kristín í annarri fyrir- spuro um þær skyldur, sem ís- lensk stjómvöld hafa gagnvart pólitískum flóttamönnum sam- kvæmt samþykktum Sameln- uðu þjóðanna, og um stefnu núverandi ríkisstjómar til mál- efna flóttamanna sem hhtgað leita. -EÓ Enn ein deild Samstöðu um óháð ísland stofnuð: Samstaða nú á N-eystra Um helgina var haldinn á Akureyri stofnfundur deildar fyrír Norðuriand eystra innan fclagsins „Samstaða um óháð ísland", sem stofnað var fyrir skömmu. Að sögn Hlöðvers HÍöð- verssonar stjómarmanns er tilgang- ur félagsins tvíþættur, annars vegar að berjast gegn því að gerður verði samningur um evrópskt efnahags- svæði í því fari sem þær umræður hafa verið. Verði hins vegar af því að samningurinn verði undirritaður, þá verði hann borinn undir þjóðarat- kvæðagreiðslu. í öðra lagi vÚl Sam- staða berjast fyrir því að ísland geti haft frjáls og óháð samskipti við allar þjóðir, en ekki einskorða samskiptin við Evrópu. Á fundinum á Akureyri fluttu fram- söguerindi Kristín Einarsdóttir, for- maður Samstöðu, og Jóhannes Snorrason fiugstjóri. Að framsöguer- indum loknum voru frjálsar umræð- ur, og sagði Hlöðver að umræður hefðu verið málefnalegar og líflegar. í máli fundarmanna kom m.a. fram að viðræðumar væru enn í fúllkominni óvissu, og nánast ekki nema helming- slíkur á að ísland verði þátttakandi. Þá lýstu fundarmenn furðu sinni á því að hægt væri að undirrita samninga sem skertu fullveldi íslands, með sam- þykki helmings þingmanna. Ekki síst í ljósi þess að Norðmenn gera kröfúr um samþykki í þjóðaratkvæða- greiðslu, eða a.m.k. samþykki 3/4 meirihluta stórþingsins. Að umræðum loknum var kosin stjóm og hennar fyrstu verkefni verða að skipuleggja og gangast fyrir söfnun undirskrifta er mótmæla þátttöku ís- lands í evrópska efnahagssvæðinu. Reyndar er undirskriftasöfnunin þeg- ar hafinn og nefndi Hlöðver að í 7 sveitarfélögum í Suður-Þingeyjar- sýslu hefðu yfir 70% þeirra, sem voru á kjörskrá í síðustu alþingiskosning- um, skrifað undir mótmælin. Yfir- skrift undirskriftalistanna er: „Við undirrituð skomm á ríkisstjóm ís- lands að hverfa nú þegar frá viðræð- um um aðild íslands að evrópsku efnahagssvæði. Verði viðræðunum samt haldið áfram og samkomulag undirritað, munum við krefjast þess að samningurinn verði borinn undir þjóðaratkvæði áður en hann verður tekinn til endanlegrar afgreiðslu." Hlöðver sagðist vonast til þess að um þetta mál næðist jafn víðtæk sam- staða og í landhelgisdeilunni, enda um skylt málefni að ræða er varðaði sjálfsfaeði íslands. Stjóm Norðurlandsdeildar Sam- stöðu skipa: Pétur Helgason Hrana- stöðum, Valgerður Guðjónsdóttir Ak- ureyri, Hlöðver Hlöðversson Björg- um og Atli Vigfússon Laxamýri. Auk þess eiga tveir fulltrúar Norður-Þing- eyinga eftir að koma inn í stjómina eftir stofnfund á Raufarhöfn um næstu helgi. hiá-akureyri. Leikfélag Selfoss sýnir leikverk í tilefni aldarafmælis Ölfusárbrúar: ■ ■ W W W OLFUSARBRU, BRU TIL BETRITÍÐAR „Brú til betri tíðar" heitir nýtt leikrit sem Leikfélag Selfoss frumsýndi sl. laugardagskvöld. Leikritið er eftir Jón Hjartarson og hann er jafnframt leikstjóri. Það Qallar um gömlu ölfusár- brúna og ýmis atvik henni tengd. Sýningin er meðal hátíðabrigða í tilefni af 100 ára afmælis brúar yflr ölfusá, sem minnst hefur verið með veglegum hætti á þessu ári. Með fyrstu atriðunum í leikritinu er svipmynd frá sýslufundi í Rang- árvallasýslu árið 1872, en þar var hugmyndinni um brú yfir Ölfúsá fyrst hreyft. Síðan rekur sagan sig áfram og leikritið endar þegar gömlu ölfusárbrúnni hvolfdi. ,Ástir og örlög einstakra persóna urðu ... ekki aðalatriði þessa verks, heldur situr brúin sjálf í forgrunn- inum og það breytilega ferðalag, sem um hana fór allt til þess er strengir hennar slitnuðu eina stjömubjarta septembemótt árið 1944,“ segir Ieikstjórinn og höf- undurinn Jón Hjartarson meðal annars í stuttri grein í leikskrá. Úr sýningu Leikfélags Selfoss. Geröur Sigurðardóttir, Helena Káradóttir og Halldór Hafsteinsson, en hann leikur Þorfinn sem lengi rak greiðasölu í Tryggvaskála á Selfossl. Nafn leikritsins, „Brú til betri tíð- ar“, er sótt í brúardrápu Hannesar Hafstein, sem hann orti í tilefni af vígslu brúarinnar árið 1891. Þessi hending voru orð að sönnu, því brúin varð til betri tíða og varð lyftistöng fyrir Suðurland allt á margvíslegum vettvangi. Með helstu hlutverk fara Bene- dikt Þór Axelsson, Elín Arnolds- dóttir, Sigurgeir Hilmar Friðþjófs- son, Vigfús Hjartarson og Davíð Kristjánsson. Þá eru aðeins fáeinir nefndir, því alls taka um 30 leik- endur þátt í sýningunni. —SBS, Selfossi

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.