Tíminn - 09.10.1991, Síða 10
10 Tíminn
Miðvikudagur 9. október 1991
MINNING
Guðjón Halldórsson
skipstjóri, Hafnarfirði
Fæddur 18. ágúst 1917
Dáinn 2. októbcr 1991
í dag kveðjum við í hinsta sinn
tengdaföður minn Guðjón Halldórs-
son, skipstjóra í Hafnarfirði, en
hann lést á St. Jósefsspítala mið-
vikudaginn 2. október sl.
Það er ávallt erfitt að lýsa með orð-
um þeim sáru tilfinningum sem
bærast í brjósti okkar þegar við
fréttum lát nákominna ættingja og
ástvina. Það kom okkur líka öllum á
óvart að Guðjón skyldi hverfa frá
okkur svo fljótt eftir að veikindi
hans urðu Ijós, og verður því áfallið
sárara og tómarúmið tilfinnanlegra.
Minningin um hann, gæsku hans
og alúð, höfðingsskap og dugnað
hjálpar okkur hins vegar að þola
þessa erfiðu daga og það er eitt víst
að það er í hans anda að við samein-
umst þegar sorg eða alvarlegan
vanda ber að höndum.
Guðjón Halldórsson var fæddur á
ísafirði 18. ágúst 1917, sonur sæmd-
arhjónanna Halldórs Friðgeirs Sig-
urðssonar skipstjóra og Svanfríðar
Albertsdóttur. Eftirlifandi systkini
Guðjóns eru Lilja, Sturla, Málfríður
og Olafur, öll búsett á ísafirði, Sig-
urður og Steindór, sem dvelja á vist-
heimilinu í Kópavogi, Jón Laxdal,
búsettur í Sviss og uppeldisbróðir
og systursonur, Jón Hjörtur Jó-
hannsson, sem býr á ísafirði.
Guðjón kvæntist 1940, Maríu Re-
bekku Sigfúsdóttur frá ísafirði, og
átti með henni þrjú börn, Svanfríði,
Gylfa og Selmu. Þau María slitu
samvistir.
Þegar Guðjón hóf nám í Sjómanna-
skólanum flutti hann suður og 1952
giftist hann síðari konu sinni, Karl-
ottu Einarsdóttur frá Hafnarfirði, og
eignuðust þau saman þrjú börn, þau
Guðbjörgu, Halldór og Helgu.
Það varð eins og vænta mátti hlut-
skipti Guðjóns að sækja sjóinn og til
er í blaðagrein að vestan lýsing á því
er hann fór fyrst á sjóinn með föður
sínum, þá talinn yngsti sjómaður á
fslandi, enda aðeins 5 ára gamall.
Þessi litli hnokki átti síðan eftir að
verða dugmikill og farsæll sjómaður
og fengsæll skipstjóri. Hann reri
með föður sínum á Vébirni og varð
síðan skipstjóri á Auðbirni og síðar
fleiri skipum að vestan.
Á meðan heimsstyrjöldin geisaði
var hann á togaranum Jóni forseta,
en örlögin höguðu því þannig að
hann var í landi þegar togaranum
var sökkt. Hann var skipstjóri á tog-
skipinu Gróttu þegar skip Björgvins
Bjarnasonar frá ísafirði fóru til veiða
við Grænland og Nýfundnaland og
síðar skipstjóri á nokkrum öðrum
skipum.
Árið 1954 eignaðist Guðjón vélbát-
inn Kóp og gerði hann út frá Hafn-
arfirði þar til hann keypti Víking og
gerði hann út frá Reykjavík. Guðjón
var alla tíö fengsæll sjómaður og
virtur skipstjórnarmaður.
Þegar Guðjón kom í land árið 1972
fékk hann starf sem var svo nátengt
sjósókninni að hann sætti sig mjög
vel við orðinn hlut. Hann réðst til
Tilkynningaskyldu íslenskra skipa
og í 15 ár helgaði hann krafta sína
öryggi sjómanna og tengingu flot-
ans við land í samvinnu við ósér-
hlífna hugsjónamenn um þessi mál.
