Tíminn - 09.10.1991, Side 7

Tíminn - 09.10.1991, Side 7
Miðvikudagur 9. október 1991 Tíminn 7 SIMILAUN-MAÐURINN Vísindamenn virða fyrir sér nýfundið lík Similaun-mannsins, áður en það var flutt til háskólans í Innsbruck. Forfaðir frá brons- öld finnst vel varðveittur í Alpafjöllum Létt snjókoma safnaðist fyrir í grunnri gröf hans, 10 dögum eftir að hann fannst. Vindblásinn staður- inn hátt í Suður-Tíról, sem hafði gefið af sér best varðveitta eintakið af forsögulegum manni sem hingað til hefur fundist, var aftur farinn að hylja leyndarmál sín. Landamæralögregla hélt ferða- mönnum og vísindamönnum, sem ekki höfðu nauðsynleg leyfi, í burtu frá „söðlinum", lægsta yfirferðar- staðnum á fjallahrygg { Ötztaler- Ölpunum, á landamærum Ítalíu og Austurríkis, þar sem tveir þýskir göngumenn fundu 4000 ára gamalt lík upp úr miðjum september. Síðar fundu vísindamenn örvamæli og örvar og fleiri hlutir hafa sést, djúpt grafnir í ísinn. Dó meira en 2000 árum f.Kr. í innan við 30 mflna Ijarlægð, við háskólann í Innsbruck hafa vísinda- menn hvarvetna að úr Evrópu þyrpst umhverfis stálbekk þar sem líkaminn var lagður, einn af merk- ustu fomminjafundum heimsins. Þeir kalla hann „Similaun-mann- inn“, eftir fjallahrygg í grennd við staðinn þar sem hann fannsL Vaxkenndur og hálfklæddur líkam- inn virtist líklegur til að leysast í sundur undir heitum sjónvarpsljós- unum. Hann vegur 54 kfló og er u.þ.b. 160 sm hár, grannvaxinn, og hendur og llitsdrættir fíngerðir. Vöxtur, bei ygging og tanngerð (merkilega :,.austlega útlítandi röð af skjannahvítum tönnum) gefa til kynna að maðurinn hafi verið um 20 ára gamall, vel á sig kominn og hraustur. Daginn sem hann dó, meira en 2000 árum áður en Krist- ur fæddisL var hann á ferð yfir Tí- rólfjöllin á leið sem nútímamaður- inn hefur farið öldum saman til að Hann vegur 54 kíló og er u.þ.b. 160 sm hár, grann- vaxinn, og hendur og and- lítsdrættir fíngerðir. Vöxt- ur, beinabygging og tann- gerð (merkilega hraust- iega útiítandi röð af skjannahvitum tönnum) gefa tii kynna að maðurinn hafi verið um 20 ára gam- aii, vel á sig kominn og _________hraustur. reka kindur frá einum dalnum til annars. Það er óskýrð gáta hvemig Simi- laun-maðurinn lét líf sitL Líkami hans er fastur í sömu stellingu og þegar dauðastirðnunin átti sér stað. Vinstri handleggur hans er teygður til hliðar og skýlir höfði hans og augum, eins og hann hafi verið að verjast snjóbyl. Það kann að koma í ljós við rannsóknir að hann hafi orðið úti. Siðaðra og hærra menningarstig en áður var haldið Austurrískir vísindamenn hafa þegar raðað saman mynd af tímabili þar sem mannleg þróun var orðin miklu siðaðri og á hærra menning- arstigi en áður var haldið. Similaun- maðurinn er klæddur vel gerðum stakki og legghlífum, gerðum úr sútuðu leðri eða skinnum, sem haldið er saman með grönnum leð- urreimum og fóðruðum með heyi til einangrunar. Á fótum hans eru grófgerð leðurstígvél fyllt stráum og beykispónum, líka bundin leður- þvengjum. Mjúkt geitarskinn og íoðskinn, sem lá skammt frá, er álit- ið hafa verið höfuðbúnaður. Frekari vísbendingar um lifnaðar- hætti hans eru viðarbakgrind, bronsöxi, bogi og örvar, og við mitti hans leðurpoki með tinnusteini og tundri til að kveikja eld. „Hann kann að hafa verið á veiðum, eða að leita að málmum — bronsi og kop- ar. Það var