Tíminn - 09.10.1991, Qupperneq 14

Tíminn - 09.10.1991, Qupperneq 14
14 Tíminn Miðvikudagur 9. október 1991 ■BHf EFNAHAGSBANDALAG EVRÓPU Ráð og stofnanir Efna- hagsbandalags Evrópu Efnahags- og félagsmálanefndin Ein helsta nefnd Efnahagsbanda- lags Evrópu og Evrópsku kjarn- orkustofnunarinnar er Efna- hags- og félagsmálanefndin (Ec- onomic and Social Committee, ESC), en Evrópska kola- og stál- samfélagið hefur eigin nefnd í þeim málum. í 198. gr. Rómar- sáttmálans segir: (Ráðherra)ráð- ið og framkvæmdastjórnin skulu hafa samráð við nefndina, eins og á er kveðið í samningi þess- um.“ Ber ráðherraráðinu og framkvæmdastjórninni þannig að leita álits nefndarinnar um fé- lagsmál, starfsmenntun, störf fólks í öðru aðildarlandi en sínu eigin, samgöngur og samræm- ingu laga. Að 170. gr. stofnsamn- ings Evrópsku kjarnorkustofn- unarinnar ber stjórn hennar að leita álits nefndarinnar um starfsþjálfun og rannsóknir, heil- brigðis- og öryggismál og fjár- festingu. Að auki var nefndinni 1972 heimilað að leggja fram álitsgerðir að eigin frumkvæði. Aftur á móti er hvorki ráðherra- ráðinu né framkvæmdastjórn skylt að hlíta ábendingum nefndarinnar. Frá útvíkkun EBE 1986 hefur Efnahags- og félagsmálanefndin verið skipuð 189 fulltrúum, til- nefndum af rfkisstjórn sinni, en skipuðum af ráðherraráðinu til fjögurra ára. Þótt skipaðir séu sem einstaklingar er til þess ætl- ast að nefndarmenn komi úr þremur meginhópum: i. Atvinnurekenda (og er um helmingur þeirra úr iðnaði) ii. Verkafólks (og eru allflestir úr samtökum launþega) iii. Ýmissa aðila (og er um helmingur úr landbúnaði) Úr eigin hópi kýs Efnahags- og félagsmálanefndin sér formann og varaformann til tveggja ára. Allsherjarfundir heldur nefndin í Brussel tíu sinnum á ári og standa þeir að jafnaði í tvo daga. Nefndin hefur eigið starfslið sem 1989 taldi um 480 manns. í störfum sínum, svo sem við samningu álitsgerða, skiptist nefndin upp í níu hópa eftir at- vinnuvegum: 1. Landbúnaði. 2. Iðnaði, verslun, handverki og þjónustu. 3. Efnahags-, fjár- og peningamálum. 4. Félags-, fjöl- skyldu-, fræðslu- og menningar- málum. 5. Flutninga- og samn- ingamálum. 6. Útlendum sam- skiptum. 7. Orku- og kjarnorku- málum. 8. Byggðamálum. 9. Umhverfis-, heilbrigðis- og neyt- endamálum. Þessir hópar hafa sinn „málflytjanda" til þess að ganga frá áíitsgerðum og vinna með undirnefndum. í hópum þessum eru samtals um 70-80 reglulegir fundir á ári og að auki 300-400 fundir í nefndum og undirnefndum. Síðustu undanfarin ár hefur Efnahags- og félagsmálanefndin sent árlega frá sér um 120 álits- gerðir, um 10-15 þeirra að eigin frumkvæði. um við þá) mynda svonefnd og tilskipunum settum af grunnlög (primary legislation) framkvæmdastjórninni. Sérstakiega segir aðeins sjald- Evrópudómstóliinn situr í Lúx- emborg, en hann var upphaf- lega á stofn settur í Evrópska kol- og stálsamféiaginu 1953. í dómstólnum sitja 13 dómar- ar, skipaðir tii sex ára. Til dóm- stólsins er í fyrsta lagi skotið máium á millí aðiidarianda, á miili evrópsku samféiaganna og aðildarlands, á milli stofn- unar Samfélagsins og aðildar- Íands, á milii stofnana þess og lögaðila (einstaklinga eða fé- laga) og málum vegna túlkunar atriða í alþjóðiegum samning- um evrópsku samfélaganna; og í öðru lagi áfrýjað úrskurðum dómstóia í aðildarlöndum. Evrópsku samfélögunum eru búin lög: í stofnsamningum þeirra; í eigin löggjöf, í aiþjóða- lðgum þeirra, af lagahefð (gen- erai principles of law) og af túlkun iaga. Stofnsamningarnir þrír (ásamt breytingum og viðauk- samfélagsins og segja má Itka að þeir séu stjórnarskrá þess. Þeir leggja einkum niður meg- inreglur, svo