Það getur verið álitamál hvor aðil-
inn fékk meira út úr starfi Guðjóns,
hann sjálfur sem þarna fékk að vera
hluti af iðandi athafnalífi íslenska
flotans, þó að hann væri kominn í
land, eða Tilkynningaskyldan sem
varla hafði slitið barnsskónum á
þeim tíma sem Guðjón réðst til
hennar og átti að ýmsu leyti undir
högg að sækja vegna takmarkaðs
skilnings áköfiistu sjósóknarmanna
og dræmra undirtekta stjórnvalda
um nauðsynlegan fjárhagslegan
stuðning.
Það hlýtur að hafa verið fengur fyr-
ir Tilkynningaskylduna að fá til liðs
við sig svo reyndan og farsælan sjó-
sóknara og útgerðarmann sem
þekkti allar aðstæður og talaði sama
mál og sjómennimir. Það var líka
greinilegt að Guðjón var ánægður
með þróun þessara mála þegar hann
lýsti yfir í blaðaviðtali í Fiskifréttum
í mars á þessu ári að hann teldi eng-
an vafa leika á því að Tilkynninga-
skyldan væri fyrir löngu búin að
sanna gildi sitt og hefði þróast far-
sællega sem sérstaklega þýðingar-
mikill hlekkur í öryggismálum sjó-
manna.
Á meðan Guðjón sótti sjóinn hafði
hann að sjálfsögðu minni tíma fyrir
fjölskyldu sína og ýmis áhugamáí en
eftir að hann hætti sjósókn. Það gat
hins vegar engum dulist hve heitt
hann unni fjölskyldu sinni og ást-
vinum. Hann var einstaklega alúð-
legur, raungóður og sannur.
Eitt var þó í fari hans sem bar af
öllu öðm, en það var hve barngóður
hann var og hve auðvelt hann átti
með að umgangast börn og tala til
þeirra. Börn hans og barnabörn
munu því sakna hans mjög og þau
yngstu leita hans árangurslaust á
yndislegu heimili þeirra hjóna við
Lækjargötu 10.
Eftir að Guðjón fluttist suður eign-
aðist hann sumarbústað í Dagverð-
ardal við Skutulsfjörð og átti hann
þar með fjölskyldu sinni margar un-
aðsstundir. Þessi aðstaða varð að
sjálfsögðu einnig til þess að hann
átti fleiri gleðistundir á heimaslóð-
um með ættingjum sínum og ást-
vinum en ella hefði orðið. Vegna
nýrrar byggðar í botni Skutulsfjarð-
ar varð bústaðurinn að víkja og
eignuðust þau Guðjón og Karlotta
þá sumarbústað í Miðfellslandi í
Þingvallasveit. Bústaður þeirra
reyndist þeim og fjölskyldu þeirra
sérstakur unaðsreitur og eftir því
sem meiri tími gafst til þess að njóta
tómstunda og nýrra áhugamála varð
dvölin þar þýðingarmeiri þáttur í lífi
þeirra hjóna.
Það lýsir því hins vegar vel hve
sjórinn og sjósóknin hefur sterk ítök
í dugmiklum sjósóknumm að þegar
Guðjóni, eftir nær tveggja áratuga
fjarvem frá sjósókn, barst tækifæri
til að eignast bát á ný og róa út í
bugtina þá stóðst hann ekki freist-
inguna og reri eina grásleppuvertíð
frá Brjánslæk og sótti í tvö ár sjó,
vor og haust, frá Hafnarfirði. Bát
þennan, Bylgjuna, átti Guðjón þar
til hann lét hann frá sér síðastliðið
vor.
Það er hverjum og einum mikil
gæfa að fá að kynnast og eignast að
vini mann eins og tengdaföður
minn, Guðjón Halldórsson. Hann
átti líka marga vini, stóra og smáa,
og stundum fannst mér eins og ég
væri að ræna honum frá hinum þeg-
ar ég fékk að róa með honum út á
vatn eða fást með honum við eitt-
hvað annað. Hann var jafnan vin-
gjarnlegur, ráðagóður og ákveðinn í
því sem hann vildi vinna að.
Við þökkum af alhug starfsfólki St.
Jósefsspítala fyrir umönnun hans og
elskulega framkomu við ástvini
hans.
Eiginkona hans, börn, barnabörn,
tengdabörn og systkini em innilega
þakklát fyrir að hafa átt hann og
þakka að leiðarlokum alla þá ástúð
og þann kærleika sem hann veitti
okkur öllum. Blessuð sé minning
hans.