mikilvægur hluti af lífs- háttum þessa fólks,“ segir Konrad Spindler, prófessor við Innsbruck- háskóla, til skýringar. Vopn hans og leðurskart benda til að hann hafi ekki bara verið óbreyttur bronsaldarmaður. „Hann var efnaður. Hann hafði vissa þjóðfélagsstöðu. Það báru ekki allir boga og örvar,“ segir dr. Gerhard Tomedi, annar vísinda- maður sem kannar Similaun- manninn. Þegar vísindamennirnir losuðu klæðnaðinn af líkamanum, fundu þeir djúp ör sem fyrst var álitið að væru merki um svipuhögg eða bruna. En nú heldur Spindler að þetta sé húðflúr eða ættbálka- merki. Á hnjám mannsins innan- verðum eru raðir af tveggja og hálfs sentimetra stórum krossum, og á baki hans er band láréttra ráka. Nú vitum við að bronsaldarmað- urinn rakaði af sér skeggið. Vottur af grófum skeggbroddum á andlit- inu gefur til kynna að skeggið hafi verið fjarlægt, sennilega með beittum tinnusteini. Neglurnar á fingrunum eru skornar fremur en rifnar og eyddar — og skurðtæki, sem fundust nærri líkamanum, kunna að hafa verið notuð til þessara og líkra athafna. Hvemig tekst að varð- veita Similaun-mann- inn? Nú liggur aðalvandinn í því hvem- ig megi varðveita þetta dýrmæti. 1 Evrópskir andlitsdrættir, blá augu, tennur fastar í kjálkum. Skegghár rakað. 2 Örvar geymdar í viðarbakgrind, sem bundin er saman með leðurreimum. 3 Langur bogi fannst brotinn í tvennt. 4 Öxi með viðarskafti, steinblaði með bronsi á egg (2000 f.Kr.). 5 Snjóstígvél úr loðskinni og leðri, fóðruð með heyi og beykispónum. 6 Leðurfatnaður stoppaður með heyi. T Leðurbelti með áfestum pung með tínnu til að kveikja eld. 8 Skartgripir: Ijósleitur steinn í leðurumgerð — tákn um stöðu, borinn um háls eða á bringu. Dr. Markus Egg, sem kann Þjóð- verja mest um varðveislu fomra minja, lýsti undmn sinni á að lík- aminn skyldi ekki hafa orðið flug- um, dýrum og andrúmsloftinu að bráð í heil 4000 ár. „Hann virðist hafa loftþomað í mikilli hæð yfir sjávarmáli, í geysilegum kulda, og síðan grafist í skriðjökli þar til mjög nýlega,“ segir hann. í geymslu í há- skólanum er velvarðveittur líkam- inn þakinn íspokum, kældur niður í 6 gráður á Celsius, sem er hitastig skriðjökulsins, og haldið þurmm til að hindra eyðingu af völdum sveppa. Þar sem svo mikill fræðilegur orð- stír er í húfi vegna þessa fundar, er þegar hafin hin óhjákvæmilega keppni um hver eigi tilkall til hans. Líkið fannst Austurríkismegin við landamærin, en finnendumir, Helmut og Erika Simon frá Nurnberg í Þýskalandi, tilkynntu hann til ítalskra „carabinieri". Og hvar á að geyma hann? í Innsbmck, höfuðborg Tíról, sem á tilvem sína undir ferðamanna- þjónustu, er fyrirséð að Similaun- maðurinn dregur að sér flesta ferðamenn síðan vetrarólympíu- leikamir vom haldnir þar 1964. Þegar er farið að undirbúa safhið á staðnum fyrir aðsóknina. En Ernst Schöpf, bæjarstjóri Sölden, Alpa- þorpsins sem næst stendur fundar- staðnum, ætlar ekki að sætta sig við það. Hann heldur því fram að líkið sé eign litla bæjarfélagsins hans. Á meðan það deilumál er óútkljáð em vísindamenn, í búningum sem ekki em svo gífurlega frábmgðnir þeim sem hinn 4000 ára gamli for- faðir þeirra klæddist, að grand- skoða snæviþakta staðinn í Alpa- fjöllunum áður en veturinn inn- siglir það sem eftir kann að leynast í ís í a.m.k. ár til viðbótar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.