sem um sam- keppni, óheftan tilfiutning varnings og þjónustustarfsemi aðiidarianda á milli, sem og fijáisa búferlaflutninga fólks til langs eða skamms tíma, sameiginlega ytri tolla, sam- ræmda stefnu í viðskiptamál- um. Hinar síðastnefndu taka einkum tll kola og stáls, nýt- ingar kjarnorku, landbúnaðar, féiagsmála, vöruflutninga, byggðamála og tækni ýmiss konar. Löggjöf evrópska samfélags- ins tekur einkum til útfærsiu meginákvæða í stofnsamning- unum í lögum, settum af ráð- herraráðinu (í samráði við Evr- ópuþingið eða að leitaðri um- sögn þess), og í regiugerðum an til alþjóðalaga í starfsemi evrópska samfélagsins, þótt Evrópudómstóllinn hafl nokkr- um sinnum neytt þeirra í út- lagningu sinni á löggjöf þess. En jafnframt hefur hann tekið mið af því að í vaxandi mæli gildir hið sama um Samfélagið, sakir framþróunar þess, sem um aðiidarlöndin sjáif, svo sem varðandi alþjóðiega samninga og friðindi og ósaknæmi ai- þjóðlegra stofnana. í stofnsamningum evrópsku samfélaganna þriggja er Evr- ópudómstólnum falið að tryggja að túikun og framfylgd ákvæða þeirra sé að lögum. Merkir það einkum að hlítt sé meginreglum um iögmæti og réttarreglur, um réttindi og kvaðir samkvæmt stjórnsýslu- iögum og um mannréttindL Evrópuþingið Það er upp úr samkundu Evr- ópska kola- og stálsamfélagsins sprottið, en tók sér nafnið Evrópu- þing árið 1962. Á því sitja nú 518 þingmenn og hafa þingmenn þess verið kosnir beinni kosningu frá 1979. Það hefur hins vegar ekki löggjafarvald og einungis tak- markað fjárveitingarvald. Löggjafarvald evrópsku samfélag- anna þríggja (Efnahagsbandalags- ins, Kola- og stálsamfélagsins og Evrópsku kjarnorkustofnunarinn- ar) er hjá ráðherraráðinu og hefur það, að nokkru ásamt fram- kvæmdastjórninni, frumkvæði um setningu laga og samningu frum- varpa að lögum. Þau þarfnast þó umsagnar Evrópuþingsins áður en út verða gefin sem lög (eins og Evrópudómstóllinn staðfesti 1980 með „isoglucose“-úrskurði sín- um). Um umsögn þess var að nýju á kveðið 1987 í lögunum um einn evrópskan sammarkað. Um löggjöf undir flestum greinum Rómarsátt- málans leggur Evrópuþingið fram umsögn sína eftir eina umræðu, eins og áður. En og löggjöf undir 10 greinum hans fara fram tvær umræður. Að móttekinni umsögn þingsins, eftir hina fyrri, yfirvegar ráðherraráðið hana og tekur tillit til hennar áður en frumvarp er sent því í endanlegri mynd sinni til annarrar umræðu. Málsmeðferð þessi er nefnd samráð ráðherra- ráðsins og Evrópuþingsins. „Erfitt er að segja nákvæmlega til um áhrif umfjöllunar Evrópu- þingsins á endanlegt form laga. Ein ástæða þess er sú að Evrópu- þingið neytir óformlegra sam- skipta sinna við framkvæmda- stjórnina til að flytja mál sitt og til fortalna, þannig að ógerningur er að meta áhrif þess. Þá koma fram- kvæmdastjórnin og ráðherraráðið gjarnan hálfa leið til móts við sjón- armið þess, en gera athugasemdir við orðalag og einstaka liði um- sagnar þingsins. Auðsætt er samt sem áður að framkvæmdastjórnin er því talhlýðnari en ráðherraráð- ið.“ (N. Nugent: The Govemment and Politics of the European Community, bls. 112.) Þá hefur Evrópuþingið á stund- um neytt 194. gr. Rómarsáttmál- ans, sem segir: „Svo fremi að (ráð- herra)ráðið hafi ekki að hafst, get- ur framkvæmdastjórnin breytt upphaflegri tillögu sinni og þá einkum er leitað hefur verið sam- ráð þingsins um þá tillögu." Um samningu fjárlaga evrópsku samfélaganna þriggja gildir sam- komulagsgerð frá 1982. Að henni setur ráðherraráðið útgjöldum heildarupphæðir, en Evrópuþing- inu er eftir látið að skipta þeim niður á liði. Evrópuráöið Fyrsta hálfan annan áratuginn frá stofnun