Reynir G. Karlsson
*
Ástkær eiginmaður minn
Kristinn Finnbogason
framkvæmdastjóri
Mávanesi 25, Garðabæ
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni i Reykjavík
föstudaginn 11. október kl. 15.
Guðbjörg Jóhannsdóttir
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn
D*
Björg Jónsdóttir
frá Ingólfsfirði
Réttarholti 9, Selfossi
sem lést á heimili sínu þann 6. október, verður jarðsungin frá Selfoss-
kirkju laugardaginn 12. októberkl. 13.30.
Þeir, sem vilja minnast hinnar látnu, láti það renna til Krabbameinsfé-
lagsins.
Guðmundur Hartmannsson
Brynhildur Guðmundsdóttir Sigjón Rafn Óskarsson
Róbert Guðmundsson
og barnabörn
'ýý.-y.ý./x y"
Tímantim
^Landsbyggðar-
ÞJÓNUSTA
fyrirfólk, stofnanir og
fyrirtæki á landsbyggðinni.
Pöntum varahluti og vömr.
Samningsgerð, tilboð í
flutninga.
Lögfræðiþjónusta, kaup og
sala bifreiða og húsnæðis.
Okkur er ekkert óviðkomandi,
sem getur létt fólki störfin.
LANDSBYGGÐ HF
Ármúla 5 -108 Reykjavík
Símar 91-677585 & 91-677586
Box 8285
Fax 91-677568 • 128 Reykjavík
BILALEIGA
AKUREYRAR
MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM
LANDIÐ.
MUNID ÓDÝRU
HELGARPAKKANA OKKAR
REYKJAVÍK
91-686915
AKUREYRI
96-21715
PÖNTUM BÍLA ERLENDIS
interRent
Europcar
Kvöld-, nætur- og helgldagavarsla apóteka I
Roykjavík 4. tll 10. október er I Lauga-
vegsapótekl og Holtsapóteki. Þaó apótek
sem fyrr er nefnt annast eltt vörsluna frá kl.
22.00 að kvöldi tll kl. 9.00 aö morgnl vlrka
daga en kl. 22.00 i sunnudögum. Upplýs-
Ingar um læknis- og lyfjaþjónustu eru gefn-
arf slma 18888.
Neyöarvakt Tannlæknafilags fslands
er starfrækt um helgar og á stórhátlöum. Sím-
svari 681041.
Hafnarljöröur: Hafnarfjaröar apótek og Norð-
urbæjar apólek eru opin á virkum dögum frá
kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laug-
ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00-
12.00. Upplýsingar I símsvara nr. 51600.
Akureyri: Akureyrar apólek og Stjömu apótek
eru opin virka daga á opnunartíma búða. Apó-
tekin sklptast á slna vikuna hvort að sinna
kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er
opiö í þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, til
kl. 19.00. A helgidögum er opiö frá kl. 11.00-
12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum tlmum er lyfja-
fræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar I
slma 22445.
Apótek Keflavlkur: Opið virka daga frá k.
9.00-19.00. Laugardaga, helgidaga og al-
mennafrldaga kl. 10.00-12.00.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá
kl. 8.00-18.00. Lokað i hádeginu milli kl. 12.30-
14.00.
Selfoss: Selfoss apótek er opið til ki. 18.30.
Opiö er á laugardögum og sunnudögum kl.
10.00-12.00.
Akranes: Apótek bæjarins er opiö virka daga
til kl. 18.30. Opið er á laugardögum kl. 10.00-
13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00.
Garðabær: Apótekiö er opiö rúmhelga daga
kl. 9.00-18.30, en laugardaga ki. 11.00-14.00.
Alnæmisvandlnn. Samtök áhugafólks um
alnæmisvandann vilja styðja smitaöa og sjúka
og aöstandendur þeirra, slmi 28886.
Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjamames og
Kópavog er I Heilsuvemdarstöð Reykjavlkur
alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugar-
dögum og helgidögum allan sólarhringinn.
Á Seltjamamesl er læknavakt á kvöldin Id.