Evrópubandalags Evrópu hittust leiðtogar aðildar- landa öðru hverju ásamt utanrík- isráðherrum og við þá fundi þeirra festist heitið Evrópuráðið, sem loks var formlega upp tekið. í París 1974 afréðu þeir að hittast þrisvar á ári, en í lögum EBE fengu fundir þeirra fyrst stað 1987 í lögunum um einn evr- ópskan sammarkað: „f Evrópu- ráðinu skulu saman koma leið- togar ríkja eða ríkisstjórna aðild- arlanda og forseti framkvæmda- stjórnar Evrópsku samfélaganna. Þeim til aðstoðar skulu utanrík- isráðherrar vera og fram- kvæmdastjórnarmaður. Evrópu- ráðið skal koma saman tvisvar á ári.“ Framvinda Efnahagsbandalags- ins og meginmál þess hafa verið á dagskrá Evrópuráðsins, svo sem uppsetning Skipunar evrópskra peningamála 1978- 1979 og setn- ing laganna um einn evrópskan sammarkað 1985. Allajafna hefur það náð samkomulagi um ákvarðanir sínar. Fram til ársloka 1989 mun þannig aðeins eitt mál hafa verið afgreitt með meiri- hluta atkvæða (gegn atkvæðum Bretlands, Danmerkur og Grikk- lands), samankvaðning ráðstefnu í Mflanó um stofnanir Efnahags- bandalagsins. Þótt Evrópuráðið, eins og það er skipað, geti um- breytt sér í Ráðherraráðið og tek- ið ákvarðanir í nafni þess, hefur það engu sinni haft þann hátt á. Að venju standa fundir Evrópu- ráðsins í tvo daga. Utan hinna reglulegu funda hittast leiðtogar, þ.e. forsætisráðherrar og Frakk- landsforseti, og utanríkisráð- herrar til skrafs og ráðagerða hvorir í sínu lagi. í Efnahagsbandalagi Evrópu eru ig kemur vikulega saman. Og helstu ákvarðanir enn teknar í riðskiptanefndin heidur líka ráði sem ráðherrar aðildarland- vikulega fúndi (en hún starfar anna mynda. í reynd skiptist það upp þannig að ráðherrar hinna ýmsu ráðuneyta mynda sín ráð, ráðhenrar utanrfldsmála svo- nefnt allsherjarráð (Generai Co- uncii), en aðrir málefnaráð (Technical Counrils), svo sem ráðherrar flármála (Ecofin), iðn- aðar og landbúnaðar og svo framvegis. Að jafnaði eru um 80 slfldr ráðherrafundir á ári, ýmist í Briissel eða Lúxemborg. Ráð- herrar utanrðdsmáia og land- búnaðar eiga mánaðariega fundi, en flestir aðrir annan hvern mán- uð, fáeinir sjaldnar, svo sem menntamálaráðherrar tvisvar á ári. Á fundum sinum 1987 sendi ráðherraráðið út 40 tllskipanir, samþykkti 348 reglugerðír og tók ákvarðanir ( 125 máium. Á vegum ráðherraráðsins starfa margar nefndir. Heistar þeirra eru tvær, skipaðar fastafulitrú- um ráðherranna í aðalstöðvum EBE í BrUssel (COREPER 1&2), og koma þær vikulega saman. Önnur þeirra fæst við ut- anrfldsmál og Qármál, en hin við önnur mái. Þá er sérieg landbún- aðamefnd (Spedal Committee on Agriculture, SCA), sem einn- samkvæmt 113, grein Rómar- sáttmáians). Atvinnumálauefnd- in er skipuð fuiitrúum atvinnu- vega, en ekld aðildarianda bein- línis, og sker hún sig úr aö því ÍeytL Fundi nefndarinnar situr framkvæmdastjómarmaður sá sem umsjón hefúr með atvinnu- máium. Nokkrar nefndir, upp settar af ráðherraráðinu, starfa jðfnum fetum undir umsjá fram- kvæmdanefndarinnar. Eln þeirra er peninganefndin (upp sett samkvæmt 5. grein Rómarsátt- málans), sem að jafnaöi hefur komið saman tíu sinnum á ári. Ennfremur setur ráðherraráðið upp nefndir tU að vinna að til- nefndum verkefnum, svonefndar starfsnefndir (woridng parties). Eldd favað síst athuga þærvænt- anleg áhrif laga og tílsidpana, sem í undirbúningi em. Síðustu ár hafa starfsnefndir að jafnaði verið á annað hundrað. Ráðherraráðið hefur eigið starfslið sem taldi 1989 um 2000 manns. Er því sidpt upp í deildír. Vinnur það mou með nefndum. AðaSneidstöðvar EBE eru í Chariemagne-byggingunnl í BriisseL

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.