20.00-21.00 og laugard. kl. 10.00-11.00. Lokaö á
sunnudögum. Vitjanabeiönir, símaráöleggingar
og tlmapantanir I sima 21230. Borgarspítalinn
vakt frá Id. 08-17 alla virka daga fyrir fólk sem
ekki hefur heimilislækni eöa nær ekki til hans
(slmi 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysa-
deild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sól-
arhringinn (slmi 81200). Nánari upplýsingar um
lyfjabúðir og læknaþjónustu eorgefnar I slm-
svara 18888.
Ónæmisaðgerðlrfyrirfulloröna gegn mænusótt
fara fram á Heilsuvemdarstöð Reykjavfkur á
þriöjudögum Id. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér
ónæmisskírteini.
Garðabær: Heilsugæslustööin Garöaflöt 16-18
eropin 8.00-17.00, simi 656066. Læknavakt er I
slma 51100.
Hafnarfjörður: Heilsugæsla Hafnarfjarðar,
Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00-
17.00, slmi 53722. Læknavakt slmi 51100.
Kópavogun Heilsugæslan er opin 8.00-18.00
virka daga. Slmi 40400.
Keflavfk: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn
á Heilsugæslustöð Suðumesja. Slmi: 14000.
Sálræn vandamál: Sálfræðistöðin: Ráðgjöf I
sálfræðilegum efnum. Simi 687075.
Landspitalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19
til kl. 20.00. Kvennadeildln: kl. 19.30-20.00.
Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl.
15-16. Heimsóknartlmi fyrir feður kl. 19.30-
20.30. Barnaspitali Hrlngsins: Kl. 13-19 alla
daga. Öldrunarlækningadelld Landspítal-
ans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomu-
lagi. - Landakotsspítali: Alla virka kl. 15 til kl.
16 og kl. 18.30 til 19.00. Barnadeild 16-17.
Heimsóknartími annarra en foreldra kl. 16-17
daglega. - Borgarspitalinn I Fossvogl: Mánu-
daga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir
samkomulagi. Á laugardögum og sunnudögum
kl. 15-18.
Hafnarbúðlr: Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvíta-
bandið, hjúkrunardeild: Heimsóknartími frjáls
alla daga. Grensásdcild: Mánudaga ti föstu-
daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnudaga
kl. 14-19.30. - Heilsuvemdarstöðin: Kl. 14 til
kl. 19. - Fæöingarheimili Reykjavikur: Alla
daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspitali:
Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl.
19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl.
17. Kópavogshælió: Eftir umtali og kl. 15 til kl.
17 á helgidögum. - Vifilsstaöaspitali: Heim-
sóknartlmi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. -
SL Jósepsspitali Hafnarfiröi: Alla daga kl.
15-16 00 19-19.30.
Sunnuhlfö hjúkrunarheimili I Kópavogi: Heim-
sóknartimi kl. 14-20 og eftir samkomulagi.
Sjúkrahús Keflavíkuriæknishéraös og
heilsugæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólar-
hringinn. Simi 14000. Keflavlk-sjúkrahúsið:
Heimsóknartími virka daga kl. 18.30-19.30.
Um helgar og á hátíöum: Kl. 15.00-16.00 og
19.00-19.30. Akureyrl - sjúkrahúsið: Heim-
sóknartfmi alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-
20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra
Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarðsstofusími frá
kl. 22.00- 8.00, slmi 22209. Sjúkrahús Akra-
ness: Heimsóknartimi Sjúkrahúss Akraness er
alla daga kl. 15.30-16.00 og kl. 19.00-19.30.
Reykjavfk: Neyðarslmi lögreglunnar er 11166
og 000.
Seltjamames: Lögreglan simi 611166,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100.
Kópavogur: Lögreglan simi 41200, slökkvilið
og sjúkrabifreið simi 11100.
Hafnarfjörður: Lögreglan slmi 51166, slökkvi-
lið og sjúkrabifreiö slmi 51100.
Keflavlk: Lögreglan sími 15500, slökkvilið og
sjúkrabill slmi 12222, sjúkrahús 14000, 11401
og 11138.
Vestmanneyjan Lögreglan, simi 11666,
slökkviliö simi 12222 og sjúkrahúsið simi
11955.
Akureyrl: Lögreglan slmar 23222, 23223 og
23224, slökkviliö og sjúkrabifreið sími 22222.
Isaqörður: Lögreglan slmi 4222, slökkvilið simi
3300, brunaslmi og sjúkrabifreið slmi 3333.